Stjórnmál

Kosið á Srí Lanka í dag
Þingkosningar fara fram á Srí Lanka í dag, eftir að hafa verið frestað í tvígang vegna COVID-19 faraldursins. Strangar öryggis- og sóttvarnarreglur gilda á kjörstöðum til að draga úr smithættu. Rúmar 16 milljónir eru á kjörskrá og þurfa kjósendur að bera grímu fyrir vitum sér, halda sig í tilskilinni fjarlægð frá næsta manni og taka eigin blýant eða penna með á kjörstað, til að merkja við sinn flokk.
05.08.2020 - 04:07
Síðasta úrræðið að takmarka fjölda ferðamanna
Takmörkun á fjölda ferðamanna til landsins væri síðasta úrræðið sem samgönguráðherra myndi vilja grípa til kæmi upp sú staða að fleiri ferðamenn kæmu hingað en þeir rúmlega tvö þúsund sem heilbrigðiskerfið nær nú að
04.08.2020 - 19:02
Baráttan við veiruna langhlaup en ekki spretthlaup
Forsætisráðherra segir að setja verði á stofn samráðsvettvang vegna kórónuveirunnar. Fjármálaráðherra segir að ekki verði farið í niðurskurð, heldur verði halla leyft að myndast til að verja störf. Verið sé að vinna með ýmsar sviðsmyndir.
04.08.2020 - 18:28
Segir þurfa plan til að lifa með veirunni áfram
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist hafa mjög miklar áhyggjur af því að samfélagið skorti þolinmæði til að takast á við kórónuveirufaraldurinn. Hann hefur stungið upp á því við stjórnvöld að samráðsvettvangur verði settur á laggirnar sem skoði hvernig samfélagið ætli að takast á við faraldurinn á sama tíma og aðrar áskoranir blasi við.
04.08.2020 - 08:29
Myndskeið
Þórsarar fá Steinnes frá Akureyrarbæ
Akureyrarbær hefur afhent íþróttafélaginu Þór húsið Steinnes til afnota. Húsið stendur inni á íþróttasvæði félagsins og hefur verið þrætuepli um árabil.
03.08.2020 - 22:11
Fyrrverandi Spánarkonungur farinn í útlegð
Jóhann Karl, fyrrverandi Spánarkonungur, er farinn í sjálfskipaða útlegð. Konungshöllin tilkynnti þetta í dag. Aðeins eru nokkrar vikur síðan að nafn hans var bendlað við spillingarannsókn.
03.08.2020 - 18:11
Myndskeið
Friðarverðlaunahafinn John Hume látinn
John Hume, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels ásamt David Trimble fyrir friðarsamkomulagið á Norður-Írlandi, er látinn. Hann var 83 ára. Hume, sem var leiðtogi stærsta flokks kaþólikka skrifaði ásamt Trimble undir Belfast-samkomulagið í apríl 1998. Þeir sneru síðan bökum saman og tryggðu samkomulaginu sigur í þjóðaratkvæðagreiðslu, meðal annars með því að koma fram á tónleikum írsku rokksveitarinnar U2.
03.08.2020 - 10:10
Segir Bandaríkjamenn ekki hafa beitt sig þrýstingi
Samgönguráðherra segir það eiga eftir að koma í ljós hvort hann beiti heimild í nýju lagafrumvarpi til að banna hér fjarskiptabúnað frá löndum utan NATO eða EES. Hann segist sjálfur ekki hafa verið undir þrýstingi frá Bandarískum yfirvöldum um að sneiða hjá búnaði kínverska fyrirtækisins Huawei.
45 lögreglumenn særðir eftir mótmæli í Berlín í gær
45 lögreglumenn eru særðir eftir mótmæli í Berlín, höfuðborg Þýskalands, um helgina. Meðal annars fóru fram mótmæli gegn aðgerðum yfirvalda til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Mörg þúsund Þjóðverjar mótmæla sóttvarnaraðgerðum
Um 15 þúsund Þjóðverjar flykktust út á götur Berlínar, höfuðborgar Þýskalands, í dag og mótmæltu sóttvarnaraðgerðum yfirvalda þar í landi. Samkvæmt fréttaritara BBC í Berlín voru í hópi mótmælendanna öfga-hægrimenn og fólk sem aðhyllist samsæriskenningar.
01.08.2020 - 17:43
Forseti Íslands tekur embætti í dag
Athöfn vegna embættistöku forseta Íslands fer fram í Alþingishúsinu í dag. Hún hefst klukkan 15.30 og verður í beinni útsendingu í sjónvarpi og útvarpi og hér á rúv.is. Útsending hefst klukkan 15:20.
Forsetafrúin í Brasilíu kórónuveirusmituð
Michelle Bolsonaro, forsetafrú í Brasilíu hefur greinst með kórónuveiruna. Forsetinn, eiginmaður hennar, var hálfan mánuð í sóttkví eftir að hafa smitast.
Mótmæla frestun kosninga í Hong Kong
Stjórnarandstæðingar í Hong Kong saka Carrie Lam, leiðtoga heimastjórnarinnar, um að nota COVID-19 farsóttina sem blóraböggul til að fresta kosningum til héraðsþings sjálfstjórnarsvæðisins.
