Strandabyggð

Línuívilnun hefur minnkað um tvo þriðju á fimm árum
Línuívilnun hefur minnkað um tvo þriðju á síðustu fimm árum. Sjómaður á Hólmavík segir útgerðinni sinni ekki stætt nema hennar njóti við.
11.04.2021 - 15:55
Ríkið hleypur undir bagga með Strandabyggð
Ríkið þarf að hlaupa undir bagga með Strandabyggð svo að það geti haldið úti rekstri og staðið við skuldbindingar sínar. Oddviti sveitarstjórnar Strandabyggðar segir það koma til vegna skerta framlaga úr Jöfnunarsjóði. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og sveitarstjórn Strandabyggðar undirrituðu í dag samkomulag um aðkomu ríkisins að fjárhagslegri endurskipulagningu sveitarfélagsins.
30.03.2021 - 18:04
Myndskeið
Skólahald fellt niður á Hólmavík og ófært innanbæjar
Ófært er innanbæjar á Hólmavík og skólahald var slegið af í morgun. Vegum var lokað víða um land í gær á Vesturlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum. Því hefur nú slotað syðst en er enn töluvert slæmt á norðvestanverðu landinu.
11.03.2021 - 10:19
Hörmungardagar gera öllu því ömurlega hátt undir höfði
Hörmungardagar standa nú yfir á Hólmavík. Þar á að gera öllu því sem er hörmulegt hátt undir höfði.
28.02.2021 - 12:37
Hafa þungar áhyggjur af lágu verði til sauðfjárbænda
Dalabyggð, Strandabyggð, Reykhólahreppur og Húnaþing vestra hafa þungar áhyggjur af of lágu afurðaverði til sauðfjárbænda. Sveitarfélögin skora á afurðastöðvar að gefa út afurðaverð næsta árs strax fyrir áramót.
Samkaup kemur til móts við ósátta íbúa
Samkaup býður nú viðskiptavinum sínum í Búðardal, Reykjahlíð, Hólmavík og Flúðum að fá vörur sendar úr netverslun Nettó. Framtakið er ætlað að mæta óskum viðskiptavina. Íbúi í Mývatnssveit segir alltaf hægt að gera betur.
07.09.2020 - 16:27
Sameinaður skóli Strandabyggðar hefur störf
Fyrsta starfsár sameinaðs leik-, grunn- og tónskóla er nú að hefjast í Strandabyggð. Skólinn er stærsti vinnustaður í sveitarfélaginu. Nemendur segjast taka eftir smávægilegum breytingum.
01.09.2020 - 12:45
Myndskeið
Opna nýja byggingavöruverslun á Hólmavík
Hópur Strandamanna hefur komið sér saman um rekstur byggingavöruverslunar eftir að hafa séð fram á að þurfa að keyra í Borgarnes til að kaupa skrúfur.
04.05.2020 - 16:31
„Þeir hörðustu labba yfir í byl til að fara í pottana“
Snjó hefur kyngt niður á Vestfjarðakjálka líkt og víðar eins og sjá má á myndum sem hafa verið sendar fréttastofu. Hrafnhildur Skúladóttir er forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar á Hólmavík norður á Ströndum. Hún segir það ekki einfalt að reka útisundlaug í þeim veðrum sem geisað hafa.
18.03.2020 - 17:10
Strandabyggð í Brothættum byggðum
Strandabyggð hóf nýverið þátttöku í verkefninu Brothættum byggðum hjá Byggðastofnun. Umsókn sveitarfélagsins um þátttöku hefur legið fyrir frá 2014.
27.01.2020 - 07:22
Hvernig yrðu sameinaðir Vestfirðir?
Á Vestfjörðum eru níu sveitarfélög, þar af er einungis Ísafjarðarbær með yfir þúsund íbúa. Ef þingsályktunartillaga sveitarstjórnarráðherra um málefni sveitarfélaga sem gerir ráð fyrir þúsund íbúa lágmarki er samþykkt verða öll hin sveitarfélögin á kjálkanum að leita til sameininga. Þar af eru þrjú sveitarfélög sem ná ekki 250 íbúum og yrðu því að sameinast fyrir næstu almennu sveitarstjórnarkosningar 2022. Það eru Súðavíkurhreppur, Árneshreppur og Kaldrananeshreppur.
Telja að tilmælum UST hafi verið fylgt
Árneshreppur og Vesturverk bera ábyrgð á því að friðuðum steingervingum og náttúruminjum verði ekki raskað við fyrirhugaðar framkvæmdir í hreppnum. Friðaðar trjáholur uppgötvuðust á vegstæði þar sem á að leggja veg vegna Hvalárvirkjunar. Umhverfisstofnun óskaði eftir nákvæmri kortlagningu á svæðinu áður en til framkvæmda kæmi, til að tryggja að steingervingunum verði ekki raskað. Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir að þegar hafi verið farið að tilmælum Umhverfisstofnunar.
Færa veg ef hann er fyrir steingervingum
Vesturverk, sem reisir Hvalárvirkjun á Ströndum, hnikar til vegslóðum, ef þess þarf, vegna nýfundinna steingervinga. Upplýsingafulltrúi Vesturverk segir þau ekki hafa stórar áhyggjur af steingervingunum.
