Strandabyggð

Allir í framboði í Strandabyggð
Engir framboðslistar vegna sveitarstjórnakosninganna 26. maí bárust til kjörstjórnar í Strandabyggð, en framboðsfrestur rann út á laugardag. Því verða kosningarnar í Strandabyggð óhlutbundnar að þessu sinni og sveitarstjórnin kosin í persónukjöri. Þetta kemur fram á heimasíðu Strandabyggðar. Þetta þýðir að nánast allir kjörgengir íbúar sveitarfélagsins eru í raun í kjöri
Hafa áhyggjur af fólksfækkun í Strandabyggð
Hugmyndir sem fram komu á íbúafundi í Strandabyggð verða mikilvægt veganesti fyrir starfandi og komandi sveitarstjórn, segir sveitarstjóri. Íbúar hafa áhyggjur af fólksfækkun í sveitarfélaginu sem sveitarstjóri rekur helst til skorts á atvinnutækifærum.
14.03.2018 - 13:00
Sumarhús í Bjarnarfirði eyðilagðist í eldi
Mannlaust sumarhús í Bjarnarfirði í Kaldrananeshreppi, milli Drangsness og Hólmavíkur, eyðilagðist í eldi í kvöld. Búið var að ná tökum á eldinum, sem þó logaði enn á milli þilja, þegar fréttastofa náði tali af Finni Ólafssyni, slökkviliðsstjóra í Kaldrananeshreppi, laust fyrir miðnætti í kvöld. Þá stóð slökkvistarf enn yfir og reiknaði Finnur með að því lyki ekki fyrr en síðar í nótt. Húsið, sem er gamall sveitabær sem breytt hefur verið í sumarhús, er gjörónýtt að sögn Finns.
29.11.2017 - 00:28
„Skiptir krakkana miklu máli“
Fyrsta barnamenningarhátíð Vestfjarða lauk um helgina en hún fór fram á Ströndum. Nemandi í 9. bekk segir hátíðina skipta miklu máli: „Barnamenningarhátíð er þar sem við komum öll saman og höfum skemmtilegt, þar sem við hlæjum saman, tölum saman og verðum öll nánari hvert öðru, segir Daníel Freyr Newton, nemandi í Grunnskólanum á Hólmavík.
21.03.2016 - 09:33
Kristín íþróttamaður Ísafjarðarbæjar
Kristín Þorsteinsdóttir var í gær valin íþróttamaður Ísafjarðarbæjar, þriðja árið í röð. Kristín setti tvö heimsmet á Evrópumeistarmóti DSISO, alþjóðasundsambands einstaklinga með downs heilkenni, sem og tíu Evrópumet. Kristín kom heim af mótinu með fimm gullverðlaun, auk silfurverðlauna og bronsverðlauna.
25.01.2016 - 11:58
Nagli í líkkistu dreifbýlis á landsbyggðinni
Með því að heimila breytingu á reglugerð um alþjónustu hefur innanríkisráðuneytið stuðlað að ójöfnuði milli landsmanna. Þetta kemur fram í ályktunum tveggja sveitarstjórna á Vestfjörðum í kjölfar þess að pósturinn fækkaði dreifingardögum sínum. Sveitarstjóri í Strandabyggð segir að ekki sé hægt að skerða póstþjónustu fyrr en búið verði að tryggja aðgang fólks að internetinu.
22.01.2016 - 13:44
Teflir kveðskapnum gegn íbúaflótta
Kvæðavefur Húnaflóa er ársgamall í vikunni. Ingi Heiðmar Jónsson, sem heldur utan um vefinn, segir að vefurinn sé öðru þræði áhugamál safnara og burtflutts Norðlendings, sem gjarnan vilji leggja nokkuð af mörkum til að efla menningu í heimabyggðum og snúast gegn fólksflótta af svæðinu.
02.08.2015 - 11:20
Hljóðbók í heitapottinum
Á bókmenntahátíðinni Bókavík má meðal annars hlusta á hljóðbók í heitapottinum í sundlauginni í Hólmavík, lesa upp eigin ritsmíð á bókasafninu, senda inn ljóð og smásögur í samkeppni og fleira og fleira. Samfélagið ræddi við Esther Ösp Valdimarsdóttur um dagskrá og tilkomu Bókavíkur.
17.11.2014 - 15:58
Rúllupylsumeistari sem teiknar gróðurkort
Hafdís Sturlaugsdóttir er bóndi, tvöfaldur rúllupylsumeistari, kjötverkandi og gróðurkortagerðarmaður
16.09.2014 - 13:20
Dalabyggð vill sameiningu
Íbúar Dalabyggðar vilja sameinast sveitarfélögum Reykhólahrepps og Strandabyggðar. Þetta eru niðurstöður íbúakönnunar sem var framkvæmd samhliða sveitarstjórnarkosningunum í vor.
