Leit

Senda inn fyrirspurn

Ef þú finnur ekki þær upplýsingar sem þú leitar að hér á ruv.is/hjalp þá getur þú sent inn fyrirspurn með því að smella á hnappinn hér að neðan.

Senda inn fyrirspurn

Spurt og svarað

Þarf ég að kaupa nýtt loftnet eða annan móttökubúnað?

Núverandi hliðrænt dreifikerfi RÚV er víða á VHF sviði. Stafrænu útsendingarnar verða á UHF sviði. Þar sem nýja, stafræna merkið er sterkt, einkum nálægt sendi, er hægt að nota VHF loftnet áfram en mælt er með að notast sé við UHF loftnet – greiður – til móttöku á UHF sendingum.

Ekki er þörf á nýjum loftnetssnúrum því stafræna merkið fer um sama koparvír (coax-loftnetssnúru) og notaður hefur verið fyrir hliðræna merkið til þessa. Nýrri sjónvörp þurfa fæst sérstakan móttökubúnað en við eldri tæki (einkum túbusjónvörp) þarf að tengja stafrænan móttakara sem fæst víða og er ekki dýr. Þeir sem það kjósa geta leigt sér myndlykla hjá Vodafone og Símanum, en bæði fyrirtækin dreifa sjónvarpsstöðvum RÚV á sínum kerfum.

Birt : 18.12.2014 - 16:01

Tengdar spurningar

Stafrænt sjónvarp

Með stafrænum sjónvarpssendingum, í gegnum loftnet, stórbatnar þjónusta RÚV við sjónvarpsáhorfendur...

Hvað þarf ég að gera til að ná stafrænu útsendingarmerki RÚV í gegnum loftnet?

Ef þú átt nýlegt sjónvarp eru allar líkur á að tækið sé með stafrænan móttakara sem skilur DVB-T eða...

Þarf ég að kaupa nýtt loftnet eða annan móttökubúnað?

Núverandi hliðrænt dreifikerfi RÚV er víða á VHF sviði. Stafrænu útsendingarnar verða á UHF sviði. Þ...

Ég er með gamalt sjónvarp. Get ég þá ekki horft á RÚV?

Til að taka á móti stafrænu útsendingarmerki þarf að líkindum að kaupa DVB-T2 móttakara fyrir eldri...

Ég ætla að kaupa mér nýtt sjónvarp. Hvað þarf ég að hafa í huga?

Sjónvarpið ætti undantekningarlaust að vera háskerputæki (HD) og með innbyggðan DVB-T2 móttakara.