Súðavíkurhreppur

Myndskeið
Mega nýta 125 þúsund rúmmetra kalkþörunga úr Djúpinu
Íslenska kalkþörungafélagið hefur nú fengið leyfi til að vinna kalkþörunga úr Ísafjarðardjúpi. Þetta er einn stærsti áfanginn í því að koma nýrri verksmiðju fyrirtækisins í Súðavík af stað.
Kalkþörungafélagið má framleiða 120 þúsund tonn á ári
Íslenska Kalkþörungafélagið hefur fengið leyfi fyrir 120 þúsund tonna framleiðslu á kalki og öðrum afurðum. Þetta er 35 þúsund tonna aukning frá fyrra leyfi sem var gefið út fyrir þremur árum. Fyrirætlanir um að koma af stað vinnslu í Súðavík hafa dregist mikið.
Fá 1200 milljónir frá ríkinu við sameiningu
Ef Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær og Súðavík sameinast greiðir ríkið sameinuðu sveitarfélagi 1.2 milljarða króna. Formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar segir að það sé skylda sveitarstjórna á Vestfjörðum að vinna betur saman. Umtalsverðir fjármunir séu í húfi.
Norðanverðir Vestfirðir munu ekki fylgja landinu 4. maí
Þrjátíu prósent virkra smita á landinu eru á norðanverðum Vestfjörðum. Tvö ný smit greindust í gær, bæði í Bolungarvík. Á norðanverðum Vestfjörðum verða ekki sömu tilslakanir á samkomubanni og annars staðar á landinu 4. maí.
Bróðurpartur smita síðustu daga fyrir vestan
Tíunda andlátið hér á landi af völdum COVID-19 varð í Bolungarvík í gær. Tvö ný tilfelli greindust á landinu, bæði á Vestfjörðum.
Hertar aðgerðir verða áfram á Ísafirði og í Bolungarvík
Hertar aðgerðir með fimm manna samkomubanni og lokuðum skólum verða í gildi í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði til 4. maí, hið minnsta. Létt verður á takmörkunum í Súðavík og á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri 27. apríl og taka þar þá almennar sóttvarnarreglur gildi.
2000 Vestfirðingar prófaðir í vikunni
Skimun Íslenskrar erfðagreiningar hófst á norðanverðum Vestfjörðum í morgun. Óvíst er hvort hægt verði að aflétta samkomubanni í fjórðungnum á sama tíma og annars staðar á landinu.
Yfir 1200 skráðir í skimun á Vestfjörðum
Yfir tólf hundruð hafa skráð sig í skimun Íslenskrar erfðagreiningar fyrir COVID-19 á Vestfjörðum. Óvíst er hvort hægt verður að slaka á aðgerðum fyrir vestan í byrjun maí líkt og annars staðar á landinu.
Súðavíkurhlíð hefur verið lokað ellefu sinnum á árinu
Súðavíkurhlíð hefur verið lokað ellefu sinnum það sem af er ári. Í fyrra var hins vegar einungis lokað þrisvar, þar af tvisvar í óveðrinu sem gekk yfir í desember.
Allt lokað á Vestfjörðum fram eftir degi
Nær allar leiðir á Vestfjörðum eru ófærar eða lokaðar vegna snjóflóðahættu. Appelsínugul viðvörun er í gildi til þrjú í dag og enginn mokstur kemur til greina fyrr en í fyrsta lagi eftir klukkan tvö.
Telja ekki bráða mengunarhættu af bílhræjunum
Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða telur ekki bráða mengunarhættu stafa af hundruðum bílhræja á Garðstöðum í Ísafjarðardjúpi. Matið byggist á skoðun á hræjunum 2014.
30.12.2019 - 12:25
Myndskeið
Vilja hundruð bílhræja á Garðstöðum burt
Mörg hundruð bílhræjum hefur verið safnað saman við Garðstaði í Ísafjarðardjúpi í yfir tuttugu ár. Súðarvíkurhreppur ætlar að breyta jörðinni í iðnaðarsvæði til að hægt sé að veita starfsleyfi fyrir bílapartasölu í óþökk eigenda á næsta bæ.
Norðanverðir Vestfirðir á varaafli
Norðanverðir Vestfirðir fá rafmagn úr varaflsvélum á meðan óveðrinu stendur. Elías Jónatansson, orkubússtjóri, segir að Landsnet hafi tekið þá ákvörðun í samráði við Orkubú Vestfjarða að keyra dísilvélar á Bolungarvík af stað í morgun, áður en rafmagni slægi út.
