Söngvakeppnin

Erlenda pressan spennt fyrir Daða og Gagnamagninu
Í dag er fimmti dagur æfinga fyrir Eurovision í Rotterdam. Stóra sviðinu í Ahoy-höllinni er skipulega skipt upp á milli þeirra 39 landa sem flytja framlög sín þar í næstu viku. Ásókn fjölmiðlafólks hvaðanæva að í Daða Frey og Gagnamagnið er mikil og stemningin í íslenska hópnum er mjög góð.
12.05.2021 - 13:43
Daðafár á Írlandi - Think about things á topp 5
Eurovision-lag Daða Freys og gagnamagnsins er hástökkvari vikunnar á írska smáskífulistanum, fer úr 33. sæti í 4. sæti. Þetta er fyrsta Eurovision-lagið sem kemst á topp tíu á Írlandi í fimm ár. Sá sem síðast gerði það var Mans Zelmerlow með lagið Heroes Það sem gerir árangur Daða Freys enn merkilegri er að það var engin Eurovision-keppni í ár.
22.05.2020 - 14:45
Sjónvarpsfréttum flýtt um 40 mínútur
Sjónvarpsfréttir í kvöld byrja 40 mínútum fyrr en venjulega, eða klukkan 18:20. Þetta er vegna sérstakrar Eurovision skemmtidagskrár sem send er beint út frá Hollandi í kvöld.
16.05.2020 - 14:19
Síðdegisútvarpið
Atriðinu ekki breytt fyrir Eurovision
Á laugardaginn varð ljóst að lagið Think About Things með Daða og Gagnamagninu verður framlag Íslendinga í Eurovision. Þau Daði Freyr og Árný Fjóla eru hægt og rólega að ná sér niður á jörðina eftir sigurinn en mikil vinna er fram undan, þrátt fyrir að þau búast ekki við miklum breytingum á atriðinu.
Veðbankar spá Daða sjöunda sæti
Veðbankar eru þegar byrjaðir að spá fyrir um gengi þjóðanna sem taka þátt í Eurovision í ár jafnvel þó ekki öll lönd hafi valið fulltrúa sinn ennþá. Eftir að úrslitin voru kunngjörð á Íslandi í gærkvöldi flaug Daði beint upp í sjöunda sæti listans, með fimm prósenta vinningslíkur, með lag sitt Think about things.
01.03.2020 - 15:11
Söngvakeppnin
„Búningarnir eru hernaðarleyndarmál“
Íva Marín, sem flytur lagið Oculis Videre í seinni undanúrslitum Söngvakeppninnar í kvöld, er búsett úti í Rotterdam þar sem hún leggur stund á klassískan söng í sömu borg og Eurovision fer fram í ár. Hún segir allt tilbúið fyrir atriðið í kvöld en vill ekki gefa neitt upp.
Ungverjar hætta í Eurovision vegna vaxandi hommahaturs
Ungverjaland tekur ekki þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári. Engin opinber ástæða hefur verið gefin út en margir telja að íhaldssamri ríkisstjórn Viktors Orbán, sem hefur haldið á lofti hómófóbískri orðræðu undanfarin misseri, þyki keppnin of samkynhneigð.
27.11.2019 - 17:00
Söngvakeppnin
157 lög berjast um að taka við af Hatara
25 fleiri lög voru send inn í íslensku Söngakeppnina en í fyrra. Alls voru 157 lög send til keppni í ár. Sjö manna valnefnd velur nú á milli þeirra áður en tíu lög verða kynnt fyrir þjóðinni. Björg Magnúsdóttir, sem situr í framkvæmdastjórn keppninnar segir meiri áhuga vera á keppninni nú en áður.
20.10.2019 - 12:22
RÚV sektað fyrir Palestínuborða Hatara
Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur ákveðið að sekta RÚV fyrir framgöngu Hatara í græna herberginu í lok Söngvakeppninnar í Ísrael í vor. Hljómsveitin dró upp borða í fánalitum Palestínu þegar sjónvarpsmyndavélum var beint að þeim en mjög fljótlega var skipt yfir á aðra þátttakendur. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að sektin nemi 5000 evrum, en það er lágmarkssekt.
20.09.2019 - 15:52
Missti vinnuna vegna Hatara
Ólga greip um sig meðal Ísraelsmanna eftir að starfsmanni El Al flugfélagsins var sagt upp.
07.06.2019 - 10:37
Dómnefnd Hvíta-Rússlands vikið úr Eurovision
Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hafa ákveðið að grípa til aðgerða og víkja dómnefnd Hvíta-Rússlands úr allsherjardómnefnd lokakvöldsins eftir að meðlimir dómnefndarinnar opinberuðu hvernig stigagjöf þeirra væri háttað fyrr í vikunni. Allar slíkar yfirlýsingar frá dómnefndum eru bannaðar þar til aðalkeppninni lýkur.
18.05.2019 - 17:54
Viðtal
„Það er mjög ólíkt Einari að þegja svona“
Flestir í foreldrafélagi Hatara, sem nú eru í Ísrael að styðja við bakið á sínu fólki, eru sammála um að hafa aldrei órað fyrir að þau ættu eftir að fara í hópferð til að horfa á krakkana sína keppa í úrslitum Eurovision. Þau fagna því að lífið komi á óvart og segjast komin með nýja sýn á keppnina, tónlistina, leðrið og gaddana.
