Leit

Senda inn fyrirspurn

Ef þú finnur ekki þær upplýsingar sem þú leitar að hér á ruv.is/hjalp þá getur þú sent inn fyrirspurn með því að smella á hnappinn hér að neðan.

Senda inn fyrirspurn

Spurt og svarað

Eru sérstakar flýtileiðir fyrir blinda á nýja vefnum?

Nokkur atriði varðandi aðgengi blindra að vefnum, beinni útsendingu útvarps og sjónvarps á vef og fleira:

 

Á RÚV.is eru þessar flýtileiðir til staðar, þær sömu og vöru á gamla vefnum, en þarna fer spilari sjálfkrafa beint af stað:

 

Sjónvarpið í beinni, www.ruv.is/ruv/beint

RÚV2 í beinni, www.ruv.is/ruv-ithrottir/beint

Rás 1 í beinni, www.ruv.is/ras-1/beint

Rás 2 í beinni, www.ruv.is/ras-2/beint

Rondo, www.ruv.is/rondo/beint

 

Dagskrá RÚV, RÚV2, Rás1 og Rás2 er hægt að nálgast með því að notast við aðgangslykilinn (accesskey) „d" sem vísar notendum í felliglugga (combobox) sem gerir notendum kleift að fara í gegnum dagskránna hjá okkur 14 daga aftur í tímann og 14 daga fram í tímann.

 

Einnig er hægt að nota aðganslykilinn „f” til að fara í valmynd fyrir þá fréttaflokka sem við erum með í boði.  Þaðan er hægt að fara í yfirgripsmikinn fréttalista fyrir hvern flokk.

 

Í annað stað eru flýtileiðir á lyklaborði til að hefja og stöðva streymi. Þessir flýtilyklar eru sérstaklega hugsaðir til að auðvelda notkun spilara fyrir beint streymi útvarps og sjónvarps og upptökuafspilun í spilara.

 

Til að byrja og stöða spilun bæði í beinu streymi og í spilara er ýtt á ALT og 6.

Til að hækka hljóðstyrk er ýtt á ALT og 7 og til að lækka er ýtt á ALT og 5.

Til að spóla til baka í upptökum í spilara er ýtt á ALT og 4 og til að fara áfram er ýtt á ALT og 8.

 

Loks er vefþulan sett upp til að gagnast þeim sem ekki geta sjálfir lesið texta.

Birt : 05.03.2015 - 09:34

Tengdar spurningar

Hvað er spilari?

Spilarinn er vefupptökusafn RÚV. Þar er safnað saman upptökum af Rás 1, Rás 2 og RÚV til spilun...

Hvað þýðir „Stream not found“ og hvað geri ég?

Nokkrar ástæður geta valdið því að þessi villa kemur fram.1) Stundum kemur villan stream not fo...

Afhverju flokkast efni úr spilara sem erlent niðurhal?

  Ef áhorf í spilara er flokkað sem erlent niðurhal geta þessar ástæður legið að baki:...

Spilarinn birtist ekki, hvað get ég gert?

Þegar þú sérð engan spilara þarftu að öllum líkindum að uppfæra Flash hjá þér. Það er gert hér....

Hvar nálgast ég vefupptökur úr útvarpi og sjónvarpi?

Þær eru vistaðar í spilaranum, vefupptökusafni RÚV. Tengla á upptökur er að finna í aðalvalmynd...