Súðavíkurhreppur

Framsóknarflokkur í lykilstöðu í Ísafjarðarbæ
Útlit er fyrir að breytingar á bæjarstjórastólum á Vestfjörðum eftir kosningarnar á laugardaginn. Í Ísafjarðarbæ féll meirihluti Í-listans og þar eru framsóknarmenn í lykilstöðu.
Tveir listar bjóða fram í Súðavíkurhreppi
Kjósendur í Súðarvíkurhreppi geta valið milli tveggja framboða í sveitarstjórnakosningum þann 26. maí næstkomandi. Valið mun annars vegar standa á milli Víkurlistans með bókstafinn E og hins vegar Hreppslistans með bókstafinn H. Þegar framboðsfrestur rann út hafði aðeins Hreppslistinn skilað inn framboði. Því var framboðsfrestur framlengdur og þá skilaði Víkurlistinn inn framboði.
Kemur í veg fyrir fiskeldi í Ísafjarðardjúpi
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að verði farið að tillögum starfshóps á hennar vegum, verði ekki af áformum um sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi, að svo stöddu. Þetta er vegna þess að starfshópurinn leggur til að áhættumat Hafrannsóknarstofnunar verði lagt til grundvallar þegar kemur að leyfisveitingu fyrir sjókvíaeldi. Ráðherrann bendir á að áhættumatið sé lifandi plagg og geti breyst með nýjum upplýsingum.
Vilja skoða kosti sameiningar á Vestfjörðum
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að óska eftir samstarfi við Súðavíkurhrepp um að kanna kosti og galla á sameiningu og hvernig megi þróa ríkara samstarf sveitarfélaga. Þá verður sótt um fjárframlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að framkvæma könnunina.
28.02.2017 - 15:58
Vilja finna lausnir fyrir Hótel Reykjanes
Leitað verður allra leiða til að rekstri Hótels Reykjaness sé ekki stofnað í hættu. Þetta segir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Hóteleigandi segir reksturinn í uppnámi vegna fyrirhugaðrar lokunar á neysluvatni til hótelsins.
01.02.2017 - 17:40
Engin saurgerlamengun í neysluvatni Súðvíkinga
Engin saurgerlamengun er í neysluvatni í Súðavík. Ný sýni, tekin á fimm stöðum um bæinn, hafa leitt í ljós að vatnið er ómengað.
19.12.2016 - 14:30
Saurgerlar í neysluvatni í Súðavík
Saurgerlar greindust í sýni á neysluvatni í Súðavík sem var tekið þann 13. desember. Íbúar eru því hvattir til að sjóða allt neysluvatn.
15.12.2016 - 13:30
Hringtengingu ljósleiðara á Vestfjörðum lokið
Hringtengingu ljósleiðara á Vestfjörðum er lokið. Fyrir skömmu lauk lokaáfanganum í hringtengingunni í Ísafjarðardjúpi og þannig var hringnum um Vestfirði lokað. Samhliða ljósleiðaranum hefur verið lagður þriggja fasa rafstrengur í jörð.
01.12.2016 - 15:16
Engin saurgerlamengun í Súðavík
Enga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatni á mánudaginn við reglubundið eftirlit.
28.09.2016 - 10:58
Ekki gert ráð fyrir kostnaði við ljóstengingu
Súðavíkurhreppur gagnrýnir skamman fyrirvara á kostnaðarþátttöku sveitarfélaga í verkefninu Ísland ljóstengt. Við upphaf verkefnisins hafi ekki verið gert ráð fyrir kostnaðarþátttöku sveitarfélaganna og því er ekki gert ráð fyrir kostnaði við verkefnið í fjárhagsáætlunum sveitarfélaga.
13.04.2016 - 14:34
Minningarstund frestað vegna veðurs
Minningarstund sem halda átti í Súðavíkurkirkju klukkan hálf átta í kvöld í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá því snjóflóð féll á byggðinga, hefur verið frestað til klukkan tvö á morgun, vegna slæms veðurs og snjóflóðahættu. Lokað hefur verið um Súðavíkurhlíð og Flateyrarveg vegna snjóflóðahættu.
16.01.2015 - 18:02
Sorg og kraftaverk í snjóflóðunum
Á meðan sumir misstu mikið í snjóflóðinu í Súðavík fyrir 20 árum björguðust aðrir úr flóðinu, jafnvel á ótrúlegan hátt. RÚV heldur áfram að rifja upp snjóflóðið í Súðavík fyrir tuttugu árum.
