Stjórnmál

Garðabæjarlistinn kærir ekki framkvæmd kosninga
Garðabæjarlistinn mun ekki leggja fram kæru vegna framkvæmdar utankjörfundaratkvæðagreiðslu í Holtagörðum. Umboðsmaður listans lagði fram bókun í gær þar sem kallað var eftir því að það yrði gert skýrara hvaða flokkar séu í framboði.
Hannes strikaður oftast út í Kópavogi
Í sveitarstjórnarkosningunum í Kópavogi, sem fóru fram um síðustu helgi, var langalgengast að kjósendur Sjálfstæðisflokksins gerðu breytingar á frambjóðendalista flokksins með útstrikunum. Alls voru gerðar 114 breytingar á lista flokksins. Hannes Steindórsson, sem skipaði fjórða sæti listans, var strikaður út langoftast, eða alls 70 sinnum.
20.05.2022 - 12:54
Töldu sér ekki virðing sýnd og tala við Sjálfstæðismenn
Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn eiga nú í óformlegum viðræðum um meirihlutasamstarf á Akranesi. Slitnað hefur upp úr viðræðum Framsóknar og Samfylkingar. Oddviti Samfylkingarinnar segir samtal flokkanna hafa orðið neikvætt og að flokknum hafi ekki verið sýnd virðing.
Hættir vegna ábendingar Bankasýslunnar um „like“
Hersir Sigurgeirsson, dósent í fjármálafræði við Háskóla Íslands, hefur lokið aðkomu sinni að úttekt á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka vegna ósættis um starfshætti Bankasýslunnar í tengslum við úttektina.
Góður gangur í meirihlutaviðræðum í Hafnarfirði
Góður gangur er í viðræðum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði.
Íris bæjarstjóri - Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar
Eyjalistinn og Fyrir Heimaey hafa komist að samkomulagi um áframhaldandi meirihlutasamstarf í Vestmannaeyjum. Íris Róbertsdóttir verður áfram bæjarstjóri, Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs og Páll Magnússon tekur við sem forseti bæjarstjórnar.
20.05.2022 - 11:28
Slitnað upp úr á Akranesi en tíðinda að vænta í dag
Slitnað hefur upp úr meirihlutaviðræðum Framsóknar og Samfylkingar á Akranesi. Flokkarnir voru í meirihluta á síðasta kjörtímabili.
20.05.2022 - 08:04
Innrás í Úkraínu
Medvedev segir þverstæðu felast í kröfum Vesturlanda
Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að Rússar leyfi útflutning á úkraínsku hveiti sem er innlyksa í geymslum við strendur Svartahafs. Dmitry Medvedev, fyrrverandi Rússlandsforseti og nú æðsti yfirmaður öryggismála í landinu, segir að Vesturlönd geti ekki búist við áframhaldandi afhendingu matvæla frá Rússlandi hyggist ríkin viðhalda viðskiptaþvingunum sínum.
Jóhann Karl staddur á Spáni fyrsta sinn í tvö ár
Jóhann Karl, fyrrverandi Spánarkonungur, er staddur í heimalandi sínu í fyrsta sinn síðan hann hélt í sjálfskipaða útlegð fyrir tveimur árum. Þungt er yfir ríkisstjórn Spánar vegna heimsóknarinnar.
20.05.2022 - 05:50
Brasilíuforseti gagnrýnir enn rafrænt kosningakerfi
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu upphóf í dag að nýju gagnrýni sína á rafrænt kosningakerfi landsins sem verið hefur við lýði allt frá árinu 1996. Hann hefur löngum dregið öryggi kerfisins í efa.
Næstum allt þungunarrof bannað í Oklahoma
Löggjafarþing Oklahomaríkis í Bandaríkjunum samþykkti í gær lög sem banna þungunarrof allt frá getnaði, með örfáum undantekningum. Lögin eru þau hörðustu sem samþykkt hafa verið í málaflokknum vestra.
McDonalds í Rússlandi selt og fær nýtt heiti
Bandaríska skyndibitakeðjan McDonalds hefur fundið kaupanda að rekstri fyrirtækisins í Rússlandi. Eftir að innrásin í Úkraínu hófst ákvað keðjan að loka öllum veitingastöðum sínum í landinu. Keðjan skiptir um nafn eftir kaupin.
