Skútustaðahreppur

Vetrarhátíð við Mývatn haldin í fyrsta sinn
Vetrarhátíð við Mývatn er haldin í fyrsta sinn nú um helgina. Metskráning er í flestar greinar og nóg um að vera.
Fjölbreytileikinn blómstrar í Mývatnssveit
Sveitarsjórn Skútustaðahrepps hefur samþykkt fjölmenningarstefnu fyrir sveitarfélagið. Mikil ánægja er með stefnuna í Mývatnssveit þar sem um fjórðungur íbúa eru af erlendum uppruna. Sveitarstjórinn segir að fjölbreytileikinn blómstri þar í sveit.
11.10.2019 - 09:01
Myndskeið
Salernisskólp nýtt til uppgræðslu á Hólasandi
Svartvatn eða salernisskólp verður notað til uppgræðslu á Hólasandi. Þetta byrjaði sem fráveitumál en hefur nú þróast í stórverkefni í umhverfismálum, segir sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Hreppurinn skiptir út núverandi lögnum fyrir tvískipt lagnakerfi og sett verða upp vatnssparandi klósett.
16.09.2019 - 10:40
Mótmæla skertri vetrarþjónustu
Engin vetrarþjónusta verður á Hólasandsvegi og Dettifossvegi í vetur þrátt fyrir að verulegar umbætur hafi verið gerðar á báðum vegum. Sveitarstjóri Skútustaðahrepps segir þetta vera áfall fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi. Vegagerðin segist verða að mæta halla á vetrarþjónustu síðan í fyrra.
13.09.2019 - 12:07
Eitt stærsta berghlaup Íslandssögunnar
Berghlaupið sem var í Öskju í júlí árið 2014 er eitt stærsta berghlaup sem orðið hefur á sögulegum tímum. Grein um hlaupið var birt nýlega í Náttúrufræðingnum. Þar er fjallað um jarðfræðilegar aðstæður við Öskju, flóðbylgjuna sem kom í kjölfar hlaupsins í vatninu og áhrif mögulegra flóðbylgja vegna skriðufalla við Öskjuvatn.
24.08.2019 - 04:29
Brenndist í hver í Mývatnssveit
Ungur drengur brenndist í hver í Mývatnssveit á ellefta tímanum í morgun. Ekki liggur fyrir hversu alvarleg meiðsl hans eru eða hver tildrög slyssins eru.
14.08.2019 - 11:19
Myndskeið
Lítið mý í Mývatnssveit
Hrun hefur orðið í mýflugnastofninum í Mývatnssveit. Sáralítið er þar af flugu miðað við árstíma, bæði af bitmýi og rykmýi. Það getur tekið stofninn tvö til þrjú ár að byggjast upp aftur. Hrun í bitmýsstofni er ekki algengt en hrun í rykmýsstofni er regluleg sveifla sem kemur á hér um bil 7 ára fresti. Það getur tekið stofninn 2-3 ár að jafna sig.
17.07.2019 - 06:30
300 tré á Hólasandi til kolefnisjöfnunar
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps gróðursetti 300 tré á Hólasandi til þess að binda losun gróðurhúsalofttegunda vegna rekstrar sveitarfélagsins í fyrra. Verkfræðistofan Efla var fengin til þess að reikna kolefnisspor sveitarfélagsins.
Tækifæri í víðfeðmasta sveitarfélagi landsins
Oddvitar Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps segja fjölda tækifæra felast í sameiningu sveitarfélaganna. Það verður víðfeðmasta sveitarfélag landsins. Íbúar fá að kjósa um sameiningu að loknum viðræðum.
Gott hljóð í íbúum á fundi um sameiningu
Íbúar í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit eru almennt jákvæðir gagnvart viðræðum um sameiningu sveitarfélaganna, ef marka má kynningarfundi sem haldnir voru í gær. Þetta er mat oddvita sveitarfélaganna. Sameinað sveitarfélag yrði landfræðilega það stærsta á Íslandi.
21.06.2019 - 17:00
Mokuðu þriggja metra skafla
Vegagerðin opnaði veginn inn að Öskju í síðustu viku. Lokahnykkur í því var að fara með veghefil og snjótroðara inn að bílaplani við gönguleiðina að Öskju þar sem moka þurfti snjó af seinasta kílómetra vegarins.
21.06.2019 - 16:28
Skera upp herör gegn illgresi í Mývatnssveit
Útbreiðsla kerfils og lúpínu hefur aukist verulega í Skútustaðahreppi, þar á meðal á friðlýstu svæði Mývatns. Skera á upp herör gegn illgresi í sveitarfélaginu.
01.04.2019 - 11:15
Semja um nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík
Stefnt er að því að byggja 60 rýma hjúkrunarheimili á Húsavík, í samvinnu ríkis og fjögurra sveitarfélaga. Áætlaður kostnaður eru rúmir tveir milljarðar.
Mikill áhugi á nýju þekkingarsetri við Mývatn
Þekkingarsetrið Mikley hefur verið opnað í Mývatnssveit. Sveitarstjórinn segir þetta skapa mikil tækifæri fyrir ungt og háskólamenntað fólk, en ekki síst fyrir sveitarfélagið sem njóti góðs af hugmyndum sem þarna fæðast. 
