Stykkishólmsbær

Fundu ekkert skip til að leysa Baldur af hólmi
Þrátt fyrir ítarlega leit hefur enn ekki fundist skip til að leysa Breiðafjarðarferjuna Baldur af hólmi. Eigi siglingar yfir Breiðafjörð að halda áfram þarf að laga hafnarmannvirki á Brjánslæk og í Stykkishólmi.
Myndskeið
Dalabyggð skoðar sameiningar austur og vestur
Dalabyggð vill skoða mögulega sameiningu við þrjú sveitarfélög. Annars vegar Húnaþing vestra og hins vegar Stykkishólmsbær og Helgafellssveit. Sveitarfélagið lagðist í valkostagreiningu í vetur og athugaði sérstaklega sameiningarmöguleika við tólf nágrannasveitarfélög sín í sex mismunandi útfærslum. Möguleikarnir teygðu sig í allar áttir, allt suður í Skorradal og norður í Árneshrepp.
Telur að yfirvöld átti sig á alvarleika málsins
Sveitarfélög við Breiðafjörð kynntu áherslur sínar fyrir vegamálastjóra og samgönguráðherra á fundi í hádeginu. Þar var mikilvægi ferjunnar Baldurs undirstrikuð með tilliti til byggðar og atvinnuuppbyggingar. Áætlanir um að leggja niður ferjusiglingar um Breiðafjörð virðast farnar út af borðinu.
Engin bílaferja tiltæk meðan Baldur er bilaður
Breiðafjarðarferjan Baldur er enn vélarvana á Breiðafirði og bíður eftir dráttarbátnum Fönix sem er á leið frá Reykjavík. Á meðan gert verður við Baldur er ekkert skip sem getur leyst Baldur af hólmi sem getur flutt bíla, aðeins farþega.
Myndskeið
Sterk taug á milli Árna og Baldurs
Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er kominn að bilaðu Breiðafjarðarferðjunni Baldri mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms. Til stendur að láta Árna draga Baldur að landi en ekki hefur verið ákveðið hvernig Baldur kemst að höfninni í Stykkishólmi. Skipverjum tókst á sjöunda tímanum að koma taug á milli skipanna.
11.03.2021 - 18:46
Þrettán smit á Vesturlandi - ellefu í Stykkishólmi
Tvö ný COVID-19 smit greindust í Stykkishólmi í gær. Annað þeirra var í sóttkví, hitt er einstaklingur sem er staðsettur í Reykjavík með lögheimili í Stykkishólmi. Nú eru ellefu smitaðir, þar af tveir fyrir sunnan. Í Stykkishólmi eru nú ellefu skráðir í einangrun, þar af eru tveir í Reykjavík.
25.09.2020 - 15:08
Myndskeið
Tilbúin að herða aðgerðir ef þörf krefur
Níu hafa greinst með COVID-19 í Stykkishólmi. Skimun heldur áfram þar næstu daga en bæjarstjórinn segir enn óvissu upp hvað viðkemur útbreiðslu veirunnar í bænum.
24.09.2020 - 22:33
40 fara í sýnatöku í Stykkishólmi í dag
Sjö íbúar Stykkishólms hafa greinst með COVID-19. Allt voru þetta samfélagsmit og því hætta á að fleiri greinist. Fjörutíu fara þar í sýnatöku í dag.
23.09.2020 - 12:37
Hópsýking í Stykkishólmi
Sjö íbúar Stykkishólms eru smitaðir af COVID-19. Enginn var í sóttkví við greiningu en allir eru nú komnir í einangrun. Búið er að grípa til aukinna ráðstafana í bænum og er aukin skimun í undirbúningi.
23.09.2020 - 10:30
Vilja fjölga opinberum störfum í Stykkishólmi
Stykkishólmur vill viðræður við ríkið um að nýta sóknarfæri um störf án staðsetningar, sem opnaðist í kórónuveirufaraldrinum. Bæjarstjórinn segir að ríkið hafi þarna tækifæri til að ná markmiðum sínum um að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni.
14.06.2020 - 17:43
Aðgæsluleysi við stjórnun þegar Særún strandaði
Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að ástæða þess að farþegaskipið Særún strandaði á skeri í Breiðafirði í apríl síðastliðnum hafi verið aðgæsluleysi við stjórnun skipsins. Mikill viðbúnaður var vegna strandsins og var þyrla Landhelgisgæslunnar ræst út og björgunarsveitir frá Stykkishólmi og Rifi fóru á vettvang.
18.12.2019 - 09:26
Kviknaði í bát út frá logsuðu
Eldur kom upp í bát sem var í slipp í húsnæði Skipavíkur í Stykkishólmi fyrr í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Álfgeiri Marinóssyni, slökkviliðsstjóra Stykkishólms og nágrennis, lítur út fyrir að slökkvistarfi fari að ljúka. Slökkvilið Ólafsvíkur og Grundarfjarðar aðstoðuðu við að ráða niðurlögum eldsins.
17.10.2019 - 17:00
75 ný störf með þangvinnslu í Stykkishólmi
Um 75 ný störf yrðu til með stofnun nýrrar þangvinnslu í Stykkishólmi sem kanadíska fyrirtækið Acadian Seaplants vill setja á fót. Þar færu fram vinnsla og rannsóknir á klóþangi og þara úr Breiðafirði.
