Stjórnmál

Popparar vilja að stjórnmálamenn biðji um leyfi
Tónlistarmenn á borð við Mick Jagger, Sheryl Crow, Michael Stipe og Steven Tyler hafa skrifað bréf þar sem þeir krefjast þess að stjórnmálamenn biðji um leyfi áður en þeir noti lagasmíðar þeirra. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað notað lög listamanna í leyfisleysi.
28.07.2020 - 21:41
HVE skellir í lás vegna hópsýkingar upp á Skaga
Heimsóknarbann hefur verið sett á hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands vegna mögulegrar hópsýkingar upp á Akranesi. Ásgeir Ásgeirsson, framkvæmdastjóri hjá stofnuninni, segir þetta fyrst og fremst varúðarráðstöfun og að verðandi feðrum verði til að mynda leyft að koma með verðandi mæðrum. Starfsemin verður með svipuðum hætti og var þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst.
Engar ákvarðanir teknar - funda aftur í fyrramálið
Engar ákvarðanir voru teknar eftir fund almannavarna, sóttvarnalæknis, landlæknis og heilbrigðisráðherra sem lauk á sjötta tímanum. Fundað verður aftur á morgun. Þetta staðfestir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá ríkislögreglustjóra.
28.07.2020 - 17:59
Sögð vilja senda Ólaf Helga til Vestmannaeyja
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, er sögð hafa óskað eftir því við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, að hann taki við embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum. Þetta fullyrðir Fréttablaðið á vef sínum. Ólafur vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu þegar eftir því var leitað.
28.07.2020 - 16:59
Vertar í Eyjum í gírnum - dansleikur fær grænt ljós
Engin þjóðhátíð verður í Vestmannaeyjum en Eyjamenn eru hvergi af baki dottnir, ef marka má fundargerð bæjarráðs í dag. Fjöldi veitingastaða fengu þar leyfi til að selja áfengi utandyra auk þess sem brenna og flugeldasýning fékk grænt ljós af hálfu bæjarins. Þá hefur verið boðað til balls á laugardagskvöld.
Myndskeið
Íslensk erfðagreining skimar fyrir veirunni á ný
Íslensk erfðagreining mun skima fyrir kórónuveirunni á nýjan leik fyrir íslensk stjórnvöld. Ráðgert er að hefja skimun fyrir veirunni með skipulögðum hætti og af handahófi á ný.
28.07.2020 - 15:08
Segir sendiherrann vilja flytja inn ótta
Nichole Leigh Mosty fyrrverandi alþingismaður segir starfsemi bandaríska sendiráðsins á Ísland hálflamaða og nánast ómögulegt sé að ná sambandi við það. Hún gagnrýnir sendiherrann harkalega, sem í stað þess að kynnast friði og öryggi á Íslandi, vilji flytja inn þann ótta sem víða ríkir í Bandaríkjunum.
28.07.2020 - 12:36
Viðtal
Skiptir verulegu máli að landið sé ekki galopið
Íslendingar þurfa að herða sig í sóttvörnum segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hún segir ríkisstjórnina hafa þungar áhyggjur af þeim smitum sem greinst hafa innanlands síðustu daga.
28.07.2020 - 11:59
Viðtal
Algjör samstaða í ríkisstjórn um að fresta tilslökunum
„Ég held að það sé öllum ljóst að það er ástæða til að staldra við,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún féllst á tillögur sóttvarnalæknis um að fresta áður boðuðum tilslökunum um tvær vikur. Samkomubann og takmarkanir verða þess vegna óbreyttar til 18. ágúst.
28.07.2020 - 11:27
Skora á Trump að víkja Gunter úr embætti
Bandaríkjamenn búsettir á Íslandi hafa hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti er hvattur til að víkja Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, úr embætti.
Kappræður Trumps og Bidens fluttar frá Indiana til Ohio
Fyrstu sjónvarpskappræður þeirra Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta og forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, og Joes Bidens, frambjóðanda Demókrata, fara fram í Cleveland í Ohio 29. september næstkomandi. Til stóð að þær færu fram í Notre Dame-háskólanum í Indianaríki, en af því verður ekki vegna kórónaveirufaraldursins og varúðarráðstafana sem honum tengjast.
COVID-19 alvarlegasta heilbrigðisógnin í sögu WHO
Yfirstandandi heimsfaraldur kórónaveiru sem veldur COVID-19 er langalvarlegasta heilbrigðisógnin sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur tekist á við á þeim 72 árum sem liðin eru frá stofnun hennar. Þetta segir framkvæmdastjórinn Tedros Adhanom Gebreyesus, sem hyggst kalla neyðarvarnanefnd stofnunarinnar saman í þessari viku til að fara yfir stöðu mála.
„Yrði reiðarslag fyrir réttindabaráttu kvenna í Evrópu“
Það væri reiðarslag fyrir réttindabaráttu kvenna í Evrópu ef Pólland drægi sig úr Istanbúlsáttmálanum, segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður og fyrrverandi formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsins. Það sé þó ekki víst að af þessari afsögn verði, þó dómsmálaráðherrann hafi lagt það til.
27.07.2020 - 21:57
Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps veirusmitaður
Robert O'Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, hefur greinst smitaður af kórónuveirunni, að því er heimildir CNN fréttastofunnar herma. Hann er hæst settur bandarískra embættismanna sem hefur smitast.
