Stjórnarskrá

Spegillinn
Væri ævintýraleg óvænt uppákoma
Með því að fjölga jöfnunarsætum þingmanna væri hægt að jafna vægi atkvæða milli flokkanna sem bjóða fram í næstu alþingiskosningum. Í síðustu þremur alþingiskosningum hefur vægið ekki verið jafnt og það virðist stefna í það sama í kosningunum í haust.
Stjórnarskrárfrumvarp til meðferðar eftir áramót
Alþingi fær frumvörp eða frumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá til meðferðar eftir áramót. Enn er unnið úr athugasemdum sem hafa borist, til dæmis hafa verið gerðar verulegar athugsemdir varðandi þjóðaratkvæðagreiðslur.
11.12.2020 - 14:17
59% Íslendinga telja mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá
Um sex af hverjum tíu telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á þessu kjörtímabili. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem var gerð í september. 25 prósent segja lítilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá.
Spyrja á ný hvar nýja stjórnarskráin sé
Þingmenn Pírata lýstu yfir furðu sinni yfir háþrýstiþvotti stjórnvalda á vegg við Sjávarútvegshúsið í gær og sögðu að verið væri að háþrýstiþvo sannleikann. Um tíu ungmenni komu saman við Sjávarútvegshúsið í dag og hófust handa við að mála samskonar listaverk og þvegið var af vegg við húsið með sömu skilaboðum, en nú á grindverk.
13.10.2020 - 16:10
„Ef spurningunni er ekki svarað er bara að tala hærra“
Umbra, þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins sem sér um rekstur húsnæðis ráðuneytanna segist hafa tekið ákvörðunina um að fjarlægja áletrun af vegg við Sjávarútvegshúsið í gær. Áletrunin var ákall um nýja stjórnarskrá. Stjórnmálamenn hafi ekki komið að ákvörðuninni. Höfundur verksins hyggst bregðast við þrifunum.
13.10.2020 - 12:49
Segir Alþingi skulda þjóðinni stjórnarskrárbreytingar
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ætlar að leggja fram frumvörp um breytingar á stjórnarskrá í eigin nafni sem þingmaður. 
08.10.2020 - 06:57
Segja upplýsingaóreiðu í stjórnarskrárumræðu
Félag ungra Sjálfstæðismanna opnaði í gær vefsvæði þar sem leggja á fram staðreyndir um nýja stórnarskrá lýðveldisins. Ungir sjálfstæðismenn segja upplýsingaóreiðu hafa átt sér stað og að rangfærslur hafi farið á flug í umræðu um nýja stjórnarskrá.
Myndskeið
Fræða jafnaldra sína um nýja stjórnarskrá á TikTok
Tvær ungar konur nota TikTok og Instagram til að fræða jafnaldra sína um nýju stjórnarskrána. Þær segja samfélagsmiðla mikilvægt tól sem gefi ungu fólki vægi í þjóðfélagsumræðu þar sem raddir þess séu annars hunsaðar.
31.08.2020 - 14:32
Myndskeið
Ríkisstjórnin setið í þúsund daga
Þúsundasti starfsdagur ríkisstjórnarinnar var í dag. Forsætisráðherra segir kjaramálin eitt það mikilvægasta sem náðst hefur, en atvinnuleysið sé helsta verkefnið framundan. Sagnfræðiprófessor segir þessa ríkisstjórn ekki fara í sögubækurnar sem breytingastjórn, frekar sem stöðugleikastjórn.
Myndskeið
Fráleitt að ekki sé tekið á framsali valds
„Nýtt stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra er ekki róttækt en tillögurnar eru flestar til bóta,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði. Hann segir fráleitt og algerlega óviðunandi að ekki sé hróflað við 21. grein stjórnarskrárinnar um framsal valds.
Á annað hundrað umsagnir borist samráðsgátt
Á annað hundrað umsagnir hafa borist samráðsgátt stjórnvalda vegna frumvarps um breytingu á stjórnarskrá Íslands. Þegar þessi færsla var skrifuð voru umsagnirnar orðnar 134. Frumvarpið var birt í samráðsgáttinni 30. júní síðastliðinn. Frestur til þess að skila inn umsögn um frumvarpið rennur út í dag.
22.07.2020 - 13:42
Unnið á grundvelli sáttar ekki sundrungar
Frumvarpsdrögin að breytingu á stjórnarskrá sem nú eru til kynningar á samráðsgáttinni eru lagatæknilega séð langt komin. Þetta segir  Skúli Magnússon héraðsdómari og dósent sem var fenginn til að semja frumvarpið í samráði við formenn flokkanna.
Horfðu til nágrannaþjóða varðandi lengingu kjörtímabils
Ekki kemur eingöngu til greina að hámarka setu í forsetaembætti við tólf ár, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Einnig hafi verið rætt um að miða tímalengdina við 15 ár. Aðalatriðið með frumvarpinu nú sé að fá svör við hvort fólk sé sammála því að tímamörk séu sett.
Tímamörk á forseta og þingræði bundið í stjórnarskrá
Hámark verður sett á þann tíma sem einstaklingur getur gegnt embætti forseta og þingræðisreglan verður bundin í stjórnarskrá, ef frumvarp að breytingum á stjórnarskrá verður að lögum. Jafnframt er kveðið á um að Alþingi geti afturkallað lög sem forseti synjar staðfestingar, þannig að ekki fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þau.
