Söngvakeppnisfréttir
Daða Frey vantar raddir í nýja Eurovision-lagið
Daði Freyr Pétursson stígur ásamt Gagnamagninu á svið í Eurovision í Rotterdam í maí. Hann er að leggja lokahönd á lagið en hann þarfnast hjálpar við að reka smiðshöggið á það. 05.01.2021 - 10:13
Daði Freyr vildi alls ekki syngja Jaja Ding Dong
Lagið Jaja Ding Dong er einn af hápunktum ársins 2020 að mati bandaríska tímaritsins Entertainment Weekly. Í ítarlegri umfjöllun um lagið er rætt við Daða Frey, sem kvartar undan flóði óskalagabeiðna æstra aðdáenda lagsins. 11.12.2020 - 12:57
Daði og gagnamagnið á topp tíu lista Time
Lag Daða og Gagnamagnsins Think About Things er á lista tímaritsins Time yfir tíu bestu lög ársins. Það eru lögin sem voru spiluð aftur og aftur árið 2020 og svo aftur. 24.11.2020 - 00:11