09.10.2019 - 19:30
Stykkishólmsbær hafnar kröfu VLFS
Stykkishólmsbær hefur hafnað beiðni Verkalýðsfélags Snæfellinga um eingreiðslu handa félagsmönnum sínum. Á fundi bæjarráðs í lok júlí var lagt fram bréf frá verkalýðsfélaginu sem sent var til allra sveitarfélaga á þeirra félagssvæði. Í því er farið yfir stöðuna í samningamálum félagsmanna - en mikið ber á milli í samningaviðræðum.
08.08.2019 - 15:18
Vilja að rannsóknir og þróun fylgi þangvinnslu
Ráðgefandi nefnd leggur til að Stykkishólmsbær hefji viðræður við kanadíska fyrirtækið Acadian Seaplants Limited, vilji bærinn að þörungavinnsla hefjist þar. Tvö fyrirtæki hafa átt í viðræðum við Stykkishólm vegna þangtekju og tengdrar starfsemi í bænum og nefndin vill tryggja að rannsóknir og þróun fylgi þangtekju og vinnslu.
29.05.2019 - 08:30
Myndskeið
Bæjarstjórinn fær lítið að vita um söguþráðinn
Tæplega 200 kvikmyndagerðarmenn leggja undir sig Stykkishólm næsta einn og hálfan mánuð. Bænum hefur verið breytt í grænlenskt þorp, þó ekki í fyrsta sinn. Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri segist lítið fá að vita um söguþráð sjónvarpsþáttanna sem verið er að taka upp. „Mér er haldið eiginlega alveg í myrkrinu með það nema þá svona eitthvað sem ég þarf að vita upp á breytingar á húsnæði í eigu bæjarins,“ segir Jakob.
30.01.2019 - 20:30
Báturinn í Breiðafirði kominn á flot
Báturinn sem strandaði á skeri í Breiðafirði fyrr í dag komst á flot um klukkan hálfsjö í kvöld. Annar strandveiðibátur er með hann í togi og er ferðinni heitið í Stykkishólm. Einar Þór Strand, formaður björgunarsveitarinnar Berserkja í Stykkishólmi, býst við því að báturinn verði kominn í höfn fyrir klukkan tíu.
31.07.2018 - 20:30
Nýtt framboð í Stykkishólmi
Nýtt framboð í Stykkishólmi, Okkar Stykkishólmur, hefur kynnt framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Enginn af starfandi bæjarfulltrúum H- og L- lista hyggjast gefa kost á sér í vor og því er ljóst að bæjarstjórn verður skipuð nýjum bæjarfulltrúum. H-listi hefur einnig kynnt framboðslista fyrir kosningarnar í vor en L-listi skoðar enn framboð.
Sturla hættir í stjórnmálum eftir 44 ára feril
Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi sveitarstjórnarkosningum heldur segja skilið við stjórnmálin 44 árum eftir að hann hóf ferilinn, sem hefur innifalið bæjarstjóra-, þingmanns- og ráðherrastörf. Spurður um það eftirminnilegasta á ferlinum nefnir hann fyrstu sprenginguna í Héðinsfjarðargöngum árið 2006.
16.02.2018 - 13:43
Ekki kosið um sameiningu á Snæfellsnesi í bráð
Ekkert verður af íbúakosningum um sameiningu þriggja sveitarfélaga á Snæfellnesi fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Þetta er niðurstaða samstarfsnefndar um mögulega sameiningu.
Kosið um sameiningu á Snæfellsnesi
Íbúar í Stykkishólmi, Helgafellssveit og Grundarfirði greiða væntanlega atkvæði í lok nóvember eða byrjun desember um hvort sameinina eigi sveitarfélögin. Sameiginlegur undirbúningsfundur sveitarstjórnanna verður haldinn eftir helgi. Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, sagðist á Morgunvaktinni vonast til að sveitarfélögin sameinist og á endanum verði allt Snæfellsnes eitt sveitarfélag.
Húsnæðisskortur veldur manneklu í Stykkishólmi
Húsnæðisskortur er flöskuháls í atvinnumálum í Stykkishólmi og hafa fyrirtæki meðal annars þurft að segja sig frá verkefnum vegna manneklu. Bæjarstjóri Stykkishólms segir að ýmislegt sé í vinnslu í sveitarfélaginu til að sporna við ástandinu.
15.04.2017 - 13:29
Frístundahúsaeigendur færa lögheimili sín
Íbúum hefur fjölgað í Stykkishólmi það sem af er ári þrátt fyrir húsnæðisskort. Bæjarstjóri telur hluta ástæðunnar vera hvatningu til eigenda frístundahúsa í bænum um að færa lögheimili sín í Hólminn. Þá voru fasteignagjöld hækkuð á móti lækkuðu útsvari.
08.08.2016 - 14:37
Húsnæði kaþólsku kirkjunnar verður að hóteli
Hótel Fransiskus í Stykkishólmi var vígt í upphafi mánaðarins. 21 herbergja hótel í húsakynnum kaþólsku kirkjunnar þar sem áður var leikskóli og systrahús. Í miðju hússins er kapella sem hefur verið lagfærð ásamt prestaíbúðum og hafa framkvæmdir staðið yfir í þrjú ár.
12.04.2016 - 10:37
Frítt netsamband í stað upplýsingamiðstöðvar
Stykkishólmsbær hefur opnað fyrir gjaldfrjálst þráðlaust net í bænum í stað þess að reka upplýsingamiðstöð. Tilgangur verkefnisins er að veita þeim mikla fjölda ferðamanna sem kemur til bæjarins greiða leið að upplýsingum allan sólarhringinn, árið um kring.
08.04.2016 - 11:07