Stríðið í Írak
Hættir rannsókn á meintum stríðsglæpum Breta
Fatou Bensouda saksóknari Alþjóða sakamáladómstólsins hyggst ekki rannsaka meinta stríðsglæpi breskra hermanna í Írak, þrátt fyrir að hún telji að rökstuddur grunur sé fyrir brotunum. Þeir eru meðal annars sakaðir um morð án dóms og laga, pyntingar og nauðganir.
10.12.2020 - 07:30
Varhugaverðir tímar er hermönnum fækkar
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað að fjöldi bandarískra hermanna í Írak og Afganistan snúi aftur heim. Starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Christopher C. Miller, segir að fram undan sé vandasamt verkefni sem framkvæmt verði af kostgæfni.
18.11.2020 - 19:25
Áformar frekari heimkvaðningu hermanna
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, áformar enn frekari fækkun í liði bandaríska hersins í Afganistan og Írak. Þetta hafa fjölmiðlar vestanhafs eftir fulltrúum stjórnvalda í Washington. Verið sé að leggja lokahönd á áætlanir þessa efnis.
17.11.2020 - 09:57
Biðja Bandaríkjamenn að halda sig í Afganistan
Frönsk stjórnvöld ætla að fara þess á leit við bandarísk yfirvöld að þau kalli herlið sitt ekki heim frá Afganistan eða Írak. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undanfarið dregið mjög úr fjölda hermanna í Afganistan og við það eru Frakkar ekki sáttir.
13.11.2020 - 11:49
Fækkað í Bandaríkjaher í Írak
Fækkað verður í liði Bandaríkjahers í Írak úr 5.200 í 3.000, að því er varnarmálaráðuneytið í Washington tilkynnti í dag. Ákvörðunin er í samræmi við yfirlýsingar Donalds Trumps foreseta um að fækka hermönnum á átakasvæðum í fjarlægum ríkjum.
09.09.2020 - 13:41
Framtíð Bandaríkjahers í Írak rædd í sumar
Bandaríkjamenn og Írakar ætla í júní að hefja viðræður um framtíð bandarískra hersveita í Írak. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, greindi frá þessu í gærkvöld.
08.04.2020 - 08:11
109 hermenn fengu heilahristing í loftárásum Írana
109 bandarískir hermenn hlutu heilaáverka í flugskeytaárásum Írana á írakska flugvelli í janúar. Bandaríkjaher er með aðstöðu á báðum flugvöllunum og voru árásirnar gerðar í hefndarskyni fyrir dráp Bandaríkjamanna á íranska hershöfðingjanum Qassem Soleimani í byrjun árs. Ekkert manntjón varð í eldflaugaárásunum og lítið var gert úr hvorutveggja meiðslum á fólki og tjóni á mannvirkjum lengi vel.
11.02.2020 - 04:40
Íslamska ríkið fer vaxandi á ný
Hryðjuverkasveitinni sem kennir sig við íslamskt ríki vex ásmegin í Miðausturlöndum. Liðsmenn hennar bíða færis á að gera árás í vesturlöndum að sögn Sameinuðu þjóðanna.
31.01.2020 - 07:00
Eldflaugum skotið á herstöð í Írak
Eldflaugaskeytum var skotið á íraska herstöð skammt frá Bagdad höfuðborg Íraks, nú rétt í þessu. Íransher skaut á annan tug eldflauga á herstöð Bandaríkjanna í Írak fyrir viku til að hefna fyrir morðið á íranska hershöfðingjanum Kaseim Soleimani.
14.01.2020 - 19:15
Eldflaugum skotið á græna svæðið í Bagdad
Eldflaugum var í kvöld skotið á hið svokallaða græna svæði í Bagdad, höfuðborg Íraks, þar sem ráðuneyti, stofnanir og fjölda erlendra sendiráða er að finna og öryggisgæsla er mikil. Samkvæmt AFP og Reuters-fréttastofunum sprungu minnst tvær rússneskar Katiusja-eldflaugar á græna svæðinu um miðnæturbil að staðartíma, rétt um sólarhring eftir að Íranar gerðu eldflaugaárás á tvo flugvelli í Írak í hefndarskyni fyrir morðið á íranska hershöfðingjanum Kasem Soleimani.
08.01.2020 - 23:54
Flytja danska hermenn frá Írak
Meirihluti danska herliðsins í Írak verður á næstunni fluttur til Kúveits í öryggisskyni, að því er Mette Fredriksen forsætisráðherra greindi frá í dag. Danskir hermenn dvelja í annarri herstöðinni sem varð í nótt fyrir flugskeytaárás frá Íran.
08.01.2020 - 17:39
Íranar segja árásir á flugvelli hæfilega hefnd
Íranar gerðu árás á tvo flugvelli í Írak, þar sem Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra, þar á meðal Írakar, Bretar og Ástralar, hafa bækistöðvar. Íranar segja árásirnar hefnd fyrir morð Bandaríkjamanna á íranska hershöfðingjanum Kasim Soleimani á föstudag.
08.01.2020 - 04:10
Undirbúa brottför Bandaríkjahers frá Írak
William Seely, yfirmaður bandaríska hersins í Írak, tilkynnti íröskum stjórnvöldum í dag að undirbúningur sé hafinn að því að flytja hersveitir Bandaríkjamanna burt. Mikil reiði ríkir í Írak eftir að Bandaríkjamenn réðu háttsettan íranskan herforingja af dögum í Írak og hefur verið kallað eftir því að herinn hverfi á braut.
