Stjórnmál

Úr 700 milljónum króna í tvo milljarða vegna sóttkvíar
Heildargreiðslur ríkissjóðs vegna þeirra sem fóru í sóttkví verða tveir milljarðar króna. Hámarksfjárhæðin miðast við 630 þúsund krónur í mánaðarlaun. Upphaflega var gert ráð fyrir að heildargreiðslurnar yrðu rúmlega helmingi lægri eða um 700 milljónir.
Ráðgjafinn og forsætisráðherrann hans
Ferðabann hefur víða verið liður í viðureigninni við COVID-19 veiruna. Í Bretlandi er rætt hvort bannið hafi í raun náð til allra eða aðeins sumra og það snertir einnig traust á stjórnmálamönnum.
26.05.2020 - 18:53
Hersýning boðuð í Rússlandi í júní
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur ákveðið að hersýning verði í Moskvu 24. júní til að fagna því að 75 ár eru liðin frá sigri herja bandamanna í síðari heimsstyrjöldinni. Forsetinn tilkynnti þetta í dag. Hann hefur falið Sergei Shoigu varnarmálaráðherra að undirbúa sýninguna.
26.05.2020 - 17:03
Takmarkaður áhugi fyrirtækja á brúarlánum
Fyrirtæki hafa takmarkaðan áhuga á brúarlánum, sem er eitt af efnahagslegum úrræðum sem ríkisstjórnin kynnti í lok mars. Arion banki hefur opnað fyrir umsóknir en Íslandsbanki og Landsbankinn eru enn að vinna að útfærslu lánanna, níu vikum eftir að þau voru kynnt.
Beint
Kynna útfærslu á ferðagjöf stjórnvalda
Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálastofa halda kynningarfund þar sem farið er yfir útfærslu á ferðagjöf stjórnvalda, en ferðamálaráðherra mælti fyrir frumvarpi um það á Alþingi í gær.
Fjórir sérfræðingar gætu unnið utan ráðuneytis
Forsætisráðherra telur að hægt væri að auglýsa stöðugildi fjögurra sérfræðinga ráðuneytisins án staðsetningar yrðu störfin laus til umsóknar. Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, um aðgerðaáætlun byggðaáætlunar.
26.05.2020 - 08:30
Gera athugasemdir við að læknir sé gerður ábyrgur
Félag íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna gerir athugasemd við að læknir sé gerður ábyrgur fyrir ávísun hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á getnaðarvarnapillunni. Gert er ráð fyrir að reglugerð sem heimilar hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum að ávísa getnaðarvarnalyfjum taki gildi þegar frumvarp heilbrigðisráðherra til nýrra lyfjalaga verður að lögum.
26.05.2020 - 08:20
Stuðningsmenn Bolsonaros fæla fjölmiðla frá
Tveir af stærri fjölmiðlum Brasilíu tilkynntu í gær að þeir ætli að hætta að greina frá óformlegum blaðamannafundum forsetans Jair Bolsonaro fyrir utan forsetahöllina. Áreitni af hálfu stuðningsmanna forsetans og skortur á öryggisgæslu eru helstu ástæður þess að fjölmiðlasamsteypan Globo og dagblaðið Folha de Sao eru hættar að mæta á fundina.
26.05.2020 - 06:50
Biden meðal almennings í fyrsta sinn í tíu vikur
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata í Bandaríkjunum, fór út á meðal fólks í gær í fyrsta sinn í yfir tvo mánuði. Hann hefur haldið sig í sóttkví sökum kórónuveirufaraldursins.
Rutte gat ekki fylgt móður sinni til hinstu hvílu
Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, gat ekki heimsótt móður sína á dánarbeðinum vegna heimsóknarhafta í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Ráðuneyti Ruttes greindi frá þessu í dag. Hann greindi frá því fyrr í dag að móðir hans, hin 96 ára gamla Mieke Rutte-Dilling, hafi látið lífið á dvalarheimili í Haag 13. maí. Þá voru um tveir mánuðir síðan öllum dvalarheimilum var lokað fyrir utanaðkomandi heimsóknum í Hollandi.
26.05.2020 - 02:11
Ágreiningur um veiruviðbrögð í Þýskalandi
Ágreiningur er kominn upp meðal stjórnvalda í Þýskalandi um hvort ástæða sé til að framlengja ýmsar varúðarráðstafanir gegn kórónuveirunni fram í júlí. Stjórnendur tveggja sambandsríkja í austurhluta landsins vilja aflétta takmörkunum að mestu.
25.05.2020 - 18:00
Stuðningur við ríkisstjórnina dvín
Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 47,5% í nýrri könnun MMR og hefur minnkað um 7 prósentustig frá síðustu könnun þegar hann var rúmlega 54%. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur flokka með 23,5% og hefur bætt við sig einu prósentustigi frá því í apríl. Næstir koma Píratar, sem 14,6% segjast myndu kjósa nú, og er það þremur prósentustigum meira en í síðustu mælingu MMR.
25.05.2020 - 16:29
Úrslit komin í forsetakosningum í Búrúndí
Kjörstjórn í Afríkuríkinu Búrúndí greindi frá því í dag að Evariste Ndayishimiye, frambjóðandi stjórnarflokks landsins, hefði sigrað í forsetakosninum sem fram fóru á miðvikudag í síðustu viku. Hann hlaut tæplega 69 prósent atkvæða. Helsti andstæðingur hans, Agathon Rwasa, frambjóðandi Frelsisflokksins fékk rúmlega 24 prósenta fylgi. Kjörsókn var 87,7 prósent.
