Skotland-sjálfstæðisbarátta

Spá hruni Verkamannaflokksins í Skotlandi
Verkamannaflokkurinn í Skotlandi geldur afhroð í þingkosningunum á Bretlandi á næsta ári ef marka má nýja skoðanakönnun. Samkvæmt nýju könnuninni fengi Verkamannaflokkurinn aðeins fjögur þingsæti en hefur nú 41.
30.10.2014 - 18:08
Sturgeon verður fyrsti ráðherra Skotlands
Nicola Sturgeon verður næsti formaður Skoska þjóðarflokksins, SNP og tekur jafnframt við embætti fyrsta ráðherra stjórnarinnar í Edinborg. Alex Salmond sagði af sér eftir að Skotar höfnuðu sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu í síðasta mánuði.
15.10.2014 - 10:04
Sturgeon tilkynnir framboð
Nicola Sturgeon, varaforsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, tilkynnti í morgun að hún ætlaði að sækjast eftir leiðtogaembættinu í Skoska þjóðarflokknum SNP.
24.09.2014 - 11:06
Sambandssinnar réðust að sjálfstæðissinnum
Sex voru handteknir þegar hópum skoskra sjálfstæðissinna og sambandssinna lenti saman á George-torgi í Glasgow í gærkvöld. Talsmaður skosku lögreglunnar segir um hundrað manns hafi verið í hvorum hópi.
20.09.2014 - 06:47
Áfall fyrir sjálfstæðissinna í Katalóníu
„Ég held að þetta sé örugglega visst áfall fyrir sjálfstæðissinna í Katalóníu. Sjálfstæðishreyfingar hér hafa vaxið nokkuð örugglega síðustu 2 ár og áreiðanlega fengið stuðning hvor af annarri og Katalóníumenn fylgdust vel með þróun mála í Skotlandi, líta upp til Skota og þeirra baráttu,“
Fagnar niðurstöðunni í Skotlandi
Viðbrögð Davids Camerons í morgun snerust ekki aðeins um Skotland, heldur einnig aðra hluta breska konungsdæmisins, eins og Wales, sem eiga einnig að fá aukin völd. Lafði Rosemary Butler, forseti velska þjóðþingsins sem staddur er hér á landi fagnar þessum áformum.
19.09.2014 - 12:45
„Miklu meiri munur en búist var við“
Skotar höfnuðu sjálfstæði frá breska konungdæminu með 55,3% at­kvæða gegn 44,7%. Úrslit urðu ljós undir morgun en kjör­sókn­in var 84,6%. Samtals greiddu 2.001.926 manns atkvæði. Bogi Ágústsson og Sigrún Davíðsdóttir fylgdust gaumgæfilega með kosningunum og túlkuðu úrslitin í Morgunútgáfunni.
Cameron hæstánægður með niðurstöðurnar
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segist hæstánægður með niðurstöður skosku þjóðaratkvæðagreiðslunnar í gær. Forseti Evrópuþingsins sendi Cameron þau skilaboð að eins og Skotar eigi að tilheyra Bretlandi þá eigi Bretland að tilheyra sameinaðri Evrópu.
19.09.2014 - 08:41
Skotar hafna sjálfstæði
Almenningur í Skotlandi hafnaði því að lýsa yfir sjálfstæði frá Bretlandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fram fór í gær. Um 55% hafa kosið gegn sjálfstæði, 45% því fylgjandi. Eitt kjördæmi á enn eftir að ljúka talningu atkvæða, en ómögulegt er að niðurstaðan verði önnur úr þessu.
19.09.2014 - 04:43
Sambandssinnar með forskot í Skotlandi
Sambandssinnar eru með forskot í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Skotlandi þegar rúmur helmingur kjördæma hefur lokið talningu atkvæða. Kjósendur í fimmtán af sautján fyrstu kjördæmunum sem ljúka talningu hafna því að Skotlandi lýsi yfir sjálfstæði. Alls styðja tæplega 44% sjálfstæði og 56% eru á móti.
19.09.2014 - 03:46
Dans og sekkjapípuleikur á kosningavöku
Dansinn dunaði á kosningavöku Edinborgarfélagsins vegna skosku sjálfstæðiskosninganna á Kaffi Sólon í Reykjavík í kvöld.
19.09.2014 - 00:51
Fyrstu tölur væntanlegar á miðnætti
Það hefur tæplega ríkt önnur eins pólitísk spenna í Bretlandi í elstu manna minnum eins og í dag. Tilefnið er auðvitað þjóðaratkvæðagreiðsla Skota um sjálfstæði. Í Bretlandi er engin þjóðskrá og því þurfa kjósendur að gæta þess að þeir séu á kjörskrá.
18.09.2014 - 18:45
Spáir sambandssinnum naumum sigri
Rachael Lorna Johnstone, prófessor í þjóðarrétti við Háskólann á Akureyri, fylgist vel með framvindu mála í Skotlandi. Hún ræddi stöðuna í Spegli gærdagsins. Hér má hlusta á viðtalið í heild. Hún kemur meðal annars inn á rök með og á móti sambandi og möguleika á ESB aðild.
18.09.2014 - 14:33
Búist við 90 prósenta kjörsókn
Búist er við 90 prósent kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslu Skota í dag um það hvort Skotland eigi að verða sjálfstætt ríki. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sex í morgun að íslenskum tíma og verður lokað klukkan níu í kvöld, en úrslitin eiga að liggja fyrir snemma í fyrramálið.
18.09.2014 - 09:38
Kjörfundur hafinn í Skotlandi
Skotar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa um það hvort að Skotland eigi að lýsa yfir sjálfstæði. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sex í morgun að íslenskum tíma og verður þeim lokað klukkan níu í kvöld, en úrslitin eiga að liggja fyrir snemma á föstudagsmorgun.
18.09.2014 - 06:00
Sjálfstæðisbaráttu Skota ekki lokið
Umræðan um sjálfstæði Skotlands verður ekki lögð til hliðar, þótt sambandssinnar vinni sigur á morgun, segir Alyson Bailes, sérfræðingur í málefnum Skotlands. Nýjar skoðanakannanir benda til þess að Skotland verði áfram hluti af breska konungsdæminu en afar mjótt verði á munum.
17.09.2014 - 19:35
Niðurstaðan veltur á óákveðnum í Skotlandi
Mjög mjótt er á munum og öllu er til tjaldað á síðasta degi kosningabaráttunnar fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Skotlands á morgun. Andstæðingar sjálfstæðis mælast með ívið meira fylgi en sjálfstæðissinnar. Það ræðst af því hvað óákveðnir kjósendur velja, hvort Skotland fær sjálfstæði.
17.09.2014 - 12:25
Hvetur Skota til að hugsa sig vel um
Elísabet Bretadrottning tjáði sig í fyrsta sinn í gær um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi veru Skota innan breska heimsveldisins. Hún hvatti Skota til að hugsa til framtíðar en lýsti hvorki yfir stuðningi við sambandssinna né sjálfstæðissinna.
15.09.2014 - 04:40
Sjálfstæðissinnar mótmæla BBC
Um 2.000 skoskir sjálfsstæðissinnar komu saman í miðborg Glasgow í dag og mótmæltu fréttaflutningi breska útvarpsins BBC í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um sjálfstæði Skotlands. Fólkið sakaði BBC um hlutdrægni.
14.09.2014 - 19:04
Hafnar ásökunum Salmonds
Ráðuneytisstjóri breska fjármálaráðuneytisins neitar ásökunum Alex Salmonds, fyrsta ráðherra skosku stjórnarinnar, um að breska fjármálaráðuneytið hafi lekið upplýsingum til að sverta baráttu skoskra sjálfstæðissinna.
12.09.2014 - 06:17
Ekki marktækur munur í Skotlandi
Skoðanakannir í Skotlandi benda til þess að ekki sé marktækur munur á fylgi sjálfstæðissinna og sambandssinna. Átta dagar eru til þjóðaratkvæðagreiðslunnar um sjálfstæði Skotlands.
10.09.2014 - 23:14
Drottning tjáir sig ekki
Elísabet Bretadrottning ætlar ekki að tjá sig um þjóðaratkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Skotlands. Talsmaður Buckinghamhallar greindi frá þessu í kvöld og sagði að hlutleysi krúnunnar væri skráð í stjórnarskrá. Drottning hefði fylgt þeirri reglu í tíð sinni.
09.09.2014 - 23:45
Olíusjóður lykill að skosku velferðarkerfi
Olíusjóður að hætti Norðmanna er lykillinn að því að sjálfstætt Skotland geti komið sér upp velferðarkerfi að norrænni fyrirmynd. Sjálfstæðissinnar telja bresk stjórnvöld ekki gæta hagsmuna Skota nægilega vel.
09.09.2014 - 20:59
Sjálfstæðissinnar líta til Norðurlanda
Töluverðar breytingar gætu orðið á samstarfi Norðurlandanna fari svo að Skotar lýsi yfir sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu eftir rúma viku. Sjálfstæðissinnar vilja stórauka samstarfið við grannríkin, jafnvel að óska eftir inngöngu í Norðurlandaráð.
09.09.2014 - 19:30
Salmond fullviss um sigur
Alex Salmond, fyrsti ráðherra skosku stjórnarinnar, segist fullviss um að sjálfstæðissinnar vinni sigur í þjóðaratkvæðagreiðslunni um sjálfstæði Skotlands á fimmtudaginn í næstu viku. Skoðanakannanir benda til þess að lítill munur sé milli sjálfstæðisinna og sambandsinna.
09.09.2014 - 18:57