Stjórnmál

Vilja að lög um Hong Kong taki þegar gildi
Stjórnvöld í Peking segja nauðsynlegt að ný öryggislög varðandi Hong Kong taki gildi án tafar. Samþykkt laganna varð kveikjan að miklum mótmælum í héraðinu um helgina. Lýðræðissinnar í Hong Kong óttast að lögin skerði frelsi þeirra og réttindi.
24.05.2020 - 23:53
Erlent · Asía · Stjórnmál · Kína · Hong Kong
Starmer segir Boris Johnson hafa fallið á prófinu
Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafa fallið á prófinu á stöðufundi stjórnvalda í dag. Johnson kom þar Dominic Cummings, aðalráðgjafa sínum, til varnar. „Það er móðgun við þá fórn sem breskur almenningur hefur fært að Boris Johnson skuli ekki ætla að gera neitt í máli Cummings.“
24.05.2020 - 21:03
Segir Cummings hafa fylgt innsæi sínu sem faðir
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að Dominic Cummings hafi fylgt innsæi sínu sem faðir þegar hann ferðaðist um 400 kílómetra til Durham frá Lundúnum með fjölskyldu sinni. Cummings og kona hans sýndu bæði einkenni þess að vera með COVID-19 og ráðgjafinn hefur sagt að hann hafi viljað hafa einhvern sem gæti sinnt barni þeirra ef illa færi. Fjölskylda Cummings býr í Durham.
24.05.2020 - 17:09
Réttarhöld yfir Netanyahu hefjast í dag
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, mætir í dómssal í dag þar sem réttarhöld gegn honum vegna spillingarmál hefjast. Vika er síðan Netanyahu var svarinn í embætti forsætisráðherra í fimmta sinn. Netanyahu er ákærður fyrir svik, trúnaðarbrest og mútuþægni. Hann neitar alfarið sök og hefur ítrekað sagt ásakanirnar vera nornaveiðar gegn sér og fjölskyldunni. 
24.05.2020 - 06:42
Fúkyrði og fátt um faraldur á fundi Brasilíustjórnar
Umhverfisráðherra Brasilíu vildi nýta kórónuveirufaraldurinn og allt umtalið um hann til þess að draga úr reglugerðum. Þetta er meðal þess sem kemur fram á upptöku af fundi ríkisstjórnar Jair Bolsonaros 22. apríl síðastliðinn. 
24.05.2020 - 06:14
Frásagnir vitna taldar grafa undan Cummings
Mál Dominic Cummings, aðalráðgjafa Boris Johnsons, forsætisráðherra Bretlands, heldur áfram að vinda upp á sig. Hann hefur verið sakaður um að hafa farið gegn fyrirmælum stjórnvalda um að ferðast ekki að nauðsynjalausu vegna COVID-19, Frásagnir tveggja vitna sem birtust í kvöld eru sagðar grafa enn frekar undan skýringum forsætisráðuneytisins á ferðum ráðgjafans.
23.05.2020 - 21:22
Cummings: Hverjum er ekki sama hvernig þetta lítur út?
Dominc Cummings, aðalráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra, segist ekki hafa gert neitt rangt þegar hann ferðaðist rúma 400 kílómetra á meðan brýnt var fyrir Bretum að vera ekki á ferðinni. „Hverjum er ekki sama hvernig þetta lítur út. Það sem skiptir máli er hvað var rétt að gera í stöðunni,“ sagði Cummings við fréttamenn. Stjórnarandstaðan á Bretlandi hefur kallað eftir því að Cummings hætti eða verði rekinn.
23.05.2020 - 14:07
Hart sótt að Biden fyrir ummæli um svarta kjósendur
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, hlaut mikla gagnrýni fyrir ummæli sín um þeldökka kjósendur í viðtali í gær. Þar sagði hann þá blökkumenn sem íhugi eða ætli að kjósa Donald Trump í nóvember ekki vera þeldökka. Biden baðst síðar afsökunar á ummælunum og sagði þau hafa verið kærulaus. 
Kalla eftir skýringum á ferðalagi aðalráðgjafa Johnsons
Dominic Cummings, aðalráðgjafi Boris Johnsons, forsætisráðherra Bretlands, er sagður hafa ferðast rúmlega 400 kílómetra, frá Lundúnum til Durham, með eiginkonu sinni þegar hann var veikur og með einkenni sem svipuðu til kórónuveirunnar.
