Strandabyggð

Rúllupylsumeistari sem teiknar gróðurkort
Hafdís Sturlaugsdóttir er bóndi, tvöfaldur rúllupylsumeistari, kjötverkandi og gróðurkortagerðarmaður
16.09.2014 - 13:20
Dalabyggð vill sameiningu
Íbúar Dalabyggðar vilja sameinast sveitarfélögum Reykhólahrepps og Strandabyggðar. Þetta eru niðurstöður íbúakönnunar sem var framkvæmd samhliða sveitarstjórnarkosningunum í vor.
16.07.2014 - 06:57
Vatnavextir í Steingrímsfirði
Strandavegur við Selá í Steingrímsfirði verður lokaður frameftir degi vegna mikilla vatnavaxta . Áin flæðir yfir brýr og unnið er að viðgerð. Vegagerðin á Hólmavík biður ökumenn um að sýna þolinmæði og aðgát.
04.07.2014 - 08:27
J-listi félagshyggjufólks fékk 3 sæti
J-listi félagshyggjufólks hlaut 43,9 prósent atkvæða og þrjú sæti af fimm í hreppsnefnd Strandabyggðar. E-listi Strandamanna hlaut 28,9 prósent atkvæða og einn hreppsnefndarmann og F-listi óháðra 27,2 prósent sem einnig skilaði einum sæti í hreppsnefnd.
31.05.2014 - 20:13
Strandabyggð
Sveitarfélagið varð til árið 2006 við sameiningu Hólmavíkurhrepps og Broddaneshrepps. Síðarnefndi hreppurinn hafði reyndar orðið til við sameiningu tveggja annarra hreppa árið 1992. Hólmavík er langstærsti byggðakjarni sveitarfélagsins.
02.05.2014 - 15:21
Byggðasaga Stranda kostar 21 milljón
Sveitastjórn Strandabyggðar og þrjú nærliggjandi sveitarfélög hafa samþykkt að kaupa og gefa út Byggðasögu Stranda sem hefur verið í ritun frá árinu 1980.
Forsetahjónin til Hólmavíkur
Forsetahjónin heimsækja Hólmavík og nágrenni á morgun, mánudag. Þau ætla meðal annars að heimsækja grunn- og tónskóla Hólmavíkur þar sem nemendur sjá um dagskrá. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, flytur ávarp og ætlar að svara fyrirspurnum.
23.03.2014 - 15:45
Sundlaugin lokuð vegna raforkuskerðingar
Sundlaugin á Hólmavík hefur verið lokuð í tvær og hálfa viku vegna skerðingar á raforku. Sveitarstjóri Strandabyggðar segir of dýrt fyrir sveitarfélagið að kynda með olíu eða kaupa dýrari orku.
17.03.2014 - 18:09
Hörmungardagar á Hólmavík
Vetrarhátíðin Hörmungardagar var haldin á Hólmavík um helgina. Hátíðin gekk hörmulega fyrir sig, að sögn sveitarstjóra Strandabyggðar.
17.02.2014 - 11:16
Hörmungardagar á Hólmavík
Menningarhátíðin Hörmungardagar verður haldin á Hólmavík fyrsta skipti dagana 14.-16. febrúar. Á henni verður athyglinni beint að listum, tilfinningum og tjáningu sem sjaldnast er gefinn gaumur að. Esther Ösp Valdimarsdóttir, tómstundarfulltrúi Strandabyggðar, sagði frá í Morgunútvarpinu.
16.01.2014 - 11:40
Hákarl skorinn á Hólmavík
Eftir að Benedikt Sigurbjörn Pétursson hætti á sjó tók hann upp á því að verka hákarl. Þegar Landinn átti leið um Hólmavík á dögunum var Bjössi, eins og hann er kallaður, í óða önn að skera eina fimm til sex hákarla í skúrnum sínum.
02.12.2013 - 12:55
Býðst nám á framhaldsstigi í heimabyggð
Íbúum Strandabyggðar býðst nú í fyrsta sinn að stunda nám á framhaldsstigi í heimabyggð. „Þetta er bara mikið ódýrara og gott að vera ennþá heima,“ segir nemandi í framhaldsdeildinni.
