Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 13. september 2018
Aðgengilegt á vef til 12. desember 2018

Mannlegi þátturinn - Heilabilun á mannamáli, Píeta karlafundir og Þórólfur garðyrkjustjóri

Út er komin bókin Heilabilun á mannamáli eftir Hönnu Láru Steinsson. Bókin er hugsuð sem kennslubók fyrir heilbrigðisstéttir, en ekki síður sem handbók fyrir aðstandendur og áhugafólk. Heilabilun er gjarnan nefnd „fjölskyldusjúkdómur 21. Aldarinnar“. Hanna Lára kom í þáttinn í dag. Í vetur ætla Píeta-samtökin að bjóða feðrum, bræðrum og vinum þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi, til fundar annan fimmtudag í hverjum mánuði kl. 16:30. Stundum er gott fyrir hrútana að vera einir saman eins og segir í tilkynningunni og það er Bjarni Karlsson prestur og Píetafélagi kom í þáttinn, en hann mun leiða þessa fundi en hann hefur áratuga reynslu af starfi með syrgjendum. Ýmislegt er öðruvísi í gróðrinum þetta haustið, alla vega hér í höfuðborginni og sjálfsagt víðar t.d. á vesturlandi. Eftir vott og kalt sumar sjáum við lítið af berjum, svo sem rifs- sólber, krækiber o.fl. Lísa Páls hitti Þórólf Jónsson garðyrkjustjóra á Klambratúni í gær og spurði hann út í hver áhrifin af veðurfarinu í sumar hafa verið á gróðurinn. Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson