Snæfellsbær

Lægir á norðanverðu Snæfellsnesi
Búið er að opna veginn á milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur á norðanverðu Snæfellsnesi. Honum var lokað í gærkvöld og fram eftir nóttu vegna veðurs. Þegar verst lét var vindhraðinn um 30 metrar á sekúndu í Búlandshöfða og fóru hviður upp í 40 metra á sekúndu. Um klukkan fimm í morgun var vindhraðinn kominn niður í 13 metra á sekúndu.
13.10.2016 - 05:27
Vilja hefja sameiningarviðræður í haust
Bæjarstjórnin í Stykkishólmsbæ vill efna til viðræðna um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Snæfellsnesi. Forsvarsmenn hinna sveitarfélaganna vilja að viðræður eigi sér stað milli fimm sveitarfélaga, Snæfellsbæ meðtöldum, en því hefur Snæfellsbær hafnað.
Neanderdalsmenn rifu í sig kjöt á Snæfellsnesi
Hópur kvikmyndagerðarmanna frá sjónvarpsstöðinni EBS í Suður-Kóreu, sem sérhæfir sig í gerð heimildarmynda, fékk nýverið leyfi frá Umhverfisstofnun til að mynda atferli neanderdalsmanna á Djúpalónssandi og Öndverðarnesi á Snæfellsnesi fyrir mynd um frumbyggja jarðar.
27.04.2016 - 09:25
23 sagt upp hjá Frostfiski í Ólafsvík
Um mánaðamótin var 23 starfsmönnum sagt upp í þurrkverksmiðju Frostfisks í Ólafsvík. Það var allt starfsfólk þurrkverksmiðjunnar að undanskyldum stjórnendum og lykilstarfsfólki að sögn Steingríms Leifssonar, eiganda og framkvæmdastjóra Frostfisks.
13.04.2016 - 12:48
Fráveitukerfið hafði ekki undan
Slökkvilið Snæfellsbæjar var kallað út á áttunda tímanum í morgun þegar að flæddi inn í lifrarvinnslu Ægis í Ólafsvík.
10.03.2016 - 12:38
Landeigandi leggur kirkjuna í æðardúnsmáli
Héraðsdómur Vesturlands hefur sýknað eiganda jarðarinnar Haga á Snæfellsnesi af kröfu kirkjunnar sem vildi að viðurkennt yrði með dómi að öll hlunnindi af æðarvarpi í Hagavatnshólma tilheyrðu kirkjujörðinni að Staðarstað í Snæfellsbæ. Kirkjumálasjóði var gert að greiða rúma milljón í málskostnað.
30.10.2015 - 11:37
Nýr fiskmarkaður í Snæfellsbæ
Innan skamms opnar nýr fiskmarkaður í Ólafsvík, Fiskmarkaður Snæfellsbæjar. Nýi fiskmarkaðurinn verður í samkeppni við Fiskmarkað Íslands sem hefur undanfarið verið eini fiskmarkaðurinn í Ólafsvík.
29.10.2015 - 16:25
Taka bara einn dag í einu
Það var mikið líf við höfnina í Ólafsvík í gærkvöld þar sem margir bátar lögðu drekkhlaðnir að með afla sinn. Aflinn var „góður og vænn makríll," að sögn sjómanns sem fréttastofa náði tali af við bryggjuna.
09.08.2015 - 07:24
Hvalshræið dregið á haf út
Hræið af langreyðinni sem drapst í grunnri vík við Stakksey á Breiðafirði í gær var dregið á haf út á flóðinu í kvöld. Reipi var komið á sporð skepnunnar og gekk greiðlega að draga það á flot. Björgunarskipið á Rifi var notað til verksins.
22.06.2015 - 00:49
Kuldi í húsum á Lýsuhóli
Hrollkalt hefur verið í skólabyggingunni og félagsheimilinu á Lýsuhóli á Snæfellsnesi undanfarnar vikur, eftir að borað var fyrir heitu vatni á næstu jörð. Heimamenn og starfsfólk skólans hafa því þurft að nota rafmagnsofna.
01.06.2015 - 16:10
Mikill sinueldur á Snæfellsnesi
Sina brennur á stóru svæði á Snæfellsnesi og gekk slökkvistarf erfiðlega að sögn Bjarna Kristins Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra Borgarbyggðar. Engin hætta er þó á ferðum. Mbl.is greindi fyrst frá brunanum sem er við Fáskrúðabakka sunnan við félagsheimilið Breiðablik.
02.05.2015 - 23:35
Ákveðin í að hætta eftir 24 ára feril
Hildur Sigurðardóttir varð Íslandsmeistari í körfubolta annað árið í röð með Snæfelli í gær. Hún lauk þar með tæplega aldarfjórðungs körfuboltaferli og hefur enginn gefið fleiri stoðsendingar í deildarkeppni karla og kvenna hérlendis.
