Stjórnmál

Greiðslur ríkis vegna hlutabóta og uppsagna samþykktar
Alþingi samþykkti í gærkvöld frumvörp ríkisstjórnarinnar um greiðslu launa á uppsagnarfresti og hlutabótaleiðina. Efnahags- og viðskiptanefnd gerði í gær enn frekari breytingar á því fyrrnefnda, eftir gagnrýni frá Alþýðusambandi Íslands. Áætlaður kostnaður við það er um 27 milljarðar.
Reiðubúnir til viðræðna við talibana
Aðalsamningamaður afganskra stjórnvalda í friðarviðræðum við talíbana segir að hans fólk sé reiðubúið til að hefja þegar í stað viðræður við talíbana.
30.05.2020 - 10:02
Heimskviður
Óttast meiri vígbúnað eftir úrsögn afvopnunarsaminga
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur dregið Bandaríkin úr þremur afvopnunarsamningum síðan hann var kosinn forseti - og reyndar fleiri samningum ef út í það er farið. Rússar koma að öllum þessum samningum, en ástæðuna fyrir úrsögninni má aðeins að litlum hluta rekja til þeirra. Trump er þar að hugsa fyrst og fremst um samkeppni við annað stórveldi. En þessi atburðarrás getur líka haft áhrif í alþjóðasamfélaginu.
30.05.2020 - 07:31
Icelandair: 9 ferðir á viku til Danmerkur frá 15. júní
Icelandair ætlar að fljúga níu ferðir á viku til Kaupmannahafnar frá 15 júní. Forstjórinn vonast til að hægt verði að endurráða starfsfólk en segir framboð ferða alltaf ráðast af eftirspurn.
Myndskeið
Forréttindi að fá að kjósa sér forseta
Forseti Íslands gerir ekki ráð fyrir að gera miklar breytingar á embættinu, fari svo að hann verði endurkjörinn. Hann segir forréttindi að fá að kjósa sér forseta og að það hafi komið sér ánægjulega á óvart hversu mörgu góðu fólki hann hefur kynnst í forsetatíðinni. Fréttastofa heldur áfram umfjöllun um forsetakosningarnar, sem verða 27. júní.
Trump tekur Kína til bæna - slítur á samskiptin við WHO
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Kína og kínversk stjórnvöld á blaðamannafundi nú síðdegis. Kínverskir háskólanemar sem teljast ógn við þjóðaröryggi fá ekki að koma til landsins og sérstökum viðskiptasamningi við Hong Kong verður slitið. Hann sagði Kínverja ábyrga fyrir kórónuveirufaraldrinum og tilkynnti að ríkisstjórn hans hefði slitið á öll tengsl við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina þar sem Kínverjar hefðu á henni tangarhald.
29.05.2020 - 19:13
Síðdegisútvarpið
Hægt að kjósa forseta á meðan verslað er í matinn
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninganna í sumar er þegar hafin í Smáralind og segir Bergþóra Sigmundsdóttir, umsjónarmaður utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar fyrir sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu, að kjörsókn fari vel af stað samanborið við síðustu kosningar.
Demókratar til liðs við grænlensku landsstjórnina
Ný landsstjórn var mynduð á Grænlandi í dag undir forystu Kims Kielsens, formanns Siumutflokksins. Nunatta Qitornai-flokkurinn á áfram aðild að stjórninni ásamt Siumut, en Demókrataflokkurinn kemur nýr inn. Síðasta stjórn hafði ekki meirihluta á grænlenska þinginu og varði Demókrataflokkurinn hana falli.
29.05.2020 - 16:31
Svíar svekktir og finnst þeir settir út í horn
Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar, er svekkt að landið skuli ekki vera hluti af samkomulagi Danmerkur og Noregs um ferðir milli landanna. „Við höfðum vonast eftir sameiginlegri, norræni lausn en það varð ekki. Eftir sem áður eigum við í virku samtali við ráðamenn í Danmörku, Noregi, Finnlandi og Íslandi og erum með nokkrar hugmyndir.“
29.05.2020 - 16:03
Þingnefnd hætt að fjalla um frumvarp Katrínar
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er hætt umfjöllun sinni um frumvarp forsætisráðherra varðandi breytingar á upplýsingalögum. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG í nefndinni, lagði þetta til á fundi nefndarinnar í morgun að höfðu samráði við forsætisráðherra. Þetta þýðir að standi vilji til þess að leggja fram frumvarp um sama efni þarf að leggja fram nýtt frumvarp. Það mun væntanlega ekki gerast á þessu þingi.
29.05.2020 - 14:48
Segir meirihlutann ekki taka mið af Ríkisendurskoðun
Formaður velferðarnefndar segir að meirihluti nefndarinnar hafi ekki tekið tillit til ábendinga ríkisendurskoðunar í nefndaráliti sínu um frumvarp um framlengingu hlutabótaleiðarinnar sem nú er til meðferðar hjá Alþingi. Fulltrúi meirihlutans segir það rangt.
Ríkisendurskoðun vill betra eftirlit með hlutabótaleið
Icelandair fékk tæpan milljarð úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðarinnar, að því fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina sem stefnt er að birt verði opinberlega síðar í dag og unnin var fyrir Alþingi. Ríkisendurskoðandi gagnrýnir skort á eftirliti með fyrirtækjum sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina.
Svandís ætlar ekki að tjá sig í bili vegna ummæla Kára
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar ekki að tjá sig í bili vegna ummæla Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, í Kastljósi í gærkvöldi. Þar sagði hann að ekki hafi verið haft samband við ÍE vegna fyrirhugaðrar skimunar við kórónaveirunni á Keflavíkurflugvelli sem hefjast á 15. júní.
