Stjórnmál

Kalla eftir aðgerðum stjórnvalda gegn heimilisofbeldi
Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gerðu nýja skýrslu ríkislögreglustjóra um heimilisofbeldi að umtalsefni á Alþingi í dag.
29.11.2022 - 15:07
Aðkoma ríkisins minni ef samið verður til skamms tíma
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki óeðlilegt að rætt sé um skammtímasamning við samningaborðið í ljósi óvissu í efnahagsástandinu í heiminum.
29.11.2022 - 12:22
Sunak: „Gullöldin í samskiptum við Kína er liðin“
Mikill viðbúnaður lögreglu vegna mótmælanna í Kína síðustu daga virðist hafa kæft þau að mestu leyti. Lögreglan hefur girt af mótmælasvæði, handtekið mótmælendur og gert húsleit hjá þeim. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands gagnrýnir stjórnarhætti í Kína harðlega og gefur í skyn breytingar í samskiptum við landið.
29.11.2022 - 12:16
Efling býður krónutöluhækkun og samning til rúmlega árs
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist vera bjartsýn að samningar náist við Samtök atvinnulífsins eftir fund félaganna í gærkvöldi. Efling hefur sent Samtökum atvinnulífsins tilboð um kjarasamning til rúmlega eins árs.
„Ísland hefur klára skyldu til að bregðast við“
Utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, þar á meðal Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir áttu fundi með úkraínskum ráðamönnum í Kænugarði í dag. Hópurinn hitti meðal annars Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu.
28.11.2022 - 20:58
Stjórnarsáttmálinn eins árs
Forsætisráðherra er þessa dagana að hleypa af stokkunum vinnu við breytingar á stjórnarskrá. Hún vill efna til almenningssamráðs um ýmis ákvæði og opna hið pólitíska samtal á ný um mitt næsta ár. Eitt ár er í dag frá undirritun stjórnarsáttmálans og endurnýjun á samstarfi stjórnarflokkanna.
Þjarmað að fyrrverandi ráðherra vegna leyniútnefninga
Ástralska þingið mun greiða atkvæði um hvort ávíta eigi Scott Morrison fyrrverandi forsætisráðherra landsins.
28.11.2022 - 05:18
Sátt milli stjórnar og stjórnarandstöðu í Venesúela
Stjórnvöld og stjórnarandstaða í Venesúela undirrituðu í gær samfélagssáttmála fyrir milligöngu norskra stjórnvalda. Viðræðurnar eru haldnar í Mexíkó. Marcelo Ebrard, utanríkisráðherra Mexíkós, segir sáttmálann veita gervallri rómönsku Ameríku von. 
Þrír af hverjum fjórum þurfa að reiða sig á neyðarhjálp
9,4 milljónir Suður-Súdana munu þurfa að reiða sig á neyðaraðstoð og vernd alþjóðastofnana og hjálparsamtaka á næsta ári, hálfri milljón fleiri en á þessu ári. Þetta er mat þeirra stofnana og samtaka sem þar vinna að mannúðaraðstoð og samræmingarmiðstöðvar mannúðaraðstoðar hjá Sameinuðu þjóðunum.
Erfitt að koma hjálpargögnum til nauðstaddra í Tigray
Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna segja það miklum erfiðleikum bundið að koma hjálpargögnum til nauðstaddra í hinu stríðshrjáða Tigray-héraði í Eþíópíu, þrátt fyrir að samið hafi verið um vopnahlé í landinu.
HM í Katar
Gera írönskum stjórnarandstæðingum lífið leitt
Lögregla og starfsfólk á leikvöngum heimsmeistarakeppninnar í Katar halda áfram að skipta sér af klæðaburði og útliti áhorfenda, þótt alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hafi gefið fyrirmæli um að heimila skuli regnbogafána og -fatnað hvers konar. Nú er það stuðningsfólk íranska landsliðsins - og mótmælenda í Íran - sem fær að finna fyrir einbeittum vilja vallarstarfólks til að hindra tjáningarfrelsið.
26.11.2022 - 02:48
Bretum vísað á brott frá Danmörku
Bretinn Will Hill er á leiðinni til Lundúna frá Danmörku þar sem hann hefur verið búsettur undanfarin ár. Honum láðist að sækja um búseturétt í tæka tíð eftir að Bretar yfirgáfu Evrópusambandið. 
25.11.2022 - 21:52
Erlent · Evrópa · Stjórnmál · Brexit · Bretland · Danmörk
Breskur ráðherra sakaður um eineltistilburði
Breska forsætisráðuneytið staðfesti í dag að þrjár ásakanir gegn Dominic Raab, dómsmálaráðherra og aðstoðar-forsætisráðherra, fyrir eineltistilburði væru til rannsóknar hjá ráðuneytinu. Hún nær til starfa hans sem dómsmálaráðherra, og eins þegar hann gegndi embætti utanríkisráðherra og ráðherra Brexitmála.
