Stjórnmál

Milljarður dala í nýjan samfélagsmiðil Trumps
Virði hlutabréfa í félögum tengdum nýju samfélagsmiðlafyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur lækkað nokkuð það sem af er degi eftir að hafa hækkað mikið þegar markaðir voru opnaðir í Bandaríkjunum.
06.12.2021 - 15:35
Fangelsisvist Suu Kyi stytt um tvö ár
Fjögurra ára fangelsisdómur yfir Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga Mjanmar, hefur verið styttur um helming. Þetta var tilkynnt í ríkisfjölmiðlum landsins. Þar sagði að yfirmaður herforingjastjórnarinnar hefði ákveðið að stytta refsinguna í tvö ár.
06.12.2021 - 14:43
Langanesbyggð og Svalbarðshreppur í formlegar viðræður
Sveitarstjórnir í Langanesbyggð og Svalbarðshreppi hafa samþykkt að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna. Þá er áætlað að stofna sérstakan uppbyggingarsjóð um jarðir í eigu sveitarfélaganna, en talsverð laxveiðihlunnindi eru á nokkrum þessara jarða.
Dregur aðeins úr ánægju með störf borgarstjóra
Ánægja með störf borgarstjórans í Reykjavík hefur aðeins dvínað bæði meðal borgarbúa og annarra landsmanna, samkvæmt nýrri könnun sem birt var í morgun.
06.12.2021 - 10:14
Tímabært að skýra stjórnsýslulega stöðu sóttvarnalæknis
Þórólfur Guðnason segir eðlilegt að heilbrigðisráðherra skipi sóttvarnalækni og að það sé tímabært að stjórnsýsluleg staða hans sé skýrð betur. Hann líti ekki svo á að það sé pólitísk ráðning af hálfu heilbrigðisráðherra.
06.12.2021 - 08:09
Suu Kyi dæmd í fjögurra ára fangelsi í morgun
Dómstóll herforingjastjórnarinnar í Mjanmar dæmdi Aung San Suu Kyi fyrrverandi leiðtoga landsins til fjögurra ára fangavistar í morgun. Hún hlaut dóminn fyrir undirróður og hvatningu til óhlýðni við herforingjastjórnina auk brota á sóttvarnarreglum.
Reglur hertar á gjörvöllu Grænlandi
Hertar reglur vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins taka gildi á gjörvöllu Grænlandi í dag. Sambærilegar takmarkanir hafa verið í gildi á nokkrum stöðum, til að mynda í höfuðstaðnum Nuuk.
Illræmdur FARC liði sagður fallinn í valinn
Fyrrverandi leiðtogi Byltingarhers Kólumbíu, FARC er sagður hafa verið skotinn bana í nágrannaríkinu Venesúela. Tilræðismennirnir eru sagðir vera aðrir uppreisnarmenn.
„Líkt og að loka dyrunum eftir að hrossið er strokið“
Breytingar breskra stjórnvalda á ferðatakmörkunum koma of seint til að gagnast raunverulega gegn útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Þetta er mat Mark Woolhouse prófessors í faraldsfræði sem er einn þeirra sem ráðlagt hefur ríkisstjórninni varðandi sóttvarnir.
Vopnaframleiðendur hagnast þrátt fyrir faraldur
Efnahagssamdráttur af völdum kórónuveirufaraldursins hefur lítil áhrif haft á stærstu vopnaframleiðendur heims. Öll sýndu þau hagnað á síðasta ári að því er fram kemur í árlegri úttekt Alþjóða friðarrannsóknarstofnunarinnar í Stokkhólmi.
Barrow endurkjörinn forseti í Gambíu
Adama Barrow var endurkjörinn forseti Vestur-Afríkuríkisins Gambíu í gær. Formaður yfirkjörstjórnar landsins tilkynnti um endurkjör Barrows í dag en hann hefur þegar setið eitt kjörtímabil.
05.12.2021 - 23:50
Lögregla beitti táragasi gegn mótmælendum í Brussel
Þúsundir íbúa Brussel höfuðborgar Belgíu mótmæltu sóttvarnarráðstöfunum stjórnvalda í dag. Það er í annað skipti á tveimur vikum sem til mótmæla kemur vegna þess í landinu.
Forsetaframbjóðandi meiddist lítillega á kosningafundi
Forsetaframbjóðandinn franski Eric Zemmour slasaðist lítillega þegar ráðist var að honum á kosningafundi sem hann hélt síðdegis í dag. Átök brutust út meðal áhorfenda meðan Zemmour flutti ræðu sína.
