Stjórnarskrá

Sjálfstæðisflokkurinn á móti - „Hvað með það?"
Alþingi felldi í gær tillögu um að tekið yrði á dagskrá frumvarp Pírata um að stjórnarskrárbreytingar verði bornar undir þjóðina. Um var að ræða að fá samþykkt breytingarákvæði, sem nýtt þing hefði þurft að staðfesta. „Þessi breyting sem var lögð til er breyting á stjórnarskrá – snýst um það hvernig sé hægt að breyta stjórnarskrá,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, á Morgunvaktinni á Rás 1. Hann undrast að afstaða Sjálfstæðisflokksins ráði ferðinni. „Hvað með það?"
27.09.2017 - 11:08
Engin stjórnarskrárnefnd verið skipuð
Ríkisstjórnin hefur enn ekki skipað þverpólitíska stjórnarskrárnefnd sem á, samkvæmt stjórnarsáttmála, að leggja fram tillögur að stjórnarskrárbreytingum á næstu tveimur árum.
13.09.2017 - 22:41
Ekkert gert þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar
Landsdómur hefur lengi verið mönnum þyrnir í augum og einstaka þingmenn hafa áratugum saman lagt til að lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm verði endurskoðuð. Þrátt fyrir það hefur ekkert komið út úr því. Þingsályktunartillögur um breytingar hafa ýmist dagað uppi í þinginu eða ekkert hefur verið gert með efni tillagnanna eftir samþykkt þeirra.
06.03.2017 - 16:55
Feigðarflan að nýta ákvæði um landsdóm
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að það hafi verið feigðarflan eftir hrun að nýta forn og úrelt ákvæði í stjórnarskrá um landsdóm. Það hafi sýnt sig að niðurstaða dómsins hafi fremur sundrað en sameinað og það á versta tíma.
06.03.2017 - 06:28
Kosningapróf: Tillögur stjórnlagaráðs
Um fimm af hverjum tíu sem tekið hafa þátt í kosningaprófi RÚV telur að ekki eigi að samþykkja tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá óbreyttar. Um 42 prósent eru því ósammála.
26.10.2016 - 22:33
Skoðanaskipti um stjórnarskrána nauðsynleg
Það er brýnt að skiptast á skoðunum um stjórnarskrána og fólk verður að geta skilið hana rétt. Þetta segir forseti Íslands. Hann tók þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um stjórnarskrána á Akureyri í morgun.
23.09.2016 - 13:57
Stjórnarskrármálið getur hamlað stjórnarmyndun
Afstaða til endurskoðunar á stjórnarskrá getur haft áhrif á stjórnarmyndunarviðræður eftir alþingiskosningar. Þetta segir Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor. Stærstu flokkarnir samkvæmt fylgiskönnunum, Píratar og Sjálfstæðisflokkur, gætu átt erfitt með að ná sameiginlegri lendingu.
23.09.2016 - 08:59
Forsetaembættið illa skilgreint í stjórnarskrá
Embætti forseta Íslands er afar illa skilgreint í stjórnarskrá lýðveldisins. Það ersameiginleg niðurstaða tveggja fræðimanna, Ragnheiðar Kristjánsdóttur prófesssors í sagnfræði við Háskóla Íslands og Birgis Hermannssonar aðjúnkts í stjórnmálafræði einnig við Háskóla Íslands. Þau fjölluðu um forsetaembættið og væntingar til þess á málstofu við Háskóla Íslands í dag. Ragnheiður segir þetta kristallast í umræðum og ólíkri sýn frambjóðenda til embættisins.
18.05.2016 - 16:05
„Þurfum að byrja upp á nýtt“
„Fyrst og fremst þurfum við sameiginlega ákvörðun um það að breyta. Byrja upp á nýtt. Okkur tókst það næstum því eftir hrun. Fólk skilur og getur. Það er óþolandi að búinn sé til múr með sérfræðingum milli fólksins og pólitíkurinnar. Við þurfum nýjan samfélagssáttmála sem skrifaður er á mannamáli af fólki og fyrir fólk, og hægt er að lesa, skilja og breyta, ef þess þarf“, sagði Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins, á Morgunvaktinni á Rás 1.
03.05.2016 - 12:22
Stjórnarskrárnefnd fer yfir athugasemdir
Sjötíu til áttatíu athugasemdir bárust við tillögur stjórnarskrárnefndar. Formaður nefndarinnar segir að frumvarpið um náttúruauðlindir sé mörgum hugleikið. Stefnt er að því að skila frumvarpsdrögum á þessu þingi.
09.03.2016 - 12:41
Mikilvægt að þjóðin fái að greiða atkvæði
Ragnhildur Helgadóttir forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík segir mikilvægt að þjóðin fái að kjósa um mikilvægar þingsályktanir í þjóðaratkvæðagreiðslu, eins og opnað er á í tillögu stjórnarskrárnefndar, en ekki aðeins lög,
24.02.2016 - 18:25
Stjórnarskráin: Nýju ákvæðin komin
Almenningi gefst kostur á að skila umsögnum til 8. mars um ný ákvæði í stjórnarskrá um náttúruauðlindir og þjóðaratkvæðagreiðslu eftir að stjórnarskrárnefnd samþykkti endanleg drög síðdegis.
