Leit

Senda inn fyrirspurn

Ef þú finnur ekki þær upplýsingar sem þú leitar að hér á ruv.is/hjalp þá getur þú sent inn fyrirspurn með því að smella á hnappinn hér að neðan.

Senda inn fyrirspurn

Spurt og svarað

Skjálesarar

Skjálesari er hugbúnaður sem umbreytir texta á tölvutæku formi í hljóð og punktaletur. Slíkur hugbúnaður gerir blindum notendum kleift að nýta sér þjónustu vefsvæða á borð við RÚV.is.

Stærstu stýrikerfin á markaði bjóða upp á einfalda innbyggða skjálesara. Í Windows og Windows Phone nefnist skjálesarinn Microsoft Narrator. Mac OS X og iOs búa svo yfir hugbúnaði sem nefnist VoiceOver, og í Android er boðið upp á sambærilegan hugbúnað sem nefnist Talkback.

Útbreiddustu skjálesarannir fyrir Windows stýrikerfið sem ekki eru innbyggðir í stýrikerfi eru JAWS, frá Freedom Scientific, Non-Visual Desktop Access (NVDA) en hann er "open source" skjálesari frá NV Access foundation, og Window-Eyes, frá GW Micro, Hér á landi notast menn einnig talsvert við Dolphin Supernova skjálesarann frá Dolphin. Hér má sjá hlutföll skjálesaranotenda á heimsvísu.

Fólk með skerta sjón notast við skjástækkunarforrit sem oft samanstanda af skjástækkunarmöguleikum, litamótstöðubreytingum og hljóðlestri með aðstoð talgervils. Vinsælasta forritið á Íslandi er Zoomtext frá AI Squared (sem hefur nú sameinast GW Micro), En Dolphin Supernova skjástækkunarhugbúnaðurinn er einnig vinsæll. Á öðrum stýrikerfum notast menn að mestu leyti við innbyggðu skjálesarana og á það bæði við um borðtölvur Apple jafnt sem farsíma. Þess má geta að Apple hefur ekki gefið leyfi til þess að keyra íslenskan talgervil með Voiceover skjálesaranum. Notast sjónskertir og blindir Íslendingar því mestmegnis við Android. Bæði Android og iOS stýrikerfin bjóða upp á ýmsa skjástækkunarmöguleika sem fólk nýtir sér.

Eldri borgarar, með væga sjónskerðingu, og lesblindir notast einnig oft við stoðtækniforrit á borð við skjástækkun, skjálestur og annað við netskoðun. Ber þar helst að nefna forritið Dolphin Guide sem hefur verið íslenskað og er talsvert notað hér á landi.

Birt : 14.01.2015 - 16:57

Tengdar spurningar

Hvað er 888 textun?

Hægt er að birta texta með innlendu efni með því að kalla fram síðu 888 í textavarpi sjónvarps. Kvöl...

Hvað er vefþula?

Vefþulan er talgervill sem breytir texta í tal. Með því að smella á „hlusta“ hnappinn, sem teng...

Hvað er vefvarpið?

Vefvarp  – talandi fjölmiðlun fyrir blinda og sjónskerta, er verkefni á vegum Blindrafélagsins....

Skjálesarar

Skjálesari er hugbúnaður sem umbreytir texta á tölvutæku formi í hljóð og punktaletur. Slíkur hugbún...

Hvað er Textavarpið?

Textavarpið er einn af miðlum Ríkisútvarpsins og er gamalgróin frétta- og upplýsingaveita. Á Te...