06.11.2018 - 10:32
Segir einfalt að breyta gistináttaskatti
Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðahreppi, segir einfalt að færa gistináttaskatt til sveitarfélaga en tekjurnar skipti sköpum. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, hvetur stjórnvöld til að breyta fjárlagafrumvarpinu og færa tekjustofninn til sveitarfélaga strax á næsta ári.
16.10.2018 - 11:51
Fær ekki að sigla með ferðamenn á Mývatni
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur staðfest ákvörðun Umhverfisstofnunar sem synjaði beiðni bónda við Mývatn um leyfi til náttúruskoðunarferða á vatninu. Nefndin telur að með hliðsjón af miklum náttúrverndarhagsmunum geti siglingar á 20 manna bát ekki talist hefðbundnar nytjar. Það tók úrskurðarnefndina tvö ár að kveða upp úrskurð í málinu en nefndin segir það vera vegna mikils umfangs og fjölda mála sem skotið hafi verið til úrskurðarnefndarinnar.
Annað framboð barst í Skútustaðahreppi
Kosið verður í sveitarstjórnarkosningum í Skútustaðahreppi í vor. Þegar framboðsfrestur rann út á laugardag hafði aðeins eitt framboð, H-listinn, skilað inn gögnum. Samkvæmt lögum var framboðsfresturinn því framlengdur um tvo sólarhringa og nú hefur N-listinn skilað inn framboðsgögnum.
Vill fækka ferðamannahúsum við Mývatn
Umhverfisstofnun vill að byggingum ferðaþjónustunnar Hlíðar í Mývatnssveit verði fækkað. Nú eru hús Hlíðar 21 talsins, misstór, og standa þau innan verndarsvæði Mývatns og Laxár. Stofnunin segir að einungis tvö hús séu með stöðuleyfi. Eigandi Hlíðar segir það ekki rétt.
07.03.2018 - 11:17
Vill skólphreinsivirki hótels í umhverfismat
Umhverfisstofnun telur að skólphreinsivirki sem fyrirhugað er að reisa samhliða stækkun Hótels Reynihlíðar við Mývatn skuli vera háð mati á umhverfisáhrifum. Náttúrufræðistofnun Íslands segir í umsögn sinni að ef leyfa á stækkun hótelsins verði sett skilyrði um að frárennslið verði hreinsað með fullkomnustu tækni. Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra hafnar áformum um stækkun hótelsins nema frárennslið verði hreinsað með ítarlegri skólphreinsun en tveggja þrepa.
13.09.2017 - 16:22
Harma stöðuna vegna Fosshótels Mývatni
Þeir sem reka Fosshótelið við Mývatn harma stöðunar sem upp er komin í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem hefur fellt úr gildi þá ákvörðun Skipulagsstofnunar um að hótelframkvæmdir við Fosshótel skuli ekki sæta umhverfismati.
07.07.2017 - 12:44
Mývatn: Heilbrigðisnefndin hafnar umbótaáætlun
Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra hefur hafnað sameiginlegri umbótaáætlun Skútustaðahrepps og rekstraraðila vegna fráveitumála í Mývatni fyrir árin 2017 til 2022. Nefndin er ánægð með undirbúningsvinnuna og þá framtíðarsýn sem birtist í áætluninni en lýsir yfir vonbrigðum með að fjármögnun til úrbóta skuli ekki vera tryggð. Sveitarfélagið og rekstraraðilar fá frest til 15. september til að skila inn fjármagnaðri úrbótaráætlun.
03.07.2017 - 20:09
Viðtal: Fjármögnun ríkisins forsenda umbóta
Sveitarfélagið Skútustaðahreppur og 15 rekstraraðilar í Mývatnssveit hafa sent fimm ára umbótaáætlun um fráveitumál í sveitarfélaginu til Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra. Heildarkostnaður fráveituframkvæmda fyrir sveitarfélagið er áætlaður um 500-700 m.kr. og þá má áætla að hann hlaupi á hundruðum milljóna króna fyrir rekstraraðila.
15.06.2017 - 12:36
Meiri peningar í vöktun við Mývatn í sumar
Umhverfisráðherra ætlar að veita meira fjármagn í vöktun á lífríki Mývatns. Skútustaðahreppur og Norðurorka eru enn í viðræðum um að Norðurorka yfirtaki veiturekstur á svæðinu. Sveitarstjóri segir að fundur með ráðherrum hafi lofað góðu. 
05.06.2017 - 09:45
„Flóknasta mál sem hefur komið upp”
Nýjar skólphreinsistöðvar við Mývatn kosta um milljarð króna og segir fráveitusérfræðingur skólpvandamálið á svæðinu það flóknasta sem hefur komið upp. Skútustaðarhreppur hefur boðið Norðurorku að samningaborðinu.
08.05.2017 - 18:51
Mývetningum finnst ráðherra vera að hunsa sig
Mývetningar eru orðnir langeygir eftir svörum eða viðbrögðum frá Björt Ólafsdóttur, umhverfisráðherra, ef marka má sveitastjórnarpistil Þorsteins Gunnarssonar, sveitarstjóra Skútustaðahrepps. Þorsteinn segir sveitastjórnina hafa í tvígang óskað eftir formlegum fundi með ráðherranum til að fara yfir aðkomu ríkisins en án árangurs.
26.04.2017 - 16:47