06.01.2020 - 20:33
Skora á Írana að halda aftur af sér
Atlantshafsbandalagið hefur frestað þjálfun írakskra hermanna um óákveðinn tíma. Skorað er á ráðamenn í Íran að binda enda á ofbeldisverk og ögranir og koma þannig í veg fyrir að spenna aukist enn frekar í Miðausturlöndum. Menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna minnir Bandaríkjamenn og Írana á að báðar þjóðir eiga aðild að samningnum um vernd menningarminja.
06.01.2020 - 17:45
Þjóðaröryggisráð Írans hótar hefndum
Þjóðaröryggisráð Írans hótar Bandaríkjamönnum grimmilegum hefndum fyrir hershöfðingjann Qasem Soleimani, sem féll í drónaárás Bandaríkjahers í Írak í nótt. Varað er við því að atburðurinn eigi eftir að stefna öryggi og stöðugleika í Miðausturlöndum í hættu.
03.01.2020 - 17:52
Mike Pompeo: Árásir voru yfirvofandi
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að íranski hershöfðinginn Qasem Soleimani hafi verið að skipuleggja árásir sem hefðu skapað hættu fyrir bandaríska ríkisborgara í Miðausturlöndum. Þessar árásir hafi verið yfirvofandi og við því hafi orðið að bregðast.
03.01.2020 - 15:45
Bandaríkjamenn flýja frá Írak
Bandarískir ríkisborgarar í Írak búa sig til brottfarar eftir að utanríkisráðuneytið í Washington og sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad skoruðu á þá að forða sér. Tugir starfsmanna við olíuvinnslustöð í Basra eru til dæmis á förum, að því er olíumálaráðuneytið í Bagdad greindi frá í dag. Brotthvarf þeirra á þó ekki að hafa áhrif á vinnsluna.
03.01.2020 - 14:31
Netanyahu flýtir heimför vegna vaxandi spennu
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, stytti heimsókn sína til Grikklands og hraðaði sér heim á leið, þegar fréttist af því að íranski hershöfðinginn Qasem Soleimani hefði fallið í loftárás Bandaríkjahers í Írak. Öryggisráð landsins hefur verið kallað saman síðar í dag til að ræða mögulegar ógnir sem kunna að steðja að Ísraelsmönnum vegna árásarinnar.
03.01.2020 - 10:32
Bandaríkjamönnum sagt að forða sér frá Írak
Sendiráð Bandaríkjanna í Írak hvetur alla bandaríska ríkisborgara til að forða sér frá landinu þegar í stað. Hátt settur íranskur hershöfðingi féll í nótt í loftárás Bandaríkjahers á skotmark í grennd við flugvöllinn í Bagdad. Íranar og írakskar sveitir hliðhollar þeim hóta grimmilegum hefndum.
03.01.2020 - 08:50
19 féllu í loftárásum Bandaríkjamanna í Írak
Nítján féllu í loftárásum Bandaríkjamanna á bækistöðvar íröksku vígasveitanna Kata'ib Hizbollah í Írak og Sýrlandi í dag, tveimur dögum eftir mannskæða árás samtakanna á írakska herstöð þar sem óbreyttur bandarískur ríkisborgari lést og sex særðust; fjórir Bandaríkjamenn og tveir Írakar. Samtökin svöruðu árásinni í kvöld með eldflaugaárás sem beint var að bandarískri herstöð nærri Bagdad.Fjórum eldlflaugum var skotið að herstöðinni en þær geiguðu allar og sprungu án þess að valda nokkrum usla.
29.12.2019 - 23:10
Bandaríski flugherinn gerði loftárásir á Hezbollah
Bandaríski flugherinn gerði í dag loftárásir í Írak og Sýrlandi á skotmörk tengdum írösku hryðjuverkasamtökunum Kata'ib Hezbollah sem njóta stuðnings Írans. Er þetta gert vegna meintrar ábyrgðar samtakanna á árás á íraska herstöð þar sem bandarískur verktaki féll.
29.12.2019 - 20:09
Danir taka við herþjálfun í Írak
Til stendur að tvö hundruð danskir hermenn verði sendir til Íraks á næsta ári, þegar Danir taka við þjálfun þar á vegum Atlantshafsbandalagsins. Meðal verkefna þeirra verður að þjálfa írakska hermenn í baráttunni við vígasveitir Íslamska ríkisins. Þeim verður ekki ætlað að taka þátt í bardögum.
26.11.2019 - 13:42
Vígamenn sendir til síns heima
Vígamenn hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins sem eru í haldi Tyrkja verða sendir til heimalands síns þrátt fyrir að þeir hafi verið sviptir þar ríkisborgararétti. Soleyman Soylu, innanríkisráðherra Tyrklands, greindi frá þessu í morgun.
04.11.2019 - 12:10
Illræmdir ISIS-liðar í haldi Bandaríkjamanna
Tveir Bretar, illræmdir liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins, eru nú í haldi Bandaríkjamanna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, greindi frá þessu á Twitter.
10.10.2019 - 07:58
Enn einni lotu viðræðna lokið
Í nótt lauk enn einni lotu viðræðna milli Bandaríkjamanna og Talibana um leiðir til að binda enda í stríðið í Afganistan og brottflutning bandarísks herliðs frá landinu. Orðrómur hefur verið á kreiki um að samkomulag sé í sjónmáli.
12.08.2019 - 08:28