Leit

Senda inn fyrirspurn

Ef þú finnur ekki þær upplýsingar sem þú leitar að hér á ruv.is/hjalp þá getur þú sent inn fyrirspurn með því að smella á hnappinn hér að neðan.

Senda inn fyrirspurn

Spurt og svarað

Hvað veldur því að vefur RÚV segir að ég sé staddur erlendis þegar ég er á Íslandi?

Þú gætir verið með stillt á Data Saver mode í Chrome-vafranum. Það er þjónusta sem Google býður upp á til að spara bandvídd, sérstaklega á farsímum. Þetta getur haft það í för með sér að notendur á Íslandi eru greindir sem erlendir þegar horft er á beint streymi og/eða upptökur á ruv.is.

Til að slökkva á þessari virkni þarf að fara í stillingar Chrome-vafrans, með því að smella á þrjá punkta, sem eru yfirleitt ofarlega til hægri, og velja þar „Settings“ og svo „Data Saver“ – þar er hægt að slökkva og kveikja á þjónustunni. Helstu einkenni þess að verið sé að nota Google Data Saver er að vefpróf RÚV segir að viðkomandi sé staddur í Mountain View í Bandaríkjunum en ekki á Íslandi og að netþjónustuaðili sé Google llc.

RÚV-vefurinn gæti líka talið þig erlendis ef þú notast við VPN- eða DNS-þjónustur eins og Nord VPN, Express VPN, PlaymoTV og Unblock US.

Birt : 19.06.2018 - 14:31

Tengdar spurningar

Ég finn ekki uppáhaldsþáttinn minn í leigunni (VOD). Af hverju ekki?

RÚV rekur ekki leigurnar. Það gera símafyrirtækin Vodafone og Síminn og hafa heimild til að birta ák...

Hvað er spilari?

Spilarinn er vefupptökusafn RÚV. Þar er safnað saman upptökum af Rás 1, Rás 2 og RÚV til spilun...

Hvað þýðir „Stream not found“ og hvað geri ég?

Nokkrar ástæður geta valdið því að þessi villa kemur fram.1) Stundum kemur villan stream not fo...

Afhverju flokkast efni úr spilara sem erlent niðurhal?

  Ef áhorf í spilara er flokkað sem erlent niðurhal geta þessar ástæður legið að baki:...

Spilarinn birtist ekki, hvað get ég gert?

Þegar þú sérð engan spilara þarftu að öllum líkindum að uppfæra Flash hjá þér. Það er gert hér....