19.02.2016 - 18:58
Stjórnarskrárnefnd fundar um tillögurnar
Þrjár tillögur stjórnarskrárnefndar um breytingar á stjórnarskránni verða kynntar í dag. Stjórnarskrárnefnd situr nú á fundi um málið.
19.02.2016 - 15:11
Stjórnlagaráð vildi breytingar á forsetakjöri
Stjórnlagaráð lagði til í frumvarpi sínu til stjórnskipunarlaga árið 2011 forgangsröðun við forsetakjör, s.k. írska leið, en það eins og annað í frumvarpinu náði ekki fram að ganga. Þorkell Helgason átti sæti í stjórnlagaráði.
08.01.2016 - 17:23
Stjórnarskrárbreyting ekki á dagskrá
Hugsanleg breyting á stjórnarskrárákvæðum um forsetakjör er hvorki á dagskrá funda Stjórnarskrárnefndar í dag né eftir helgi. Breyting á ákvæðunum þannig að tryggt sé að nýkjörinn forseti hafi meirihluta kjósenda á bak við sig er ekki líkleg eins og staðan er í dag.
08.01.2016 - 14:52
Forsetinn á ekki að vera gæslumaður Alþingis
Stjórnarskrárákvæðið um málskotsrétt forseta var komið í drög að stjórnarskrá árið 1940 þegar ráðgert var að forseti yrði þingkjörinn. Það hafði því ekkert með umboð þjóðarinnar að gera. Markmiðið með því var að þjóðin gæti komið í veg fyrir að forsetinn misbeitti valdi sínu. Forseta Íslands var aldrei ætlað að verða gæslumaður Alþingis.
17.12.2015 - 18:06
Bein afskipti af störfum þingsins
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gerði alvarlegar athugasemdir við afskipti forseta Íslands af störfum þingsins. Þar vísar Birgitta í ræðu forsetans við þingsetningu í september síðastliðnum þegar Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands varaði við atkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá samhliða forsetakosningum á næsta ári. Þar hafi verið um fyrirmæli til þingmanna að ræða. Og nú virðist sem vinna í stjórnarskrárnefnd sé komin í algjörar ógöngur.
25.11.2015 - 20:42
Margir lokafundir en engin lok
Formaður Vinstri-grænna og þingflokksformaður Samfylkingarinnar inntu formenn stjórnarflokkanna eftir því við upphaf þingfundar í hvað liði því að stjórnarskrárnefnd lyki störfum sínum. Bæði undruðust að nefndin hefði setið hvern lokafund sinn á fætur öðrum en enn væri störfum ekki lokið.
16.11.2015 - 16:25
Árni Páll segist hafa lent í hakkavél
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að umræðan um stjórnarskrármálið hafi verið óboðleg á köflum. Fólk sem hafi áhuga á stjórnarskránni þori ekki að blanda sér í umræðuna, meðal annars eftir að hafa fylgst með því hvernig hann hafi lent í hakkavél í þessu máli.
16.10.2015 - 09:34
Prófkjörin hafa eyðilagt flokkana
Valdaflokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin, eru í miklum vanda — ekki síst vegna þess skaða sem opin prófkjör hafa valdið. Þetta segir Svanur Kristjánsson, prófessor og Pírati. Til verða forystumenn sem styðjast ekki við félagskerfi flokkanna og kunna ekki að vinna með fólki.
15.09.2015 - 10:04
Andlýðræðislegt að sameina kosningar
Ólafur Ragnar Grímsson forseti var gagnrýninn á áform um breytingar á stjórnarskrá í ræðu sem hann flutti við setningu Alþingis. Hann sagði að það væri andlýðræðislegt að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar samhliða forsetakosningum næsta sumar.
08.09.2015 - 11:22
Stjórnarskrárbreytingar í tímapressu
Alþingi kemur saman á morgun að loknu sumarhléi og við taka þingstörf vetrarins. Búast má við að eitt stærsta þingmál haustsins, verði frumvarp um breytingar á stjórnarskránni en verði það samþykkt yrðu það sögulegar breytingar.
07.09.2015 - 21:11
Kjósi ekki bara um tillögur stjórnvalda
Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, spyr hvort núverandi stjórnvöld séu rétta aflið í samfélaginu til að gera breytingar á því auðlindaákvæði stjórnarskrár sem stjórnlagaráð lagði til.
03.09.2015 - 09:51
Píratar vilja tvö mál á stutt þing
Aðalfundur Pírata samþykkti í dag eftir nokkrar breytingar tillögu um Píratar vinni að því að tvö mál verði meginmál næsta kjörtímabils; stjórnarskrármálið og þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald umsóknarferilsins við Evrópusambandið. Þá vilja Píratar að kjörtímabilið verði stutt.
30.08.2015 - 19:17
Bjartsýni eykst í Grikklandsmálum
Grikkir, með þá Alexis Tsipras og Yanis Varoufakis í fararbroddi, lögðu í gær fram 12 blaðsíðna plagg með tillögum um aðgerðir Grikklandsstjórnar til að mæta kröfum lánardrottna þeirra um aðhald og sparnað, sem eru forsendur fyrir áframhaldandi fjárhagsaðstoð þeirra við hið skuldum vafða Grikkland.
23.06.2015 - 06:21