Stjórnmál

Réttað yfir Sarkozy á morgun
Réttarhöld yfir Nicolas Sarkozy fyrrverandi forseta Frakklands hefjast á morgun. Sarkozy er sakaður um spillingu og að hafa þegið mútur. Hann hefur lengi barist fyrir því að málið verði fellt niður. Hann er fyrsti forsetinn í sögu Frakklands sem fer fyrir rétt vegna spillingarmáls.
22.11.2020 - 18:41
Heimskviður
Bakslag í norrænni samvinnu
Öfugþróun hefur verið í norrænu samstarfi undanfarin ár. Forsætisráðherrar ríkjanna samþykktu í fyrra að Norðurlönd yrðu samofnasta og sjálfbærasta svæði veraldar, en kórónuveirufaraldurinn hefur leitt til þess að landamæri hafa verið lokuð og afturkippur hefur orðið í samstarfinu. Í stað þess að samstaða þjóðanna ykist hafa ríkisstjórnir brugðist við faraldrinum án nokkurs samráðs við önnur norræn ríki.
22.11.2020 - 12:15
Enginn varaformaður í Miðflokknum
Tillaga laganefndar Miðflokksins um að leggja niður varaformannsembættið var samþykkt á aukalandsþingi flokksins nú rétt í þessu. Samkvæmt tillögunni verður þingflokksformaður talsmaður stjórnar í forföllum formanns. Vigdís Hauksdóttir var sú eina sem hafði tilkynnt um framboð til varaformanns gegn Gunnari Braga Sveinssyni sem jafnframt er þingflokksformaður. Hún segist ekki munu sækjast eftir sæti í stjórn flokksins.
21.11.2020 - 18:06
Desemberuppbót til umsækjenda um alþjóðlega vernd
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að greiða umsækjendum um alþjóðlega vernd fasta framfærslugreiðslu í desember, tíu þúsund krónur til fullorðinna og fimm þúsund til barna. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður verði um 4,5 milljónir króna. Umsækjendur um alþjóðlega vernd hafa fengið slíkar greiðslur frá því í desember árið 2017, þótt ekki séu í gildi reglur um þær.
Auknu fé varið í íþrótta og æskulýðsstarf
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sagði í ræðu sinni á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag að til standi að verja auknum fjármunum til að styðja við íþróttahreyfinguna og einnig í tómstundastarf.
21.11.2020 - 15:40
„Einhverjir þora kannski ekki að taka varaformannsslag“
Aukalandsþing Miðflokksins fer fram í dag og meðal þeirra tillaga sem laganefnd flokksins hefur lagt fram er að embætti varaformanns verði lagt niður og að þingflokksformaður gegni því hlutverki sem varaformaður hefur gegnt hingað til. Vigdís Hauksdóttir, oddviti flokksins í borgarstjórn í Reykjavík, er sú eina sem hefur tilkynnt um framboð gegn Gunnari Braga Sveinssyni, sitjandi varaformanni.
21.11.2020 - 15:21
Stjórnmálamenn leikarar í leikhúsi ímyndarstjórnmálanna
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins sagði í ræðu sinni á aukalandsþingi Miðflokksins í dag að sífelld eftirgjöf eigi sér stað frá kjörnum fulltrúum til kerfisins. Stjórnmálin verði sífellt einstrengingslegri.
21.11.2020 - 14:50
„Nú er komið að bönkunum að sýna á spilin“
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að nú sé komið að bönkunum að sýna á spilin. „Seðlabankinn hefur staðið við sitt, ríkissjóður hefur sett fram aðgerðir og stuðningslán verða framlengd,“ sagði hann í ræðu á miðstjórnarfundi flokksins í morgun. Allir aflögufærir þyrftu að koma að borðinu, bankarnir líka.
21.11.2020 - 14:32
Fjárhagsstaða stjórnmálaflokka snarbatnar milli ára
Ársreikningar sex stjórnmálaflokka sem ríkisendurskoðun birti í gær sýna að þeir högnuðust allir árið 2019, Samfylkingin mest og Viðreisn minnst. Langstærstur hluti teknanna kemur úr opinberum sjóðum.
21.11.2020 - 12:32
Viðtal
Færri börn týnast í faraldrinum en þau týnast oftar
Leitarbeiðnum til lögreglu um týnd börn hefur fjölgað í faraldrinum, en þær ná til færri einstaklinga. Þetta segir Guðmundur Fylkisson lögreglumaður sem hefur um árabil séð um að hafa uppi á týndum börnum.
Spegillinn
Breytir öllu að fá að mæta einu sinni á dag
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, gaf í gær, á alþjóðadegi barna, út aðgerðaáætlun vegna kórónuveirunnar með yfirskriftinni "Afstýrum hörmungum fyrir heila kynslóð". Þar er efst á blaði að tryggja að öll börn hafi aðgang að menntun.
21.11.2020 - 10:18
Biden fær Twitter-aðgang forsetaembættisins
Joe Biden fær forsetaaðganginn á samfélagsmiðlinum Twitter 20. janúar, sama hvort Donald Trump verður þá búinn að játa sig sigraðan eða ekki. Þetta sagði Talsmaður Twitter í svari við fyrirspurn vefsins Politico. Embætti Bandaríkjaforseta er með aðganginn POTUS á Twitter, sem er skammstöfun fyrir forseta Bandaríkjanna.
