Stjórnmál

Kjörsókn fer rólega af stað á Austurlandi
Fyrstu kjörstaðir á Austurlandi voru opnaðir klukkan níu í morgun og kjörsókn fer rólega af stað. Bjarni Bjögvinsson, formaður yfirkjörstjórnar, segir kjörsókn á fyrri hluta dagsins heldur minni en verið hefur í undangengnum kosningum. Um það bil 3.500 manns eru á kjörskrá. 
Sveitarstjórnarkosningar á Austurlandi í dag
Sveitarstjórnar- og heimastjórnarkosningar fara fram í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar í dag. Fimm flokkar keppast um sæti; B-listi Framsóknarflokksins, D-listi Sjálfstæðisflokksins, L-listi Austurlistans, M-listi Miðflokksins og V-listi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs.
Heimskviður
Líklegt að Brexit-frumvarp taki breytingum
Brexit-sagan endalausa tók á sig nýja mynd í síðustu viku þegar Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands lagði fram nýtt frumvarp, sem brýtur í bága við alþjóðalög og útgöngusamning Breta við Evrópusambandið. Margir hafa brugðist ókvæða við, þar á meðal Evrópusambandið, sem er einmitt í viðræðum við Bretland um fríverslunarsamning. Það er óhætt að segja að þetta frumvarp hafi ekki liðkað fyrir þeim viðræðum.
19.09.2020 - 08:05
Vilja geta sektað fólk á hættusvæðum
Lögregla fær heimild til að sekta fólk sem dvelur í húsum á snjóflóðahættusvæðum sem hafa verið keypt eða tekin eignarnámi, ef drög að frumvarpi um snjóflóðavarnir ná fram að ganga. Þetta á að hjálpa til við rýmingu svæða þegar hætta er á snjóflóðum og sporna gegn því að fólk dvelji í húsum á hættusvæði.
19.09.2020 - 07:10
Ánægður með hversu vel hlutafjárútboðið gekk
Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra segir það jákvætt hversu vel hlutafjárútboð Icelandair gekk. Heildareftirspurn sé mikil og það gefi félaginu færi á að auka við sig hlutafé umfram það sem til stóð. Það dragi úr áhættu ríkisins. Hann vonar að ekki komi til þess að gengið verði á lánalínuna.
Hvað ef Trump neitar að fara úr embætti?
Forsetaframboð Joe Biden safnar nú að sér liði lögfræðinga vegna þeirrar lagaflækju sem gæti orðið að loknum kosningunum í nóvember. Allt stefnir í að kosningaúrslitin verði ekki ljós á kosninganótt, vegna sögulegs fjölda póstatkvæða sökum kórónuveirufaraldursins. Þá getur sú staða komið upp að Donald Trump neiti að yfirgefa Hvíta húsið verði kosningaúrslitin honum í óhag.
Hagstæðara að reisa stærra hús fyrir innanhússíþróttir
Það er um 800 milljónum króna dýrara að reisa þjóðarleikvang fyrir innanhússíþróttir sem tæki 8.600 áhorfendur en fyrir 5.000 áhorfendur. Stærra hús myndi leysa án aukakostnaðar húsnæðisþörf til langrar framtíðar auk þess sem það gæfi meiri möguleika á nýtingu til menningarviðburða. Laugardalur er fyrsta val starfshóps fyrir slíkt íþróttahús.
18.09.2020 - 07:55
Spegillinn
Ósætti á sænska stjórnarheimilinu
Græningjar í Svíþjóð hótuðu í sumar að hætta ríkisstjórnarsamstarfi við Jafnaðarmenn. Þetta var vegna ágreinings um innflytjendamál en flokkarnir hafa einnig átt í hörðum deilum um umhverfismál vegna fyrirhugaðrar risa-olíuvinnslustöðvar á vesturströnd Svíþjóðar.
18.09.2020 - 07:29
Viðtöl
Leitt að sjá á eftir Rósu sem þykir stefna VG dapurleg
„Það er auðvitað alltaf mjög leiðinlegt þegar leiðir skilja og ekki síst þegar um er að ræða félaga sem hefur lengi verið með okkur og er nú bara ágæt vinkona mín, þannig að það er auðvitað alltaf mjög leitt,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, um brotthvarf Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur úr þingflokknum og hreyfingunni í dag.
Afsögn Rósu kom ekki á óvart – fundur í þingflokki VG
Þingflokkur Vinstri grænna kemur saman til fjarfundar seinni partinn í dag vegna brotthvarfs Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur úr flokknum. Hún sagði sig úr hreyfingunni í dag.
Réttarhöld um framtíð Torra hafin
Réttarhöld yfir Quim Torra, forseta Katalóníu, hófust í hæstarétti Spánar í dag. Torra var dæmdur í eins og hálfs árs útilokun frá þátttöku í stjórnmálum á efra dómstigi í Katalóníu í desember síðastliðnum. Úrskurðinum var áfrýjað til hæstaréttar, þar sem endanlegur úrskurður bíður forsetans.
17.09.2020 - 14:56
Rósa Björk segir sig úr Vinstri grænum
Rósa Björk Brynjólfsdóttir hefur sagt sig úr þingflokki Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og úr hreyfingunni. Rósa Björk tilkynnti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og formanni VG þetta í dag.
Helgi Hrafn með COVID-19 – Enn við ágæta heilsu
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur greinst með COVID-19. Hann greinir frá því á Facebook og segist vera við ágæta heilsu. Alþingi kemur ekki saman fyrr en 1. október svo veikindi Helga Hrafns hafa takmörkuð áhrif á þingstörfin.
