Skútustaðahreppur

Samið um stuðning vegna hruns í ferðaþjónustu
Í gær var undirritaður fyrsti samninguirnn um stuðning ríkisins við sveitarfélög vegna hruns í ferðaþjónustu. Fimm samningar til viðbótar verða undirritaðir á næstu dögum og vikum.
24.09.2020 - 11:36
Samkaup kemur til móts við ósátta íbúa
Samkaup býður nú viðskiptavinum sínum í Búðardal, Reykjahlíð, Hólmavík og Flúðum að fá vörur sendar úr netverslun Nettó. Framtakið er ætlað að mæta óskum viðskiptavina. Íbúi í Mývatnssveit segir alltaf hægt að gera betur.
07.09.2020 - 16:27
Stefán í Dimmu stýrir „skólarokki“ í Mývatnssveit
Margir muna eftir kvikmyndinni School of Rock þar sem gítarleikinn Dewey Finn dulbýr sig sem forfallakennari í barnaskóla og uppgötvar að nemendurnir í bekknum hans eru hæfileikaríkir tónlistarmenn. Stefán Jakobsson, söngvari rokksveitarinnar Dimmu, þurfti reyndar ekki að dulbúa sig til að verða ráðinn í fullt starf við tónlistarskólann í Skútustaðahreppi. „En myndin hefur borið á góma í nokkrum skilaboðum frá vinum mínum,“ segir hann í samtali við fréttastofu.
27.08.2020 - 16:21
Myndskeið
Sprengingin við Miðkvísl: nauðvörn samfélagsins
Fimmtíu ár eru síðan Þingeyingar sprengdu Miðkvíslarstíflu í Mývatnssveit. Atburðarins var minnst í Skútustaðahreppi og umhverfisráðherra segir hann kraftaverk í íslenskri náttúruvernd.
26.08.2020 - 13:18
Myndskeið
„Píra bara augun og setja sokkana yfir buxnaskálmarnar“
Mývargurinn hefur verið óvenjugrimmur í Skútustaðahreppi upp á síðkastið og meira að segja innfæddir hafa dregið upp flugnanet. Líffræðingur segir varginn þó hafa sýna kosti, hann bíti ekki innandyra.
26.08.2020 - 10:08
Styðja sveitarfélög sem urðu fyrir mestum áföllum
Sex sveitarfélög fá samtals 150 milljónir króna til að bregðast við hruni í ferðaþjónustu. Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Skútustaðahreppur fá mest í sinn hlut, 32 milljónir hvert sveitarfélag um sig.
Sumarið mjög gott en ekki hægt að lifa veturinn af
Ferðagleði Íslendinga innanlands í sumar dugir ekki til að lifa veturinn af, segir hótelstjóri við Mývatn. Hún neyðist til að skella í lás í haust og flytja burt með fjölskylduna.
13.08.2020 - 19:20
„Íbúar eru náttúrulega bara brjálaðir“
Mývetningar og íbúar í Dalabyggð eru reiðir vegna verðhækkana í verslunum Samkaupa í sinni heimabyggð. Forstjóri Samkaupa segist skilja reiðina en segir reksturinn þurfa að vera sjálfbæran. Verðhækkanir séu í samræmi við boðaðar hækkanir frá því í vor.
10.08.2020 - 13:35
Mývetningar mótmæla Krambúðinni
Mývetningar krefjast þess að Samkaup endurskoði þá ákvörðun sína að breyta Kjörbúðinni í Krambúð. Heimamenn segja fyrirtækið ekki sýna samfélagslega ábyrgð og hafa fært viðskipti sín annað.
28.07.2020 - 15:46
Mývargur veltur inn úr gluggakistum í Mývatnssveit
Mikið er um bitmý í Mývatnssveit um þessar mundir og þeir sem eru viðkvæmir fyrir bitum ættu að hafa varann á. Heimamaður segist ekki hafa séð svona mikið af mývargi í mörg ár.
15.06.2020 - 13:53
Myndskeið
Þrefalt fleiri nemar starfa í Þingeyjasýslum í sumar
Um tuttugu háskólanemar starfa hjá Þekkingarneti Þingeyinga í sumar. Þekkingarnetið tók málin í sínar hendur, þegar efnahagsaðgerðir vegna COVID-19 voru kynntar í vor, og fjölgaði störfum.
Myndskeið
Skúföndum fækkar mikið í Mývatnssveit
Skúföndum á Mývatni hefur nú fækkað mikið í fyrsta skipti eftir áratuga fjölgun. Skúfönd hefur verið stærsti andastofninn á vatninu seinustu ár. Öðrum tegundum hefur einnig fækkað. Helsta ástæðan er fæðuskortur og að ungar komast ekki á legg.
07.06.2020 - 21:43
Myndskeið
Blaut tuska framan í Mývetninga
Verðhækkanir eru boðaðar í einu matvörubúðinni í Mývatnssveit, eftir að nafni hennar var breytt. Sveitastjórinn í Skútustaðahreppi segir að hækkanirnar séu blaut tuska í andlitið í samfélag sem eigi fullt í fangi með að bregðast við fækkun ferðamanna.