22.05.2020 - 21:52
Fitch Ratings: Horfum breytt úr stöðugum í neikvæðar
Ríkissjóður er með óbreytta A-lánshæfiseinkunn en horfum lánshæfismats hefur verið breytt úr stöðugum í neikvæðar. Hætta er á að áhrif kórónuveirufaraldursins reynist enn meiri en nú er vænst. Útlit sé fyrir skarpan efnahagssamdrátt, versnandi afkomu hins opinbera og markverða hækkun skulda.
Katrín við TIME: „Mikilvægt að setja egóið til hliðar“
„Það sem við getum lært af þessu er að það er mikilvægt fyrir stjórnmálamenn að setja egóið til hliðar og hlusta á þá vísindamenn sem takast nú á við erfiðleika sem enginn bjóst við.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir í viðtali við Katie Couric, fréttamann bandaríska tímaritsins TIME.
22.05.2020 - 12:44
Lög um öryggi Hong Kong samþykkt í Kína
Ný löggjöf um öryggismál í Hong Kong var samþykkt án umræðu á kínverska þinginu í morgun. Lýðræðissinnar í Hong Kong hafa þegar boðað til mótmæla vegna þessa. Þeir telja lögin eiga eftir að skerða réttindi íbúa héraðsins.
22.05.2020 - 05:35
Erlent · Asía · Stjórnmál · Kína · Hong Kong
Óttast að ný lög þýði endalok Hong Kong
Lýðræðissinnar í Hong Kong óttast að ný lög sem kínversk stjórnvöld hyggjast ræða um á morgun marki endalok Hong Kong í núverandi mynd. Kínverska þingið ætlar að ræða lög sem banna uppreisnaráróður og niðurrifsstarfsemi. Meðmælendur frumvarpsins segja það nauðsynlegt til þess að stemma stigu við ofbeldisfullum mótmælum líkum þeim sem urðu í fyrra. Andstæðingar óttast á móti að lögin verði notuð til þess að hafa af þeim grundvallar réttindi. 
22.05.2020 - 00:25
Erlent · Asía · Stjórnmál · Hong Kong · Kína
Tryggvi krefst launa út kjörtímabilið
Tryggvi Harðarson, fyrrverandi sveitarstjóri Reykhólahrepps, hefur gert kröfu um að fá greidd laun út kjörtímabilið eða til júní 2022 en honum var sagt upp störfum um miðjan apríl. Tryggvi hafði gegnt starfi sveitarstjóra frá september 2018. Bæjarins besta greinir frá þessu.
21.05.2020 - 17:28
Gagnrýndi Samherja og Alþingi fyrir gjafakvóta
Þjóðþingið stendur ekki undir nafni meðan það lætur gjafakvótakerfið viðgangast og fólk getur ættleitt börn sín að syndandi fiski í sjónum. Þetta sagði Örn Bárður Jónsson, fyrrverandi prestur í Neskirkju, þegar hann flutti predikun í Breiðholtskirkju í morgun. Messan er tileinkuð eldri borgurum og hefð fyrir að fá presta sem komnir eru á eftirlaun til að flytja predikun. Örn Bárður gerði að umtalsefni nýleg eigendaskipti Samherja þar sem börn stofnenda erfðu stóran hluta fyrirtækisins.
21.05.2020 - 16:33
Reikna út áhrif COVID-19 á ríkissjóð
Unnið er að því í fjármálaráðuneytinu þessa dagana að gera nýjar áætlanir um tekjur, útgjöld og afkomu ríkissjóðs í ár. Áætlanirnar sem fjárlög ársins byggðu á fóru fyrir lítið þegar efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldursins fór að gæta. Að auki hefur ríkissjóður gripið til ýmissa aðgerða til að létta efnahagsáfallið.
Segir tvískinnung að heimila neyslurými en banna efnin
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er hugsi yfir frumvarpi heilbrigðisráðherra um opnun neyslurýma. Frumvarpið var samþykkt á Alþingi í dag með 42 atkvæðum gegn tveimur.