17.08.2019 - 19:25
Vegurinn í Árneshreppi ekki lengur lokaður
Vegurinn norður í Árneshrepp á Ströndum er ekki lengur lokaður vegna grjóthruns og skriðufalla beggja vegna Kaldbaksvíkur. Búið er að fjarlægja grjótið sem féll á hann í gær. Fulltrúi Vegagerðarinnar ók veginn í morgun og gekk úr skugga um að ekkert grjót væri á veginum.
13.08.2019 - 09:38
Nauðasamningar Hólmadrangs staðfestir
Héraðsdómur Vestfjarða hefur staðfest nauðasamninga rækjuvinnslunnar Hólmadrangs á Hólmavík. Kröfuhafar samþykktu nauðasamningana í lok júní.
12.07.2019 - 16:59
Myndskeið
Mikið í húfi vegna Hólmadrangs
Allir hafa reynt að leggja sitt að mörkum segir starfsmaður rækjuvinnslunnar Hólmadrangs á Hólmavík. Fyrirtækið hefur átt í fjárhagskröggum en framkvæmdastjórinn hefur trú á því að þeir leysist farsællega.
17.05.2019 - 21:00
Tómstundir felldar inn í skólastarf á Hólmavík
Að loknum skóladegi allra grunnskólabarna á Hólmavík eru þau einnig búin að fara í íþróttir, klúbbastarf og í tónlistartíma. Tómstundafulltrúi segir markmiðið vera að jafna tækifæri barna til tómstundaiðkunar. 
10.09.2018 - 11:00
Myndskeið
Hefur myndað veðrið á Hólmavík daglega í 3 ár
Íbúi á Hólmavík hefur yfir tólf hundruð sinnum lagt lykkju á leið sína til að smella af daglegri mynd af bænum og veðrinu. Í stað þess að reiða sig á veðurminnið getur hann nú flett upp veðrinu þrjú ár aftur í timann. Hann hefur notað orðin heiðskírt og léttskýjað átta sinnum í veðurlýsingum sínum í sumar.
19.08.2018 - 10:07
Saurgerlar fundust ekki í vatnsbólinu
Saurgerlar fundust í neysluvatni úr krana á Hólmavík á fimmtudag, en ekki í vatnsbóli staðarins. Ingibjörg Benediktsdóttir oddviti Strandabyggðar, segir ekki miklar líkur á að mengunin sé í vatnsbólinu.
02.07.2018 - 17:29
3 sækja um bæði Strandabyggð og Bláskógabyggð
Búið er að birta lista yfir umsækjendur um sveitarstjórastöðurnar í bæði Strandabyggð og Bláskógabyggð. Þrjú sækja um báðar stöðurnar. Tuttugu og fjögur sóttu um Bláskógabyggð og 13 um Strandabyggð.
02.07.2018 - 15:39
Saurgerlar í neysluvatni á Hólmavík
Saurgerlar fundust í neysluvatni á Hólmavík við könnun fyrir helgi. Vegna þessa er fólki ráðlagt að sjóða drykkjarvatn, að því er segir í frétt á vef Strandabyggðar. Til stendur að taka aftur sýni í dag og á vef sveitarfélagsins segir að upplýst verði um niðurstöðurnar um leið og þær berast.
02.07.2018 - 12:39
Samstíga í Strandabyggð
Meiri stemming reyndist nú fyrir persónukjöri í Strandabyggð en listakosningu segja efstu manneskjur allra lista sem buðu fram í síðustu kosningum. Íbúarnir hafi meira og minna sömu hagsmuni og þótt einhver ágreiningur kunni að vera um leiðir þá séu markmiðin mikið til þau sömu. Þau deila áhyggjum af fækkun íbúa og eru sammála um nauðsyn þess að snúa þeirri þróun við. Efla þurfi atvinnulífið og koma hitaveituhugmyndum í stokkana.  
Allir í framboði í Strandabyggð
Engir framboðslistar vegna sveitarstjórnakosninganna 26. maí bárust til kjörstjórnar í Strandabyggð, en framboðsfrestur rann út á laugardag. Því verða kosningarnar í Strandabyggð óhlutbundnar að þessu sinni og sveitarstjórnin kosin í persónukjöri. Þetta kemur fram á heimasíðu Strandabyggðar. Þetta þýðir að nánast allir kjörgengir íbúar sveitarfélagsins eru í raun í kjöri
Hafa áhyggjur af fólksfækkun í Strandabyggð
Hugmyndir sem fram komu á íbúafundi í Strandabyggð verða mikilvægt veganesti fyrir starfandi og komandi sveitarstjórn, segir sveitarstjóri. Íbúar hafa áhyggjur af fólksfækkun í sveitarfélaginu sem sveitarstjóri rekur helst til skorts á atvinnutækifærum.
14.03.2018 - 13:00
Sumarhús í Bjarnarfirði eyðilagðist í eldi
Mannlaust sumarhús í Bjarnarfirði í Kaldrananeshreppi, milli Drangsness og Hólmavíkur, eyðilagðist í eldi í kvöld. Búið var að ná tökum á eldinum, sem þó logaði enn á milli þilja, þegar fréttastofa náði tali af Finni Ólafssyni, slökkviliðsstjóra í Kaldrananeshreppi, laust fyrir miðnætti í kvöld. Þá stóð slökkvistarf enn yfir og reiknaði Finnur með að því lyki ekki fyrr en síðar í nótt. Húsið, sem er gamall sveitabær sem breytt hefur verið í sumarhús, er gjörónýtt að sögn Finns.
29.11.2017 - 00:28