31.07.2020 - 16:09
Dregur í land með að fresta kosningum
Donald Trump Bandaríkjaforseta virðist hafa snúist hugur um að réttast væri að fresta kosningunum sem boðaðar hafa verið 3. nóvember.Hugmyndin hefur mætt eindreginni andstöðu.
31.07.2020 - 09:06
Trump vill fresta kosningum í haust
Donald Trump Bandaríkjaforseti leggur til að kosningum sem fram eiga að fara þriðja nóvember verði frestað. Þetta kemur fram í færslu sem hann birti á Twitter í dag. Þar kemur fram að hann óttist að póstkosning bjóði upp á kosningasvik og ónákvæm úrslit. Því sé best að fresta kosningunum þar til fólk geti greitt atkvæði með gamla laginu.
Myndskeið
Svandís: Vonbrigði að þurfa að stíga til baka
Það eru ákveðin vonbrigði að stíga til baka og þetta er bakslag, segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún segir ákvörðun sína um að samþykkja tillögur sóttvarnalæknis um hertari sóttvarnaráðstafanir hér á landi ekki hafa verið erfiða enda hafi hún verið vel rökstudd.
30.07.2020 - 12:11
Myndskeið
„Nú gildir að standa saman og tækla þetta af ábyrð“
Ástæða þess Íslendingum tókst vel til við að ráða hemja kórónuveirufaraldurinn í vor er að gripið var til alvarlegra aðgerða snemma. Þess vegna þurfti ekki að grípa til víðtækra lokana eins og víða erlendis, sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á fréttafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
30.07.2020 - 11:36
COVID-19
Samantekt: Hertar sóttvarnaaðgerðir kynntar
Ríkisstjórnin og sóttvarnayfirvöld kynna breyttar sóttvarnaráðstafanir á fréttafundi klukkan 11 í dag. Boðað hefur verið til fundarins í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Hér að neðan má lesa helstu tíðindi af fundinum.
Myndskeið
Sögðust ekki hefta samkeppni fyrir bandaríska þinginu
Hart var sótt að forstjórum tæknirisanna Facebook, Google, Amazon og Apple í bandaríska þinginu í gær og þau sökuð um að hefta samkeppni. Fyrirtæki höfnuðu því almennt, þó að ekki væri útilokað að eitthvað misjafnt hefði átt sér stað.
30.07.2020 - 09:59
Tyrkir herða lög um samfélagsmiðla
Tyrkneska þingið samþykkti umdeilt lagafrumvarp í dag sem heimilar stjórnvöldum að hafa afskipti af efni sem ratar inn á samfélagsmiðla á borð við Facebook og Twitter. Gagnrýnendur nýju laganna telja markmið þeirra að hefta málfrelsi.
29.07.2020 - 16:21
Telja mál Gunters „öfgafullt“ dæmi um óstjórn Pompeo
Þingmenn Demókrata i utanríkismálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings segja mál Jeffrey Ross Gunters, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vera öfgafullt dæmi um óstjórn Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í skýrslu sem þingmennirnir sendu frá sér í morgun. Pompeo kemur fyrir þingnefndina á fimmtudag vegna fjárlaga næsta árs.
29.07.2020 - 14:01
Framsókn bætir við sig fylgi í nýrri könnun MMR
Framsóknarflokkurinn mælist með meira fylgi en Miðflokkurinn og er með 8,6 prósenta stuðning, í könnun MMR sem birt var í dag. Miðflokkurinn mælist með 8,4 prósent stuðning. Framsóknarmenn bæta við sig 2,5 prósentustigum frá síðustu könnun sem birt var um miðjan júní.
29.07.2020 - 11:57
Enginn Innipúki verði reglur hertar - Eyjamenn á tánum
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að bæjaryfirvöld fylgist vel með framvindu mála í dag og muni endurskoða ákvarðanir sínar verði reglur hertar. Hún á ekki von á miklum fjölda til Vestmannaeyja og minnir á að allir þurfi „að bera persónulega ábyrgð á sínum persónulegu sóttvörnum.“ Forsvarsmaður Innipúkans í Reykjavík segir að hátíðin verði blásin af ef tveggja metra reglan verður tekin upp að nýju og opnunartími skertur.
Trump kemur hydroxychloroquine til varnar á ný
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fullyrti á fréttamannafundi í kvöld að malaríulyfið hydroxychloroquine væri nytsamlegt sem vörn gegn COVID-19 þrátt fyrir að heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafi varað við því. Trump sagði einu ástæðuna fyrir því að lyfið væri talað niður væri að hann hefði mælt með því.
28.07.2020 - 23:54
Popparar vilja að stjórnmálamenn biðji um leyfi
Tónlistarmenn á borð við Mick Jagger, Sheryl Crow, Michael Stipe og Steven Tyler hafa skrifað bréf þar sem þeir krefjast þess að stjórnmálamenn biðji um leyfi áður en þeir noti lagasmíðar þeirra. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað notað lög listamanna í leyfisleysi.
28.07.2020 - 21:41