Stjórnmál

Mexíkóforseti með COVID-19
Andres Manuel Lopez Obrador, forseti Mexíkó, tilkynnti í dag að hann hefði greinst með COVID-19. Einkennin væri þó væg enn sem komið er, skrifaði forsetinn, sem sagði frá veikindunum á samfélagsmiðlum. „Því miður þarf ég að greina ykkur frá því að ég er smitaður af COVID-19. Einkennin eru væg en læknismeðferð er þegar hafin,“ skrifaði forsetinn, „og eins og alltaf, þá er ég bjartsýnn.“
Biden framlengir ferðabann til Bandaríkjanna
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hyggst framlengja bann við ferðum annarra en bandarískra ríkisborgara til Bandaríkjanna frá Brasilíu, Bretlandi og öllum eða flestum Schengen-ríkjum. Þá tekur bannið líka til farþega frá Suður-Afríku og allra þeirra sem nýlega hafa verið í Suður-Afríku, jafnvel þótt þau ferðist frá ríkjum sem ekki eru á bannlistanum. Markmiðið er að stemma stigu við útbreiðslu nýrra og að líkindum meira smitandi afbrigða af COVID-19.
25.01.2021 - 00:41
de Sousa endurkjörinn með miklum meirihluta atkvæða
Marcelo Rebelo de Sousa, forseti Portúgals, var endurkjörinn í dag með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Þegar búið var að telja 98 prósent atkvæða hafði de Sousa, sem er frjálslyndur miðjumaður úr flokki Sósíaldemókrata, fengið 61,6 prósent þeirra. Þar sem hann hlaut hreinan meirihluta atkvæða þarf ekki að kjósa á milli tveggja efstu. Sósíalistinn Ana Gomes var í öðru sæti með 12,2 prósent og þjóðernissinninn Andre Ventura í því þriðja, með 11,9 prósent.
24.01.2021 - 23:20
Jóna sækist eftir forystusæti Samfylkingar í Kraganunum
Jóna Þórey Pétursdóttir hefur gefið kost á sér í forystusveit Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, Kraganum. Hún var forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Hún segir það vera mikla áskorun og ábyrgð að stíga fram en hún telji mikilvægt að ungt fólk hafi málsvara í forystusætum framboðslista.
24.01.2021 - 15:29
Myndskeið
Segir lögreglumenn vera fordómalausa stétt
Fjölnir Sæmundsson, nýkjörinn formaður landsambands lögreglumanna segir að umræða um fordóma lögreglunar hafi hvatt hann til að gefa kost á sér sem málsvari fyrir lögreglumenn. Lögreglumenn séu ekki fordómafullir, þrátt fyrir að þurfa að takast á við flókin og krefjandi verkefni.
24.01.2021 - 13:10
Heimila auknar loðnuveiðar eftir að villa kom í ljós
Hafrannsóknarstofnun hefur gefið út uppfærða veiðiráðgjöf um loðnuveiði. Stofnunin gaf út ráðgjöf upp á 54.200 tonn í fyrradag, en við endurútreikning kom í ljós villa og því hefur ráðgjöfin verið hækkuð í 61.000 tonn.
Polisario skaut eldflaugum að bækistöð Marokkóhers
Sjálfstæðishreyfing Vestur-Sahara, Polisario, gerði í nótt eldflaugaárás á Guergerat-svæðið á mörkum Marokkós og Máritaníu, þar sem Marokkóher hefur haldið úti varðstöð síðustu mánuði. Fréttastofa Saharawi-þjóðarinnar, SPS, greindi frá þessu í morgun. „Her Saharawi-þjóðarinnar skaut fjórum eldflaugum í áttina að Guerguerat,“ segir í fréttatilkynningunni, sem vitnar í liðsforingja í hersveitum sjálfstæðishreyfingarinnar.
24.01.2021 - 04:39
Egyptar hefja fjöldabólusetningu í dag
Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, tilkynnti í gær að fjöldabólusetning gegn COVID-19 myndi hefjast í landinu í dag, sunnudag. Bóluefnið sem notað verður er frá kínverska lyfjaframleiðandanum Sinopharm.
24.01.2021 - 04:08
Spánn
Bólusetningarhneyksli hrekur hershöfðingja frá völdum
Yfirhershöfðingi Spánarhers sagði af sér í dag eftir að upp komst að hann hafði verið bólusettur gegn COVID-19 þótt hann tilheyri engum forgangshópi í bólusetningaráætlun heilbrigðisyfirvalda. Hershöfðinginn, Migual Angel Villaroya, er einn af mörgum háttsettum spænskum embættismönnum sem hafa orðið uppvísir að því að svindla sér framfyrir röðina í bólusetningaraðgerðum stjórnvalda og vakið með því réttláta reiði almennings.
24.01.2021 - 02:45
Maduro boðar betri tíð í samskiptum við Bandaríkin
Nicolas Maduro, forseti Venesúela, fagnar nýjum húsbónda í Hvíta húsinu í Washington og segist reiðubúinn að „snúa við blaðinu" í samskiptunum við Bandaríkjastjórn, sem einkenndust af mikilli spennu og fjandsemi á báða bóga í fjögurra ára valdatíð Donalds Trumps.
Mótmæli í Kaupmannahöfn þróuðust út í óspektir
Óformleg hreyfing manna sem kalla sig Men in Black blés til mótmæla gegn sóttvarnaaðgerðum danskra stjórnvalda í Kaupmannahöfn í kvöld, öðru sinni, og heimtuðu „Frelsi fyrir Danmörku“. Mótmælin hófust klukkan 18 að staðartíma og voru að mestu friðsamleg til að byrja með, segir í frétti Danmarks Radio, en það átti eftir að breytast.
