Stríðið í Írak

Fækkað í Bandaríkjaher í Írak
Fækkað verður í liði Bandaríkjahers í Írak úr 5.200 í 3.000, að því er varnarmálaráðuneytið í Washington tilkynnti í dag. Ákvörðunin er í samræmi við yfirlýsingar Donalds Trumps foreseta um að fækka hermönnum á átakasvæðum í fjarlægum ríkjum.
09.09.2020 - 13:41
Framtíð Bandaríkjahers í Írak rædd í sumar
Bandaríkjamenn og Írakar ætla í júní að hefja viðræður um framtíð bandarískra hersveita í Írak. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, greindi frá þessu í gærkvöld.
08.04.2020 - 08:11
109 hermenn fengu heilahristing í loftárásum Írana
109 bandarískir hermenn hlutu heilaáverka í flugskeytaárásum Írana á írakska flugvelli í janúar. Bandaríkjaher er með aðstöðu á báðum flugvöllunum og voru árásirnar gerðar í hefndarskyni fyrir dráp Bandaríkjamanna á íranska hershöfðingjanum Qassem Soleimani í byrjun árs. Ekkert manntjón varð í eldflaugaárásunum og lítið var gert úr hvorutveggja meiðslum á fólki og tjóni á mannvirkjum lengi vel.
11.02.2020 - 04:40
Íslamska ríkið fer vaxandi á ný
Hryðjuverkasveitinni sem kennir sig við íslamskt ríki vex ásmegin í Miðausturlöndum. Liðsmenn hennar bíða færis á að gera árás í vesturlöndum að sögn Sameinuðu þjóðanna.
Eldflaugum skotið á herstöð í Írak
Eldflaugaskeytum var skotið á íraska herstöð skammt frá Bagdad höfuðborg Íraks, nú rétt í þessu. Íransher skaut á annan tug eldflauga á herstöð Bandaríkjanna í Írak fyrir viku til að hefna fyrir morðið á íranska hershöfðingjanum Kaseim Soleimani.
14.01.2020 - 19:15
Eldflaugum skotið á græna svæðið í Bagdad
Eldflaugum var í kvöld skotið á hið svokallaða græna svæði í Bagdad, höfuðborg Íraks, þar sem ráðuneyti, stofnanir og fjölda erlendra sendiráða er að finna og öryggisgæsla er mikil. Samkvæmt AFP og Reuters-fréttastofunum sprungu minnst tvær rússneskar Katiusja-eldflaugar á græna svæðinu um miðnæturbil að staðartíma, rétt um sólarhring eftir að Íranar gerðu eldflaugaárás á tvo flugvelli í Írak í hefndarskyni fyrir morðið á íranska hershöfðingjanum Kasem Soleimani.
08.01.2020 - 23:54
Flytja danska hermenn frá Írak
Meirihluti danska herliðsins í Írak verður á næstunni fluttur til Kúveits í öryggisskyni, að því er Mette Fredriksen forsætisráðherra greindi frá í dag. Danskir hermenn dvelja í annarri herstöðinni sem varð í nótt fyrir flugskeytaárás frá Íran.
08.01.2020 - 17:39
Íranar segja árásir á flugvelli hæfilega hefnd
Íranar gerðu árás á tvo flugvelli í Írak, þar sem Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra, þar á meðal Írakar, Bretar og Ástralar, hafa bækistöðvar. Íranar segja árásirnar hefnd fyrir morð Bandaríkjamanna á íranska hershöfðingjanum Kasim Soleimani á föstudag.
08.01.2020 - 04:10
Undirbúa brottför Bandaríkjahers frá Írak
William Seely, yfirmaður bandaríska hersins í Írak, tilkynnti íröskum stjórnvöldum í dag að undirbúningur sé hafinn að því að flytja hersveitir Bandaríkjamanna burt. Mikil reiði ríkir í Írak eftir að Bandaríkjamenn réðu háttsettan íranskan herforingja af dögum í Írak og hefur verið kallað eftir því að herinn hverfi á braut.
06.01.2020 - 20:33
Skora á Írana að halda aftur af sér
Atlantshafsbandalagið hefur frestað þjálfun írakskra hermanna um óákveðinn tíma. Skorað er á ráðamenn í Íran að binda enda á ofbeldisverk og ögranir og koma þannig í veg fyrir að spenna aukist enn frekar í Miðausturlöndum. Menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna minnir Bandaríkjamenn og Írana á að báðar þjóðir eiga aðild að samningnum um vernd menningarminja.
Þjóðaröryggisráð Írans hótar hefndum
Þjóðaröryggisráð Írans hótar Bandaríkjamönnum grimmilegum hefndum fyrir hershöfðingjann Qasem Soleimani, sem féll í drónaárás Bandaríkjahers í Írak í nótt. Varað er við því að atburðurinn eigi eftir að stefna öryggi og stöðugleika í Miðausturlöndum í hættu.
03.01.2020 - 17:52
Mike Pompeo: Árásir voru yfirvofandi
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að íranski hershöfðinginn Qasem Soleimani hafi verið að skipuleggja árásir sem hefðu skapað hættu fyrir bandaríska ríkisborgara í Miðausturlöndum. Þessar árásir hafi verið yfirvofandi og við því hafi orðið að bregðast.