Gögn talin sanna aftökur almennra borgara í Bucha
Vitnisburður og upptaka sjónarvotts og upptaka úr öryggismyndavélum þykja sanna að rússneskir fallhlífarhermenn tóku að minnsta kosti átta úkraínska karlmenn af lífi í úkraínsku borginni Bucha.
20.05.2022 - 01:40
Kanada bannar aðkomu Huawei og ZTE að 5G-neti
Kanadísk stjórnvöld ætla að banna alla aðkomu kínversku fjarskiptafyrirtækjanna Huawei og ZTE að 5G-kerfi landsins. Iðnaðar- og almannavarnaráðherrar Kanada greindu frá þessu á blaðamannafundi.
19.05.2022 - 23:22
Samþykktu stærsta aðstoðarpakkann til þessa
Bandaríska öldungadeildin samþykkti í kvöld nærri fjörutíu milljarða dala aðstoðarpakka fyrir Úkraínu. Áttatíu og sex þingmenn af hundrað greiddu atkvæði með pakkanum, bæði Demókratar og Repúblikanar.
„Línur skýrast eftir helgi“
Formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta í borginni hefjast um eða eftir helgina að mati oddvita Viðreisnar. Hún segist vera af heilum hug í bandalagi með fallna meirihlutanum og keflið sé hjá Framsókn. Hún segist ekki finna fyrir miklum þrýstingi frá Sjáfstæðisflokki að vinna með sér. Pólitísk framtíð oddvita Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar gæti ráðist af því hvort meirihluti til hægri eða til vinstri verði myndaður.
19.05.2022 - 20:53
Lýsir fullum stuðningi við umsóknir Finna og Svía
Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti fullum stuðningi við umsóknir Finnlands og Svíþjóðar um aðild að Atlantshafsbandalaginu þegar hann tók á móti leiðtogum ríkjanna í Washington. Hann sagði að aðild þeirra myndi styrkja bandalagið.
Óráðið um stöðu sveitarstjóra í Borgarbyggð
Ekki er búið að ákveða hvernig verður staðið að ráðningu sveitarstjóra í Borgarbyggð eftir að nýr meirihluti Framsóknarflokksins tekur við. Þetta segir oddviti flokksins.
19.05.2022 - 14:58
Formlegar viðræður hafnar í Kópavogi
Formlegar viðræður um myndun meirihluta í Kópavogi eru hafnar milli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá, Ásdísi Kristjánsdóttur (D) og Orra Vigni Hlöðverssyni (B), oddvitum flokkanna í sveitarfélaginu.
Óska eftir samráði um umdeilt frumvarp
Mikilvægt er að stjórnvöld hafi samráð við fagaðila um umdeilt frumvarp til útlendingamála, segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Fimmtán samtök og stofnanir skora á ríkisstjórnina að dýpka samráð og ná faglegri sátt um útlendingalög. Umdeilt frumvarp að útlendingalögum var tekið til fyrstu umræðu á Alþingi í vikunni.
19.05.2022 - 11:40
Sigurður vill bæta stöðu leigjenda og brunavarnir
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi á Alþingi um breytingu á húsaleigulögum. Er markmið lagabreytingarinnar að bæta réttarstöðu leigjenda og brunavarnir í leiguhúsnæði.
Heimsglugginn
Sjötta hvert dauðsfall vegna mengunar
Skýrsla the Lancet Commission bendir til þess að dauðsföll vegna megnunar hafi verið vanmetin. Í skýrslunni segir að rekja megi sjötta hvert dauðsfall í heiminum árið 2019 til mengunar, langmest loftmengunar. 
19.05.2022 - 10:06
Vilja tryggja aðgengi almennings að reiðufé
Bresk stjórnvöld heita almenningi því að reiðufé verði áfram aðgengilegt þrátt fyrir að stafrænar lausnir hafi orðið til þess að bankaútibúum er lokað í æ ríkari mæli.
Guterres hvetur Rússa til að opna hafnir Úkraínu
Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar við hættu á að hungur kunni að steðja að stórum hluta mannkyns verði ekki þegar brugðist við. Hann hvetur Rússa til að heimila kornflutning frá Úkraínu.
Þrettán milljónir Úkraínumanna á flótta
Alls er talið að þrettán milljónir Úkraínumanna hafi flúið heimili sín frá innrás Rússa í landið 24. febrúar. Samkvæmt því sem fram kemur á tölfræðivefnum Worldometer voru Úkraínumenn ríflega 43 milljónir um miðjan maí.