Stjórnmál

Hvetja Navalny til að hætta mótmælasvelti
Læknar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnys hafa hvatt hann til að hætta í mótmælasvelti hið fyrsta. Þeir óttast að Navalny deyi fljótlega ef hann byrjar ekki að nærast. Stjórnarandstöðuleiðtoginn hefur neitað að neyta matar í rússnesku fangelsi síðustu þrjár vikurnar.
22.04.2021 - 18:30
Brottrekinn sveitarstjóri ósáttur við sveitarstjórn
Þorgeir Pálsson sem sagt var upp sem sveitarstjóra Strandabyggðar í vikunni segist vera að íhuga það alvarlega að skoða réttarstöðu sína í kjölfar uppsagnarinnar. Hann og sveitarstjórn hafi greint á í ýmsum málum, til að mynda hvað varðar hagsmunaárekstra og tengingum við styrkþega úr sjóðum sveitarfélagsins.
22.04.2021 - 16:01
Lofuðu aðgerðum gegn loftslagsvá
Bandaríkin ætla að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um helming fyrir 2030, sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti við upphaf alþjóðlegrar ráðstefnu um loftslagsmál. Þjóðarleiðtogar víða að lögðu áherslu á að mikilvægi þess að bregðast við loftslagsvánni og lofuðu aðgerðum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fagnaði því að Bandaríkin tækju aftur þátt í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, lagði áherslu á að ríkari ríki veraldar aðstoðuðu þau efnaminni.
22.04.2021 - 15:40
Ekki regla lengur að spritta lóð fyrir og eftir æfingu
Samkvæmt reglugerðarbreytingu sem gerð var í fyrradag er búið að afnema þá reglu sem gilt hefur á líkamsræktarstöðvum um að búnaður sem fer á milli notenda í hóptímum skuli sótthreinsaður. Fleiri breytingar eru einnig gerðar á reglugerðinni.
22.04.2021 - 14:59
Rússar draga herlið sitt frá landamærum Úkraínu
Rússar ætla að draga herlið sitt til baka frá landamærunum að Úkraínu, í kjölfar umfangsmikilla æfinga nærri Krímskaga. Spenna hefur aukist á svæðinu síðustu vikur og Rússar og vestræn ríki skipst á yfirlýsingum um stöðuna. Rússar voru varaðir við að fara yfir strikið á meðan þeir svöruðu því til að þeir mættu gera hvað þeir vildu innan sinna landamæra.
22.04.2021 - 14:16
Vilja skýrslu um viðbrögð við skipulögðum glæpum
Alþingi samþykkti í nótt skýrslubeiðni Miðflokksins um að dómsmálaráðherra verði falið að gera skýrslu um viðbrögð við uppgangi skipulagðrar glæpastarfsemi. Beiðnin var samþykkt með 52 samhljóða atkvæðum en ellefu þingmenn voru fjarverandi. Í beiðninni er þess óskað að dómsmálaráðherra flytji Alþingi skýrslu um aðgerðir sem ráðist hefur verið í eða stendur til að ráðast í til að vinna gegn uppgangi skipulagðrar glæpastarfsemi.
22.04.2021 - 13:46
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi fyrir kosningar til Alþingis í haust. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir, sviðsstjóri og doktor í umhverfisfræðum.
22.04.2021 - 13:17
Myndskeið
Orð ráðherra um freistni fóru illa í þingmenn
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra uppskar reiði stjórnarandstöðuþingmanna í lok næturfundar á þingi þar sem lög um aðgerðir á landamærunum voru afgreiddar. Stjórnarandstæðingar höfðu gagnrýnt stjórnina fyrir lög sem gengju ekki nógu langt. Svandís sagði að það hefði verið gott ef þingmenn hefðu getað verið sammála um frumvarpið en það hefði greinilega verið freistandi fyrir suma að láta málið snúast um eitthvað annað. Þessu tóku stjórnarandstæðingar óstinnt upp og sögðu málið illa unnið.
22.04.2021 - 10:42
Frumvarpið samþykkt eftir langan þingfund
Frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnalög og lög um útlendinga var samþykkt á Alþingi um klukkan hálf fimm í nótt, með breytingartillögu fyrsta minnihluta velferðarnefndar.
Fjórar breytingartillögur ræddar í nótt
Önnur umræða um frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingu á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga hófst á þriðja tímanum í nótt. Fimm sinnum var þingfundi frestað svo velferðarnefnd gæti lokið fundi sínum. Fjöldi sérfræðinga mætti á fund nefndarinnar.
170 föld eftirspurn eftir lóðum á Selfossi
Hátt í 9000 umsóknir bárust um 52 lóðir sem sveitarfélagið Árborg auglýsti til sölu nýverið. Draga þarf úr hópi umsækjenda til að ákvarða hver hreppir lóðirnar. Eftirspurnin er um 170 föld miðað við framboðið.
Myndskeið
Stefnir í næturbrölt á Alþingi – fundi frestað aftur
Þingfundi sem átti að hefjast klukkan 21.30 hefur verið frestað til klukkan 02:00 hið minnsta. Frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnarlög og lög um útlendinga er enn í meðferð velferðarnefndar. Að því loknu verður frumvarpið tekið til 2. og 3. umræðu og um það greidd atkvæði.