03.01.2020 - 15:45
Bandaríkjamenn flýja frá Írak
Bandarískir ríkisborgarar í Írak búa sig til brottfarar eftir að utanríkisráðuneytið í Washington og sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad skoruðu á þá að forða sér. Tugir starfsmanna við olíuvinnslustöð í Basra eru til dæmis á förum, að því er olíumálaráðuneytið í Bagdad greindi frá í dag. Brotthvarf þeirra á þó ekki að hafa áhrif á vinnsluna.
03.01.2020 - 14:31
Netanyahu flýtir heimför vegna vaxandi spennu
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, stytti heimsókn sína til Grikklands og hraðaði sér heim á leið, þegar fréttist af því að íranski hershöfðinginn Qasem Soleimani hefði fallið í loftárás Bandaríkjahers í Írak. Öryggisráð landsins hefur verið kallað saman síðar í dag til að ræða mögulegar ógnir sem kunna að steðja að Ísraelsmönnum vegna árásarinnar.
03.01.2020 - 10:32
Bandaríkjamönnum sagt að forða sér frá Írak
Sendiráð Bandaríkjanna í Írak hvetur alla bandaríska ríkisborgara til að forða sér frá landinu þegar í stað. Hátt settur íranskur hershöfðingi féll í nótt í loftárás Bandaríkjahers á skotmark í grennd við flugvöllinn í Bagdad. Íranar og írakskar sveitir hliðhollar þeim hóta grimmilegum hefndum.
03.01.2020 - 08:50
19 féllu í loftárásum Bandaríkjamanna í Írak
Nítján féllu í loftárásum Bandaríkjamanna á bækistöðvar íröksku vígasveitanna Kata'ib Hizbollah í Írak og Sýrlandi í dag, tveimur dögum eftir mannskæða árás samtakanna á írakska herstöð þar sem óbreyttur bandarískur ríkisborgari lést og sex særðust; fjórir Bandaríkjamenn og tveir Írakar. Samtökin svöruðu árásinni í kvöld með eldflaugaárás sem beint var að bandarískri herstöð nærri Bagdad.Fjórum eldlflaugum var skotið að herstöðinni en þær geiguðu allar og sprungu án þess að valda nokkrum usla.
29.12.2019 - 23:10
Bandaríski flugherinn gerði loftárásir á Hezbollah
Bandaríski flugherinn gerði í dag loftárásir í Írak og Sýrlandi á skotmörk tengdum írösku hryðjuverkasamtökunum Kata'ib Hezbollah sem njóta stuðnings Írans. Er þetta gert vegna meintrar ábyrgðar samtakanna á árás á íraska herstöð þar sem bandarískur verktaki féll.
Danir taka við herþjálfun í Írak
Til stendur að tvö hundruð danskir hermenn verði sendir til Íraks á næsta ári, þegar Danir taka við þjálfun þar á vegum Atlantshafsbandalagsins. Meðal verkefna þeirra verður að þjálfa írakska hermenn í baráttunni við vígasveitir Íslamska ríkisins. Þeim verður ekki ætlað að taka þátt í bardögum.
26.11.2019 - 13:42
Vígamenn sendir til síns heima
Vígamenn hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins sem eru í haldi Tyrkja verða sendir til heimalands síns þrátt fyrir að þeir hafi verið sviptir þar ríkisborgararétti. Soleyman Soylu, innanríkisráðherra Tyrklands, greindi frá þessu í morgun.
Illræmdir ISIS-liðar í haldi Bandaríkjamanna
Tveir Bretar, illræmdir liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins, eru nú í haldi Bandaríkjamanna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, greindi frá þessu á Twitter.
Enn einni lotu viðræðna lokið
Í nótt lauk enn einni lotu viðræðna milli Bandaríkjamanna og Talibana um leiðir til að binda enda í stríðið í Afganistan og brottflutning bandarísks herliðs frá landinu. Orðrómur hefur verið á kreiki um að samkomulag sé í sjónmáli.
12.08.2019 - 08:28
Vill réttarhöld í anda Nürnberg
Breski lögmaðurinn Karim Ahmad Khan, sem fyrir hönd Sameinuðu þjóðanna hefur rannsakað ódæðisverk hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins í Írak, vill að réttað verði yfir vígamönnum samtakanna á sama hátt og gert var yfir leiðtogum nasista í Þýskalandi í Nürnberg eftir seinni heimsstyrjöldina. 
29.07.2019 - 11:56
Myndskeið
Mikil fjölgun flóttamanna sláandi
Fleiri voru á flótta í fyrra en nokkru sinni frá stofnun Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna um miðja síðustu öld. Mestu munar um fólksflótta frá Venesúela. Ingunn Sigríður Árnadóttir, lögfræðingur hjá umdæmisskrifstofu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna í Norður-Evrópu, segir þessa fjölgun sláandi.
Viðtal
200-faldur íbúafjöldi Íslands á flótta
„Það er ýmislegt sem er í gangi og hefur verið í gangi síðastliðin tíu ár, aukning á stríði og átökum, ofsóknir, loftslagsbreytingar sem við höfum farið að finna fyrir og svo er það öfgastefna sem gerir það að verkum að fólk hefur sig upp úr sínu landi því það finnur ekki lengur til öryggis.“ Þetta er meðal þess sem Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi telur orsaka það að í dag eru tvöfalt fleiri á flótta í heiminum en fyrir áratug síðan.
Fjöldagrafir í Sinjar rannsakaðar
Yfirvöld í Írak rannsaka nú líkamsleifar meira en 140 manna sem fundust í fjöldagröfum á svæðum Jasída í Sinjar-héraði í norðurhluta Íraks. 
06.06.2019 - 11:34