Stjórnmál

Hvernig áttu að kjósa?
Landsmenn ganga í dag að kjörborðinu til að velja sér forseta til næstu fjögurra ára. Um 54 þúsund greiddu atkvæði utan kjörfundar síðustu vikur en í dag má gera ráð fyrir að mun fleiri skundi á kjörstaði víða um land. Ákveðnar reglur gilda um hvernig fólk á að bera sig að á kjörstað og hvernig fólk á að merkja við þann frambjóðanda sem það vill veita atkvæði sitt (setja kross - eða x - fyrir framan nafn hans). Hér má sjá myndband sem skýrir reglurnar.
27.06.2020 - 11:53
Upptaka
Umræðuþáttur forsetaframbjóðendanna
Guðmundur Franklín Jónsson og Guðni Th. Jóhannesson mættust í umræðum í sjónvarpssal þar sem þeir fóru yfir hlutverk forseta, eðli embættisins og áherslur sínar í kosningabaráttunni. Umræðuþátturinn var í beinni útsendingu í sjónvarpi og á vef en hér er upptaka af honum í fullri lengd.
26.06.2020 - 21:46
Myndskeið
Vill ekkert lágmark á áskorunum til forseta
Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi segist ekki vilja hafa neitt lágmark fyrir þær undirskriftir sem þurfi að berast forseta til að hann synji lögum staðfestingar. „Mér finnst það ekki eiga að vera neitt,“ sagði hann í umræðuþætti forsetaframbjóðenda í kvöld. Guðmundur og Guðni Th. Jóhannesson forseti ræddu meðan annars málskotsrétt forseta.
26.06.2020 - 21:21
Myndskeið
Kom aldrei til hugar að skipa utanþingsstjórn
Guðni Th. Jóhannesson forseti segir að sér hafi aldrei komið til hugar að skipa utanþingsstjórn þegar erfiðlega gekk að mynda ríkisstjórn eftir þingkosningar 2016. Þetta sagði Guðni í umræðuþætti forsetaframbjóðenda. Hann og Guðmundur Franklín Jónsson ræddu meðal annars hlutverk forseta við stjórnarmyndanir. Báðir sögðu að mikið þyrfti að ganga á áður en utanþingsstjórn yrði mynduð. Þeir voru meðal annars spurðir hver ætti fyrstur að fá stjórnarmyndunarumboð eftir kosningar.
26.06.2020 - 21:06
Atkvæði greidd um ríkisstjórn á Írlandi
Það ræðst í kvöld hvort félagsmenn í írsku stjórnmálaflokkunum þremur, sem hafa komið sér saman um að mynda ríkisstjórn, fallast á stefnumál hennar.
26.06.2020 - 18:02
Logi ætlar að kjósa Guðna
Formenn flokkanna voru almennt ekki tilbúnir til að svara fyrirspurn fréttastofu um hvort þeir hygðust kjósa Guðmund Franklín Jónsson eða Guðna Th Jóhannesson í forsetakosningunum á laugardaginn. Ein undantekning var þar á - það var Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Myndskeið
Trump á fjöldafundum - „Hvar ertu Joe?“
Joe Biden hefur haldið sig til hlés það sem af er baráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, en þrátt fyrir það eykst fylgi hans. Hann velur varaforsetaefni sitt fljótlega og einna líklegust er fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Baracks Obama.
Alþingi
Ræddu jakkaleysi Björns Levís á Alþingi í hálftíma
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, gerði athugasemd við klæðaburð Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem var ekki í jakka í þingsalnum í kvöld. Steingrímur benti á að fjölmargar stéttir í landinu klæddu sig í takt við sitt starf. Hann hafi sjálfur þurft að kaupa sér fínni föt þegar hann byrjaði á þingi.
25.06.2020 - 22:37
Áform Ísraelsmanna gagnvart Palestínumönnum óviðunandi
Fjórir þingmenn hvetja utanríkisráðherra og ríkisstjórn Íslands til að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á deilu Ísraela og Palestínumanna. Þeir krefjast þess að íslensk stjórnvöld komi því á framfæri við ísraelsk stjórnvöld að „áform þeirra gagnvart Palestínu séu óviðunandi“. 
Samkomulag náðist við þingmenn Miðflokksins
Samkomulag náðist nú síðdegis við þingmenn Miðflokksins um afgreiðslu frumvarps fjármálaráðherra um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.
25.06.2020 - 18:07
Umræður á Alþingi þokast áfram
Margt bendir til þess að þingflokkar nálgist samkomulag um afgreiðslu mála á Alþingi. Annarri umræðu um frumvarp fjármálaráðherra um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var frestað skömmu eftir hádegi í dag. Þar höfðu nær einungis þingmenn Miðflokksins haldið umræðunni gangandi frá því í gærmorgun.
25.06.2020 - 16:22
Mun fleiri atkvæði utan kjörfundar í ár
42.233 höfðu greitt atkvæði utan kjörfundar fyrir forsetakosningarnar á laugardaginn um land allt núna síðdegis í dag. Þar af voru 1.709 atkvæði aðsend.