Sylvía nýr sveitarstjóri í Skeiða og Gnúpverjahreppi
Sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps gekk í dag frá ráðningu nýs sveitarstjóra í sveitarfélaginu. Gengið verður til samninga við Sylvíu Karen Heimisdóttir sem hefur verið aðalbókari sveitarfélagsins.
Myndskeið
Vilja fulltrúa af landsbyggð í allar opinberar nefndir
Sveitarstjórnarfólk á norðausturhorninu vill að tekin verði upp sú regla að í öllum nefndum og ráðum á vegum ríkisins sitji ákveðið hlutfall fulltrúa af landsbyggðinni. Taka þurfi ákvarðanir á breiðari grunni en nú er gert.
Átta sækja um embætti lögreglustjóra á Norðvesturlandi
Átta umsóknir bárust til dómsmálaráðuneytis um stöðu lögreglustjóra á Norðurlandi vestra sem auglýst var laust til umsóknar í lok mars.
21.04.2021 - 18:12
Spyr hvers vegna viðmið um nýgengi var hækkað
„Hvað kallar á það að það séu gerðar vægari kröfur núna en áður?,“ spurði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag. Hann gagnrýndi að nýkynntar reglur á landamærunum miðuðu að því að aðeins þeir sem kæmu frá ríkjum þar sem nýgengi er yfir 1.000 yrðu undantekningalaust skikkaðir í sóttvarnahús við komuna til landsins. Fyrri reglugerð um sóttvarnahús miðaðist við nýgengið 500.
Sigríður setur fyrirvara við sóttvarnafrumvarpið
Búist er við að frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum og á lögum um útlendinga verði samþykkt í dag og að það taki strax gildi.  Eining er innan þingflokka VG og Framsóknar um málið, en skoðanir eru skiptar innan þingflokks Sjálfstæðisflokks.
Sveitarstjóra Strandabyggðar sagt upp
Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur sagt Þorgeiri Pálssyni sveitarstjóra upp störfum. Í yfirlýsingu sveitarstjórnar segir að ástæðan sé ólík sýn sveitarstjórans og sveitarstjórnar á stjórnun og málefni sveitarfélagsins. Vegna þessa liggi leiðir þeirra ekki lengur saman og samstaða hafi verið í sveitarstjórn um að segja Þorgeiri upp störfum. Hann hefur þegar látið af störfum og vinnur því ekki út þriggja mánaða uppsagnarfrest sinn.
21.04.2021 - 07:42
Nokkrir þingmenn gerðu fyrirvara við frumvarp Svandísar
Nokkrir þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokksins lýstu því yfir á fundi þingflokksins í kvöld að þeir gerðu fyrirvara við frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum og breytingar á útlendingalögum í tengslum við hertar aðgerðir á landamærunum. „Menn ætla að láta það koma fram í umræðum um málið á þinginu á morgun,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við fréttastofu.
Viðtal
Segir hagsmuni WOW ekki hafa ráðið för
Forstjóri Samgöngustofu segir af og frá að viðskiptalegir hagsmunir WOW Air hafi ráðið för þegar kom að því að fylgjast með bókhaldi félagsins. Samgönguráðherra segir að atburðarásin í kringum fall WOW hafi átt þátt í því að ákveðið var að auglýsa stöðu þáverandi forstjóra Samgöngustofu.
Viðtal
Þurftu að fjölga verkfærum í töskunni
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að stjórnvöld hafi þurft að tryggja það að sóttvarnahótel sé regla fyrir þá sem koma frá svæðum þar sem faraldurinn er í uppsveiflu. Fjölga hafi þurft verkfærum í tösku stjórnvalda hér á landi.
Upptaka
Blaðamannafundur í Hörpu vegna landamæraaðgerða
Ríkisstjórnin boðar til blaðamannafundar í Hörpu klukkan 16 í dag. Þar munu formenn stjórnarflokkanna þriggja, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra fara yfir ráðstafanir á landamærum.
Blaðamannafundur klukkan 16 um landamæraaðgerðir
Ríkisstjórnin heldur blaðamannafund klukkan 16 í dag þar sem kynntar verða ráðstafanir á landamærunum. Formenn ríkisstjórnarflokkanna verða á fundinum. Fundurinn verður haldinn í Hörpu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra greindi frá áformum um fjölmiðlakynningu að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.
Segir af og frá að borgin hafi ekki vitað af asbesti
Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir af og frá að Reykjavíkurborg hafi ekki verið kunnugt um að asbest væri í húsnæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi.
20.04.2021 - 09:52
Danskir þingmenn greiða atkvæði um umskurð drengja
Þingmenn á danska þinginu greiða í dag atkvæði um hvort banna skuli umskurð sveinbarna og pilta undir átján ára aldri í Danmörku. Þótt mikill meirihluti dönsku þjóðarinnar sé fylgjandi slíku banni eru engar líkur á að tillagan verði samþykkt.
20.04.2021 - 06:28