Skútustaðahreppur

Sjónvarpsfrétt
Staða ferðaþjónustu jafnvel betri en fyrir faraldur
Ferðaþjónustan á Norðurlandi sér fram á mjög gott sumar og sums staðar stefnir í metfjölda ferðamanna. Hóteleigendur fagna þessu og þó enn sé eitt og eitt herbergi laust, eru sum hótel orðin fullbókuð.
Sjónvarpsfrétt
Rukka fyrir bílastæði og nýta féð í framkvæmdir
Frá því í haust hefur bílastæðagjald verið innheimt við Hveri í Mývatnssveit. Áður hafði verið reynt að halda úti gjaldtöku á svæðinu en sú tilraun féll í grýttan jarðveg. Nú eru forsendurnar hins vegar breyttar og hefja á uppbyggingu sem felur meðal annars í sér gerð nýs bílastæðis og stíga.
Sjónvarpsfrétt
Nærri helmingur sveitarfélaga hunsaði vistheimilahóp
Nærri helmingur sveitarfélaga landsins hunsaði ítrekaðar óskir starfshópsins sem skilaði skýrslu í dag og skoðaði meðferð á fólki með fötlun og geðræn vandamál. Meðal þeirra sveitarfélaga eru bæði fjórðu og fimmtu fjölmennustu sveitarfélög landsins. Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir vanta betra eftirlit með þessu berskjaldaða fólki. 
Svitaveisla í Mývatnssveit um helgina
Í dag er mikið um að vera í Mývatnssveit en þar fer fram árlegt Mývatnsmaraþon og hjólreiðakeppni. Tæplega 300 eru skráðir til leiks, bæði innlendir og erlendir.
28.05.2022 - 14:00
Átta tillögur að nafni sendar til Örnefnanefndar
Átta tillögur að nafni á sameinað sveitarfélag Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar verða sendar til Örnefnanefndar. 281 tillaga barst í rafrænni hugmyndasöfnun sem lauk í síðustu viku.
Hamingjuhreppur, Andabær, Gleðisveit, Vindbelgir...
Hamingjuhreppur, Andabær, Gleðisveit, Vindbelgir og Alþing eru meðal fjölda tillagna sem borist hafa að nafni á nýtt sameinað sveitarfélag Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar. Á morgun rennur út frestur til að senda inn hugmynd að nafni.
Sjónvarpsfrétt
40 þingeyskir bændur sameinast um áburðarkaup
Bændur á um 40 bæjum í Suður Þingeyjarsýslu sameinuðust um kaup á áttahundruð tonnum af áburði til að ná niður verði. Talsmaður bændanna segir að þessi hópur muni áfram standa saman að kaupum á ýmsu er snýr að búrekstrinum.
Nýtt rannsóknasetur á sviði umhverfisvísinda við Mývatn
Hafinn er undirbúningur að stofnun rannsóknaseturs í Mývatnssveit á vegum Háskóla Íslands og menningar- og náttúrusetursins í Svartárkoti. Háskólarektor segir þetta góða viðbót við rannsóknasetur Háskólans víða um landið.
Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit sameinast
Íbúar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar samþykktu sameiningu sveitarfélaganna. Um tveir af hverjum þremur kjósendum voru samþykkir sameiningunni í báðum sveitarfélögum.
Búast við góðri kjörsókn í sameiningarkosningum í dag
Í morgun hófst kosning um sameiningu sex sveitarfélaga á Norðurlandi. Kosið er um sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu og tveggja sveitarfélaga í Suður-Þingeyjarsýslu. Formenn samstarfsnefnda um sameiningu vonast eftir góðri þátttöku íbúa í kosningunum.
Kosið um sameiningu í sex sveitarfélögum á Norðurlandi
Á laugardag kjósa íbúar í sex sveitarfélögum á Norðurlandi um sameiningu við nágrannasveitarfélögin. Í Suður-Þingeyjarsýslu verður kosið um sameiningu tveggja sveitarfélaga en Austur-Húnvetningar kjósa um að sameina fjögur sveitarfélög í eitt.
Viðtal
Störf í sveitarstjórn verði skilvirk og fjölskylduvæn
Lagt er til að níu manna sveitarstjórn verði í sameinuðu sveitarfélagi Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps. Formaður sameiningarnefndar segir mikilvægt að tryggja að störf sveitarstjórnarfulltrúa séu bæði skilvirk og fjölskylduvæn.
Sjá sóknarfæri í sameiningu sveitarfélaganna
Nýsköpun, fræðsla, umhverfi og stjórnsýsla eru meðal umræðuefna á íbúafundum þessa dagana í Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi. Þar á að láta reyna á hvort samvinna sveitarfélaganna verði sterkari við sameiningu.