Kynna aðgerðir til stuðnings íþróttafélögum
Ríkisstjórnin ætlar um miðja næstu viku að kynna styrki til íþróttafélaga og hvernig komið verður til móts við íþróttastarf í landinu á tímum COVID-19. Ríkisstjórnin samþykkti helstu útlínur þessa verkefnis á fundi sínum í gær en endanlegar útfærslur verða ljósar í næstu viku, segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Stefna ríkislögreglustjóra og ríkinu
Yfirlögregluþjónar og aðstoðaryfirlögregluþjónar sem gerðu samkomulag við Harald Johannessen, fyrrverandi ríkislögregreglustjóra, hafa stefnt ríkislögreglustjóra og ríkinu og telja engar forsendur til að afturkalla gerða samninga um aukin launakjör og lífeyrisgreiðslur.
21.11.2020 - 08:06
Spegillinn stendur við GRECO pistil
Vegna greinar Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í Morgunblaðinu í dag þar sem hún segir að fréttamaður Spegilsins hafi afflutt í pistli sínum á mánudag efni í skýrslu GRECO samtakanna um íslenska stjórnsýslu, vill Spegillinn taka fram að hann stendur við efni pistilsins.
20.11.2020 - 17:51
Aðgerðirnar skref í rétta átt að mati ASÍ
Alþýðusamband Íslands fagnar nýjum efnahagsaðgerðum stjórnvalda í megindráttum og segja þær vera skref í rétta átt. Fólkið þurfi að vera í fyrirrúmi í aðgerðum, ekki fjármagnið.
20.11.2020 - 17:43
Stjórnarandstöðuleiðtogi í Úganda ákærður
Dómstóll í Kampala, höfuðborg Úganda, ákærði í dag stjórnarandstöðuleiðtogann og poppstjörnuna Bobi Wine fyrir að halda fjölmennan fund með stuðningsfólki sínu, þrátt fyrir bann við fundarhöldum í faraldrinum. Talið er að hann verði helsti keppinautur sitjandi forseta í kosningum í janúar.
20.11.2020 - 16:49
Desemberuppbót og kerfisbreyting í bótakerfinu
Meðal þess sem kynnt var á kynningarfundi ríkisstjórnarinnar voru sérstakar aðgerðir fyrir einstaka hópa í samfélaginu, svo sem skattfrjáls eingreiðsla til örorkulífeyrisþega og desemberuppbót til handa þeim.
20.11.2020 - 16:06
Mynd með færslu
Í BEINNI
Ríkisstjórnin kynnir viðspyrnuaðgerðir
Ríkisstjórnin kynnir framhald af aðgerðum til að sporna við efnahagsáhrifum kórónuveirufaraldursins í Hörpu í dag klukkan 15.00.
20.11.2020 - 14:46
Sigur Joes Bidens í Georgíu staðfestur
Kjörstjórn í Georgíu í Bandaríkjunum hefur staðfest eftir endurtalningu atkvæða að Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, hafði betur en Donald Trump í forsetakosningum í ríkinu. Munurinn á fylgi þeirra var þó enn minni en áður hafði verið tilkynnt. Kæru Repúblikana vegna talningar í Arizona hefur verið vísað frá.
Borgin leggst gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um flugvöllinn
Borgarlögmaður segir þingsályktunartillögu um að efnt skuli til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar í andstöðu við stjórnarskrárvarinn sjálfsstjórnarrétt og skipulagsvald sveitarfélaga og þá stefnu sem Reykjavíkurborg hefur markað um flugvöllinn í skipulagsáætlunum sínum. Þjóðaratkvæðagreiðslan geti ekki bundið borgina til að ráðast í aðgerðir og því leggist Reykjavíkurborg eindregið gegn því að tillagan verði samþykkt.
20.11.2020 - 11:40
Myndskeið
Vill ráðast í róttæka endurskoðun
Fjármálaráðherra segir að ráðast þurfi í róttæka endurskoðun á öldrunarþjónustu og hjúkrunarheimilum, stokka þurfi upp kerfið og ræða hvernig eigi að fjármagna og reka það til framtíðar. Formaður Samfylkingarinnar segir undirmönnun vera stóran hluta vandans.
20.11.2020 - 09:15
Tólf mánaða fæðingarorlof ef frumvarpið verður að lögum
Foreldrar barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur eftir áramót eiga rétt á tólf mánaða samanlögðu fæðingarorlofi, ef frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, nær fram að ganga. Frumvarpið hefur verið lagt frá á Alþingi.
19.11.2020 - 17:57
Leggur til tímabundna lækkun tryggingagjalds
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti nú síðdegis fyrir frumvarpi sínu um skatta og gjöld en meðal þess sem það felur í sér er tímabundin lækkun tryggingagjalds á næsta ári. Mun þannig almenna tryggingagjaldið lækka úr 4,9 prósentum í 4,65 prósent til að milda áhrifin af launahækkunum sem samið var um í lífskjarasamningnum.
19.11.2020 - 17:48
Vilja þjóðarátak í landgræðslu
Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar, og fimm aðrir þingmenn Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna, hafa lagt fram tillögu á Alþingi um að fela umhverfisráðherra að hefja þjóðarátak í landgræðslu.
19.11.2020 - 17:07