Strandabyggð

Lagði sveitarfélagið fyrir dómi og vann kosningarnar
Þorgeir Pálsson, fyrrverandi sveitarstjóri Strandabyggðar, getur vel við unað eftir kosningarnar í sveitarfélaginu í dag. Hann er oddvitaefni Strandabandalagsins sem fór með sigur af hólmi og það sem gerir þennan árangur merkilegan er að Þorgeir hafði nýverið betur gegn sveitarfélaginu í dómsmáli vegna uppsagnar hans.
14.05.2022 - 21:53
Sjónvarpsfrétt
Sönkuðu að sér tækjum og opnuðu Fablab á Ströndum
Hjón sem kaupa frekar verkfæri og tæki en föt og bíla hafa nú opnað minnstu Fablab smiðju landsins á Hólmavík á Ströndum. Þau vona að smiðjan sýni fram á að slíkt starf gagnist litlum byggðum jafnt sem smáum.
21.03.2022 - 09:43
Nátengd fólkinu á Hólmavík og jákvæð fyrir sameiningu
Sveitarstjóri í Reykhólahreppi segir hreppsbúa jákvæða gagnvart sameiningu við nágranna sína Strandabyggð. Fjárhagsörðugleikar hjá Strandamönnum er ekki litið sem vandamál að svo komnu máli.
Óbúandi í Trékyllisvík ef hvalhræ verður ekki fjarlægt
Útblásin hnúfubakskýr liggur nú í fjörunni í landi Finnbogastaða í Trékyllisvík í Árneshreppi á Ströndum. Íbúar sveitarinnar telja að ólíft verði í víkinni í vetur ef hræið verður ekki fjarlægt.
18.11.2021 - 21:58
Landinn
Allt má ræða í einyrkjakaffinu
Á fimmtudagsmorgnum klukkan tíu er alltaf einyrkjakaffi í Hnyðju í Hólmavík. Þangað kemur alls konar fólk til að ræða landsins gagn og nauðsynjar, hjálpa hvert öðru með hugmyndir og sækja í félagsskap.
11.11.2021 - 07:50
Strandabyggð grípur til aðgerða til að rétta úr kútnum
Strandabyggð grípur nú til aðgerða til þess að rétta af slæma fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Það fékk þrjátíu milljóna aukaúthlutun úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga í ár og býst oddviti að þörf verði á öðru eins á næsta ári.
Sjónvarpsfrétt
Vilja að ríkið styðji betur við uppbyggingu vegna eldis
Sveitarfélög á Vestfjörðum telja að ríkið verði að setja meira fé í uppbyggingu innviða til að styðja við fiskeldi og að auðlindagjöld eigi að renna beint til sveitarfélaga. Þetta kom fram á fundi um fiskeldi sem helstu hagsmunaaðilar atvinnuvegarins á Vestfjörðum sóttu.
Reykhólahreppur lætur greina sameiningarkosti
Reykhólahreppur lætur nú greina þá kosti sem felast í sameiningu við önnur sveitarfélög. Sveitarstjóri segir stefnt að kosningum um þetta árið 2026.
Brottrekinn sveitarstjóri ósáttur við sveitarstjórn
Þorgeir Pálsson sem sagt var upp sem sveitarstjóra Strandabyggðar í vikunni segist vera að íhuga það alvarlega að skoða réttarstöðu sína í kjölfar uppsagnarinnar. Hann og sveitarstjórn hafi greint á í ýmsum málum, til að mynda hvað varðar hagsmunaárekstra og tengingum við styrkþega úr sjóðum sveitarfélagsins.
22.04.2021 - 16:01
Sveitarstjóra Strandabyggðar sagt upp
Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur sagt Þorgeiri Pálssyni sveitarstjóra upp störfum. Í yfirlýsingu sveitarstjórnar segir að ástæðan sé ólík sýn sveitarstjórans og sveitarstjórnar á stjórnun og málefni sveitarfélagsins. Vegna þessa liggi leiðir þeirra ekki lengur saman og samstaða hafi verið í sveitarstjórn um að segja Þorgeiri upp störfum. Hann hefur þegar látið af störfum og vinnur því ekki út þriggja mánaða uppsagnarfrest sinn.
21.04.2021 - 07:42
Línuívilnun hefur minnkað um tvo þriðju á fimm árum
Línuívilnun hefur minnkað um tvo þriðju á síðustu fimm árum. Sjómaður á Hólmavík segir útgerðinni sinni ekki stætt nema hennar njóti við.
11.04.2021 - 15:55
Ríkið hleypur undir bagga með Strandabyggð
Ríkið þarf að hlaupa undir bagga með Strandabyggð svo að það geti haldið úti rekstri og staðið við skuldbindingar sínar. Oddviti sveitarstjórnar Strandabyggðar segir það koma til vegna skerta framlaga úr Jöfnunarsjóði. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og sveitarstjórn Strandabyggðar undirrituðu í dag samkomulag um aðkomu ríkisins að fjárhagslegri endurskipulagningu sveitarfélagsins.