Pompeo segir sérstöðu Hong Kong horfna
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, greindi þingmönnum á Bandaríkjaþingi frá því í gær að Hong Kong hafi ekki lengur sérstaka stöðu samkvæmt bandarískum lögum. Hann segir kínversk stjórnvöld hafa grafið það mikið undan sjálfstæði Hong Kong, að hann geti ekki lengur stutt áframhaldandi sérstöðu héraðsins í viðskiptum við Bandaríkin. 
28.05.2020 - 01:21
Trump undirbýr tilskipun gegn samfélagsmiðlum
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að undirrita tilskipun varðandi samfélagsmiðla á morgun. Embættismenn úr Hvíta húsinu greindu fjölmiðlum frá þessu um borð í forsetaþotunni í dag. Engar frekari upplýsingar voru veittar um hvað felst í tilskipuninni.
28.05.2020 - 00:30
Myndskeið
Verð maður fólksins hvort sem ég tapa eða vinn
Dómsmálaráðuneytið hefur staðfest að tveir verði í kjöri til forseta Íslands, þeir Guðmundur Franklín Jónsson og Guðni Th. Jóhannesson. Fréttastofa fjallar ítarlega um kosningarnar sem verða þann 27. júní og kynnir báða frambjóðendur. Guðmundur Franklín hefur þegar hleypt af stokkunum kosningabaráttu sinni og í dag kynnti hann sig fyrir kjósendum á Suðurlandi.
Myndskeið
Norsk fyrirtæki sæti sömu skilyrðum hér og heima fyrir
Norsk fiskeldisfyrirtæki þurfa að lúta mun strangari reglum um sjúkdómavarnir í heimalandinu en hér á Íslandi, samkvæmt drögum að nýrri reglugerð sem atvinnuvegaráðuneytið hefur birt. Formaður Landssambands veiðifélaga vill að þetta verði leiðrétt því verið sé að þjóna hagsmunum fiskeldisfyrirtækja.
Efast um upplýsingar um veirusmit í Venesúela
Mannréttindavaktin, Human Rights Watch, og vísindamenn við Johns Hopkins háskólann í Bandaríkjunum draga í efa upplýsingar frá stjórnvöldum í Venesúela um útbreiðslu kórónuveirufarsóttarinnar þar í landi. Samkvæmt þeim höfðu tólf hundruð og ellefu smitast af veirunni og ellefu dáið af völdum COVID-19 síðasta sunnudag. Í Venesúela búa um þrjátíu milljónir.
Þróun veirunnar mun hafa áhrif á skimun í Keflavík
Forsætisráðherra segir að skýrsla verkefnisstjórnar um opnun landamæranna, sem birt var í gær, sýni að hægt sé að skima ferðamenn á Keflavíkurflugvelli þótt margt þurfi að ganga upp svo verkefnið geti gengið vel. Óvissan sé töluverð, til að mynda um hve margir ferðamenn koma hingað í júní, en þegar verkefnið var kynnt hafi verið vitað að óvissuþættirnir væru margir. Haldi veiran áfram að veikjast, líkt og hún hefur gert, endurmeti stjórnvöld hvort ráðast eigi í skimun.
Getum ekki lofað því að taka alla í fangið
Fjármálaráðherra segir ekki óeðlilegt að bankar séu ekki farnir að veita brúarlán, þótt níu vikur séu liðnar frá því að hann kynnti lánin sem eitt af efnahagsúrræðum ríkisstjórnarinnar. Brúarlánin séu mikilvægt úrræði, sérstaklega þar sem bankar hafi ekki lækkað vexti á lánum til fyrirtækja í samræmi við stýrivaxtalækkun Seðlabankans. Ríkisstjórnin geti ekki lofað að taka alla í fangið.
Mest ánægja með störf Katrínar en minnst Kristjáns Þórs
Mest ánægja er með störf Katrínar Jakobsdóttur, en langminnst með störf Kristjáns Þórs Júlíussonar samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup.
27.05.2020 - 12:21
Segir Vinnumálastofnun ekki standast áhlaup listamanna
Illa gengur hjá listamönnum að nýta sér úrræði stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. Hátt í sjötíu prósent félagsmanna hjá Bandalagi íslenskra listamanna sem hafa sótt sér aðstoðar til Vinnumálastofnunar hafa ekki fengið lausn sinna mála mörgum vikum síðar. Engin svör hafa borist frá Vinnumálastofnun við þeim vandræðum að afgreiða umsóknir listamanna.
Framboð Guðmundar Franklíns og Guðna staðfest
Dómsmálaráðuneytið hefur staðfest að tveir verði í kjöri til forseta Íslands; Guðmundur Franklín Jónsson og Guðni Th. Jóhannesson. Þetta kemur fram í auglýsingu sem birtist í Lögbirtingablaðinu í dag. Frestur til að skila framboðum rann út á föstudag.
27.05.2020 - 08:51
Úr 700 milljónum króna í tvo milljarða vegna sóttkvíar
Heildargreiðslur ríkissjóðs vegna þeirra sem fóru í sóttkví verða tveir milljarðar króna. Hámarksfjárhæðin miðast við 630 þúsund krónur í mánaðarlaun. Upphaflega var gert ráð fyrir að heildargreiðslurnar yrðu rúmlega helmingi lægri eða um 700 milljónir.
Ráðgjafinn og forsætisráðherrann hans
Ferðabann hefur víða verið liður í viðureigninni við COVID-19 veiruna. Í Bretlandi er rætt hvort bannið hafi í raun náð til allra eða aðeins sumra og það snertir einnig traust á stjórnmálamönnum.
26.05.2020 - 18:53