Stjórnmál

Sjónvarpsfrétt
Katrín greiðir atkvæði með staðfestingu kjörbréfa
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ætlar að greiða atkvæði með staðfestingu kjörbréfa þeirra 63 þingmanna sem nú sitja á þingi. Frá þessu greindi hún í viðtali við Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur í sjónvarpsfréttum í kvöld. Hún sagði að það lægi fyrir að við Alþingi blasi ekki einfalt úrlausnarefni. 
25.11.2021 - 19:18
Funduðu samtals í 125 klukkustundir
Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa fundaði í rúmlega 125 klukkustundir áður en hún skilaði niðurstöðu sinni. Að formanninum undanskildum fengu nefndarmenn ekki sérstaklega greitt fyrir störf sín.
Óvíst að Maria Ressa fái að taka við Nóbelsverðlaununum
Ríkislögmaður á Filippseyjum er andvígur því að blaðakonan Maria Ressa fái að fara til Óslóar til að taka á móti friðarverðlaunum Nóbels í næsta mánuði. Hann kveðst óttast að hún snúi ekki aftur heim.
25.11.2021 - 17:30
Atkvæði greidd á ný um Andersson á mánudag
Sænska þingið mun greiða atkvæði á ný á mánudag um staðfestingu Magdalenu Andersson sem forsætisráðherra. Andreas Norlén, forseti sænska þingsins og þingmaður stjórnarandstöðuflokksins Moderaterna, tilkynnti þetta í dag.
25.11.2021 - 17:04
Koma í veg fyrir ferjusiglingar Breta á morgun
Fiskveiðideilur Breta og Frakka harðna enn. Á morgun ætla franskir sjómenn að koma í veg fyrir að breskar ferjur geti lagst að bryggju í þremur frönskum hafnarborgum við Ermarsund. Gerard Romiti, formaður sjómannasamtaka Frakklands, segir aðgerðina vera viðvörun til Breta.
25.11.2021 - 16:03
Sjónvarpsfrétt
Ráðuneytið bar við neyðarástandi
Gagnaöflun með Ferðagjöfinni hófst áður en lög tóku gildi sem heimiluðu hluta þeirrar gagnaöflunar. Önnur gagnaöflun fór fram án þess að nokkurn tímann væri heimild fyrir henni. Ekki hefur enn verið bætt úr öllum vanköntum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ákvörðun Persónuverndar um stærstu stjórnvaldssekt í sögu stofnunarinnar. 226.158 einstaklingar sóttu Ferðagjöfina og fengu ófullnægjandi fræðslu um forritið og notkun þess. Ráðuneytið bar við neyðarástandi en því hafnaði Persónuvernd.
25.11.2021 - 16:01
Má ætla að annmarkar hafi haft áhrif á niðurstöðu?
Fundur stendur nú á þingi, þar sem til stendur að afgreiða útgáfu kjörbréfa og um leið leiða til lykta talningarmál í Norðvesturkjördæmi.
Allt frá staðfestingu talningar til nýrra kosninga
Fulltrúar í kjörbréfanefnd skiluðu af sér fjórum álitum og tillögum um hvernig ætti að bregðast við stöðunni vegna talningar atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Flokks fólksins vilja samþykkja kjörbréf allra þingmanna á grundvelli annarrar talningar og ljúka þar með málinu. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna skila sitt hvoru álitinu og samhljóða tillögum um uppkosningu í Norðvestri. Píratinn í nefndinni vill kjósa á landinu öllu.
25.11.2021 - 15:45
Allt sem átti að vera í lagi var í ólagi
Allt þetta helsta sem þarf að vera í lagi var ekki í lagi í þessu máli,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar um snjallforrit sem hannað var til að dreifa ferðagjöf stjórnvalda.
Stefnt að því að klára kjörbréfamálið í dag
Kjörbréfanefnd hefur lokið störfum og skilað af sér fjórum nefndarálitum með þremur tillögum í talningarmálinu í Norðvesturkjördæmi. Þingfundur hefst klukkan eitt og stefnt er að afgreiðslu málsins í dag.
25.11.2021 - 12:29
Engar málamiðlanir um Taívan í boði
Bandaríkjastjórn þarf að átta sig á því að það er ekki hægt að gera málamiðlanir í málefnum Taívans. Þetta sagði upplýsingafulltrúi kínverska varnarmálaráðuneytisins í morgun.
25.11.2021 - 11:06
Sonur Gaddafis fær ekki að bjóða sig fram
Saif al-Islam al-Gaddafi, sonur Muammars Gaddafis, fyrrverandi einræðisherra í Líbíu, fær ekki að bjóða sig fram í forsetakosningum í landinu í næsta mánuði. Kjörstjórn hafnaði umsókn hans á þeim forsendum að þeir sem brotið hafa af sér og hlotið dóm eru ókjörgengir.
25.11.2021 - 11:02
Ríkið og Yay sektuð vegna Ferðagjafar
Persónuvernd hefur sektað atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og fyrirtækið Yay fyrir brot gegn grundvallarreglum persónuverndarlöggjafarinnar. Ráðuneytið og fyrirtækið brutu gegn fræðsluskyldu, gagnsæi og öryggi persónuupplýsinga með smáforritinu sem fólk notaði til að nýta sér Ferðagjöf stjórnvalda.
25.11.2021 - 10:35
Nýr forseti norska þingsins
Stórþingið í Noregi staðfesti í dag tilskipun Masuds Gharahkhanis, þingmanns Verkamannaflokksins, í embætti forseta þingsins. Fyrirrennari hans, Eva Kristin Hansen, varð að segja af sér vegna lögreglurannsóknar sem stendur yfir vegna hugsanlegra brota sex þingmanna á á reglum um húsnæðisstyrkja. Talið er að hún sé einn þeirra. Gharahkhani er fyrsti innflytjandinn sem verður forseti Stórþingsins. Hann flutti frá Íran til Noregs árið 1987.
