Leit

Senda inn fyrirspurn

Ef þú finnur ekki þær upplýsingar sem þú leitar að hér á ruv.is/hjalp þá getur þú sent inn fyrirspurn með því að smella á hnappinn hér að neðan.

Senda inn fyrirspurn

Spurt og svarað

Hvað getur valdið truflunum á móttöku?

Helstu þættir sem geta valdið truflunum á móttöku sjónvarpsmerkja um loftnet eru:

  • Ef raki kemst í loftnetskapalinn eða loftnetið sjálft getur það haft truflandi áhrif á móttökugæðin.
  • Eitthvað skyggir á sendinn, t.a.m. tré eða byggingar.
  • Sé móttaka merkis tæp geta truflanir orðið vegna veðurs, (sérstaklega mikillar snjókomu eða rigningar.
  • Einnig getur valdið vandamálum þegar merki berst yfir sjó (t.d. á Suðurnesjum frá aðalsendi örbylgjunnar). Við ákveðin skilyrði (sléttan sjó) getur endurkast frá sjó borist í loftnetið ásamt merkinu frá sendinum. Þessar aðstæður geta valdið tímabundnum truflunum.
  • Örbylgjuofnar, þráðlausar tengingar og önnur tæki sem senda frá sér örbylgjur geta valdið truflunum á móttöku örbylgjusendinga.
  • Spennugjafar sem fæða örbylgjuloftnet geta bilað með þeim afleiðingum að loftnetið hættir að virka. Í þeim tilvikum sem móttökumerki berst til myndlykils, sjónvarpstækis eða stafræns móttakara um loftnetskerfi getur lofnetskerfið valdið truflunum. Biluð eða slitin tengi geta einnig valdið truflunum.
  • Of sterkt merki getur líka valdið truflunum.

Í þeim tilvikum sem merki loftnetsins berst myndlyklinum um loftnetskerfi fjölbýlishúss getur lofnetskerfið valdið truflunum. Tengi geta verið biluð eða komið slit í þau.

Birt : 19.12.2014 - 10:30

Tengdar spurningar

Stafrænt sjónvarp

Með stafrænum sjónvarpssendingum, í gegnum loftnet, stórbatnar þjónusta RÚV við sjónvarpsáhorfendur...

Hvað þarf ég að gera til að ná stafrænu útsendingarmerki RÚV í gegnum loftnet?

Ef þú átt nýlegt sjónvarp eru allar líkur á að tækið sé með stafrænan móttakara sem skilur DVB-T eða...

Þarf ég að kaupa nýtt loftnet eða annan móttökubúnað?

Núverandi hliðrænt dreifikerfi RÚV er víða á VHF sviði. Stafrænu útsendingarnar verða á UHF sviði. Þ...

Ég er með gamalt sjónvarp. Get ég þá ekki horft á RÚV?

Til að taka á móti stafrænu útsendingarmerki þarf að líkindum að kaupa DVB-T2 móttakara fyrir eldri...

Ég ætla að kaupa mér nýtt sjónvarp. Hvað þarf ég að hafa í huga?

Sjónvarpið ætti undantekningarlaust að vera háskerputæki (HD) og með innbyggðan DVB-T2 móttakara.