01.07.2020 - 10:11
Gagnrýndi Samherja og Alþingi fyrir gjafakvóta
Þjóðþingið stendur ekki undir nafni meðan það lætur gjafakvótakerfið viðgangast og fólk getur ættleitt börn sín að syndandi fiski í sjónum. Þetta sagði Örn Bárður Jónsson, fyrrverandi prestur í Neskirkju, þegar hann flutti predikun í Breiðholtskirkju í morgun. Messan er tileinkuð eldri borgurum og hefð fyrir að fá presta sem komnir eru á eftirlaun til að flytja predikun. Örn Bárður gerði að umtalsefni nýleg eigendaskipti Samherja þar sem börn stofnenda erfðu stóran hluta fyrirtækisins.
21.05.2020 - 16:33
Óska álits á frumvarpi um breytingu á stjórnarskrá
Frumvarp um nýtt ákvæði í stjórnarskrá um íslenska tungu er til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda til 25. maí. Þar er kveðið á um að íslenska sé ríkismál Íslands sem ríkisvaldið skuli styðja og vernda. Að auki er kveðið á um að íslenskt táknmál sé tungumál þeira sem þurfa að reiða sig á það til tjáningar og samskipta, og ríkisvaldið styðji það og verndi einnig.
12.05.2020 - 04:32
Spyr formenn hvort þeir vilji ræða jöfnun atkvæða
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að taka það upp á næsta fundi um stjórnarskrármál hvort vilji sé fyrir því að taka umræðu um jöfnun atkvæða á þessu kjörtímabili. Formenn stjórnmálaflokkanna sem eiga fulltrúa á Alþingi hafa verið kallaðir á fund forsætisráðherra á föstudag.
04.05.2020 - 17:14
Myndskeið
Skiptu um skoðun eftir að hafa kynnt sér mál betur
Stuðningur fólks við landsdóms ákvæði í stjórnarskrá og ákæruvald Alþingis dróst saman um 20 prósent eftir að það hafði kynnt sér málin sérstaklega. Þetta er á meðal niðurstaðna úr rökræðukönnun sem kynntar voru í Veröld í morgun.
25.01.2020 - 15:09
Útvegsmenn skynji vilja um auðlindaákvæði
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í ávarpi sínu á Sjávarútvegsráðstefnunni í morgun að hún vonaðist til að Alþingi samþykki stjórnarskrárbreytingu um að fiskurinn verði sameign þjóðarinnar. Mörg hundruð gestir í sjávarútvegsgeiranum komu saman í Hörpu.
07.11.2019 - 12:45
Frumvarp um nýja stjórnarskrá lagt fram
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vonast til þess að frumvarp um nýja stjórnarskrá fái þinglega meðferð og að greitt verði atkvæði um það. Hann mælti fyrir frumvarpi til stjórnskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, fyrir hönd þingflokks Samfylkingarinnar og Pírata síðdegis. Frumvarpið er flutt í þriðja sinn, óbreytt.
24.10.2019 - 15:41
Myndskeið
Stjórnarskráin úrelt og hættuleg
Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins, sagði að íslenska stjórnarskráin sé úrelt og að sumu leyti hættuleg, hana verði að uppfæra. Hún sagði í Silfrinu í dag að mörg dæmi væru um að Alþingi hefði goldið fyrir það og stjórnir sprungið vegna þess að tillögur stjórnlagaráðs hafa ekki verið gerðar að grundvelli stjórnarskrárinnar eins og meirihluti kjósenda samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir sjö árum.
20.10.2019 - 14:20
Segir þjóðina svikna um stjórnarskrá
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að stjórnvöld hafi í sjö ár svikið þjóðina um þá stjórnarskrá sem samþykkt hafi verið í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir sjö árum. Hún gefur lítið fyrir núverandi stjórnarskrárvinnu og telur hana ekki stuðla að heilsteyptri stjórnarskrá sem beðið hafi verið eftir. Jóhanna beinir einnig spjótum sínum að Hæstarétti og Sjálfstæðisflokknum.
19.10.2019 - 11:49
Myndskeið
Stöðnun, einangrun og afturför án EES
EES-samningurinn lifir góðu lífi og hætta væri á einangrun, stöðnun og afturför ef horfið væri frá honum. Þetta er niðurstaða skýrslu starfshóps um EES-samstarfið sem kynnt var í dag. Utanríkisráðherra segir samninginn einstakan og útilokað að hægt væri að ná sambærilegum samningi í dag.
Ástralir kjósa um viðurkenningu frumbyggja
Innan þriggja ára verður kosið um breytingar á áströlsku stjórnarskránni sem fela í sér viðurkenningu á réttindum frumbyggja. Þeir eru um þrjú prósent af 24,4 milljónum íbúa og hafa mátt þola mikið harðræði af hálfu stjórnvalda í gegnum tíðina og búa margir við þröngan kost.
10.07.2019 - 22:00
Leggja fram nýtt stjórnarskrárfrumvarp
Þingflokkur Pírata hefur lagt fram frumvarp að nýrri stjórnarskrá, byggða á frumvarpi stjórnlagaráðs og vinnu Alþingis í kjölfarið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingflokknum.
21.01.2019 - 19:42