28.04.2015 - 23:59
D-listi með meirihluta í Snæfellsbæ
D-listi Sjálfstæðisflokks hlaut meirihluta atkvæða í Snæfellsbæ eða 46,09% og fjóra menn kjörna. J-listi Bæjarmálasamtaka Snæfellsbæjarhlaut 37,14% atkvæða og þrjá menn.
Snæfellsbær
Snæfellsbær varð til í núverandi mynd árið 1994 þegar fjögur sveitarfélög sameinuðust; Staðarsveit, Breiðuvíkurhreppur, Neshreppur utan Ennis og Ólafsvíkurbær.
06.05.2014 - 09:31
Kristín oddviti í Snæfellsbæ
Sjálfstæðismenn í Snæfellsbæ samþykktu framboðslista sinn fyrir bæjarstjórnarkosningar í vor samhljóða á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Snæfellsbæ í dag. Kristín Björg Árnadóttir bæjarfulltrúi leiðir listann og Kristinn Jónasson bæjarstjóri er bæjarstjóraefni listans.
Rekstur Vatnshellis boðinn út
Umhverfisstofnun hefur ákveðið að bjóða út rekstur Vatnshellis í þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Reksturinn hefur verið í umsjón einkaaðila í tilraunaskyni síðasta árið en þetta er í fyrsta sinn sem stofnunin fer í útboð af þessu tagi. Í fyrra skoðuðu tæplega 8.000 ferðamenn hellinn.
21.01.2014 - 13:40
Á ekki að skipta máli hver orkan er
Ekki njóta allir íbúar landsins hitaveitukyndingar.Á svokölluðum köldum svæðum er rafmagn notað til hitunar sem er mun dýrari kostur og hefur verið niðurgreitt að hluta.Nú stefnir í töluverða lækkun á þeim af ýmsum ástæðum.Allir eiga að sitja við sama borð óháð því hvað orka er notuð til hitunar.
26.11.2013 - 15:24
Eldur kom upp í mannlausu húsi í Ólafsvík
Slökkviliðið í Ólafsvík var kallað út um klukkan hálf sjö í morgun eftir að eldur kom upp í litlu íbúðarhúsi við Ólafsbraut. Svanur Tómasson, slökkviliðsstjóri Ólafsvíkur, segir að húsið hafi verið alelda þegar slökkviliðið kom á staðinn.
10.11.2013 - 10:14
Of lítið lagt í málefni fatlaðra
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, segir að sveitarfélagið hafi ekki getað annast málefni fatlaðra með þeim tekjum sem það fær. Að óbreyttu sé best að ríkið taki aftur við málaflokknum.
04.10.2013 - 18:47
21 hvalshræ grafið 4 metra niður
Urðun er hafin á grindhvölum sem rak á land á Snæfellsnes um síðustu helgi. Helgi Helgason heilbrigðisfulltrúi Vesturlands segir í samtali við fréttastofu RÚV að 21 hræ verði urðað.
11.09.2013 - 14:46
Skoðar hvort hvalir hafi verið aflífaðir
Rannsókn stendur nú yfir á því hvort sumir grindhvalanna sem rak á land á norðanverðu Snæfellsnesi um helgina hafi verið lifandi og hvort þeir hafi verið aflífaðir í trássi við lög og reglur.
09.09.2013 - 13:44
Yfirdýralæknir kannar hvalrekann á Rifi
Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir segir að farið verði yfir atburðarásina þegar grindhvalir voru aflífaðir á Snæfellsnesi um helgina og ef ekki hafi verið rétt að verki staðið verði gripið til viðeigandi ráðstafana.
08.09.2013 - 17:37
Hvalkjöt alls staðar á borðum í kvöld
Enn er fjöldi fólks í fjörum beggja vegna Ólafsvíkur á Snæfellsnesi en um hundrað grindhvalir syntu á land í gærkvöld. Lögreglan á Snæfellsnesi hefur fylgst með svæðinu í dag og segir að um þrjátíu hræ séu eftir í fjörunum.
08.09.2013 - 15:31
Skoða og skera grindhvalshræ
Á annað hundrað manns voru við Fróðárrif í hádeginu að skoða og skera grindhvalshræ, bæði íbúar á svæðinu og ferðamenn. Um 100 hvalir syntu á land á norðanverðu Snæfellsnesi í gærkvöldi.
08.09.2013 - 12:43
Ferðamenn skoða hvalshræ
Ferðamenn hefur drifið að fjörum í Ólafsvík og Rifi í dag til þess að skoða hvalshræ. Um hundrað grindhvalir syntu á land frá klukkan sex í gærkvöldi, stór hluti þeirra er dauður.
08.09.2013 - 11:23