25.06.2020 - 15:19
Styrkja samstarf um viðbúnað vegna farsótta
Forsætisráðherrar Norðurlanda og leiðtogar Álandseyja, Færeyja og Grænlands ákváðu á fundi í dag að vinna að því að styrkja samstarf Norðurlanda um öryggi birgða og viðbúnaðargetu vegna farsótta.
Formaður Stram Kurs fær fangelsisdóm
Rasmus Paludan, formaður danska öfgaflokksins Stram Kurs eða Stífrar stefnu, var í dag dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Næstved. Einn mánuður er óskilorðsbundinn. Paludan var ákærður fyrir kynþáttahatur, ærumeiðingar og hættulegat aksturslag. Ákærurnar á hendur honum voru í fjórtán liðum.
25.06.2020 - 14:10
Tilefni að endurskoða þá leið sem ráðherra nýtir sér
Jafnréttisstofa telur að skoða þurfi nánar hvað þarf til þess að ógilda úrskurð kærunefndar jafnréttismála eins og menntamálaráðherra ákvað að gera í gær, að stefna þurfi einstaklingi til þess að ógilda úrskurð nefndar.
Myndskeið
Efnahagurinn þarf að vænkast til að Trump nái viðspyrnu
Trump Bandaríkjaforseti á undir högg að sækja í baráttunni um forsetaembættið. Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði, segir að mikið þurfi að breytast í efnahagslífinu á næstu vikum og mánuðum til að Trump eigi möguleika á endurkjöri.
Óviss um að hægt sé að uppfylla kröfur í loftslagsmálum
Uppfærð aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er framför að mati formanns Náttúruverndarsamtaka Íslands. Hann er þó ekki viss um að hún dugi til þess að stjórnvöld geti staðið við alþjóðlegar skuldbindingar.
24.06.2020 - 22:00
Forsetakosningar
Undirbýr flutninga á Bessastaði 
„Ég býð mig fram til forseta til að vera öryggisventill þjóðarinnar á Bessastöðum,“ segir Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi í viðtali við Einar Þorsteinsson í Kastljósi kvöldsins.  
24.06.2020 - 20:53
Lilja höfðar mál vegna eigin brots á jafnréttislögum
Menntamálaráðherra ætlar að höfða mál gegn konu sem kærunefnd jafnréttismála taldi að ráðherrann hefði brotið á, þegar gengið var framhjá henni við ráðningu í embætti ráðuneytisstjóra. Með þessu hyggst ráðherrann ógilda úrskurð kærunefndarinnar.
Samfylkingin bætir við sig fylgi samkvæmt nýrri könnun
Fylgi Samfylkingarinnar eykst um fjögur prósentustig frá síðustu könnun samkvæmt nýjum mælingum MMR á fylgi stjórnmálaflokkanna. Fylgi Miðflokksins minnkar um rúmlega fjögur prósentustig og Framsóknarflokksins um þrjú. Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur flokka með tæp 25 prósent.
24.06.2020 - 15:36
Tekjuhærri njóta frekar góðs af loftslagsaðgerðum
Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar segir að Ívilnanir vegna kaupa á rafbílum samkvæmt uppfærðri aðgerðaráætlun í loftslagsmálum ná ekki til þeirra tekjulægri. Tekjuhærri hópar njóti frekar góðs af ívilnunum sem eru heldur ekki líklegar til að draga nægjanlega úr losun til að Íslendingar geti staðið við Parísarsáttmálann
24.06.2020 - 15:30
Forsetakosningar
Forseti sé málsvari þess jákvæða og uppbyggjandi
Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti og forsetaframbjóðandi segist finna kraftinn sem býr í næstu kynslóð. Hún beri virðingu fyrir náttúrunni og vilji samfélag fjölbreytni, frelsis og fordómaleysis. Guðni ræddi forsetaferilinn, unga fólkið og framtíðina eftir gott útihlaup við Bessastaði.
Morgunvaktin
Kosningabaráttan stundum ljót og hörð
Mikið hefur verið gert úr hugmyndafræðilegum ágreiningi í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningar í Póllandi og fyrir vikið verður baráttan stundum svolítið ljót og hörð. Þetta segir Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar. Kosningunum var frestað í maí vegna Covid-19 en þær fara fram á sunnudag.
24.06.2020 - 10:30
Bolsonaro dæmdur til að bera andlitsgrímu
Forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, var í gær dæmdur til þess að bera andlitsgrímu þegar hann er í opinberum störfum. Dagsektum verði beitt, hlýði hann ekki dómnum.
24.06.2020 - 06:56
Loftslagsmálin prófraun á íslenskt stjórnkerfi
Stjórnsýslan í loftslagsmálum er um margt veik og óskilvirk, samkvæmt drögum að skýrslu sem Capacent vinnur fyrir Loftslagsráð. Umhverfisráðherra segir að endurskoðuð aðgerðaáætlun í loftslagsmálum verði prófraun á íslenskt stjórnkerfi.
23.06.2020 - 22:06