Stríðið í Írak

Myndskeið
Mikil fjölgun flóttamanna sláandi
Fleiri voru á flótta í fyrra en nokkru sinni frá stofnun Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna um miðja síðustu öld. Mestu munar um fólksflótta frá Venesúela. Ingunn Sigríður Árnadóttir, lögfræðingur hjá umdæmisskrifstofu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna í Norður-Evrópu, segir þessa fjölgun sláandi.
Viðtal
200-faldur íbúafjöldi Íslands á flótta
„Það er ýmislegt sem er í gangi og hefur verið í gangi síðastliðin tíu ár, aukning á stríði og átökum, ofsóknir, loftslagsbreytingar sem við höfum farið að finna fyrir og svo er það öfgastefna sem gerir það að verkum að fólk hefur sig upp úr sínu landi því það finnur ekki lengur til öryggis.“ Þetta er meðal þess sem Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi telur orsaka það að í dag eru tvöfalt fleiri á flótta í heiminum en fyrir áratug síðan.
Fjöldagrafir í Sinjar rannsakaðar
Yfirvöld í Írak rannsaka nú líkamsleifar meira en 140 manna sem fundust í fjöldagröfum á svæðum Jasída í Sinjar-héraði í norðurhluta Íraks. 
06.06.2019 - 11:34
Tveir til viðbótar dæmdir til dauða
Dómstóll í Írak dæmdi í morgun tvo franska ríkisborgara til dauða fyrir að vera liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins. Alls hafa sex franskir ríkisborgarar verið dæmdir til dauða fyrir sömu sakir í Írak undanfarna daga.
28.05.2019 - 10:50
Sendiráðsstarfsmenn kallaðir heim
Stjórnvöld í Washington hafa fyrirskipað þorra starfsmanna bandaríska sendiráðsins í Írak að fara frá Bagdad. Þetta sagði í tilkynningu frá sendiráðinu í morgun. Neyðarþjónustu yrði einungis sinnt í sendiráðinu og skrifstofu ræðismanns í Arbil, höfuðstað Kúrda í Írak. 
15.05.2019 - 09:25
Vígamenn flykkjast til Afganistans
Vígamenn sem börðust undir merkjum hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi stefna nú til Afganistans til að halda áfram baráttu sinni og undirbúa árásir á Bandaríkin.
Lögum um vígamenn breytt
Þjóðverjar með tvöfalt ríkisfang sem gengið hafa til liðs við erlend hryðjuverkasamtök verða í framtíðinni sviptir ríkisborgararétti í Þýskalandi. Þetta sagði í yfirlýsingu sem þýska stjórnin sendi frá sér í morgun um áformaðar breytingar á lögum.
Shanahan kominn til Íraks
Patrick Shanahan, starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kom í morgun til Íraks til að ræða við ráðamenn þar um framtíð bandarískra hersveita í landinu eftir brottflutning þeirra frá Sýrlandi.
12.02.2019 - 08:37
Spánarkonungur í Írak
Filippus Spánarkonungur kom í morgun í opinbera heimsókn til Írak. Konungur skoðaði í morgun bækistöðvar spænska hersins í Írak.
30.01.2019 - 08:42
Írakar fá heimild til árása í Sýrlandi
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hefur veitt Írökum heimild til að gera árásir á liðsmenn hryðjuverkasveita Íslamska ríkisins í Sýrlandi. Sýrlenska ríkisfréttastofan SANA greindi frá þessu í gær.
31.12.2018 - 08:30
Afhjúpaði sérsveitarmenn og stuðaði Íraka
Óvænt heimsókn Bandaríkjaforseta og konu hans til Íraks hefur haft ýmis eftirmál. Forsetanum var afar vel tekið af hermönnunum sem hann heimsótti og þykir hafa tekist vel að efla liðsandann hjá þeim. Heimsóknin vakti minni ánægju hjá ráðamönnum í Bagdad, sem sögðu Trump vanvirða fullveldi Íraka með framgöngu sinni og að hernámi Íraks væri lokið. Þá hafa hvort tveggja myndbirtingar fosetans á twitter og rangfærslur um launamál hermanna farið öfugt í marga í Bandaríkjunum.
28.12.2018 - 04:44
Flóttafólk í Írak fjársvelt og afskipt
Ári eftir að stjórnvöld í Írak lýstu yfir sigri í stríði sínu við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið eru enn nærri tvær milljónir Íraka á vergangi innan landsins. Ástandið í flóttamannabúðum landsins er víða slæmt og hjálparsamtök segja landið nú afskipt og fjársvelt.
