Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 2. janúar 2019
Aðgengilegt á vef til 2. apríl 2019

Lestin - Áramót, Tími til að segja bless, Mortal Engines

Á meðal efnis í Lestinni í dag: Sýningin Tími til að segja bless verður sett á svið í Þjóðleikhúskjallaranum föstudaginn 4. janúar. Verkið á að vera einhvers konar mótsvar við kapítalísku þunglyndi. Höfundur verksins, Lóa Björk Björnsdóttir, verður gestur Lestarinnar í dag. Spurt er á nýju ári: Hvað er kapítalískt þunglyndi? Marta Sigríður Pétursdóttir fjallar um kvikmyndina Mortal Engines eftir nýsjálenska leikstjórann Christian Rivers. Og Karl Ólafur Hallbjörnsson fjallar í fyrsta pistli sínum á nýju ári um áramót, endurtekningu og hugsun hins nýja. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson