Leit

Senda inn fyrirspurn

Ef þú finnur ekki þær upplýsingar sem þú leitar að hér á ruv.is/hjalp þá getur þú sent inn fyrirspurn með því að smella á hnappinn hér að neðan.

Senda inn fyrirspurn

Spurt og svarað

Hvað er Textavarpið?

Textavarpið er einn af miðlum Ríkisútvarpsins og er gamalgróin frétta- og upplýsingaveita. Á Textavarpinu finnur þú fréttir frá fréttastofu RÚV auk gagnlegra upplýsinga um dagskrá fjölmiðla, veður, færð á vegum, flug og vegasamgöngur, rútuferðir, íþróttir, dagskrá Alþingis, gengi gjaldmiðla og fleira. Þessar upplýsingar eru nær alfarið uppfærðar beint í gegnum gagnaveitur samstarfsaðila svo sem Vegagerðarinnar, Alþingis, flugfélaga, Íslenskrar getspár og annarra fjölmiðla. Útsending þess hófst í Sjónvarpinu á 25 ára afmæli RÚV, 30. september árið 1991, og frá 1997 er líka hægt að nálgast Textavarpið á netinu.

Á síðu 888 í textavarpinu er aðalfréttatíminn og íþróttafréttir í sjónvarpi textaðar sem og allt innlent sjónvarpsefni sem ekki er í beinni útsendingu. Við vinnum einnig að því að gera 888-textaþjónustuna aðgengilega á RÚV.is.

 

Birt : 11.02.2015 - 10:55

Tengdar spurningar

Ég sé ekki sjónvarpsútsendinguna. Hvað er að?

Margt kemur til greina og fer eftir því hvernig þú tekur á móti sjónvarpsmerkinu.Helstu þættir sem g...

Get ég horft á RÚV í gegnum gervihnött?

Gervihnattarútsendingu verður haldið áfram en hún er ekki hluti dreifikerfis RÚV heldur þjónusta sem...

Ég finn ekki uppáhaldsþáttinn minn í leigunni (VOD). Af hverju ekki?

RÚV rekur ekki leigurnar. Það gera símafyrirtækin Vodafone og Síminn og hafa heimild til að birta ák...

Hvernig næ ég RÚV2

RÚV2 má finna á útsendingarkerfum Vodafone og Símans.Vodafone:Útsendingarnar nást á öllu adsl/ljósle...

Hvað er spilari?

Spilarinn er vefupptökusafn RÚV. Þar er safnað saman upptökum af Rás 1, Rás 2 og RÚV til spilun...