Stjórnmál

Leigusalar þurfa að tryggja brunaöryggi
Taka þarf fastar á félagslegu undirboði á vinnumarkaði og húsnæðismálum erlends verkafólks að mati félagsmálaráðherra. Bruninn í vesturbæ Reykjavíkur í síðustu viku hafi verið skelfileg áminning um bágar aðstæður verkafólks. Karlmaður á sjötugsaldri sem handtekinn var vegna málsins fyrir viku síðan var úrskurðaður í áframhaldandi sjö daga gæsluvarðhald í morgun.
Mega veiða meiri ýsu en minni þorsk
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að fara að ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar við útgáfu reglugerðar um leyfilegan heildarafla á næsta fiskveiðiári. Samkvæmt ráðgjöfinni má veiða níu prósent meiri ýsu á næsta fiskveiðiári en því sem nú stendur yfir. Hins vegar verður að draga úr þorskveiði um sex prósent.
03.07.2020 - 11:43
Nýr forsætisráðherra skipaður í Frakklandi
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, skipaði í dag Jean Castex í embætti forsætisráðherra í stað Edouards Philippes sem baðst lausnar í morgun fyrir sig og ráðuneyti sitt. Castex hefur staðið í ströngu að undanförnu í baráttu Frakka við COVID-19 farsóttina. Hans bíður það verkefni að skipa nýja ríkisstjórn.
03.07.2020 - 10:55
Franska ríkisstjórnin segir af sér
Skrifstofa forseta Frakklands tilkynnti í dag að Edouard Philippe forsætisráðherra og ríkisstjórn hans hefði sagt af sér. Emmanuel Macron forseti féllst á afsögnina. Í tilkynningunni er ekkert getið um ástæðu afsagnarinnar. Philippe og ráðherrar verða enn við stjórn frá degi til dags þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð.
03.07.2020 - 07:55
Evrópubúar missa trú á Bandaríkjunum
Álit Evrópubúa á Bandaríkjunum hefur minnkað hratt eftir að heimsfaraldurinn braust út. Samkvæmt nýrri könnun sem hugveitan European Council on Foreign Relations (ECFR) lét gera í lok apríl og byrjun maí í níu Evrópusambandslöndum hafa Evrópubúar misst trú á Bandaríkjunum sem leiðtoga á alþjóðavísu. 
03.07.2020 - 00:13
Furðar sig á færslu Áslaugar Örnu 
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata og fyrsti flutningsmaður frumvarps um afglæpavæðingu fíkniefna sem fellt var á Alþingi fyrr í vikunni, furðar sig á nýrri Facebook-færslu Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra.
Segir frumvarpið ekki hafa verið nægilega vel unnið
„Hið svokallaða stríð gegn fíkniefnum hefur að öllum líkindum kallað yfir okkur meiri hörmungar en neyslan sjálf,“ skrifar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í færslu á Facebook í dag. 
Heimsglugginn
Erfið verkefni bíða Þjóðverja í formennsku ESB
Bretar og alþjóðasamfélagið telja Kínverja brjóta samkomulag sem gert var áður en Bretar yfirgáfu þessa nýlendu sína 1997. Bresk yfirvöld hafa lofað allt að þremur milljónum Hong Kong búa landvist og atvinnuleyfi. 
02.07.2020 - 11:25
Mótmæla því að Nýsköpunarmiðstöð verði lögð niður
Starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar mótmælir áformum Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur iðnaðarráðherra um að leggja miðstöðina niður um næstu áramót. Þórdís Kolbrún tilkynnti í febrúar að Nýsköpunarmiðstöð yrði lögð niður og sagði þá að hluta verkefna hennar mætti vel sinna af aðilum á markaði. Starfsfólk Nýsköpnarmiðstöðvar óttast að það verði mikið áfall fyrir nýsköpunarstarf í landinu að leggja miðstöðina niður og að það sé alls ekki það sem íslenskt samfélag þurfi á að halda núna.
02.07.2020 - 08:04
Hörð gagnrýni lögmanna í Hong Kong á nýju öryggislögin
Samtök lögmanna í Hong Kong lýsa þungum áhyggjum vegna nýju öryggislaganna sem tóku gildi í héraðinu í gær. Í yfirlýsingu samtakanna segir að lögin grafi undan sjálfstæði dómstóla í Hong Kong og dragi úr frelsi íbúa héraðsins. Eins greina þau frá áhyggjum sínum vegna loðins orðalags laganna. 
02.07.2020 - 05:54
Erlent · Asía · Stjórnmál · Kína · Hong Kong
Bandaríkjaþing samþykkir hertar aðgerðir gegn Kína
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti einróma að beita þungum refsiaðgerðum gegn kínverskum embættismönnum og lögreglunni í Hong Kong vegna nýrra öryggislaga gagnvart íbúum Hong Kong. Á fyrsta degi nýju laganna voru nokkur hundruð handtekin í héraðinu.
02.07.2020 - 01:51
Vanskil og gjaldþrot gætu aukist með haustinu
Áhrif farsóttarinnar á fjármálastöðugleika eru ekki komin fram að fullu og samdráttur gæti varað lengur en vonir stóðu til. Fjöldi fólks sem er á uppsagnarfresti sér fram á tekjutap.
01.07.2020 - 22:10
Þjóðarpúls
Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar
Ríflega 57 prósent þjóðarinnar styður ríkisstjórnina, miðað við nýjan Þjóðarpúls Gallup sem birtur var í dag. Það eru um þremur prósentustigum minni stuðningur en í síðasta þjóðarpúlsi.