15.11.2013 - 21:01
„Skelfilegar“ nábrækur á Hólmavík vinsælar
Íslensk eftirlíking af nábrókum, í eigu galdrasýningar á Hólmavík, á eigin aðdáendaklúbb í Colorado. Klúbburinn fundar árlega í vetrarbyrjun, ræðir nábrækur og drekkur áfengi.
25.10.2013 - 17:07
Helmingi alls makríls landað á Hólmavík
Helmingi alls makríls sem veiðst hefur á handfæri í sumar hefur verið landað á Hólmavík.
22.08.2013 - 08:19
Makrílævintýri á Hólmavík
Makrílævintýrið á Hólmavík er vítamínsprauta fyrir samfélagið, segir hafnarvörður þar. Tugir bátar hafa verið að veiðum á Steingrímsfirði og landað um átta hundruð tonnum.
11.08.2013 - 13:41
Fleiri áhorfendur en íbúar
Aðsóknin á tónleika Húna á Hólmavík í kvöld kom hljómsveitinni og aðstandendum ánægjulega á óvart en rúmlega þúsund manns mættu á bryggjuna til að njóta tónleikanna.
17.07.2013 - 22:20
Hamingja á Hólmavík um helgina
Hamingjudagar á Hólmavík ná hápunkti um helgina. Bærinn er skreyttur og er keppni á milli hverfanna, í vikunni hafa börn smíðað kassabíla sem keppa í kappakstri, hamingjuhlaupið er á morgun og hnallþóruhlaðborð ásamt dansleik.
28.06.2013 - 17:27
Fasteignamat fer hækkandi
Fasteignamat hækkar mest í Strandabyggð og Vestmannaeyjum. Á höfuðborgarsvæðinu er mest hækkun á Arnarnesi og í Norðlingaholti.
14.06.2013 - 12:46
Ævintýramaðurinn Finnbar Murphy
Finnbar Murphy er 72 ára gamall Íri frá Cork sem hefur haft vetursetu á Hólmavík. Skútuna Bellu Donnu keypti hann fyrir nokkrum árum í Trinidad í Karabíska hafinu, en hann kann betur við sig í kulda og trekki á norðurslóðum en suður í höfum.
25.03.2013 - 13:43
Stór makríltorfa á Hólmavík
Stór makríltorfa óð upp í höfninni á Hólmavík í gærkvöld. Hólmvíkingurinn Guðmundur Björnsson fylgdist með og segir að það hafi verið tilkomumikil sjón að sjá sjóinn iða af lífi.
17.07.2012 - 16:05
Nýr sveitarstjóri í Strandabyggð
Andrea K. Jónsdóttir hefur verið ráðin nýr sveitarstjóri í Strandabyggð. Andrea er ráðin til tveggja ára, eða fram yfir næstu sveitastjórnarkosningar. Andrea hefur lokið námi í rekstrarstjórnun ásamt meistaranámi í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík.
02.07.2012 - 15:19
Mikill áhugi á starfi sveitarstjóra
Umsóknarfrestur um starf sveitarstjóra í Strandabyggð rann út á þriðjudaginn. Tuttugu og níu manns sóttu um stöðuna.
14.06.2012 - 18:12
Þurfa að gista á gistiheimili
Hildur Emilsdóttir flutti með fjölskyldu sína á Hólmavík fyrir rúmu ári og hefur verið á flakki síðan.
19.03.2012 - 12:45
Nýtt stálþil á Hólmavík
Vinna er hafin við að reka niður stálþil um bryggjuhausinn á hafskipabryggjunni á Hólmavík. Vefurinn Strandir.is greinir frá þessu. Þilið var notað við byggingu Hörpunnar í Reykjavík, en var flutt til Hólmavíkur fyrir nokkru. Ljúka á verkinu eigi síðar en 1. mars á næsta ári. Alls er stálþilið 123 m
16.09.2011 - 08:01
Götur nefndar í höfuð kvenna
Karlar á Hólmavík heiðruðu konur sérstaklega á Kvennafrídeginum í gær með því að endurnefna allar götur á Hólmavík eftir nokkrum konum sem sett hafa svip á bæjarlífið fyrr og nú. Fréttavefurinn strandir greinir frá þessu.
26.10.2010 - 11:19