Stríðið í Afganistan

Pompeo reynir að lægja öldur
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í morgun til Afganistan og er búist við að heimsóknin snúist að mestu um að lægja öldur milli forseta landsins og helsta keppinautar hans. Enn fremur að þrýsta á að viðræðum um fangaskipti við Talibana verði hraðað svo hægt sé að hefja formlega friðarviðræður milli þeirra og stjórnvalda í Kabúl.
Heimskviður
Talíbanar með pálmann í höndunum
Í lok síðasta mánuðar var sögulegt samkomulag undirritað milli Bandaríkjastjórnar og Talíbana, sem kveður á um að herlið Bandaríkjanna og Nató yfirgefi landið eftir rúmlega átján ára viðveru. Er friður í augsýn, eða eru Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra að ganga burt frá rjúkandi rústum? Í tuttgasta og áttunda þætti Heimskviðna, er fjallað um nýjustu tíðindin frá þessu stríðshrjáða landi.
Afganir samþykkja að sleppa föngum
Stjórnvöld í Afganistan kveðast tilbúin að leysa fimm þúsund Talibana úr haldi ef þeir samþykkja að draga verulega úr átökum. Talsmaður Ashrafs Ghani, forseta Afganistans, greindi frá þessu í gærkvöld. Stjórnvöld vonast til þess að boðið leiði til sátta. 
11.03.2020 - 05:14
Fækkun hafin í liði Bandaríkjamanna
Bandaríkjaher er byrjaður að fækka í liði sínu í tveimur herstöðvum í Afganistan. Talsmaður hersins greindi frá þessu í morgun.
Báðir sóru embættiseið
Ashraf Ghani og Abdulla Abdullah, sem kepptu í forsetakosningunum í Afganistan í haust, sóru báðir embættiseið sem forseti landsins í morgun. Sprengingar voru í höfuðborginni á sama tíma, en ekki er vitað um manntjón.
09.03.2020 - 12:21
Óvissa í Afganistan
Mikil óvissa ríkir í Afganistan, en báðir þeir sem kepptu í forsetakosningunum í landinu í haust, ætla að láta vígja sig í embætti forseta í dag, ef ekki næst samkomulag um annað. Viðræður milli þeirra stóðu langt fram á nótt.
09.03.2020 - 08:26
Mannskæð árás í Kabúl
Að minnsta kosti 27 létu lífið í árás á samkomu í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun.
06.03.2020 - 12:13
Dómstóllinn samþykkir rannsókn
Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag sneri í morgun við fyrri úrskurði og heimilaði rannsókn á ódæðisverkum og stríðsglæpum í Afganistan. 
05.03.2020 - 10:51
Talibanar ráðast á stjórnarhermenn
Að minnsta kosti tuttugu stjórnarhermenn og lögreglumenn féllu í árásum Talibana í Afganistan í nótt. Árásir voru gerðar á búðir hers og lögreglu í héruðunum Kunduz og Uruzgan.
04.03.2020 - 09:44
Friðarsamkomulag undirritað í Doha í dag
Viku eftir að Bandaríkin og Talibanar gerðu samkomulag um að lægja átakaöldur í Afganistan lítur út fyrir að friðarsamkomulag verði undirritað í dag. Verði það að veruleika bindur það enda á lengsta stríð Bandaríkjanna. Samkomulagið sem undirritað var í síðustu viku hefur að mestu haldið. Samninganefndir Bandaríkjanna og Talíbana ætla að setjast niður í Doha, höfuðborg Katars, þar sem viðræður hafa farið fram síðustu tvö ár.
29.02.2020 - 06:09
Fagna samkomulagi við talibana
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, fagnar samkomulagi Bandaríkjamanna og talibana um að draga úr hernaðarumsvifum í Afganistan í eina viku. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag kvaðst hann vonast til þess að þetta skref ætti eftir að leiða til varanlegs friðar í landinu.
Dregið úr hernaði næstu viku
Hersveitir Bandaríkjamanna og Talibana í Afganistan ætla að halda að sér höndum frá og með morgundeginum í eina viku. Fréttastofan AFP hafði þetta í morgun eftir embættismanni í Kabúl.
21.02.2020 - 09:19
Guterres hvetur til friðar
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti í gær alþjóðasamfélagið til að styðja friðarumleitanir í Afganistan og sagði að ekki mætti glata því tækifæri sem gefist hefði með viðræðum Bandaríkjamanna og Talibana í Afganistan.
18.02.2020 - 08:23
Árangur í viðræðum við Talibana
Umtalsverður árangur hefur náðst í viðræðum Bandaríkjamanna og Talibana í Afganistan. 