27.07.2020 - 13:54
Ríkislögreglustjóri skoðar mál Gunters
Mál bandaríska sendiherrans á Íslandi sem vill fá leyfi til að bera vopn, er til skoðunar hjá Ríkislögreglustjóra. Engin formleg beiðni hefur borist íslenskum stjórnvöldum.
27.07.2020 - 12:32
Veitingastaðir gefi upp fjölda hitaeininga
Veitingastaðir í Bretlandi þurfa að gefa upp fjölda hitaeininga í réttum á matseðlum, samkvæmt nýrri aðgerðaáætlun bresku ríkisstjórnarinnar gegn offitu.
27.07.2020 - 11:50
Bandarískir diplómatar kveðja ræðisskrifstofu í Chengdu
Starfsmenn bandarísku ræðisskrifstofunnar í Chengdu í Kína yfirgáfu skrifstofuna í morgun. Þrír sólarhringar voru þá liðnir síðan kínversk yfirvöld fyrirskipuðu að skrifstofunni yrði lokað innan þriggja daga.
Pútín boðar öflugri og fullkomnari kjarnavopn flotans
Rússneski flotinn verður brátt vopnaður fullkomnari og hraðfleygari kjarnorkuflaugum en hingað til og kafbátar flotans verða búnir kjarnorkudrónum. Vladimír Pútín greindi frá þessu þegar hann ávarpaði árlega hersýningu flotans í Sankti Pétursborg, þar sem öflugustu herskip, kjarnorkukafbátar og herþotur flotans eru í öndvegi. Þá sagði forsetinn að flotinn fengi 40 ný skip til umráða á þessu ári.
27.07.2020 - 05:32
Ferðabann innleitt á ný í Marokkó
Stjórnvöld í Marokkó hafa aftur gripið til róttækra aðgerða til að hemja útbreiðslu kórónaveirufaraldursins þar í landi. Lykilatriði í þeim aðgerðum er að innleiða á ný ferðabann til og frá helstu stórborgum landsins. Tók það gildi á miðnætti. Enginn fær nú að ferðast til eða frá Casablanca, Marrakech, Tangier, Fez og Meknes.
27.07.2020 - 01:32
Mun skoða lagasetningu um sjálfstæði stjórnarmanna
Forsætisráðherra segir ekki óeðlilegt að lífeyrissjóðir settu sér viðmið í sinni fjárfestingarstefnu um réttindi vinnandi fólks. Athugasemdir Seðlabankastjóra um að tryggja þurfi sjálfstæði stjórnarmanna lífeyrissjóða, mögulega með lögum, verða teknar til skoðunar.
26.07.2020 - 18:35
Sendiherralaust í fimm ár frá árinu 2009
Jeffrey Gunter Ross, bandaríski sendiherrann á Íslandi, er í kastljósi fjölmiðla eftir að CBS greindi frá því í morgun að hann vildi fá vopnaðan lífvörð þar sem hann óttaðist um líf sitt. Það hefur þó ekki gengið þrautarlaust fyrir forseta Bandaríkjanna að skipa sendiherra hér á landi
26.07.2020 - 16:40
Vill fá vopnaðan lífvörð - telur lífi sínu ógnað
Tíst sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, þar sem hann kallaði COVID-19 „Kína-flensuna“, vakti nokkur viðbrögð í vikunni. Sendiherrann, Jeffrey Ross Gunter, hefur raunar vakið athygli víðar af öðrum sökum, meðal annars vegna þess að hann telur lífi sínu ógnað á Íslandi og vill fá vopnaða lífverði. Hann neitaði snúa aftur til Íslands eftir frí í Kaliforníu þar til bandaríski utanríkisráðherrann hringdi í hann og sagði honum að mæta aftur í vinnuna.
26.07.2020 - 12:18
Þúsundir íbúa Khabarovsk krefjast enn afsagnar Pútíns
Þúsundir borgarbúa fylktu liði rússnesku borginni Khabarovsk í gær og mótmæltu handtöku héraðsstjórans í samnefndu héraði syðst í Austur-Rússlandi og innsetningu arftaka hans, sem aldrei hefur búið í héraðinu. Fyrri héraðsstjóri, Sergei Furgal, nýtur mikilla vinsælda og tugir þúsunda borgarbúa mótmæltu þegar hann var var handtekinn og færður í gæsluvarðhald í Moskvu fyrr í þessum mánuði, sakaður um að hafa fyrirskipað morð á þremur kaupsýslumönnum fyrir fimmtán árum.
26.07.2020 - 07:33
Átök milli lögreglu og mótmælenda í Seattle
Borgaryfirvöld í Seattle í Washingtonríki hafa lýst yfir uppreisnarástandi í kjölfar fjölmennra mótmæla í miðborginni. Lögregla greip í gær til til blossasprengja og piparúða til að freista þess að ryðja stórt svæði sem mótmælendur lögðu undir sig og teygði sig yfir margar húsaraðir í Capitol Hill-hverfinu í borginni.
26.07.2020 - 06:39
Grunur um fyrsta kórónaveirusmitið í Norður Kóreu
Ríkisfréttastofa Norður Kóreu skýrði frá því í gærkvöld að fyrsta COVID-19-tilfellið hefði að öllum líkindum greinst þar í landi. Samkvæmt fréttinni er hinn smitaði karlmaður sem flýði land fyrir þremur árum en sneri aftur til Norður Kóreu í síðustu viku. Maðurinn var í landamæraborginni Kaesong þegar hann greindist með kórónaveiruna og hefur borgin verið einangruð og útgöngubann sett á íbúana.
26.07.2020 - 04:30