25.11.2021 - 10:24
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Ný stjórn í Þýskalandi og staða COVID
Tilkynnt var í Þýskalandi í gær að Jafnaðarmenn, Græningjar og Frjálsir demókratar hefðu náð samkomulagi um stjórnarmyndun. Jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz verður kanslari í stað Angelu Merkel. Christian Lindner, leiðtogi Frjálsra demókrata, verður fjármálaráðherra og Annalena Baerbock, annar leiðtogi Græningja, verður líklega utanríkisráðherra. Þetta ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar.
Niðurstaða í sjónmáli tveimur mánuðum eftir kosningar
Þingfundur hefst klukkan eitt í dag og stefnt er að því að afgreiða tillögur kjörbréfanefndar vegna talningar í Norðvesturkjördæmi. Það gæti markað endalok þessa umfangsmikla máls sléttum tveimur mánuðum eftir að kosið var til Alþingis 25. september síðastliðinn.
25.11.2021 - 07:04
Ný ríkisstjórn á Haítí
Ný ríkisstjórn hefur tekið formlega við völdum á Haítí, fjórum mánuðum eftir morðið á forsetanum Jovenel Moïse. Forsætisráðherrann Ariel Henry kynnti ríkisstjórn sína í gærkvöld, en hann tók við forsætisráðherraembættinu skömmu eftir að Moïse var ráðinn af dögum.
25.11.2021 - 06:30
Pólverjar og Hvítrússar brjóta á flóttafólki
Mannréttindasamtökin Human Rights Watch, eða Mannréttindavaktin, fullyrða í nýrri skýrslu sinni að brotið sé á mannréttindum þúsunda flótta- og förufólks við landamæri Hvíta Rússlands að Póllandi þar sem þau búa við illan kost og komast hvergi. Bæði ríki eru harðlega gagnrýnd í skýrslunni.
Yfir 100.000 hafa dáið úr COVID-19 í Þýskalandi
Þýskaland varð í gær fimmta Evrópuríkið þar sem fleiri en 100.000 manns hafa dáið úr COVID-19 svo staðfest sé. Samkvæmt gögnum Robert Koch-stofnunarinnar í Berlín, helstu farsóttar- og smitsjúkdómastofnunar þýskra heilbrigðisyfirvalda, lést 351 úr sjúkdómnum í Þýskalandi í gær. Þar með eru dauðsföllin orðin 100.119 frá upphafi faraldurs.
25.11.2021 - 04:54
Macron vill neyðarfund vegna stöðu flóttafólks í Evrópu
Frakklandsforseti kallar eftir leiðtogafundi í Evrópusambandinu vegna stöðunnar í málefnum flóttafólks í aðildarríkjum sambandsins. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, gaf út tilkynningu þessa efnis eftir að 27 flóttamenn drukknuðu þegar gúmmíbátur þeirra sökk á Ermarsundinu á miðvikudag. Fólkið var á leið frá Frakklandi til Bretlands þegar loft tók að leka úr yfirfullum gúmmíbátnum með þeim afleiðingum að hann sökk. Ásakanir ganga á milli Frakklands og Bretlands vegna ástandsins við sundið.
25.11.2021 - 04:23
Ekkert miðar í viðræðum við stjórnvöld í Íran
Forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir viðræður um við stjórnvöld í Íran engu hafa skilað. Öll ágreiningsefni um fyrirkomulag á eftirliti stofnunarinnar með kjarnorkuáætlun Írans séu enn óleyst, aðeins nokkrum dögum áður en viðræður um framtíð kjarnorkusamkomulags Írans og nokkurra af helstu stórveldum heims eiga að hefjast.
Sakar Úkraínumenn um ögranir við landamærin
Vladimír Pútín Rússlandsforseti sakar Úkraínustjórn og NATO um að stunda ögrunarstjórnmál og kynda undir illindi og erjur. Pútín ræddi í gær í síma við Charles Michel, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins og lýsti þá áhyggjum sínum af „ögrunum“ Úkraínumanna.
25.11.2021 - 00:51
Segja hluta mannréttindasáttmála andstæða stjórnarskrá
Stjórnlagadómstóllinn í Póllandi segir hluta mannréttindasáttmála Evrópu stangast á við pólsku stjórnarskrána. Sebastian Kaleta, aðstoðardómsmálaráðherra Póllands, segir úrskurðinn varpa fyrri úrskurði Mannréttindadómstóls Evrópu fyrir róða.
Vonast til að ljúka talningarumræðunni á morgun
Kosið verður um þrjár tillögur á Alþingi á morgun í tengslum við talningarmálið í Norðvesturkjördæmi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forseti Alþingis, vonast til að hægt verði að ljúka umræðunni með atkvæðagreiðslu á morgun. Ef það verður er ríkisstjórninni ekkert að vanbúnaði að kynna nýja ríkisstjórn og nýjan stjórnarsáttmála. 
24.11.2021 - 18:09
Skoða hvernig brugðist verði við Hjalteyrarmáli
Forsætisráðherra og dómsmálaráðherra hafa ákveðið að metið verði hvernig brugðist verði við Hjalteyrarmálinu. Hvort og þá hvernig unnt er að koma til móts við óskir sem komið hafa fram um rannsóknir á aðstæðum barna sem þar voru vistuð.  Og eftir atvikum, í samstarfi við viðkomandi sveitarstjórnir.
24.11.2021 - 17:50