12.02.2020 - 09:02
Fimm féllu í sjálfsmorðsárás í Kabúl
Minnst fimm létu lífið og tólf særðust í sjálfsmorðsárás í Kabúl í morgun. Sjónarvottar greina frá því að öflug sprengja hafi sprungið við inngang herskóla í borginni um sjöleytið að staðartíma. Nasrat Rahimi, talsmaður innanríkisráðuneytisins, segir að þrír hermenn og tveir óbreyttir borgarar hafi fallið í árásinni, auki árásarmannsins.
Flugvélin sem fórst var bandarísk
Bandaríkjaher hefur staðfest að flugvél sem fórst í Afganistan í gær hefði verið á hans vegum. Ekki hefur verið staðfest hve margir voru í vélinni eða hvort einhver hafi komist lífs af. 
28.01.2020 - 08:44
Vilja fækka í bandaríska herliðinu í Afganistan
Bandarísk stjórnvöld hyggjast tilkynna snemma í þessari viku um að fjögur þúsund hermenn verði kallaðir heim frá Afganistan. AFP greinir frá. Um það bil þrettán þúsund bandarískir hermenn eru núna í Afganistan.
15.12.2019 - 17:27
Áttu ekkert erindi til Afganistans
Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa komið sér hjá því að segja almenningi sannleikann um stríðið í Afganistan allt frá því að það hófst fyrir átján árum. Þess í stað hafa þau birt uppörvandi yfirlýsingar sem þau vita að eru rangar og ekki greint frá því að stríðið er í raun óvinnanlegt.
09.12.2019 - 16:24
Trump fór í óvænta heimsókn til Afganistans
Donald Trump Bandaríkjaforseti fór í óvænta heimsókn til Afganistan í gær, þar sem hann heimsótti liðsmenn Bandaríkjahers í tilefni þakkargjörðardagsins og átti fund með Ashraf Ghani, forseta Afganistans. Þetta er fyrsta heimsókn Trumps til Afganistans og gerði hann engin boð á undan sér, af öryggisástæðum.
15 óbreyttir borgarar fórust er jarðsprengja sprakk
Fimmtán óbreyttir borgarar, átta börn, sex konur og einn karl, fórust þegar jarðsprengja sprakk undir bifreið þeirra, sem ekið var eftir þjóðvegi í Kunduz-héraði í norðanverðu Afganistan í dag. Tveir til viðbótar særðust í sprengingunni. Enginn hefur lýst árásinni á hendur sér og ekki er vitað hvort henni hafi verið beint sérstaklega að þessum tiltekna hópi fólks, en Nasrat Rahimi, talsmaður innanríkisráðuneytisins, fullyrðir að sprengjunni hafi verið komið fyrir af talibönum.
28.11.2019 - 01:45
Tólf létust í sjálfsvígsárás í Kabúl
Að minnsta kosti tólf létu lífið, þar af þrjú börn, þegar smárútu hlaðinni sprengiefni var ekið á bíl í þéttbýlu íbúðahverfi í Kabúl, höfuðborg Afganistans, á háannatíma í morgun. Bíllinn sem ekið var á er í eigu kanadíska öryggisfyrirtækisins GardaWorld.
13.11.2019 - 13:16
Sjö fórust í tilræði í Kabúl
Að minnsta kosti sjö létu lífið og tíu særðust þegar bílsprengja sprakk í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun.
13.11.2019 - 08:54
Sjö dóu er bílsprengja sprakk í Kabúl
Minnst sjö létu lífið og jafnmörg særðust þegar bílsprengja var sprengd á háannatíma í morgunumferðinni í Kabúl í morgun. Nasrat Rahim, talsmaður innanríkisráðuneytisins, greindi frá þessu. Rahim sagði öll fórnarlömb ódæðisins óbreytta borgara.
13.11.2019 - 06:25
Fangaskipti í Afganistan
Stjórnvöld í Kabúl ætla að sleppa þremur háttsettum Talibönum í skiptum fyrir tvo vestræna háskólaprófessora, Ástrala og Bandaríkjamann. Ashraf Ghani, forseti Afganistans, greindi frá þessu í morgun.
12.11.2019 - 08:51
Jarðsprengja banaði níu börnum á leið í skóla
Níu börn fórust þegar sprengja sprakk við vegkant í norðaustanverðu Afganistan, þar sem þau voru fótgangandi á leið í skólann. Börnin, átta drengir og ein stúlka, voru á aldrinum sjö til tíu ára. Svo virðist sem eitthvert þeirra hafi stigið á jarðsprengju, sem stjórnvöld fullyrða að komið hafi verið fyrir vísvitandi í vegkantinum. Enginn hefur lýst ódæðinu á hendur sér.
03.11.2019 - 05:26