18.05.2019 - 10:00
Hatari vermir sjötta sæti veðbanka
Í kvöld fer fram úrslitakeppni Eurovision í Tel Aviv í Ísrel og þá ræðst jafnframt hver ber sigur úr býtum í þessari 64. Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva. Framlag Íslands til kepninnar í ár, Hatrið mun sigra með Hatara, verður sautjánda atriði á svið en tuttugu og sex þjóðir keppa til úrslita.
18.05.2019 - 09:33
Viðtal
Gísla Marteini mútað með sælgæti
Gísli Marteinn býður áhorfendur velkomna í þularklefann sem hann kemur til með að verma annað kvöld og lýsa úrslitum Eurovision. Í klefanum upplýsir Gísli um spillingu og mútuþægni sem tíðkast meðal þula í keppninni.
17.05.2019 - 20:52
Hatari mætir dómnefnd í annað sinn í kvöld
Þó það sé heill dagur í sjálfa lokakeppnina þá er engin hvíld hjá keppendum þeirra landa sem koma fram þá. Í kvöld fer fram dómararennsli keppninnar sem mun vera með svipuðu sniði og lokakeppnin, en þá munu dómnefndir allra keppnislandanna horfa á rennslið og kveða upp dóm sinn um atriðin.
17.05.2019 - 15:11
Myndskeið
„Við tjáum okkur ekki um lokaútspilið“
Nú þegar aðeins einn dagur er í úrslitakvöld Eurovision keppninnar eru margir farnir að spyrja sig hvort Hatari feli enn ás uppi í erminni sem þeir eigi eftir að spila fram. Hataramenn hafa hingað til lagt sig fram við að vekja athygli á málefnum Palestínu en útiloka ekki að lokabomban sé handan við hornið.
17.05.2019 - 10:11
Tónlistarfólk með fötlun skemmtir í hléi
Seinna undanúrslitakvöld Eurovision fer fram í Expohöllinni í kvöld. Hljómsveitin Shalva band, sem samanstendur af 8 einstaklingum sem öll eiga það sameiginlegt að vera með einhverskonar fötlun, treður upp í hléi.
16.05.2019 - 16:45
Þessi lög þykja sigurstranglegust í kvöld
Í kvöld eru seinni undanúrslit Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Þetta er af mörgum talinn sterkari riðill en á þriðjudag en töluvert fleiri af þeim löndum sem spáð er góðu gengi á laugardaginn stíga á svið í kvöld.
16.05.2019 - 15:03
Veðbankar bjartsýnni á að Hatrið sigri
Mikið mæðir á Hatara í Tel Aviv eftir undankeppnina en meðlimir njóta stuðnings sinna nánustu í stressinu sem því fylgir. Foreldrafélag Hatara er komið út til að styðja sitt fólk á meðan Ísland þýtur aftur upp veðbankana og er komið í fimmta sæti.
15.05.2019 - 15:56
Öryggisorðið er „douze points“
Eldsnemma í morgun, eftir að hafa tryggt þátttöku Íslands á lokakvöldi Eurovision keppninnar, mættu þrír liðsmenn Hatara í viðtal við spjallþáttinn Good Morning Britain.
Upptaka
„Við elskum að brosa og syngja með vinum“
Atriðið gekk samkvæmt áætlun, segja þeir Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan, söngvarar Hatara. Hópurinn náði þeim merka áfanga að komast í úrslit Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta skipti í fimm ár sem Ísland nær þeim áfanga. Síðastir til að ná því voru Pollapönkarar. Matthías segist ánægðum með að geta deilt gleðitilfinningum með íslensku þjóðinni. „Við elskum að brosa og syngja með vinum og vandamönnum,“ segir Matthías.
15.05.2019 - 08:12
Myndskeið
Treyst á Norðurlandamafíuna
Norðurlandaþjóðirnar hafa í gegnum tíðina verið sakaðar um að sýna hver annarri fullmikinn frændskap í stigagjöf í Söngvakeppninni. Hvort sem eitthvað er til í því eða ekki hafa Íslendingar gjarnan verið uggandi ef við lendum ekki með hinum Norðurlandaþjóðunum í undanriðli því við teljum okkur oft eiga inni stig hjá frændsystkinum okkar.
14.05.2019 - 16:51
Myndskeið
Tími til að heilla heimsbyggðina
Matthías Tryggvi Haraldsson söngvari Hatara segir að raddböndin séu í góðu lagi og segir það ákveðinn lúxus að þurfa aðeins að koma fram í þrjár mínútur í senn. Felix Bergsson fararstjóri íslenska hópsins segir að samkvæmt áætlun stígi Hatari á svið í kvöld í Tel Aviv í von um að heilla heimsbyggðina.
14.05.2019 - 13:30
Viðtal
Hatari óttast að ganga of langt
Eftir að hafa verið kölluð á fund með Jon Ola Sand framkvæmdastjóra Eurovision hefur Hatarahópurinn verið var um sig. Svo virðist sem stjórnendur keppninnar hafi lagt þeim línurnar og stytt í beislinu.
Viðtal
„Ertu að segja að ég sé happa?“
Hatari stígur á svið í fyrri undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í kvöld og óhætt að segja að spennan magnist. Gísli Marteinn Baldursson lýsir undankeppninni en það gerði hann einnig fyrir tuttugu árum þegar Selma Björns lenti í öðru sæti.