01.07.2020 - 18:00
Viðtal
„Frekjast í gegnum þinglokasamninga“
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, voru sammála um það í Morgunútvarpinu á Rás 2 í dag að pólitík hefði ráðið því hvernig fór um frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta. Þar lauk samstöðunni. Vilhjálmur sagði Pírata hafa frekjast í gegnum þinglokasamninga til að láta kjósa um mál sem væri ekki tilbúið svo stjórnarliðar segðu nei. Halldóra sagði stjórnarliða hafa hafnað öllum tilboðum til að koma þingmannamáli í gegnum þingið.
01.07.2020 - 14:45
Tímamörk á forseta og þingræði bundið í stjórnarskrá
Hámark verður sett á þann tíma sem einstaklingur getur gegnt embætti forseta og þingræðisreglan verður bundin í stjórnarskrá, ef frumvarp að breytingum á stjórnarskrá verður að lögum. Jafnframt er kveðið á um að Alþingi geti afturkallað lög sem forseti synjar staðfestingar, þannig að ekki fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þau.
01.07.2020 - 10:11
Verða að gæta að „minni samfélagsins“
Skjalavarsla og skjalastjórn ríkisins hefur farið batnandi síðustu ár en enn er víða pottur brotinn. Þetta kemur fram í könnun Þjóðskjalasafns á skjalavörslu ríkisins. Slök skjalavarsla getur bitnað á réttindum almennings. Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður segir að ríkið verði að móta langtímastefnu um rafræna skjalavörslu. Dæmin sanni að hægt sé að ná árangri á skömmum tíma.
01.07.2020 - 09:08
Vísa gagnrýni á öryggislögin á bug
Karlmaður með fána þar sem kallað er eftir sjálfstæði Hong Kong varð fyrstur til þess að vera handtekinn í héraðinu á grundvelli nýrra öryggislaga kínversku stjórnarinnar sem tóku gildi í dag. Lögreglan í Hong Kong greinir frá þessu á Twitter. 
01.07.2020 - 06:34
Fána Mississippi verður breytt
„Þetta er ekki pólitísk stund, þetta er hátíðarstund þar sem Mississippi-fjölskyldan kemur saman, nær sáttum við fortíðina og lítur saman fram veginn," sagði Tate Reeves, ríkisstjóri Mississippi eftir að hann undirritaði lög um breytingu fána ríkisins. Fáninn er sá eini í ríkjum Bandaríkjanna sem enn skartar flaggi Suðurríkjasambandsins að hluta. 
01.07.2020 - 04:11
Pompeo hótar aðgerðum gegn Kína
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, boðar nýjar aðgerðir gegn Kína vegna samþykktar nýrra öryggislaga er varða Hong Kong. Hann segir þetta sorglegan dag fyrir Hong Kong og frelsisdýrkendur í Kína. Í yfirlýsingu Pompeo segir að Donald Trump forseti hafi ákveðið að afnema stefnumál gagnvart sérstakri stöðu Hong Kong, með örfáum undantekningum. Bandaríkin ætli ekki að sitja hjá þegar Kínverjar setja Hong Kong undir járnhælinn sinn. 
01.07.2020 - 01:51
Ráðherra segir af sér eftir fimm daga í embætti
Nýskipaður menntamálaráðherra Brasilíu hætti störfum í dag, vegna ásakana um að hann hafi logið til um fræðistörf sín. Carlos Alberto Decotelli hafði gegnt embættinu í fimm daga, og er þriðji menntamálaráðherrann sem segir sig úr embætti í eins og hálfs árs stjórnartíð Jair Bolsonaros, forseta Brasilíu.
01.07.2020 - 00:16
Áhyggjur af öryggislögunum fyrir Hong Kong
Evrópusambandið, Atlantshafsbandalagið og stjórnvöld í Bretlandi og fleiri ríkjum lýsa yfir áhyggjum og reiði vegna öryggislaganna fyrir Hong Kong sem kínverska þingið samþykkti í dag. Þau eru talin grafa undan réttarfarslegu sjálfstæði héraðsins og réttindum íbúanna.
30.06.2020 - 17:38
Erlent · Asía · Stjórnmál · Hong Kong · Kína
Áhyggjur af slæmu gengi Trumps í könnunum
Áhrifamenn í Repúblikanaflokknum í Bandaríkjunum hafa orðið áhyggjur í lélegu gengi Donalds Trumps í skoðanakönnunum að undanförnu. Talsmaður hópsins sem stýrir endurkjöri hans í haust segir ekkert að óttast. Ekkert sé að marka þessar kannanir.
Vill efla heimildir til að beita viðurlögum
Velferðarnefnd Alþingis kom sérstaklega saman í morgun til að ræða aðbúnað erlends verkafólks á Íslandi, í ljósi eldsvoðans á Bræðraborgarstíg síðastliðinn fimmtudag. Helga Vala Helgadóttir, formaður nefndarinnar, segir að efla þurfi heimildir verkalýðsfélaga og eftirlitsstofnana til að koma í veg fyrir hörmungar sem þessar.
„Virðast hafa fengið VG og Framsókn á sitt band“
Samfylkingin gagnrýnir harðlega frumvarp um breytingar á samkeppnislögum. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar og framsögumaður fyrsta minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að með frumvarpinu verði samkeppniseftirlit á Íslandi stórlega veikt.  
29.06.2020 - 17:36
„Verið að stofna biðlistamenningu að nýju“
Greidd voru atkvæði um breytingatillögur við tólf frumvörp á Alþingi í morgun. Málin fóru öll nokkuð vandræðalaust í gegn og búast má við að frumvörpin verði samþykkt í dag eða á morgun, auk fleiri frumvarpa sem eru á dagskrá þingsins. 
29.06.2020 - 15:10