25.05.2020 - 14:49
Neyðarstigi hefur verið aflétt
Stórt skref hefur verið stigið í afléttingu samkomutakmarkana og neyðarstigi aflétt. Nú mega 200 koma saman en ekki 50 eins og hefur verið í gildi að undanförnu. Fólki gefst nú kostur á að fara aftur í líkamsræktarstöðvar og á skemmtistaði og tveggja metra reglan orðin valkvæð. Síðasti upplýsingafundur almannavarna, í bili, verður í dag.
25.05.2020 - 07:45
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í dag
Kosning utan kjörfundar hefst í dag fyrir forsetakosningarnar hér á landi í lok júní. Hægt verður að greiða atkvæði utan kjörfundar í Smáralind og hjá sýslumönnum um allt land, á aðalskrifstofum eða í útibúum þeirra. Kjörstaðir erlendis eru í flestum sendiskrifstofum Íslands. Allir íslenskir ríkisborgarar sem hafa átt lögheimili erlendis skemur en átta ár geta nýtt atkvæðisrétt sinn.
25.05.2020 - 07:10
Vilja að lög um Hong Kong taki þegar gildi
Stjórnvöld í Peking segja nauðsynlegt að ný öryggislög varðandi Hong Kong taki gildi án tafar. Samþykkt laganna varð kveikjan að miklum mótmælum í héraðinu um helgina. Lýðræðissinnar í Hong Kong óttast að lögin skerði frelsi þeirra og réttindi.
24.05.2020 - 23:53
Erlent · Asía · Stjórnmál · Kína · Hong Kong
Starmer segir Boris Johnson hafa fallið á prófinu
Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafa fallið á prófinu á stöðufundi stjórnvalda í dag. Johnson kom þar Dominic Cummings, aðalráðgjafa sínum, til varnar. „Það er móðgun við þá fórn sem breskur almenningur hefur fært að Boris Johnson skuli ekki ætla að gera neitt í máli Cummings.“
24.05.2020 - 21:03
Segir Cummings hafa fylgt innsæi sínu sem faðir
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að Dominic Cummings hafi fylgt innsæi sínu sem faðir þegar hann ferðaðist um 400 kílómetra til Durham frá Lundúnum með fjölskyldu sinni. Cummings og kona hans sýndu bæði einkenni þess að vera með COVID-19 og ráðgjafinn hefur sagt að hann hafi viljað hafa einhvern sem gæti sinnt barni þeirra ef illa færi. Fjölskylda Cummings býr í Durham.
24.05.2020 - 17:09
Réttarhöld yfir Netanyahu hefjast í dag
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, mætir í dómssal í dag þar sem réttarhöld gegn honum vegna spillingarmál hefjast. Vika er síðan Netanyahu var svarinn í embætti forsætisráðherra í fimmta sinn. Netanyahu er ákærður fyrir svik, trúnaðarbrest og mútuþægni. Hann neitar alfarið sök og hefur ítrekað sagt ásakanirnar vera nornaveiðar gegn sér og fjölskyldunni. 
24.05.2020 - 06:42
Fúkyrði og fátt um faraldur á fundi Brasilíustjórnar
Umhverfisráðherra Brasilíu vildi nýta kórónuveirufaraldurinn og allt umtalið um hann til þess að draga úr reglugerðum. Þetta er meðal þess sem kemur fram á upptöku af fundi ríkisstjórnar Jair Bolsonaros 22. apríl síðastliðinn. 
24.05.2020 - 06:14
Frásagnir vitna taldar grafa undan Cummings
Mál Dominic Cummings, aðalráðgjafa Boris Johnsons, forsætisráðherra Bretlands, heldur áfram að vinda upp á sig. Hann hefur verið sakaður um að hafa farið gegn fyrirmælum stjórnvalda um að ferðast ekki að nauðsynjalausu vegna COVID-19, Frásagnir tveggja vitna sem birtust í kvöld eru sagðar grafa enn frekar undan skýringum forsætisráðuneytisins á ferðum ráðgjafans.
23.05.2020 - 21:22
Cummings: Hverjum er ekki sama hvernig þetta lítur út?
Dominc Cummings, aðalráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra, segist ekki hafa gert neitt rangt þegar hann ferðaðist rúma 400 kílómetra á meðan brýnt var fyrir Bretum að vera ekki á ferðinni. „Hverjum er ekki sama hvernig þetta lítur út. Það sem skiptir máli er hvað var rétt að gera í stöðunni,“ sagði Cummings við fréttamenn. Stjórnarandstaðan á Bretlandi hefur kallað eftir því að Cummings hætti eða verði rekinn.
23.05.2020 - 14:07
Hart sótt að Biden fyrir ummæli um svarta kjósendur
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, hlaut mikla gagnrýni fyrir ummæli sín um þeldökka kjósendur í viðtali í gær. Þar sagði hann þá blökkumenn sem íhugi eða ætli að kjósa Donald Trump í nóvember ekki vera þeldökka. Biden baðst síðar afsökunar á ummælunum og sagði þau hafa verið kærulaus. 
Kalla eftir skýringum á ferðalagi aðalráðgjafa Johnsons
Dominic Cummings, aðalráðgjafi Boris Johnsons, forsætisráðherra Bretlands, er sagður hafa ferðast rúmlega 400 kílómetra, frá Lundúnum til Durham, með eiginkonu sinni þegar hann var veikur og með einkenni sem svipuðu til kórónuveirunnar.
22.05.2020 - 21:52
Fitch Ratings: Horfum breytt úr stöðugum í neikvæðar
Ríkissjóður er með óbreytta A-lánshæfiseinkunn en horfum lánshæfismats hefur verið breytt úr stöðugum í neikvæðar. Hætta er á að áhrif kórónuveirufaraldursins reynist enn meiri en nú er vænst. Útlit sé fyrir skarpan efnahagssamdrátt, versnandi afkomu hins opinbera og markverða hækkun skulda.