17.09.2020 - 12:13
Fréttaskýring
Navalny, Novichok og Nord Stream 2
Eitt stærsta pólitíska deilumál síðari tíma á alþjóðavísu varð enn stærra eftir að rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny var byrlað taugaeitrið Novichok í flugvél á leið frá Síberíu til Moskvu. Hann liggur nú á sjúkrahúsi í Berlín í Þýskalandi þar sem hann vaknaði til meðvitundar í gær. Þjóðverjar kalla eftir ítarlegri rannsókn yfirvalda í Moskvu á því hver eitraði fyrir Navalny.
17.09.2020 - 07:00
Helga Vala hefur hug á varaformennsku í Samfylkingu
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur tilkynnt framboð sitt til varaformanns flokksins á næsta landsfundi sem haldinn verður í nóvember.
Upptaka
Takast á fyrir sveitarstjórnarkosningar á Austurlandi
Kosið verður til sveitarstjórnar í nýju sveitarfélagi á Austurlandi á laugardaginn. Sveitarfélagið varð til við sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Ellefu verða í sveitarstjórn í Múlaþingi sem er það nafn sem flestir íbúar kusu í sumar á sveitarfélagið.
Barbados kveður bresku krúnuna
Sandra Mason, landstjóri Barbados, lýsti því yfir á landsþingi þeirra í gær að Elísabet II Bretlandsdrottning verði sett af sem æðsti þjóðhöfðingi ríkisins í nóvember á næsta ári. AFP fréttastofan greinir frá. Yfir hálf öld er síðan Barbados hlaut sjálfstæði frá Bretum. Mason sagði tíma til kominn að ríkið segði skilið við nýlendusögu sína. 
16.09.2020 - 16:48
Virt vísindarit tekur stöðu með Biden
„Gögnin og vísindin sýna að Donald Trump hefur skaðað Bandaríkin og bandarísku þjóðina - því hann hafnar sönnunargögnum og vísindum," segir í leiðara nýjasta tölublaðs bandaríska vísindaritsins Scientific American. Ritið tekur í fyrsta sinn í 175 ára sögu þess afstöðu í bandarísku forsetakosningunum, og styður Joe Biden opinberlega.
Fundur stjórnskipunarnefndar tekinn af dagskrá í gær
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ráðgerði í gær að koma saman vegna erindis í máli egypsku fjölskyldunnar sem var gert að fara af landi brott í dag. Fundurinn var settur á dagskrá Alþingis en hann tekinn af dagskrá í gærmorgun eftir að fundinum var frestað. Það er meðal hlutverka nefndarinnar að rannsaka ákvarðanir og verklag skipaðra ráðherra.
Búið að skipa þrjá af fjórum umdeildum dómurum aftur
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skipaði þau Ragnheiði Bragadóttur og Jón Höskuldsson í dag í stöðu dómara við Landsrétt. Með skipun Ragnheiðar eru þrír af fjórum umdeildum dómurum sem Sigríður Á. Andersen tók fram yfir aðra umsækjendur búnir að fá skipun í annað sinn. Ákvörðun Sigríðar var umdeild þar sem fjórir umsækjendur voru hæfari að mati dómnefndar. Dómararnir fjórir hættu dómstörfum eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um að skipun þeirra hefði ekki verið að lögum.
Þingnefnd ræðir mál egypsku fjölskyldunnar
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fær fulltrúa dómsmálaráðuneytisins og Útlendingastofnunar á sinn fund í dag til að ræða mál egypskrar fjölskyldu sem flytja á úr landi eftir að henni var synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi. Umræðan um málefni fjölskyldunnar í allsherjar- og menntamálanefnd er að beiðni Guðmundar Andra Thorssonar, þingmanns Samfylkingarinnar.
15.09.2020 - 06:55
Biden kallar Trump loftslagsbrennuvarg
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata í Bandaríkjunum, segir loftslagsstefnu Bandaríkjaforseta beina ógn við landið. Hann beindi orðum sínum að ásökunum Donald Trump um að úthverfin yrðu í hættu ef Biden verður kjörinn í nóvember.
Bandaríkin banna vörur frá verksmiðjum í Xinjiang
Bandaríkjastjórn tilkynnti í gær að innflutningur á vörum sem framleiddar eru í nauðungarvinnu í Xinjiang héraði Kína verði bannaður. Mark Morgan, starfandi yfirmaður tolla- og landamærastofnunar Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu að kínversk stjórnvöld stundi þar kerfisbundið ofbeldi gegn Úígúrum.
15.09.2020 - 04:37
Boris kom umdeildu frumvarpi gegnum annan lestur
Breska þingið samþykkti í kvöld að vísa umdeildu lagafrumvarpi Boris Johnson forsætisráðherra til nefndar. Það er næsta skref í lagasetningarferlinu. Frumvarpið kveður á um að ráðherrar geti ákveðið að víkja frá vissum ákvæðum útgöngusamnings Breta við Evrópusambandið um að ESB-reglur gildi áfram að hluta á Norður-Írlandi. Slíkt brýtur í bága við útgöngusamninginn sem flokkast sem alþjóðalög.
14.09.2020 - 23:54
40 milljónir til aðstoðar á Lesbos og í Líbanon
Íslensk stjórnvöld ætla að veita 20 milljónir króna til neyðaraðstoðar á Lesbos vegna eldsvoða í flóttamannabúðum hælisleitenda í síðustu viku. Þau ætla einnig að veita sömu fjárhæð til hjálparstarfs í Líbanon eftir sprenginguna í Beirút í síðasta mánuði. Áður höfðu íslensk stjórnvöld veitt 20 milljónir til þess starfs.
14.09.2020 - 21:12