30.03.2021 - 18:04
Myndskeið
Skólahald fellt niður á Hólmavík og ófært innanbæjar
Ófært er innanbæjar á Hólmavík og skólahald var slegið af í morgun. Vegum var lokað víða um land í gær á Vesturlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum. Því hefur nú slotað syðst en er enn töluvert slæmt á norðvestanverðu landinu.
11.03.2021 - 10:19
Hörmungardagar gera öllu því ömurlega hátt undir höfði
Hörmungardagar standa nú yfir á Hólmavík. Þar á að gera öllu því sem er hörmulegt hátt undir höfði.
28.02.2021 - 12:37
Hafa þungar áhyggjur af lágu verði til sauðfjárbænda
Dalabyggð, Strandabyggð, Reykhólahreppur og Húnaþing vestra hafa þungar áhyggjur af of lágu afurðaverði til sauðfjárbænda. Sveitarfélögin skora á afurðastöðvar að gefa út afurðaverð næsta árs strax fyrir áramót.
Samkaup kemur til móts við ósátta íbúa
Samkaup býður nú viðskiptavinum sínum í Búðardal, Reykjahlíð, Hólmavík og Flúðum að fá vörur sendar úr netverslun Nettó. Framtakið er ætlað að mæta óskum viðskiptavina. Íbúi í Mývatnssveit segir alltaf hægt að gera betur.
07.09.2020 - 16:27
Sameinaður skóli Strandabyggðar hefur störf
Fyrsta starfsár sameinaðs leik-, grunn- og tónskóla er nú að hefjast í Strandabyggð. Skólinn er stærsti vinnustaður í sveitarfélaginu. Nemendur segjast taka eftir smávægilegum breytingum.
01.09.2020 - 12:45
Myndskeið
Opna nýja byggingavöruverslun á Hólmavík
Hópur Strandamanna hefur komið sér saman um rekstur byggingavöruverslunar eftir að hafa séð fram á að þurfa að keyra í Borgarnes til að kaupa skrúfur.
04.05.2020 - 16:31
„Þeir hörðustu labba yfir í byl til að fara í pottana“
Snjó hefur kyngt niður á Vestfjarðakjálka líkt og víðar eins og sjá má á myndum sem hafa verið sendar fréttastofu. Hrafnhildur Skúladóttir er forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar á Hólmavík norður á Ströndum. Hún segir það ekki einfalt að reka útisundlaug í þeim veðrum sem geisað hafa.
18.03.2020 - 17:10
Strandabyggð í Brothættum byggðum
Strandabyggð hóf nýverið þátttöku í verkefninu Brothættum byggðum hjá Byggðastofnun. Umsókn sveitarfélagsins um þátttöku hefur legið fyrir frá 2014.
27.01.2020 - 07:22
Hvernig yrðu sameinaðir Vestfirðir?
Á Vestfjörðum eru níu sveitarfélög, þar af er einungis Ísafjarðarbær með yfir þúsund íbúa. Ef þingsályktunartillaga sveitarstjórnarráðherra um málefni sveitarfélaga sem gerir ráð fyrir þúsund íbúa lágmarki er samþykkt verða öll hin sveitarfélögin á kjálkanum að leita til sameininga. Þar af eru þrjú sveitarfélög sem ná ekki 250 íbúum og yrðu því að sameinast fyrir næstu almennu sveitarstjórnarkosningar 2022. Það eru Súðavíkurhreppur, Árneshreppur og Kaldrananeshreppur.
Telja að tilmælum UST hafi verið fylgt
Árneshreppur og Vesturverk bera ábyrgð á því að friðuðum steingervingum og náttúruminjum verði ekki raskað við fyrirhugaðar framkvæmdir í hreppnum. Friðaðar trjáholur uppgötvuðust á vegstæði þar sem á að leggja veg vegna Hvalárvirkjunar. Umhverfisstofnun óskaði eftir nákvæmri kortlagningu á svæðinu áður en til framkvæmda kæmi, til að tryggja að steingervingunum verði ekki raskað. Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir að þegar hafi verið farið að tilmælum Umhverfisstofnunar.
Færa veg ef hann er fyrir steingervingum
Vesturverk, sem reisir Hvalárvirkjun á Ströndum, hnikar til vegslóðum, ef þess þarf, vegna nýfundinna steingervinga. Upplýsingafulltrúi Vesturverk segir þau ekki hafa stórar áhyggjur af steingervingunum.
17.08.2019 - 19:25
Vegurinn í Árneshreppi ekki lengur lokaður
Vegurinn norður í Árneshrepp á Ströndum er ekki lengur lokaður vegna grjóthruns og skriðufalla beggja vegna Kaldbaksvíkur. Búið er að fjarlægja grjótið sem féll á hann í gær. Fulltrúi Vegagerðarinnar ók veginn í morgun og gekk úr skugga um að ekkert grjót væri á veginum.
13.08.2019 - 09:38
Nauðasamningar Hólmadrangs staðfestir
Héraðsdómur Vestfjarða hefur staðfest nauðasamninga rækjuvinnslunnar Hólmadrangs á Hólmavík. Kröfuhafar samþykktu nauðasamningana í lok júní.
12.07.2019 - 16:59