Sveitarfélög ekki á einu máli um Hálendisþjóðgarð
Þau sveitarfélög sem eiga aðild að óstofnuðum Hálendisþjóðgarði eru ekki einhuga í afstöðu sinni. Sum hafna áformunum alfarið eða setja fyrirvara um breytingar á frumvarpinu. Önnur styðja áformin heilshugar.
Miklir möguleikar í kaupum á húsnæði fyrir gestastofu
Miklir möguleikar felast í kaupum ríkisins á húsnæði fyrir gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs við Mývatn, að mati sveitarstjóra Skútustaðahrepps. Sveitarfélagið vill opna þekkingar- og nýsköpunarsetur í sama húsi.
Samið um stuðning vegna hruns í ferðaþjónustu
Í gær var undirritaður fyrsti samninguirnn um stuðning ríkisins við sveitarfélög vegna hruns í ferðaþjónustu. Fimm samningar til viðbótar verða undirritaðir á næstu dögum og vikum.
24.09.2020 - 11:36
Samkaup kemur til móts við ósátta íbúa
Samkaup býður nú viðskiptavinum sínum í Búðardal, Reykjahlíð, Hólmavík og Flúðum að fá vörur sendar úr netverslun Nettó. Framtakið er ætlað að mæta óskum viðskiptavina. Íbúi í Mývatnssveit segir alltaf hægt að gera betur.
07.09.2020 - 16:27
Stefán í Dimmu stýrir „skólarokki“ í Mývatnssveit
Margir muna eftir kvikmyndinni School of Rock þar sem gítarleikinn Dewey Finn dulbýr sig sem forfallakennari í barnaskóla og uppgötvar að nemendurnir í bekknum hans eru hæfileikaríkir tónlistarmenn. Stefán Jakobsson, söngvari rokksveitarinnar Dimmu, þurfti reyndar ekki að dulbúa sig til að verða ráðinn í fullt starf við tónlistarskólann í Skútustaðahreppi. „En myndin hefur borið á góma í nokkrum skilaboðum frá vinum mínum,“ segir hann í samtali við fréttastofu.
27.08.2020 - 16:21
Myndskeið
Sprengingin við Miðkvísl: nauðvörn samfélagsins
Fimmtíu ár eru síðan Þingeyingar sprengdu Miðkvíslarstíflu í Mývatnssveit. Atburðarins var minnst í Skútustaðahreppi og umhverfisráðherra segir hann kraftaverk í íslenskri náttúruvernd.
26.08.2020 - 13:18
Myndskeið
„Píra bara augun og setja sokkana yfir buxnaskálmarnar“
Mývargurinn hefur verið óvenjugrimmur í Skútustaðahreppi upp á síðkastið og meira að segja innfæddir hafa dregið upp flugnanet. Líffræðingur segir varginn þó hafa sýna kosti, hann bíti ekki innandyra.
26.08.2020 - 10:08
Styðja sveitarfélög sem urðu fyrir mestum áföllum
Sex sveitarfélög fá samtals 150 milljónir króna til að bregðast við hruni í ferðaþjónustu. Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Skútustaðahreppur fá mest í sinn hlut, 32 milljónir hvert sveitarfélag um sig.
Sumarið mjög gott en ekki hægt að lifa veturinn af
Ferðagleði Íslendinga innanlands í sumar dugir ekki til að lifa veturinn af, segir hótelstjóri við Mývatn. Hún neyðist til að skella í lás í haust og flytja burt með fjölskylduna.
13.08.2020 - 19:20
„Íbúar eru náttúrulega bara brjálaðir“
Mývetningar og íbúar í Dalabyggð eru reiðir vegna verðhækkana í verslunum Samkaupa í sinni heimabyggð. Forstjóri Samkaupa segist skilja reiðina en segir reksturinn þurfa að vera sjálfbæran. Verðhækkanir séu í samræmi við boðaðar hækkanir frá því í vor.
10.08.2020 - 13:35
Mývetningar mótmæla Krambúðinni
Mývetningar krefjast þess að Samkaup endurskoði þá ákvörðun sína að breyta Kjörbúðinni í Krambúð. Heimamenn segja fyrirtækið ekki sýna samfélagslega ábyrgð og hafa fært viðskipti sín annað.
28.07.2020 - 15:46
Mývargur veltur inn úr gluggakistum í Mývatnssveit
Mikið er um bitmý í Mývatnssveit um þessar mundir og þeir sem eru viðkvæmir fyrir bitum ættu að hafa varann á. Heimamaður segist ekki hafa séð svona mikið af mývargi í mörg ár.
15.06.2020 - 13:53