Stykkishólmsbær

Sjónvarpsfrétt
Nærri helmingur sveitarfélaga hunsaði vistheimilahóp
Nærri helmingur sveitarfélaga landsins hunsaði ítrekaðar óskir starfshópsins sem skilaði skýrslu í dag og skoðaði meðferð á fólki með fötlun og geðræn vandamál. Meðal þeirra sveitarfélaga eru bæði fjórðu og fimmtu fjölmennustu sveitarfélög landsins. Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir vanta betra eftirlit með þessu berskjaldaða fólki. 
X22 - Stykkishólmur og Helgafellssveit
Skólinn og málefni aldraðra á oddinum fyrir kosningar
Skólamál og málefni aldraðra eru ofarlega á baugi hjá kjósendum í nýju sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.
Ekki má draga að gera umbætur í ferðum um Breiðafjörð
Sveitarstjórnir í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi segja öryggi farþega Breiðafjarðarferjunnar Baldurs stefnt í voða alla daga. Auk þess sé ferjan helsta samgönguleið íbúa svæðisins. Þingmenn hvetja innviðaráðherra að kaupa nýja nútímalega ferju til siglinga sem jafnvel verði knúin endurnýjanlegum orkugjöfum.
Brýnt að fá ferju sem uppfyllir nútímaöryggiskröfur
Bæjarstjórinn í Stykkishólmi segir afar brýnt að fá ferju yfir Breiðafjörð sem uppfylli nútíma öryggiskröfur, ekki síst skip búið tveimur vélum. Kallað hafi verið eftir því um töluverða hríð.
Sveitarfélög fyrir norðan og vestan í sameiningarhug
Íbúar í Langanesbyggð og Svalbarðshreppi annars vegar og íbúar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar samþykktu í kvöld sameiningu. Íbúar í 19 í sveitarfélögum hafa nú kosið um sameiningu frá því í sumar og þetta voru síðustu sameiningarkosningarnar í nokkuð langri törn.
Sjá fyrir sér stóra sameiningu á Snæfellsnesi
Grundfirðingar sjá fyrir sér að á Snæfellsnesi verði farið í stórar sameiningar. Bæjarstjórinn væntir þess að sameiningarmál varði kosningamál í vor.
Helgafellssveit og Stykkishólmsbær stefna að sameiningu
Nágrannasveitarfélögin Stykkishólmsbær og Helgafellssveit hefja nú formlegar sameiningarviðræður. Stefnt er að íbúakosningu um sameiningu sveitarfélaganna í mars á næsta ári.
Sjónvarpsfrétt
Rekstur 18 hjúkrunarrýma í Hólminum færist til HVE
Um þessar mundir er verið að endurnýja átján hjúkrunarrými í Stykkishólmi. Rekstur þeirra færist frá sveitarfélaginu til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands.
Hólmarar vilja taka betur á móti nýbúum
Stykkishólmsbær vill gerast aðgengilegri fyrir nýbúa, sérstaklega þau sem eru af erlendu bergi brotin. Meðal annars með því að veita börnum innflytjenda styrk til að stunda íþróttastarf.
01.11.2021 - 15:36
Reikna með að ný Breiðafjarðarferja kosti 4,5 milljarð
Reiknað er með að þungaflutningar um Breiðafjörð muni nær tvöfaldast á næstu fimm árum með auknum umsvifum í fiskeldi. Sveitarfélög bíða óþreyjufull eftir að hafist verði handa við að endurhanna hafnarmannvirki. Ný ferja ætti að kosta fjóra og hálfan milljarð í smíðum.
Fundu ekkert skip til að leysa Baldur af hólmi
Þrátt fyrir ítarlega leit hefur enn ekki fundist skip til að leysa Breiðafjarðarferjuna Baldur af hólmi. Eigi siglingar yfir Breiðafjörð að halda áfram þarf að laga hafnarmannvirki á Brjánslæk og í Stykkishólmi.
Myndskeið
Dalabyggð skoðar sameiningar austur og vestur
Dalabyggð vill skoða mögulega sameiningu við þrjú sveitarfélög. Annars vegar Húnaþing vestra og hins vegar Stykkishólmsbær og Helgafellssveit. Sveitarfélagið lagðist í valkostagreiningu í vetur og athugaði sérstaklega sameiningarmöguleika við tólf nágrannasveitarfélög sín í sex mismunandi útfærslum. Möguleikarnir teygðu sig í allar áttir, allt suður í Skorradal og norður í Árneshrepp.
Telur að yfirvöld átti sig á alvarleika málsins
Sveitarfélög við Breiðafjörð kynntu áherslur sínar fyrir vegamálastjóra og samgönguráðherra á fundi í hádeginu. Þar var mikilvægi ferjunnar Baldurs undirstrikuð með tilliti til byggðar og atvinnuuppbyggingar. Áætlanir um að leggja niður ferjusiglingar um Breiðafjörð virðast farnar út af borðinu.
