Stjórnmál

Smit á kosningavöku Framsóknarflokksins
Gestur á kosningavöku Framsóknarflokksins um helgina hefur greinst með Covid-19 og hafa allir sem voru útsettir fyrir smiti verið settir í sóttkví.
28.09.2021 - 21:45
Myndskeið
Grundvallaratriði að unnt sé að treysta kosningum
Formaður Flokks fólksins vonar að leiðrétting vegna talningar í Norðvesturkjördæmi verði farsæl og fagnar því að endurtalning sé trúverðug í Suðurkjördæmi. Formaður Samfylkingarinnar segir atvik sem þessi vond á marga vegu og setji fjölda fólks í óþægilega stöðu. 
28.09.2021 - 19:10
Ekki staðfest að meðferð kjörgagna var fullnægjandi
Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar, las upp bókun hennar að loknum fundi hennar nú rétt í þessu þar sem fram kom að ekki hefði borist staðfesting frá yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að meðferð kjörgagna hefði verið fullnægjandi. Boltinn væri núna hjá Alþingi sem hefur það hlutverk samkvæmt stjórnarskrá að staðfesta úrslit þingkosninganna.
28.09.2021 - 18:15
Telur sig hafa verið á staðnum þegar myndir voru teknar
„Mér sýnist að þessi mynd sé tekin áður en ég fór, ég tók til að mynda með mér þessi gögn sem sjást á borðinu á annari myndinni. Það var ekkert á borðinu þegar ég fór,“ segir Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi. Vefmiðlar hafa í dag birt tvær myndir sem birtar voru á Instagram og voru teknar af talningastað á Hótel Borgarnesi. Myndirnar hafa verið fjarlægðar og eigandi hótelsins viðurkennir að þær hafi verið óheppilegar.
28.09.2021 - 16:10
Vill að Olaf Scholz fái að mynda stjórn
Markus Söder, leiðtogi CSU, systurflokks Kristilegra demókrata í Bæjaralandi, telur réttast að Olaf Scholz, leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins í Þýskalandi, fái fyrstur tækifæri til að mynda stjórn eftir þingkosningarnar á sunnudag. 
VG og Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi hjá krökkum
Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn voru með mest fylgi í Krakkakosningum sem fram fóru samhliða þingkosningunum um helgina. Flestir flokkar fengu um 9 prósent út úr talningu.
Fjórar af sex yfirkjörstjórnum hafa skilað skýrslu
Fjórar yfirkjörstjórnir eru búnar að skila skýrslu til landskjörstjórnar um meðferð og talningum um helgina. Búist við hinum tveimur í dag.
Hver sker úr um lögmæti kosninga?
Stjórnarskráin færir Alþingi endanlegt úrskurðarvald um lögmæti kjörbréfa og það er hlutverk þess að skera úr um hvort kosningar teljist gildar segir lektor við lagadeild Háskóla Íslands.
Sjónvarpsviðtöl
„Engar fréttir eru góðar fréttir núna“
Forystumenn stjórnarflokkanna voru heldur fámálir þegar þeir komu út af fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun. „Engar fréttir eru góðar fréttir núna,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði samtalið hafa verið mjög fínt, mikilvægt væri að greina stóru áherslumálin. „Það er alvöruefni að undirbúa ríkisstjórn fyrir heilt kjörtímabil,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
28.09.2021 - 11:44
Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna hittust aftur í morgun
Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna þriggja; Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson, hittust öðru sinni í morgun til þess að ræða möguleikann á áframhaldandi stjórnarsamstarfi.
28.09.2021 - 10:59
Mamma kallaði mig litla forsætisráðherrann
„Ég kom hérna inn í kringluna og fékk að ganga inn í þingsalinn. Ég bara hálf kiknaði í hnjánum yfir þessu sögulega húsi", segir Berglind Ósk Guðmundsdóttir 28 ára lögfræðingur sem kjörin var á þing á laugardag.
Spegillinn
Telur lögum ekki fylgt við endurtalningu
Við endurtalningu í Norðvesturkjördæmi flugu jöfnunarsæti á milli kjördæma, þó að þingstyrkur flokkanna hafi ekki breyst. Í Suðurkjördæmi var krafist endurtalningar því afar mjótt var á munum. Fyrrverandi þingmennirnir Jón Þór Ólafsson (P) og Silja Dögg Gunnarsdóttir (B) eru sammála um að staðan sé ekki góð. Óvissa rýri traust á lýðræði og Jón Þór efast um að farið sé að lögum.
Myndskeið
„Ég hef engar áhyggjur af geymslunni á þessum gögnum“
Formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi segist þess fullviss að enginn hafi komist að kjörgögnum, þó þau hafi ekki verið innsigluð eftir talningu eftir alþingiskosningarnar.
27.09.2021 - 18:52
Í BEINNI
Atkvæði talin aftur í Suðurkjördæmi
RÚV er með beina útsendingu frá því þegar atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi. Talning fer fram í Fjölbrautarskóla Suðurlands á Selfossi. Kjörgögn berast í hús um klukkan 18:30 og talning hefst á slaginu klukkan 19. Ákveðið var að ráðast í endurtalningu vegna þess hve mjótt var á munum. Reiknað er með að talningin taki 3 til 5 klukkustundir.