09.12.2018 - 19:48
Írakar gerðu loftárásir á vígamenn í Sýrlandi
Írakskar orrustuþotur gerðu loftárásir á bækistöðvar hryðjuverkamanna Íslamska ríkisins í Sýrlandi í morgun. Þetta sagði í tilkynningu frá Íraksher í dag.
20.11.2018 - 14:06
Meira en 200 fjöldagrafir fundnar í Írak
Fundist hafa nú meira en 200 fjöldagrafir með fólki sem liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins myrtu í Írak. Sameinuðu þjóðirnar segja að í þessum gröfum hafi fundist jarðneskar leifar 12.000 fórnarlamba vígamanna samtakanna.
06.11.2018 - 10:41
Fjögur fórust í fjórum sprengjuárásum í Bagdað
Fjögur fórust í fjórum sprengjuárásum í Bagdað, höfuðborg Íraks, síðdegis í gær. Þetta upplýsa lögregluyfirvöld í borginni. Tvær sprengjanna sprungu í smárútum sem fluttu fólk heim að loknum vinnudegi. Um 20 manns munu hafa særst í árásunum, sem hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki hafa þegar lýst á hendur sér.
05.11.2018 - 05:28
Hægt að sækja um ráðherraembætti
Adel Abdel Mahdi, sem útnefndur var forsætisráðherra Íraks í byrjun mánaðar, hefur opnað vefsíðu þar sem hægt er að sækja um ráðherraembætti. Síðan verður einungis opin í þrjá daga frá og með deginum í dag til fimmtudagskvölds.
09.10.2018 - 10:27
Abdul-Mahdi falið að mynda stjórn í Írak
Búið er að skipa nýjan forseta Íraks og útnefna forsætisráðherra, en óvissa er um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir að sítaklerkurinn Moqtada al-Sadr tilkynnti í dag að flokkabandalag undir sinni forystu myndi ekki taka sæti í stjórn. 
04.10.2018 - 16:31
Staðgengill Baghdadis dæmdur til dauða
Einn af forystumönnum hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins var dæmdur til dauða í dag. Fréttastofan AFP hafði eftir talsmanni dómstólsins í Bagdad að maðurinn hefði verið staðgengill Abu Bakr al-Baghdadis, leiðtoga samtakanna. 
Ástandið í Basra rætt á þingi
Boðað hefur verið til aukafundar á þingi Íraks á morgun þar sem ræða á ástandið í borginni Basra í suðurhluta landsins og nágrenni hennar.
07.09.2018 - 12:21
Ólga í suðurhluta Íraks
Mikil mótmæli hafa verið í suðurhluta Íraks undanfarnar vikur og hafa færst í aukana síðustu daga. Átta hafa verið skotnir til bana í mótmælum í borginni Basra í vikunni. Tugir hafa særst.
06.09.2018 - 16:42
Vígamenn hvattir til að berjast áfram
Vígamenn hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins eru hvattir til að halda áfram að berjast fyrir málstað samtakanna og fylgja sharia-lögum í einu og öllu í hljóðupptöku sem samtökin hafa birt á miðlum sínum.
Viðtal
„Ástandið betra miðað við helvíti á jörð‘‘
Þótt Írak sé ekki á lista Útlendingastofnunar yfir örugg ríki, hefur tíu Írökum verið synjað um hæli eftir efnismeðferð á Íslandi. Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í Mið-Austurlandafræðum, segir ástandið í Írak langt í frá öruggt, þar ríki í raun sturlungaöld.
Vígamaður fór sem flóttamaður vestur um haf
Íraskur maður sem sakaður er um að hafa myrt lögreglumann í Írak og tilheyrði tveimur hryðjuverkasamtökum fékk hæli í Bandaríkjunum. Yfirvöld þar vilja framselja hann til Írak.
Íranar halda heræfingar í Persaflóa
Írönsku byltingarverðirnir stunda nú umfangsmiklar heræfingar í Persaflóa þar sem umtalsverður hluti af olíuframleiðslu heimsins fer um. Þetta hefur CNN eftir heimildarmanni innan bandaríska varnarmálaráðuneytisins.
03.08.2018 - 06:49
Ráðist á stjórnarbyggingu Kúrda
Vopnaðir menn réðust í morgun inn í byggingu héraðsstjórnar Kúrda í borginni Erbil, höfuðstað Kúrdahéraða Íraks.
23.07.2018 - 08:37