16.07.2014 - 06:57
Vatnavextir í Steingrímsfirði
Strandavegur við Selá í Steingrímsfirði verður lokaður frameftir degi vegna mikilla vatnavaxta . Áin flæðir yfir brýr og unnið er að viðgerð. Vegagerðin á Hólmavík biður ökumenn um að sýna þolinmæði og aðgát.
04.07.2014 - 08:27
J-listi félagshyggjufólks fékk 3 sæti
J-listi félagshyggjufólks hlaut 43,9 prósent atkvæða og þrjú sæti af fimm í hreppsnefnd Strandabyggðar. E-listi Strandamanna hlaut 28,9 prósent atkvæða og einn hreppsnefndarmann og F-listi óháðra 27,2 prósent sem einnig skilaði einum sæti í hreppsnefnd.
31.05.2014 - 20:13
Strandabyggð
Sveitarfélagið varð til árið 2006 við sameiningu Hólmavíkurhrepps og Broddaneshrepps. Síðarnefndi hreppurinn hafði reyndar orðið til við sameiningu tveggja annarra hreppa árið 1992. Hólmavík er langstærsti byggðakjarni sveitarfélagsins.
02.05.2014 - 15:21
Byggðasaga Stranda kostar 21 milljón
Sveitastjórn Strandabyggðar og þrjú nærliggjandi sveitarfélög hafa samþykkt að kaupa og gefa út Byggðasögu Stranda sem hefur verið í ritun frá árinu 1980.
Forsetahjónin til Hólmavíkur
Forsetahjónin heimsækja Hólmavík og nágrenni á morgun, mánudag. Þau ætla meðal annars að heimsækja grunn- og tónskóla Hólmavíkur þar sem nemendur sjá um dagskrá. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, flytur ávarp og ætlar að svara fyrirspurnum.
23.03.2014 - 15:45
Sundlaugin lokuð vegna raforkuskerðingar
Sundlaugin á Hólmavík hefur verið lokuð í tvær og hálfa viku vegna skerðingar á raforku. Sveitarstjóri Strandabyggðar segir of dýrt fyrir sveitarfélagið að kynda með olíu eða kaupa dýrari orku.
17.03.2014 - 18:09
Hörmungardagar á Hólmavík
Vetrarhátíðin Hörmungardagar var haldin á Hólmavík um helgina. Hátíðin gekk hörmulega fyrir sig, að sögn sveitarstjóra Strandabyggðar.
17.02.2014 - 11:16
Hörmungardagar á Hólmavík
Menningarhátíðin Hörmungardagar verður haldin á Hólmavík fyrsta skipti dagana 14.-16. febrúar. Á henni verður athyglinni beint að listum, tilfinningum og tjáningu sem sjaldnast er gefinn gaumur að. Esther Ösp Valdimarsdóttir, tómstundarfulltrúi Strandabyggðar, sagði frá í Morgunútvarpinu.
16.01.2014 - 11:40
Hákarl skorinn á Hólmavík
Eftir að Benedikt Sigurbjörn Pétursson hætti á sjó tók hann upp á því að verka hákarl. Þegar Landinn átti leið um Hólmavík á dögunum var Bjössi, eins og hann er kallaður, í óða önn að skera eina fimm til sex hákarla í skúrnum sínum.
02.12.2013 - 12:55
Býðst nám á framhaldsstigi í heimabyggð
Íbúum Strandabyggðar býðst nú í fyrsta sinn að stunda nám á framhaldsstigi í heimabyggð. „Þetta er bara mikið ódýrara og gott að vera ennþá heima,“ segir nemandi í framhaldsdeildinni.
15.11.2013 - 21:01
„Skelfilegar“ nábrækur á Hólmavík vinsælar
Íslensk eftirlíking af nábrókum, í eigu galdrasýningar á Hólmavík, á eigin aðdáendaklúbb í Colorado. Klúbburinn fundar árlega í vetrarbyrjun, ræðir nábrækur og drekkur áfengi.
25.10.2013 - 17:07
Helmingi alls makríls landað á Hólmavík
Helmingi alls makríls sem veiðst hefur á handfæri í sumar hefur verið landað á Hólmavík.
22.08.2013 - 08:19
Makrílævintýri á Hólmavík
Makrílævintýrið á Hólmavík er vítamínsprauta fyrir samfélagið, segir hafnarvörður þar. Tugir bátar hafa verið að veiðum á Steingrímsfirði og landað um átta hundruð tonnum.
11.08.2013 - 13:41
Fleiri áhorfendur en íbúar
Aðsóknin á tónleika Húna á Hólmavík í kvöld kom hljómsveitinni og aðstandendum ánægjulega á óvart en rúmlega þúsund manns mættu á bryggjuna til að njóta tónleikanna.
17.07.2013 - 22:20
Hamingja á Hólmavík um helgina
Hamingjudagar á Hólmavík ná hápunkti um helgina. Bærinn er skreyttur og er keppni á milli hverfanna, í vikunni hafa börn smíðað kassabíla sem keppa í kappakstri, hamingjuhlaupið er á morgun og hnallþóruhlaðborð ásamt dansleik.
28.06.2013 - 17:27