27.09.2021 - 18:26
Eftirlit hert með forsætisráðherra Hollands
Hollenska lögreglan óttast að Mark Rutte forsætisráðherra kunni að verða rænt eða að eiturlyfjagengi ráðist á hann. Hann hefur til þessa farið flestra sinna ferða á hjóli án þess að lífverðir séu með í för. Morð á rannsóknarblaðamanni og lögmanni sem tengdust réttarhöldum gegn glæpahópnum Mocro Mafia hafa orðið til þess að yfirvöld hafa áhyggjur af öryggi forsætisráðherrans.
27.09.2021 - 17:20
„Við viljum fá að vita hvað gerðist“
Formaður Landskjörstjórnar segir óvíst hvenær hægt verður að gefa út kjörbréf. Stjórnin hefur kallað eftir skýrslum frá öllum yfirkjörstjórnum fyrir klukkan átta í kvöld.
27.09.2021 - 16:38
Þörf á uppstokkun hjá Kristilegum demókrötum
Leiðtogi Kristilegra demókrata í Þýskalandi segir þörf á uppstokkun í flokknum eftir skellinn sem hann fékk í þingkosningum í gær. Sjálfur segist hann reiðubúinn að reyna að mynda nýja ríkisstjórn með öðrum flokkum.
Myndskeið
Ætla að nýta vikuna til að fara yfir stóru línurnar
Forystumenn stjórnarflokkanna ætla að hittast aftur á morgun til að ræða áframhaldandi stjórnarsamstarf. Þau ræddu saman í tæpa tvo tíma í Stjórnarráðinu í dag og sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að fundurinn hefði verið nýttur til að fara yfir stöðuna eftir kosningar og ákveða næsta fund. Katrín hefur rætt við þá frambjóðendur sem hafa dottið út af þingi síðasta sólarhringinn. „Auðvitað líður fólki ekki vel með þetta og þetta er allsendis óviðunandi.
27.09.2021 - 16:12
Myndskeið
Hefur opnað listasýningu á kjördag á Ísafirði síðan '87
Kristján Guðmundsson, myndlistarmaður, opnaði fyrst myndlistarsýningu á kjördag alþingiskosninga á Ísafirði árið 1987. Það varð svo að hefð og á laugardaginn opnaði Kristján sjöttu myndlistarsýningu sína á kjördag alþingiskosninga á Ísafirði. „Ef stjórnin springur þá sýni ég ekki, það skeði einu sinni. Stjórnin sprakk og þá var of stutt á milli sýninga og ég kom ekki þá,“ segir Kristján.
„Örfá atkvæði sem senda hringekjuna af stað“
„Það er engin leið að vita það fyrirfram hvað gerist. Það eru örfá atkvæði sem senda hringekjuna af stað og þegar hún er farin af stað er engin leið að spá fyrir um hvar hún endar,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði.
27.09.2021 - 15:20
Myndskeið
Hvatti þjóðir heims til samstöðu um áskoranir samtímans
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í dag. Í ræðu sinni talaði hann meðal annars fyrir aðgerðum í loftslagsmálum og jafnari dreifingu bóluefna.
27.09.2021 - 15:17
Í BEINNI
Leiðtogar ríkisstjórnarinnar funda um samstarfið
Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna þriggja eru mættir til fundar í Stjórnarráðinu, þar sem búast má við að þeir ræði grundvöll fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi.
27.09.2021 - 14:23
Fjórði varaforseti nú starfandi þingforseti
Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er nú starfandi forseti Alþingis þrátt fyrir að vera fjórði varaforseti þingsins. Þar til Alþingi kemur saman til fyrsta fundar og kýs sér nýjan þingforseta gegnir forsætisnefnd síðasta kjörtímabils áfram störfum. Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, er hins vegar hættur á þingi.
27.09.2021 - 14:09
„Snýst ekki um persónur heldur að rétt sé rétt“
Hólmfríður Árnadóttir, einn þeirra þingmanna sem féll út af þingi í gær eftir að atkvæði voru talin aftur í Norðvesturkjördæmi, segir þetta vera „eitt stórt fíaskó.“ Hún ætlar að kalla eftir greinargerð frá kjörstjórn og yfirkjörstjórn og óska eftir rökstuðningi fyrir því af hverju atkvæðin voru endurtalin í kjördæminu. „Þetta snýst ekki um persónur heldur að hlutirnir séu gerðir rétt.“
27.09.2021 - 14:04
„Erfitt að sjá hverjir eru inni og hverjir ekki"
Skoðanakannanir fyrir kosningar sýndu að talsverð hreyfing var á fylgi flokkanna fram á síðustu stundu. Erfitt sé að segja til um, út frá könnunum, hvaða þingmenn ná kjöri líkt og kom í ljós í gær, segir framkvæmdastjóri Maskínu.