Ungir Vestfirðingar vilja samræmda sorpflokkun
Um fjörutíu ungmenni frá Ísafirði, Súðavík og Bolungarvík ræddu meðal annars umhverfis-, samgöngu- og menningarmál á ungmennaþingi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í dag. Þörf á samræmdu flokkunarkerfi sveitarfélaganna og bættar samgöngur voru meðal þeirra áhersla sem komu úr vinnustofunum.
Hvernig yrðu sameinaðir Vestfirðir?
Á Vestfjörðum eru níu sveitarfélög, þar af er einungis Ísafjarðarbær með yfir þúsund íbúa. Ef þingsályktunartillaga sveitarstjórnarráðherra um málefni sveitarfélaga sem gerir ráð fyrir þúsund íbúa lágmarki er samþykkt verða öll hin sveitarfélögin á kjálkanum að leita til sameininga. Þar af eru þrjú sveitarfélög sem ná ekki 250 íbúum og yrðu því að sameinast fyrir næstu almennu sveitarstjórnarkosningar 2022. Það eru Súðavíkurhreppur, Árneshreppur og Kaldrananeshreppur.
Verslun opnar að nýju í Súðavík
Kaupfélagið í Súðavík hefur opnað að nýju, um ári eftir að því var lokað. Þjóðverjinn Matthias Troost rekur verslunina sem opnaði á mánudag, 30. september. Íbúum Súðavíkur var boðið að hafa áhrif á vöruúrval verslunarinnar.
04.10.2019 - 13:58
Þurftu ekki að ráða þann hæfasta í Súðavík
Sveitarstjórn Súðavíkurhrepp samþykkti á föstudag að ráða Braga Þór Thoroddsen, lögfræðing, í stöðu sveitarstjóra Súðavíkurhrepps, þótt Hagvangur, sem að sá um ráðninguna, hafi talið Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismann, hæfasta umsækjandann.
11.03.2019 - 17:10
Þrettán vilja verða sveitarstjóri í Súðavík
Þrettán vilja verða sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, ellefu karlar og tvær konur. Átján sóttu um starfið en fimm drógu umsókn sína til baka.
01.03.2019 - 16:55
Framsóknarflokkur í lykilstöðu í Ísafjarðarbæ
Útlit er fyrir að breytingar á bæjarstjórastólum á Vestfjörðum eftir kosningarnar á laugardaginn. Í Ísafjarðarbæ féll meirihluti Í-listans og þar eru framsóknarmenn í lykilstöðu.
Tveir listar bjóða fram í Súðavíkurhreppi
Kjósendur í Súðarvíkurhreppi geta valið milli tveggja framboða í sveitarstjórnakosningum þann 26. maí næstkomandi. Valið mun annars vegar standa á milli Víkurlistans með bókstafinn E og hins vegar Hreppslistans með bókstafinn H. Þegar framboðsfrestur rann út hafði aðeins Hreppslistinn skilað inn framboði. Því var framboðsfrestur framlengdur og þá skilaði Víkurlistinn inn framboði.
Kemur í veg fyrir fiskeldi í Ísafjarðardjúpi
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að verði farið að tillögum starfshóps á hennar vegum, verði ekki af áformum um sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi, að svo stöddu. Þetta er vegna þess að starfshópurinn leggur til að áhættumat Hafrannsóknarstofnunar verði lagt til grundvallar þegar kemur að leyfisveitingu fyrir sjókvíaeldi. Ráðherrann bendir á að áhættumatið sé lifandi plagg og geti breyst með nýjum upplýsingum.
Vilja skoða kosti sameiningar á Vestfjörðum
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að óska eftir samstarfi við Súðavíkurhrepp um að kanna kosti og galla á sameiningu og hvernig megi þróa ríkara samstarf sveitarfélaga. Þá verður sótt um fjárframlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að framkvæma könnunina.
28.02.2017 - 15:58
Vilja finna lausnir fyrir Hótel Reykjanes
Leitað verður allra leiða til að rekstri Hótels Reykjaness sé ekki stofnað í hættu. Þetta segir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Hóteleigandi segir reksturinn í uppnámi vegna fyrirhugaðrar lokunar á neysluvatni til hótelsins.
01.02.2017 - 17:40
Engin saurgerlamengun í neysluvatni Súðvíkinga
Engin saurgerlamengun er í neysluvatni í Súðavík. Ný sýni, tekin á fimm stöðum um bæinn, hafa leitt í ljós að vatnið er ómengað.
19.12.2016 - 14:30
Saurgerlar í neysluvatni í Súðavík
Saurgerlar greindust í sýni á neysluvatni í Súðavík sem var tekið þann 13. desember. Íbúar eru því hvattir til að sjóða allt neysluvatn.
15.12.2016 - 13:30