20.05.2020 - 16:19
Beint
Út úr kófinu - blaðamannafundur
Forsætisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra hafa boðað til blaðamannafundar í hádeginu til að kynna markáætlun og skýrslu um fjórðu iðnbyltinguna, áherslur í nýsköpunarmálum og áherslur í vísindamálum.
20.05.2020 - 11:47
200 milljarða kostnaður í ár
Bein útgjöld ríkissjóðs vegna mótvægisráðstafana við efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins nema ríflega hundrað milljörðum króna í ár. Að auki verða tekjur ríkisins 95 milljörðum króna lægri í ár en ráð var fyrir gert vegna heimilda fyrirtækja til að fresta skattgreiðslum fram á næsta ár. Óljóst er hversu mikill kostnaður ríkisins verður vegna ríkisábyrgða á lánum sem bankarnir veita fyrirtækjum en hann yrði að hámarki 45 milljarðar.
Telja of lítið gert til að bregðast við Klaustur-málinu
Það ofbeldi og sú áreitni sem þingmenn og starfsmenn þingsins verða fyrir er ekki ásættanlegt segja tveir þingmenn. Athyglisvert sé að fólk veigri sér við að tilkynna þinginu um slíka hegðun og brot. Alþingi birti í gær skýrslu þar sem fram kom að stór hluti þingmanna og starfsmanna þingsins hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni eða áreitni.
20.05.2020 - 09:49
Pipar/TBWA kærir Ríkiskaup
Auglýsingastofan Pipar/TBWA hefur kært Ríkiskaup til kærunefndar útboðsmála fyrir að ganga að tilboði bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi í markaðsátak stjórnvalda til landkynningar á Íslandi í kjölfar COVID-19.
20.05.2020 - 09:14
Venesúela vill fá andvirði gullforða síns
Seðlabanki Venesúela sendi í síðustu viku lögformlega kröfu til enska seðlabankans um að leysa út gullforða Venesúela í bankanum. Hann er um eins milljarð bandaríkjadala virði, eða um 140 milljarða króna. Yfirvöld í Venesúela segjast þurfa nauðsynlega á forðanum að halda vegna kórónuveirufaraldursins.
20.05.2020 - 06:58
Ungverjar banna breytingar á kynskráningu
Lög sem banna breytingu á skráningu kyns voru samþykkt með miklum meirihluta atkvæða á ungverska þinginu í gær. Samkvæmt lögunum verður ekki hægt að breyta skráðu kyni til samræmis við kynvitund heldur á það kyn sem skráð er á fæðingarvottorð alltaf að vera í gildi. Réttindahópar óttast að fordómar gagnvart hinsegin fólki eigi eftir að aukast eftir samþykkt laganna. Stjórnarandstöðuþingmenn sögðu lögin einfaldlega ill.
20.05.2020 - 04:53
Fundu „fyrir óþægindum í návígi við Klausturþingmenn“
Vísbendingar um kynferðislega áreitni komu fram í opnum spurningum sem Félagsvísindastofnun lagði fyrir þingmenn, starfsfólk á skrifstofu Alþingis og starfsfólk þingflokka. Stofnunin telur þarft að skoða þær vísbendingar nánar líkt „og að kvenþingmenn finnir fyrir óþægindum í návígi við Klausturþingmenn svokallaða,“ eins og segir í skýrslu Félagsvísindastofnunar. Þá var greint frá grófu einelti og langvarandi afleiðingum þess sem Félagsvísindastofnun telur að rannsaka þurfi frekar.
19.05.2020 - 18:08
Rúmlega þriðjungur þingmanna hefur upplifað einelti
35 prósent þingmanna hefur upplifað einelti í starfi eða í tengslum við starfið. Hlutfallið var 15 prósent meðal starfsfólks skrifstofu og 6,3 prósent hjá starfsfólki þingflokka. Þetta kemur fram í könnun á starfsumhverfi Alþingis sem Félagsvísindastofnun gerði að beiðni forseta Alþingis. „Við hljótum að taka niðurstöðurnar alvarlega, sláandi sem þær eru, fylgja þeim eftir og halda vinnunni áfram,“ er haft eftir Steingrími J. Sigfússyni á vef þingsins.
19.05.2020 - 16:49