Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 28. ágúst 2018
Aðgengilegt á vef til 26. nóvember 2018

Mannlegi þátturinn - Leikárið hjá Þjóðleikhúsinu, silfur í vélmennasmíði og hvalaskoðun

Við héldum áfram að fá leikhússtjórana einn af öðrum í þáttinn, í gær kom Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar og í dag kom Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri og fór yfir leikárið sem er framundan. Í síðastliðinni viku voru ungir Íslendingar að keppa um heimsmeistaratitilinn í vélmennasmíði ásamt 192 öðrum löndum í Mexíkóborg. Keppnin var hörð, en bandalag Íslands náði að hampa silfrinu, til þess þurftu þau að sigra 187 önnur lið. Þeir Eyþór Máni Steinarsson liðstjóri og Flosi Torfason liðsmaður komu og sögðu frá þessari reynslu. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, fór í hvalaskóðun á Steingrímsfirði á hvalaskoðunarskipinu Láka og ræddi við skipstjórann Víði Björnsson og leiðsögumanninn Karl O'neal. Umsjón: Lísa Pálsdóttir og Gunnar Hansson