Stríðið í Írak

Afstýrðu morðtilræði við George W. Bush
Bandaríska alríkislögreglan FBI afstýrði morðtilræði gegn George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og handtók mann sem grunaður er um að hafa lagt á ráðin um fyrirhugað ódæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu.
Sögur af landi
„Erfitt að vera í landi þar sem þú þekkir ekki neinn“
„Það er svo erfitt að vera í landi þar sem þú þekkir ekki neinn,“ segir Hanin Al-Saedi 17 ára, sem flutti til Súðavíkur fyrir fjórum árum. Fjölskylda hennar kom til landsins í hópi flóttafólks frá Írak og Sýrlandi. Þeim var vel tekið í Súðavík og þar líður þeim vel en Hanin segir það hafa reynst fjölskyldunni erfitt að tengjast íslensku samfélagi. „Það eru ekki allir vinalegir við okkur, og kannski líkar ekki öllum við okkur og ég skil það, en það ættu allir að sýna kurteisi.“
Fleiri almennir borgarar fallið í árásum en talið var
Hernaðarumsvif flughers Bandaríkjanna í miðausturlöndum byggja á afar gallaðri upplýsingagjöf og hefur leitt af sér dauða þúsunda almennra borgara þeirra á meðal fjölda barna.
„Fjármálaráðherra“ Íslamska ríkisins handtekinn
Írösk yfirvöld hafa handtekið einn æðsta foringjann í hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu. Bandaríkjamenn höfðu boðið hverjum þeim fimm milljónir dollara fyrir upplýsingar sem leiddu til handtöku hans.
11.10.2021 - 15:58
Kallar Bandaríkjaher heim frá Írak -- en þó ekki
Hlutverk Bandaríkjahers í Írak mun breytast nokkuð frá áramótum, samkvæmt samkomulagi ríkjanna sem kynnt var á fréttamannafundi eftir viðræður Joes Bidens, Bandaríkjaforseta, og Mustafas al-Kadhimis í Hvíta húsinu í gær. Fjöldi bandarískra hermanna í landinu mun þó að líkindum ekki breytast til muna.
27.07.2021 - 01:27
Íslamistar felldu 11 bardagamenn hliðholla Íraksstjórn
Ellefu liðsmenn bardagasveitar Hashed al-Shaabi-hreyfingarinnar, sem nýtur stuðnings og velvildar Íraksstjórnar, voru felldir þegar sveit þeirra var gerð fyrirsát í kvöld. Tíu til viðbótar særðust í árásinni, sem heimildarmenn AFP innan hreyfingarinnar segja vígamenn Íslamska ríkisins hafa gert.
23.01.2021 - 22:56
Hættir rannsókn á meintum stríðsglæpum Breta
Fatou Bensouda saksóknari Alþjóða sakamáladómstólsins hyggst ekki rannsaka meinta stríðsglæpi breskra hermanna í Írak, þrátt fyrir að hún telji að rökstuddur grunur sé fyrir brotunum. Þeir eru meðal annars sakaðir um morð án dóms og laga, pyntingar og nauðganir.
Varhugaverðir tímar er hermönnum fækkar
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað að fjöldi bandarískra hermanna í Írak og Afganistan snúi aftur heim. Starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Christopher C. Miller, segir að fram undan sé vandasamt verkefni sem framkvæmt verði af kostgæfni.
Áformar frekari heimkvaðningu hermanna
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, áformar enn frekari fækkun í liði bandaríska hersins í Afganistan og Írak. Þetta hafa fjölmiðlar vestanhafs eftir fulltrúum stjórnvalda í Washington. Verið sé að leggja lokahönd á áætlanir þessa efnis.
Biðja Bandaríkjamenn að halda sig í Afganistan
Frönsk stjórnvöld ætla að fara þess á leit við bandarísk yfirvöld að þau kalli herlið sitt ekki heim frá Afganistan eða Írak. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undanfarið dregið mjög úr fjölda hermanna í Afganistan og við það eru Frakkar ekki sáttir.
Fækkað í Bandaríkjaher í Írak
Fækkað verður í liði Bandaríkjahers í Írak úr 5.200 í 3.000, að því er varnarmálaráðuneytið í Washington tilkynnti í dag. Ákvörðunin er í samræmi við yfirlýsingar Donalds Trumps foreseta um að fækka hermönnum á átakasvæðum í fjarlægum ríkjum.
09.09.2020 - 13:41
Framtíð Bandaríkjahers í Írak rædd í sumar
Bandaríkjamenn og Írakar ætla í júní að hefja viðræður um framtíð bandarískra hersveita í Írak. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, greindi frá þessu í gærkvöld.
08.04.2020 - 08:11
109 hermenn fengu heilahristing í loftárásum Írana
109 bandarískir hermenn hlutu heilaáverka í flugskeytaárásum Írana á írakska flugvelli í janúar. Bandaríkjaher er með aðstöðu á báðum flugvöllunum og voru árásirnar gerðar í hefndarskyni fyrir dráp Bandaríkjamanna á íranska hershöfðingjanum Qassem Soleimani í byrjun árs. Ekkert manntjón varð í eldflaugaárásunum og lítið var gert úr hvorutveggja meiðslum á fólki og tjóni á mannvirkjum lengi vel.
11.02.2020 - 04:40
Íslamska ríkið fer vaxandi á ný
Hryðjuverkasveitinni sem kennir sig við íslamskt ríki vex ásmegin í Miðausturlöndum. Liðsmenn hennar bíða færis á að gera árás í vesturlöndum að sögn Sameinuðu þjóðanna.
Eldflaugum skotið á herstöð í Írak
Eldflaugaskeytum var skotið á íraska herstöð skammt frá Bagdad höfuðborg Íraks, nú rétt í þessu. Íransher skaut á annan tug eldflauga á herstöð Bandaríkjanna í Írak fyrir viku til að hefna fyrir morðið á íranska hershöfðingjanum Kaseim Soleimani.
14.01.2020 - 19:15
Eldflaugum skotið á græna svæðið í Bagdad
Eldflaugum var í kvöld skotið á hið svokallaða græna svæði í Bagdad, höfuðborg Íraks, þar sem ráðuneyti, stofnanir og fjölda erlendra sendiráða er að finna og öryggisgæsla er mikil. Samkvæmt AFP og Reuters-fréttastofunum sprungu minnst tvær rússneskar Katiusja-eldflaugar á græna svæðinu um miðnæturbil að staðartíma, rétt um sólarhring eftir að Íranar gerðu eldflaugaárás á tvo flugvelli í Írak í hefndarskyni fyrir morðið á íranska hershöfðingjanum Kasem Soleimani.
08.01.2020 - 23:54
Flytja danska hermenn frá Írak
Meirihluti danska herliðsins í Írak verður á næstunni fluttur til Kúveits í öryggisskyni, að því er Mette Fredriksen forsætisráðherra greindi frá í dag. Danskir hermenn dvelja í annarri herstöðinni sem varð í nótt fyrir flugskeytaárás frá Íran.
08.01.2020 - 17:39
Íranar segja árásir á flugvelli hæfilega hefnd
Íranar gerðu árás á tvo flugvelli í Írak, þar sem Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra, þar á meðal Írakar, Bretar og Ástralar, hafa bækistöðvar. Íranar segja árásirnar hefnd fyrir morð Bandaríkjamanna á íranska hershöfðingjanum Kasim Soleimani á föstudag.
08.01.2020 - 04:10
Undirbúa brottför Bandaríkjahers frá Írak
William Seely, yfirmaður bandaríska hersins í Írak, tilkynnti íröskum stjórnvöldum í dag að undirbúningur sé hafinn að því að flytja hersveitir Bandaríkjamanna burt. Mikil reiði ríkir í Írak eftir að Bandaríkjamenn réðu háttsettan íranskan herforingja af dögum í Írak og hefur verið kallað eftir því að herinn hverfi á braut.
06.01.2020 - 20:33
Skora á Írana að halda aftur af sér
Atlantshafsbandalagið hefur frestað þjálfun írakskra hermanna um óákveðinn tíma. Skorað er á ráðamenn í Íran að binda enda á ofbeldisverk og ögranir og koma þannig í veg fyrir að spenna aukist enn frekar í Miðausturlöndum. Menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna minnir Bandaríkjamenn og Írana á að báðar þjóðir eiga aðild að samningnum um vernd menningarminja.
Þjóðaröryggisráð Írans hótar hefndum
Þjóðaröryggisráð Írans hótar Bandaríkjamönnum grimmilegum hefndum fyrir hershöfðingjann Qasem Soleimani, sem féll í drónaárás Bandaríkjahers í Írak í nótt. Varað er við því að atburðurinn eigi eftir að stefna öryggi og stöðugleika í Miðausturlöndum í hættu.
03.01.2020 - 17:52
Mike Pompeo: Árásir voru yfirvofandi
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að íranski hershöfðinginn Qasem Soleimani hafi verið að skipuleggja árásir sem hefðu skapað hættu fyrir bandaríska ríkisborgara í Miðausturlöndum. Þessar árásir hafi verið yfirvofandi og við því hafi orðið að bregðast.
03.01.2020 - 15:45
Bandaríkjamenn flýja frá Írak
Bandarískir ríkisborgarar í Írak búa sig til brottfarar eftir að utanríkisráðuneytið í Washington og sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad skoruðu á þá að forða sér. Tugir starfsmanna við olíuvinnslustöð í Basra eru til dæmis á förum, að því er olíumálaráðuneytið í Bagdad greindi frá í dag. Brotthvarf þeirra á þó ekki að hafa áhrif á vinnsluna.
03.01.2020 - 14:31
Netanyahu flýtir heimför vegna vaxandi spennu
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, stytti heimsókn sína til Grikklands og hraðaði sér heim á leið, þegar fréttist af því að íranski hershöfðinginn Qasem Soleimani hefði fallið í loftárás Bandaríkjahers í Írak. Öryggisráð landsins hefur verið kallað saman síðar í dag til að ræða mögulegar ógnir sem kunna að steðja að Ísraelsmönnum vegna árásarinnar.
03.01.2020 - 10:32
Bandaríkjamönnum sagt að forða sér frá Írak
Sendiráð Bandaríkjanna í Írak hvetur alla bandaríska ríkisborgara til að forða sér frá landinu þegar í stað. Hátt settur íranskur hershöfðingi féll í nótt í loftárás Bandaríkjahers á skotmark í grennd við flugvöllinn í Bagdad. Íranar og írakskar sveitir hliðhollar þeim hóta grimmilegum hefndum.
03.01.2020 - 08:50