Skopmyndadeila

Fjórir handteknir vegna morðsins á franska kennaranum
Fjórir voru handteknir í Frakklandi í nótt, grunaðir um tengsl við mann sem myrti kennara í París í dag. Kennarinn, sem hafði sýnt skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund, var hálshöggvinn við skólann sem hann starfaði í.
16.10.2020 - 23:55
Þeir sem sleppa lífs
Sigurbjörg Þrastardóttir fór út í heim og þegar hún kom heim aftur sátu tvær ólíkar bækur eftir í huga hennar. Í pistli í Víðsjá sagði Sigurbjörg frá bókunum en um þær má lesa hér eða hlusta á pistilinn í spilaranum.
Ný landamæri ekki á forsendum Vesturlanda
Í Miðausturlöndum geysar nú fjölþjóðleg borgarastyrjöld sem mun breyta valdahlutföllum, stjórnmálum og ríkjaskipan í þessum viðkvæma heimshluta. Þessar breytingar verða ekki gerðar á forsendum Vesturlanda.
Tvær hliðar tjáningarfrelsis
Ef maður hefur andstyggð á ákveðnum hópum fólks, hvort sem það er vegna ólíkra trúarbragða, hörundslitar, menningar, kynhneigðar eða annars - hversu opinskátt má tala um það? Er tjáningarfrelsið takmarkalaust?
07.04.2015 - 20:05
Ástríkur fyrir 22 milljónir
Áritað frumrit teikningar Alberts Uderzo af síðu úr bókinni Ástríkur og lárviðarsveigurinn, sem út kom árið 1971, var í gær selt á uppboði hjá Christies í París fyrir 150.000 evrur, eða 22 milljónir króna.
15.03.2015 - 04:08
Vilja samræma aðgerðir gegn íslamistum
Háttsettir embættismenn frá 22 ríkjum koma saman til fundar í Lundúnum í dag til að samræma aðgerðir í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkið í Sýrlandi og Írak. Rætt er hvernig komið verði í veg fyrir að vígamönnum íslamskra hryðjuverkahópa berist fé og liðauki frá útlöndum.
23.01.2015 - 08:38
Charlie Hebdo til Íslands
Tvöhundruð eintök af nýjasta tölublaði Charlie Hebdo eru væntanleg til landsins eftir helgina. Frá þessu greinir vörustjóri Pennans Eymundson. Hann vonast til þess að fá blaðið í hendur á þriðjudag.
22.01.2015 - 16:10
Mörk málfrelsis og myndbirtingabann
Voðaverkin á ritstjórnarskrifstofum Charlie Hebdo, hugsanleg áhrif þeirra á málfrelsið og myndbirtingabann í Islam verða rædd hádegisfundi fjölmiðlanefndar og Siðfræðistofnunar HÍ 20. janúar. Elfa Ýr Gylfadóttir hjá Fjölmiðlanefnd og Þórir Jónsson Hraundal sagnfræðingur ræddu við Síðdegisútvarpið.
19.01.2015 - 18:03
Tíu létu lífið í mótmælum í Níger
Tíu manns létu lífið í mótmælum í Níger í gær sem beindust að nýjasta tölublaði Charlie Hebdo. 42 prósent Frakka eru mótfallnir myndbirtingu blaðsins af Múhameð spámanni.
18.01.2015 - 08:19
Fimm látnir í mótmælum í Níger
Fimm létu lífið í mótmælum í Niamey, höfuðborg Níger í dag. Þetta er annar dagur ofbeldisfullra mótmæla sem beinast gegn birtingu skopmynda af spámanninum Múhameð í franska skopritinu Charlie Hebdo.
18.01.2015 - 00:17
Unnið að því að fá skopritið til Íslands
Hugsanlegt er að næsta eintak af skopritinu Charlie Hebdo, sem kemur út á morgun miðvikudag, verði fáanlegt á Íslandi. Þessu greinir vörustjóri Pennans Eymundsson frá eftir að honum barst nýtt svar frá birgjum. Blaðið verður gefið út í þremur milljónum eintaka.
13.01.2015 - 15:09
Telja sig hafa fundið vitorðsmann
Franskur ríkisborgari sem handtekinn var í Búlgaríu fyrsta janúar er talinn hafa tengsl við íslömsku árásarmennina sem myrtu 17 manns í París í síðustu viku.
13.01.2015 - 13:00
Ráðist á moskur og byggingar múslima
Tugir árása hafa verið gerðar á moskur og byggingar múslima í Frakklandi, síðan hryðjuverkin voru framin þar í landi í síðustu viku. