Skútustaðahreppur

Mývetningar mótmæla Krambúðinni
Mývetningar krefjast þess að Samkaup endurskoði þá ákvörðun sína að breyta Kjörbúðinni í Krambúð. Heimamenn segja fyrirtækið ekki sýna samfélagslega ábyrgð og hafa fært viðskipti sín annað.
28.07.2020 - 15:46
Mývargur veltur inn úr gluggakistum í Mývatnssveit
Mikið er um bitmý í Mývatnssveit um þessar mundir og þeir sem eru viðkvæmir fyrir bitum ættu að hafa varann á. Heimamaður segist ekki hafa séð svona mikið af mývargi í mörg ár.
15.06.2020 - 13:53
Myndskeið
Þrefalt fleiri nemar starfa í Þingeyjasýslum í sumar
Um tuttugu háskólanemar starfa hjá Þekkingarneti Þingeyinga í sumar. Þekkingarnetið tók málin í sínar hendur, þegar efnahagsaðgerðir vegna COVID-19 voru kynntar í vor, og fjölgaði störfum.
Myndskeið
Skúföndum fækkar mikið í Mývatnssveit
Skúföndum á Mývatni hefur nú fækkað mikið í fyrsta skipti eftir áratuga fjölgun. Skúfönd hefur verið stærsti andastofninn á vatninu seinustu ár. Öðrum tegundum hefur einnig fækkað. Helsta ástæðan er fæðuskortur og að ungar komast ekki á legg.
07.06.2020 - 21:43
Myndskeið
Blaut tuska framan í Mývetninga
Verðhækkanir eru boðaðar í einu matvörubúðinni í Mývatnssveit, eftir að nafni hennar var breytt. Sveitastjórinn í Skútustaðahreppi segir að hækkanirnar séu blaut tuska í andlitið í samfélag sem eigi fullt í fangi með að bregðast við fækkun ferðamanna.
07.06.2020 - 20:04
Hvetur hið opinbera til að kaupa Hótel Gíg við Mývatn
Vatnajökulsþjóðgarði býðst að kaupa Hótel Gíg í Mývatnssveit undir gestastofu. Sveitarstjóri Skútustaðahrepps segir að það yrði mikilvæg viðspyrnuaðgerð gegn áhrifum farsóttarinnar og hvetur hið opinbera til að grípa tækifærið.
Mikið tekjufall hjá Skútustaðahreppi
Ekki er búist við því að ferðaþjónustan í Mývatnssveit taki almennilega við sér á ný fyrr en sumarið tvöþúsund tuttugu og eitt. Tekjufall Skútustaðahrepps er mikið og sveitarfélagið þarf að taka lán fyrir framkvæmdum í sumar.
07.05.2020 - 20:20
Gæti stefnt í 25% atvinnuleysi í Skútustaðahreppi
Stefnt gæti í 25 prósenta atvinnuleysi í Skútustaðahreppi á næstu mánuðum ef versta spá gengur eftir. Þá gætu útsvarstekjur dregist saman um 130 milljónir króna sem eru tæp 22 prósent af heildartekjum sveitarfélagsins.
Loka skólum og íþróttahúsi í Mývatnssveit
Leikskólanum Yl í Skútustaðahreppi hefur verið lokað tímabundið, skólahald í Reykjahlíðarskóla fellt niður og íþróttahúsinu lokað. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, sendi sveitungum sínum í gærkvöld.
23.03.2020 - 05:23
„Stór silungur og urriðinn fullur af hornsíli“
Veiði í gegnum ís á Mývatni hefur farið hægt af stað. Aðstæður þar eru erfiðar, mjög þykkur ís og snjóþungt. Stór silungur, fullur af hornsíli, er uppistaðan í veiðinni sem bendir til þess að smásilungur í vatninu eigi erfitt uppdráttar.
09.03.2020 - 14:03
Vetrarhátíð við Mývatn haldin í fyrsta sinn
Vetrarhátíð við Mývatn er haldin í fyrsta sinn nú um helgina. Metskráning er í flestar greinar og nóg um að vera.
Fjölbreytileikinn blómstrar í Mývatnssveit
Sveitarsjórn Skútustaðahrepps hefur samþykkt fjölmenningarstefnu fyrir sveitarfélagið. Mikil ánægja er með stefnuna í Mývatnssveit þar sem um fjórðungur íbúa eru af erlendum uppruna. Sveitarstjórinn segir að fjölbreytileikinn blómstri þar í sveit.
11.10.2019 - 09:01
Myndskeið
Salernisskólp nýtt til uppgræðslu á Hólasandi
Svartvatn eða salernisskólp verður notað til uppgræðslu á Hólasandi. Þetta byrjaði sem fráveitumál en hefur nú þróast í stórverkefni í umhverfismálum, segir sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Hreppurinn skiptir út núverandi lögnum fyrir tvískipt lagnakerfi og sett verða upp vatnssparandi klósett.
16.09.2019 - 10:40
Mótmæla skertri vetrarþjónustu
Engin vetrarþjónusta verður á Hólasandsvegi og Dettifossvegi í vetur þrátt fyrir að verulegar umbætur hafi verið gerðar á báðum vegum. Sveitarstjóri Skútustaðahrepps segir þetta vera áfall fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi. Vegagerðin segist verða að mæta halla á vetrarþjónustu síðan í fyrra.
13.09.2019 - 12:07
Eitt stærsta berghlaup Íslandssögunnar
Berghlaupið sem var í Öskju í júlí árið 2014 er eitt stærsta berghlaup sem orðið hefur á sögulegum tímum. Grein um hlaupið var birt nýlega í Náttúrufræðingnum. Þar er fjallað um jarðfræðilegar aðstæður við Öskju, flóðbylgjuna sem kom í kjölfar hlaupsins í vatninu og áhrif mögulegra flóðbylgja vegna skriðufalla við Öskjuvatn.
24.08.2019 - 04:29
Brenndist í hver í Mývatnssveit
Ungur drengur brenndist í hver í Mývatnssveit á ellefta tímanum í morgun. Ekki liggur fyrir hversu alvarleg meiðsl hans eru eða hver tildrög slyssins eru.
14.08.2019 - 11:19
Myndskeið
Lítið mý í Mývatnssveit
Hrun hefur orðið í mýflugnastofninum í Mývatnssveit. Sáralítið er þar af flugu miðað við árstíma, bæði af bitmýi og rykmýi. Það getur tekið stofninn tvö til þrjú ár að byggjast upp aftur. Hrun í bitmýsstofni er ekki algengt en hrun í rykmýsstofni er regluleg sveifla sem kemur á hér um bil 7 ára fresti. Það getur tekið stofninn 2-3 ár að jafna sig.
17.07.2019 - 06:30
300 tré á Hólasandi til kolefnisjöfnunar
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps gróðursetti 300 tré á Hólasandi til þess að binda losun gróðurhúsalofttegunda vegna rekstrar sveitarfélagsins í fyrra. Verkfræðistofan Efla var fengin til þess að reikna kolefnisspor sveitarfélagsins.
Tækifæri í víðfeðmasta sveitarfélagi landsins
Oddvitar Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps segja fjölda tækifæra felast í sameiningu sveitarfélaganna. Það verður víðfeðmasta sveitarfélag landsins. Íbúar fá að kjósa um sameiningu að loknum viðræðum.
Gott hljóð í íbúum á fundi um sameiningu
Íbúar í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit eru almennt jákvæðir gagnvart viðræðum um sameiningu sveitarfélaganna, ef marka má kynningarfundi sem haldnir voru í gær. Þetta er mat oddvita sveitarfélaganna. Sameinað sveitarfélag yrði landfræðilega það stærsta á Íslandi.
21.06.2019 - 17:00
Mokuðu þriggja metra skafla
Vegagerðin opnaði veginn inn að Öskju í síðustu viku. Lokahnykkur í því var að fara með veghefil og snjótroðara inn að bílaplani við gönguleiðina að Öskju þar sem moka þurfti snjó af seinasta kílómetra vegarins.
21.06.2019 - 16:28
Skera upp herör gegn illgresi í Mývatnssveit
Útbreiðsla kerfils og lúpínu hefur aukist verulega í Skútustaðahreppi, þar á meðal á friðlýstu svæði Mývatns. Skera á upp herör gegn illgresi í sveitarfélaginu.
01.04.2019 - 11:15
Semja um nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík
Stefnt er að því að byggja 60 rýma hjúkrunarheimili á Húsavík, í samvinnu ríkis og fjögurra sveitarfélaga. Áætlaður kostnaður eru rúmir tveir milljarðar.
Mikill áhugi á nýju þekkingarsetri við Mývatn
Þekkingarsetrið Mikley hefur verið opnað í Mývatnssveit. Sveitarstjórinn segir þetta skapa mikil tækifæri fyrir ungt og háskólamenntað fólk, en ekki síst fyrir sveitarfélagið sem njóti góðs af hugmyndum sem þarna fæðast. 
06.11.2018 - 10:32
Segir einfalt að breyta gistináttaskatti
Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðahreppi, segir einfalt að færa gistináttaskatt til sveitarfélaga en tekjurnar skipti sköpum. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, hvetur stjórnvöld til að breyta fjárlagafrumvarpinu og færa tekjustofninn til sveitarfélaga strax á næsta ári.
16.10.2018 - 11:51