Súðavíkurhreppur

Eldurinn breiðist hratt út
Eldurinn við Hrafnabjörg í Laugardal í Súðavíkurhreppi breiðist hratt út og að sögn fréttamanns RÚV á staðnum virðast slökkviliðsmenn vera missa tökin á eldinum. Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar til að aðstoða við slökkvistarfið og búið er að kalla á aðstoð frá slökkviliðinu á Ísafirði
08.08.2012 - 17:35
Eldar slokkna við Hrafnabjörg
Ennþá er mikill reykur við Hrafnabjörg í Laugardal í Súðavíkurhreppi þar sem logað hefur í sinu undanfarna daga. Þó að eldarnir hafi verið slökktir rýkur ennþá mikið úr jarðveginum, íbúum til óþæginda.
08.08.2012 - 12:35
Auknar álögur í innanlandsflugi
Sveitarstjórinn á Súðavík óttast afleiðingar af auknum álögum á innanlandsflugið. Þær séu gríðarlega þungur biti fyrir þá sem þurfi að nýta þessa þjónustu og geti skemmt fyrir í uppbyggingu ferðaþjónustu á landsbyggðinni.
14.04.2012 - 21:00
Hærra verð í dreifbýli en þéttbýli
Þeir sem búa í dreifbýli þurfa að greiða mun hærra flutningsverð á rafmagni en þeir sem búa í þéttbýli. Það hefur til dæmis orðið til þess að húshitunarkostnaður íbúa á Súðavík er mun hærri en hjá þeim sem búa á Ísafirði.
14.03.2012 - 19:33
Sex milljóna króna hagnaður
Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps áætlar að sveitarfélagið skili 6,1 milljóna króna hagnaði á næsta ári, að því er fram kemur í fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 sem var samþykkt samhljóða.
19.12.2011 - 09:51
Leitað að báti við Súðavík
Björgunarskip og bátar Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vestfjörðum voru kölluð út í dag ásamt þyrlu og varðskipi frá Landhelgisgæslunni vegna frístundaveiðibáts sem lagt hafði frá höfn Súðavíkur í morgun. Báturinn kom ekki inn í fjareftirlitskerfi Landhelgisgæslunnar og svaraði ekki kalli hennar.
12.06.2010 - 18:33
L-listi heldur meirihluta í Súðavík
L-listinn fékk fjóra fulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum í Súðavíkurhreppi en F-listinn einn fulltrúa. L-listinn fékk fjóra menn kjörna en fyrir fimmta manninn var varpað hlutkesti því jöfn atkvæði voru bakvið fimmta manninn. 142 voru á kjörskrá og greiddu 111 atkvæði. Í síðustu sveitarstjórnarkos
29.05.2010 - 22:46
  •