Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 6. október 2018
Aðgengilegt á vef til 4. janúar 2019

Kvöldfréttir - Kvöldfréttir 06.október 2018

Umsjón: Björn Malmquist Vegirnir um Hellisheiði, Mosfellsheiði og Kjósarskarð voru lokaðir í nokkra klukkutíma í dag. Vegirnir um Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru ófærir. 17 ára drengur var fluttur á bráðamóttöku í gær vegna neyslu á krakki sem er eitt form kókaíns. Neysla krakks hefur aukist mikið hér á landi, sérstaklega í yngsta aldurshópnum, að sögn lögreglu. Sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði er hreint ekki úr sögunni, segir formaður Landssambands fiskeldisstöðva. Ekki eigi að taka mið af hrakspám þegar svo mikið sé í húfi. Aflífa þurfti mikið særðan hest í Grímsnesi í gær, eftir að hrossastóð fældist þegar flugvél flaug þar yfir. Flugmálayfirvöld hafa í dag grennslast fyrir um flugferðir, en talið er mögulegt að hávaði í rússneskri flutningavél hafi valdið þessu. Kynjamunur hvað varðaði launalækkanir eftir hrun var enginn. Hjá þeim hópi sem hækkaði í launum var hins vegar skýr kynjamunur, körlum í vil, að því er fram kemur í rannsókn Katrínar Ólafsdóttur lektors.