Engin bílaferja tiltæk meðan Baldur er bilaður
Breiðafjarðarferjan Baldur er enn vélarvana á Breiðafirði og bíður eftir dráttarbátnum Fönix sem er á leið frá Reykjavík. Á meðan gert verður við Baldur er ekkert skip sem getur leyst Baldur af hólmi sem getur flutt bíla, aðeins farþega.
Myndskeið
Sterk taug á milli Árna og Baldurs
Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er kominn að bilaðu Breiðafjarðarferðjunni Baldri mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms. Til stendur að láta Árna draga Baldur að landi en ekki hefur verið ákveðið hvernig Baldur kemst að höfninni í Stykkishólmi. Skipverjum tókst á sjöunda tímanum að koma taug á milli skipanna.
11.03.2021 - 18:46
Þrettán smit á Vesturlandi - ellefu í Stykkishólmi
Tvö ný COVID-19 smit greindust í Stykkishólmi í gær. Annað þeirra var í sóttkví, hitt er einstaklingur sem er staðsettur í Reykjavík með lögheimili í Stykkishólmi. Nú eru ellefu smitaðir, þar af tveir fyrir sunnan. Í Stykkishólmi eru nú ellefu skráðir í einangrun, þar af eru tveir í Reykjavík.
25.09.2020 - 15:08
Myndskeið
Tilbúin að herða aðgerðir ef þörf krefur
Níu hafa greinst með COVID-19 í Stykkishólmi. Skimun heldur áfram þar næstu daga en bæjarstjórinn segir enn óvissu upp hvað viðkemur útbreiðslu veirunnar í bænum.
24.09.2020 - 22:33
40 fara í sýnatöku í Stykkishólmi í dag
Sjö íbúar Stykkishólms hafa greinst með COVID-19. Allt voru þetta samfélagsmit og því hætta á að fleiri greinist. Fjörutíu fara þar í sýnatöku í dag.
23.09.2020 - 12:37
Hópsýking í Stykkishólmi
Sjö íbúar Stykkishólms eru smitaðir af COVID-19. Enginn var í sóttkví við greiningu en allir eru nú komnir í einangrun. Búið er að grípa til aukinna ráðstafana í bænum og er aukin skimun í undirbúningi.
23.09.2020 - 10:30
Vilja fjölga opinberum störfum í Stykkishólmi
Stykkishólmur vill viðræður við ríkið um að nýta sóknarfæri um störf án staðsetningar, sem opnaðist í kórónuveirufaraldrinum. Bæjarstjórinn segir að ríkið hafi þarna tækifæri til að ná markmiðum sínum um að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni.
14.06.2020 - 17:43
Aðgæsluleysi við stjórnun þegar Særún strandaði
Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að ástæða þess að farþegaskipið Særún strandaði á skeri í Breiðafirði í apríl síðastliðnum hafi verið aðgæsluleysi við stjórnun skipsins. Mikill viðbúnaður var vegna strandsins og var þyrla Landhelgisgæslunnar ræst út og björgunarsveitir frá Stykkishólmi og Rifi fóru á vettvang.
18.12.2019 - 09:26
Kviknaði í bát út frá logsuðu
Eldur kom upp í bát sem var í slipp í húsnæði Skipavíkur í Stykkishólmi fyrr í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Álfgeiri Marinóssyni, slökkviliðsstjóra Stykkishólms og nágrennis, lítur út fyrir að slökkvistarfi fari að ljúka. Slökkvilið Ólafsvíkur og Grundarfjarðar aðstoðuðu við að ráða niðurlögum eldsins.
17.10.2019 - 17:00
75 ný störf með þangvinnslu í Stykkishólmi
Um 75 ný störf yrðu til með stofnun nýrrar þangvinnslu í Stykkishólmi sem kanadíska fyrirtækið Acadian Seaplants vill setja á fót. Þar færu fram vinnsla og rannsóknir á klóþangi og þara úr Breiðafirði.
09.10.2019 - 19:30
Stykkishólmsbær hafnar kröfu VLFS
Stykkishólmsbær hefur hafnað beiðni Verkalýðsfélags Snæfellinga um eingreiðslu handa félagsmönnum sínum. Á fundi bæjarráðs í lok júlí var lagt fram bréf frá verkalýðsfélaginu sem sent var til allra sveitarfélaga á þeirra félagssvæði. Í því er farið yfir stöðuna í samningamálum félagsmanna - en mikið ber á milli í samningaviðræðum.
08.08.2019 - 15:18
Vilja að rannsóknir og þróun fylgi þangvinnslu
Ráðgefandi nefnd leggur til að Stykkishólmsbær hefji viðræður við kanadíska fyrirtækið Acadian Seaplants Limited, vilji bærinn að þörungavinnsla hefjist þar. Tvö fyrirtæki hafa átt í viðræðum við Stykkishólm vegna þangtekju og tengdrar starfsemi í bænum og nefndin vill tryggja að rannsóknir og þróun fylgi þangtekju og vinnslu.
29.05.2019 - 08:30