Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 21. mars 2018
Aðgengilegt á vef til 19. júní 2018

Morgunvaktin - Kynþáttafordómar eru látnir viðgangast á Íslandi

Það stefnir í hörð átök á þinginu um Danska ríkisútvarpið. Ríkisstjórnin og Danski Þjóðarflokkurinn hafa náð samkomulagi um að fjárveitingar til DR verði skornar niður um 20 prósent á næstu fimm árum. Afnotagjaldið verður aflagt en nefskatti komið á. Borgþór Arngrímsson sagði frá þessu og fleiri tíðindi. - Allir eiga rétt á að njóta mannréttinda - án mismununar. Sameinuðu þjóðirnar tileinka 21.mars alþjóðlegri baráttu gegn kynþáttafordómum og á árinu verður fagnað 70 ára afmælis Mannréttindasáttmálans. Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi alþingismaður, lýsti baráttunni gegn kynþáttafordómum á Íslandi og eigin reynslu. - Það er mikið um mannabreytingar í bandaríska stjórnkerfinu um þessar mundir. Nýlega var Rex Tillerson vikið úr embætti utanríkisráðherra og við tekur Mike Pompeo, fráfarandi forstjóri leyniþjónustunnar CIA. Gina Haspel, aðstoðarforstjóri CIA, verður forstjóri. Pompeo þessi er dyggur bandamaður Trumps forseta, en Haspel þekktust fyrir að hafa stjórnað leynilegu pyntingafangelsi CIA. Vera Illugadóttir sagði frá þessu fólki. - The Beatles fluttu Things we said today. - Loks fræddumst við um Stofnun Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri. Þessi athyglisverða norðurslóðastofnun hefur á undanförnum árum fengið hundruð milljóna króna í rannsóknarstyrki. Er talið að engin íslensk rannsóknarstofnun fái jafn hátt hlutfall tekna úr erlendum samkeppnissjóðum. Níels Einarsson, forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar, var gestur Jóns Þórs Kristjánssonar á Akureyri.