25.11.2022 - 19:01
Viðtal
Stórundarlegt að tala um mannréttindabrot
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það ekki koma sér á óvart að lífeyrissjóðirnir hafi látið vinna fyrir sig lögfræðiálit sem sýni að þeir hafi réttinn sín megin í deilum um ÍL-sjóð. Slíkt sé algengt. Hann segir hins vegar stórundarlegt að tala um hugsanlegt gjaldþrot eða skuldaskil sjóðsins sem brot gegn stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu.
Svíþjóð
600 ungmenni kæra ríkið fyrir ólöglega loftslagspólitík
Baráttukonan unga, Greta Thunberg, og hundruð sænsk ungmenni önnur leggja í dag fram kæru á hendur sænska ríkinu fyrir að reka ólöglega umhverfis- og loftslagspólitík. Um 600 sænsk börn og ungmenni eiga aðild að kærunni sem lögð er fram af samtökum þeirra, Aurora.
82 milljónir öreiga í Rómönsku Ameríku
Örbirgð, eða sárafátækt, hefur farið vaxandi í Rómönsku Ameríku að undanförnu, samkvæmt sérfræðinganefnd Sameinuðu þjóðanna um efnahagsmálefni álfunnar. Áætlað er að allt að 82 milljónir karla, kvenna og barna í rómönsku Ameríku búi við sárafátækt áður í lok þessa árs. Ástæðurnar eru fyrst og fremst há verðbólga og eftirköst heimsfaraldurs kórónuveirunnar.
Útilokar að her Hvíta Rússlands ráðist inn í Úkraínu
Hvíta Rússland mun ekki taka beinan þátt í stríðsátökunum í nágrannaríkinu Úkraínu að sögn forsetans Alexanders Lúkasjenko, sem útilokar að hvítrússneski herinn verði sendur yfir landamærin. „Við blöndum okkur ekki í þetta, við drepum engan,“ sagði forsetinn, sem segist þó styðja Rússa eindregið og gagnrýnir Vesturlönd harðlega.
Vildu fyrst leysa deilu um veg að jörð Haraldar
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði vildu að afgreiðslu deiliskipulags á jörð athafnamannsins Haraldar Þorleifssonar á Kjalarnesi yrði frestað þar til búið væri að ná samkomulagi um hvernig umferð yrði hagað um veg sem er í eigu annars landeiganda. Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokksins sat hjá við afgreiðslu málsins.
24.11.2022 - 18:00
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Kosningar um réttindi hinsegin fólks
Kosningar verða í Færeyjum 8. desember. Stjórnin missti meirihluta eftir að lögmaður, sem er forsætisráðherra Færeyja, rak Jenis av Rana úr stjórninni vegna andstöðu hans við aukin réttindi samkynhneigðra. Miðflokkur Jenis av Rana hætti þá stuðningi við stjórnina og ekki tókst að mynda nýjan meirihluta.
Sakar Rússa um glæpi gegn mannkyni
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti sakaði Rússa um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni þegar hann ávarpaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í gegnum fjarfundabúnað í gærkvöld. Hann lagði hart að ráðinu að gera allt sem í þess valdi stæði til að stöðva grimmilegar loftárásir Rússa á grundvallarinnviði Úkraínu.
Brasilía
Kröfu um ógildingu milljóna atkvæða vísað frá
Æðsti kosningadómstóll Brasilíu hafnaði í gær kröfu Frjálslynda flokksins, flokks Jairs Bolsonaro, fráfarandi forseta, um að ógilda öll atkvæði sem greidd voru í um 280.000 kosningavélum í seinni umferð forsetakosninganna þar í landi í október. Jafnframt var flokkurinn sektaður fyrir að leggja fram tilhæfulausa kæru gegn betri vitund.
ESB-aðild Íslands
Óákveðnum fjölgar á kostnað fylgjenda
Stuðningur við inngöngu Íslands í Evrópusambandsins mælist mestur meðal kjósenda Pírata en minnstur hjá kjósendum Miðflokksins. Evrópusinnum hefur hins vegar fækkað hlutfallslega meðal stuðningsfólks Samfylkingarinnar og óákveðnum fjölgar. Þetta kemur fram í nýrri könnun Prósents sem birt er í Fréttablaðinu í dag.
24.11.2022 - 05:52
Fimm konumorð á hverri klukkustund, allan ársins hring
Árið 2021 féllu að meðaltali rúmlega níu konur og stúlkur fyrir morðingja hendi á hverri einustu klukkustund, þar af rúmlega fimm af mönnum sem tengdust þeim fjölskylduböndum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um konumorð.
Kína: Metfjöldi með COVID-19 og vaxandi óánægja
Fleiri greindust með COVID-19 í Kína síðasta sólarhringinn en nokkru sinni fyrr, samkvæmt opinberum tölum heilbrigðisyfirvalda. Í gær greindust 31.454 með veiruna í Kína, segir í tilkynningu heilbrigðisyfirvalda, þar af voru 27.517 einkennalaus.
24.11.2022 - 03:53
Á þing fyrir Alaska, fyrst kvenna og frumbyggja
Demókratinn Mary Peltola verður eini fulltrúi Alaskaríkis í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á næsta kjörtímabili eftir að hún bar sigurorð af Repúblikönunum Söruh Palin, fyrrverandi ríkisstjóra Alaska, og Nick Begich III.