Örríkið sem ögrar Bretlandi og Kórónuveirunni
Pallur gerður úr málmi og steinsteypu stendur í Norðursjó rúma tíu kílómetra undan suðausturströnd Englands. Þar búa örfáir í sjálfútnefndu örríki, furstadæminu Sjálandi. Um ríflega hálfrar aldar skeið hafa íbúar þess ögrað valdi Bretlands.
05.12.2021 - 21:40
Bob Dole látinn
Bob Dole er látinn 98 ára að aldri. Hann var varaforsetaefni Geralds Fords í forsetakosningunum 1976 og forsetaefni Repúblikana árið 1996 en komst í hvorugt skiptið til valda. Hann var hins vegar valdamikill þingmaður og hafði mikil áhrif á mörg mál á áratugalöngum ferli sínum í stjórnmálum.
05.12.2021 - 17:53
Mikil ánægja með væntanlega kennslu í tölvulæsi
Formaður Landssambands eldri borgara fagnar því að stjórnvöld óski eftir tilboðum í kennslu í tölvulæsi fyrir eldra fólk. Til stendur að kenna fólki yfir sextugu um allt land að nýta sér þjónustu og rafræn samskipti á netinu.
05.12.2021 - 17:35
Lýsti aðstæðum flóttamanna sem skipbroti siðmenningar
Frans páfi hvatti fólk í dag til að taka höndum saman um að binda enda á það skipbrot siðmenningar sem hann sagði bágar aðstæður flóttamanna vera. Hann ítrekaði ákall sitt um að taka vel á móti flóttamönnum og etja ekki einum hópi fátæks fólks gegn öðrum.
05.12.2021 - 16:03
Persónuafsláttur ekki fastur heldur fylgir verðbólgu
Persónuafsláttur verður ekki lengur föst krónutala heldur mun fylgja verðbólgu og framleiðnivexti frá áramótum. Hagfræðingur hjá ASÍ fagnar þessum breytingum þótt vissulega hefði verkalýðshreyfingin viljað sjá gengið lengra til að koma í veg fyrir sjálfkrafa hækkun skatta.
05.12.2021 - 14:41
Vill skýringar á upplýsingaskorti í skýrslu um útgerðir
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, krefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra svara um hvers vegna engar upplýsingar er að finna um fjárfestingar einstakra útgerða og tengdra félaga í skýrslu um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins sem unnin var að hennar beiðni. Alþingi samþykkti síðasta vetur skýrslubeiðni Hönnu Katrínar um að tekin yrði saman skýrsla um eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja í íslensku viðskiptalífi en skýrslan sætti að lokum harðri gagnrýni.
05.12.2021 - 09:00
Hertar reglur fyrir ferðalanga sem ætla til Bretlands
Fólki sem hyggur á ferðalög til Bretlands verður skylt að taka kórónuveirupróf áður en lagt er í hann. Þetta segir ríkisstjórnin vera gert til að draga úr hættu á útbreiðslu faraldursins.
Örmagna færeyskir hjúkrunarfræðingar vilja hærri laun
Stéttarfélag færeyskra hjúkrunarfræðinga segir það óásættanlegt að þeim sem annast kórónuveirusjúklinga sé ekki greitt sérstaklega fyrir það. Landssjúkrahúsið kallar eftir framtíðarlausn varðandi skimanir og bólusetningu.
Krefjast rannsóknar á aftökum öryggissveitamanna
Mörg vestræn ríki með Bandaríkin og Evrópusambandið í broddi fylkingar krefjast þess að rannsókn verði umsvifalaust hafin á skyndiaftökum Talibana á fyrrverandi liðsmönnum öryggissveita í Afganistan. Margir þeirra eru gersamlega horfnir.
Mótmæla fyrirhugaðri liþín-námuvinnslu í Serbíu
Þúsundir lokuðu vegum víða um Serbíu til að mótmæla áformum stjórnvalda um að veita Rio Tinto leyfi til að vinna liþín úr jörð. Efnið er meðal annars notað í rafhlöður rafknúinna ökutækja.
05.12.2021 - 01:19
Beatrix Hollandsdrotting er smituð af COVID-19
Beatrix Hollandsdrottning hefur greinst með COVID-19 að því er fram kemur í tilkynningu frá hollensku hirðinni. Drottningin er 83 ára og móðir Vilhjálms Alexanders núverandi konungs.
Ástralir veita bráðabirgðaleyfi til bólusetningar barna
Áströlsk heilbrigðisyfirvöld hafa veitt bráðabirgðaleyfi til bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára. Ætlunin er að hefjast handa við bólusetningar snemma á nýju ári fáist fullnaðarleyfi.