24.01.2021 - 00:19
Myndskeið
Yfir tvö þúsund manns handteknir í Rússlandi
Yfir tvö þúsund manns voru handteknir í mótmælum í Rússlandi í dag þar sem krafist var frelsunar stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny. Eiginkona hans var þar á meðal. Rússar á Íslandi segja andstöðuna við stjórnvöld sterkari, en búast samt ekki við breytingum strax.
23.01.2021 - 19:14
Guðmundur Andri sækist eftir efstu sætum í SV–kjördæmi
Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, eða Kraganum, lýsti í dag yfir vilja sínum til að vera meðal efstu manna á lista Samfylkingar fyrir kosningar til Alþingis í haust. Hann hefur leitt lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi á þessu kjörtímabili.
23.01.2021 - 15:31
Rósa Björk vill leiða Samfylkinguna í Suðvesturkjördæmi
Rósa Björk Brynjólfsdóttir sækist eftir því að leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir kosningar til Alþingis næsta haust. Rósa gekk nýverið í Samfylkinguna, en hún var kjörin á þing árið 2016 fyrir Vinstri græna, en hún sagði sig úr flokknum í fyrra.
23.01.2021 - 14:42
Myndskeið
Fjöldi manns handtekinn í mótmælum í Rússlandi
Þúsundir mótmælenda eru nú í Moskvu til að krefast þess að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny verði látinn laus úr fangelsi. Minnst tugir þeirra hafa verið handteknir..
23.01.2021 - 12:50
Myndskeið
Eiríksstaðir teknir í notkun
Landspítali tók í gær í notkun 3.400 fermetra húsnæði að Eiríksgötu 5. Þar verður klínísk starfsemi, fjarheilbrigðisþjónusta og göngudeildarþjónusta fyrir konur með brjóstakrabbamein.
23.01.2021 - 11:42
Biden hyggst tvöfalda lágmarkslaun hjá hinu opinbera
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, sagðist í gær vilja tvöfalda lágmarkslaun í landinu og ríflega það; hækka þau úr 7.25 Bandaríkjadölum á klukkustund í 15, eða úr 935 krónum í 1.935. Fyrsta skrefið í þessa átt verður tilskipun um að enginn starfsmaður hins opinbera fái lægri laun en 15 dali á tímann.
23.01.2021 - 08:01
Segir „breska afbrigðið“ mögulega banvænna en önnur
Vísbendingar eru um að hið svokallaða breska afbrigði af kórónaveirunni sem veldur COVID-19 sé ekki einungis meira smitandi en fyrri afbrigði, heldur líka hættulegra heilsu og lífi fólks. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, greindi frá þessu í gær. Mikil óvissa er þó um gildi þessara vísbendinga og tölur mjög á reiki, auk þess sem talið er að fram komin bóluefni gagnist gegn þessu afbrigði ekki síður en öðrum.
23.01.2021 - 05:42
Réttarhöldum yfir Trump frestað um tvær vikur
Réttarhöld öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir Donald Trump, sem fulltrúadeildin samþykkti að kæra til embættismissis á dögunum, hefjast þriðjudaginn 9. febrúar. Chuck Schumer, þingmaður Demókrata og forseti öldungadeildarinnar, tilkynnti þetta í gær eftir að samkomulag náðist við Repúblikana um tilhögun mála.
Belgar banna ónauðsynleg ferðalög til og frá landinu
Stjórnvöld í Belgíu hyggjast banna ónauðsynleg ferðalög til og frá landinu til að hamla útbreiðslu nýrra og meira smitandi afbrigða af kórónaveirunni, sem veldur COVID-19. Bannið tekur gildi á miðvikudag, stendur út febrúar og tekur jafnt til ferðalaga á landi, sjó og í lofti.
23.01.2021 - 04:09
Austin fyrsti þeldökki varnarmálaráðherra Bandaríkjanna
Loyd Austin skrifaði nafn sitt í sögubækurnar í dag, en hann er fyrsti þeldökki maðurinn sem tekur sæti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti tilnefningu Joe Biden á Austin sem varnarmálaráðherra í dag.
22.01.2021 - 22:14
Fjölnir kjörinn formaður Landsambands lögreglumanna
Fjölnir Sæmundsson var í dag kjörinn formaður Landsambands lögreglumanna. Hann lagði sitjandi formann af velli í kosningum.
22.01.2021 - 21:36
Mælti fyrir frumvarpi um villt dýr
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur mælt fyrir frumvarpi um vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Meðal breytinga er að veiðimönnum sem notast við hjólastól verður heimilað að stunda veiðar á vélknúnum ökutækjum.
22.01.2021 - 21:21
Réttarhöld yfir Trump hefjast á næstu dögum
Réttarhöld yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefjast í öldungadeild Bandaríkjaþings á næstunni. Meirihluti þingmanna í fulltrúadeildinni samþykkti á dögum að ákæra hann fyrir að hafa hvatt stuðningsmenn sína til að ráðast á þinghúsið í Washington. 
22.01.2021 - 16:04
Segja LSH hafa burði til að greina leghálssýni
Félag íslenskra rannsóknarlækna lýsa yfir furðu sinni yfir þeirri ákvörðun stjórnvalda að senda sýni úr leghálsskimun erlendis. Sýni liggi órannsökuð í kössum á meðan ekki sé búið að semja við rannsóknarstofu í Danmörku. Þá sé tækjabúnaður til staðar á Landspítala til að greina sýnin. Heilbrigðisráðuneyti segir sýnin send utan til að tryggja öryggi og gæði rannsókna og stytta svartíma.