07.06.2020 - 20:04
Hvetur hið opinbera til að kaupa Hótel Gíg við Mývatn
Vatnajökulsþjóðgarði býðst að kaupa Hótel Gíg í Mývatnssveit undir gestastofu. Sveitarstjóri Skútustaðahrepps segir að það yrði mikilvæg viðspyrnuaðgerð gegn áhrifum farsóttarinnar og hvetur hið opinbera til að grípa tækifærið.
Mikið tekjufall hjá Skútustaðahreppi
Ekki er búist við því að ferðaþjónustan í Mývatnssveit taki almennilega við sér á ný fyrr en sumarið tvöþúsund tuttugu og eitt. Tekjufall Skútustaðahrepps er mikið og sveitarfélagið þarf að taka lán fyrir framkvæmdum í sumar.
07.05.2020 - 20:20
Gæti stefnt í 25% atvinnuleysi í Skútustaðahreppi
Stefnt gæti í 25 prósenta atvinnuleysi í Skútustaðahreppi á næstu mánuðum ef versta spá gengur eftir. Þá gætu útsvarstekjur dregist saman um 130 milljónir króna sem eru tæp 22 prósent af heildartekjum sveitarfélagsins.
Loka skólum og íþróttahúsi í Mývatnssveit
Leikskólanum Yl í Skútustaðahreppi hefur verið lokað tímabundið, skólahald í Reykjahlíðarskóla fellt niður og íþróttahúsinu lokað. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, sendi sveitungum sínum í gærkvöld.
23.03.2020 - 05:23
„Stór silungur og urriðinn fullur af hornsíli“
Veiði í gegnum ís á Mývatni hefur farið hægt af stað. Aðstæður þar eru erfiðar, mjög þykkur ís og snjóþungt. Stór silungur, fullur af hornsíli, er uppistaðan í veiðinni sem bendir til þess að smásilungur í vatninu eigi erfitt uppdráttar.
09.03.2020 - 14:03
Vetrarhátíð við Mývatn haldin í fyrsta sinn
Vetrarhátíð við Mývatn er haldin í fyrsta sinn nú um helgina. Metskráning er í flestar greinar og nóg um að vera.
Fjölbreytileikinn blómstrar í Mývatnssveit
Sveitarsjórn Skútustaðahrepps hefur samþykkt fjölmenningarstefnu fyrir sveitarfélagið. Mikil ánægja er með stefnuna í Mývatnssveit þar sem um fjórðungur íbúa eru af erlendum uppruna. Sveitarstjórinn segir að fjölbreytileikinn blómstri þar í sveit.
11.10.2019 - 09:01
Myndskeið
Salernisskólp nýtt til uppgræðslu á Hólasandi
Svartvatn eða salernisskólp verður notað til uppgræðslu á Hólasandi. Þetta byrjaði sem fráveitumál en hefur nú þróast í stórverkefni í umhverfismálum, segir sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Hreppurinn skiptir út núverandi lögnum fyrir tvískipt lagnakerfi og sett verða upp vatnssparandi klósett.
16.09.2019 - 10:40
Mótmæla skertri vetrarþjónustu
Engin vetrarþjónusta verður á Hólasandsvegi og Dettifossvegi í vetur þrátt fyrir að verulegar umbætur hafi verið gerðar á báðum vegum. Sveitarstjóri Skútustaðahrepps segir þetta vera áfall fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi. Vegagerðin segist verða að mæta halla á vetrarþjónustu síðan í fyrra.
13.09.2019 - 12:07
Eitt stærsta berghlaup Íslandssögunnar
Berghlaupið sem var í Öskju í júlí árið 2014 er eitt stærsta berghlaup sem orðið hefur á sögulegum tímum. Grein um hlaupið var birt nýlega í Náttúrufræðingnum. Þar er fjallað um jarðfræðilegar aðstæður við Öskju, flóðbylgjuna sem kom í kjölfar hlaupsins í vatninu og áhrif mögulegra flóðbylgja vegna skriðufalla við Öskjuvatn.
24.08.2019 - 04:29
Brenndist í hver í Mývatnssveit
Ungur drengur brenndist í hver í Mývatnssveit á ellefta tímanum í morgun. Ekki liggur fyrir hversu alvarleg meiðsl hans eru eða hver tildrög slyssins eru.
14.08.2019 - 11:19
Myndskeið
Lítið mý í Mývatnssveit
Hrun hefur orðið í mýflugnastofninum í Mývatnssveit. Sáralítið er þar af flugu miðað við árstíma, bæði af bitmýi og rykmýi. Það getur tekið stofninn tvö til þrjú ár að byggjast upp aftur. Hrun í bitmýsstofni er ekki algengt en hrun í rykmýsstofni er regluleg sveifla sem kemur á hér um bil 7 ára fresti. Það getur tekið stofninn 2-3 ár að jafna sig.
17.07.2019 - 06:30