16.01.2015 - 17:12
20 ár frá snjóflóðinu í Súðavík
Í dag eru 20 ár liðin frá því að mannskætt snjóflóð féll á 15 hús í Súðavík. 26 manns voru í húsunum þegar flóðið féll snemma að morgni og fórust fjórtán, þar af átta börn.
16.01.2015 - 17:10
Snjóflóðið í Súðavík: Byggt upp að nýju
Það tók nokkur ár að byggja Súðavík upp að nýju eftir snjóflóðið sem féll fyrir 20 árum. Fyrst þurfti að hreinsa bæði snjó og húsarústir og safna saman persónulegum munum. Síðan þurfti að byggja ný hús í stað þeirra sem eyðilögðust.
16.01.2015 - 17:10
Hreppslistinn sigraði í Súðavíkurhreppi
Hreppslistinn er sigurvegari kosninganna í Súðavíkurhreppi, hlaut 61,6 prósent atkvæða og þrjá menn kjörna. Lýðræðislistinn fékk 38,4 prósent og tvo menn. Kjörsókn var 88,19 prósent.
Súðavíkurhreppur
Í Súðavíkurhreppi bjuggu 202 þann 1. janúar 2014. Sveitarfélagið er í 62. sæti yfir fjölmennustu sveitarfélög landsins. Tveir listar verða í framboði þar, Lýðræðislistinn og Hreppslistinn.
14.05.2014 - 18:35
Vinna salt úr sjó
Það vantar ekki salt í grautinn á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. Fyrir þremur árum síðan fengu nokkrir ungir frumkvöðlar þá hugmynd að endurvekja saltvinnslu á staðnum en þar var umfangsmikil saltframleiðsla á síðari hluta 18. aldar.
28.04.2014 - 10:50
Stríða enn við áfallastreitu
Um 15% þeirra sem bjuggu á Flateyri og í Súðavík þegar snjóflóð féllu þar árið 1995 stríða enn við áfallastreitu. Þetta kemur fram í rannsókn sem Edda Björk Þórðardóttir doktorsnemi hefur gert.
Sönggleði í Súðavík
Óvíða í heiminum er tónlistarútgáfa blómlegri, miðað við höfðatölu, en í Súðavík. Ungmenni staðarins sitja sveitt við og semja tónlist, taka hana upp og gefa út til styrktar félagsstarfi grunnskólanema.
13.01.2014 - 09:47
Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga eykst
Jafnmargir þáðu fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum á Vestfjörðum í fyrra og í hittifyrra en nokkur breyting varð á hópnum milli ára. Á vef bæjarins besta er fjallað um tölur sem Hagstofa Íslands birti nýlega.
Meirihluti vill banna lausagöngu katta
Meirihluti svarenda, eða um 70 prósent í viðhorfskönnun sem Súðavíkurhreppur lét gera meðal íbúa í Súðavík er fylgjandi því að lausaganga katta verði bönnuð í sveitarfélaginu. 10 prósent svarenda voru hlutlausir og 20 prósent voru ósammála eða mjög ósammála.
23.08.2013 - 17:30
Mismunandi ástand í frárennslismálum
Þau sveitarfélög sem standa sig best í fráveitumálum þurfa flest samt sem áður að gera enn betur. Mikið hefur verið lagt í fráveitu í Reykjavík þar sem lagnakerfið er litlu styttra en hringvegurinn og þar kostar viðhaldið sitt.
Bláberjadagar í Súðavík
Súðvíkingar efna til Bláberjahátíðar um helgina. Hátíðin nefnist Bláberjadagar og er fjölskyldu- og uppskeruhátíð þar sem fólk er hvatt til að skemmta sér saman, tína ber og njóta þess besta sem náttúran hefur upp á að bjóða.
14.08.2013 - 15:02
Skora á bæjarstjórn í kappróður
Í vikunni var óvanalegt mál tekið fyrir á bæjarráðsfundi í Bolungarvík. Var þar formlega ákveðið, fyrir hönd bæjarstjórnar, að skora á sveitarstjórn Súðarvíkurhrepps í kappróður.
60 fluttir með bát frá Súðavík
Yfir 60 manns voru fluttir með bát frá Súðavík til Ísafjarðar í kvöld eftir að vegurinn um Súðavíkurhlíð lokaðist vegna snjóflóða. Nokkrir eru þó enn strandaglópar í Súðavík.
28.12.2012 - 22:12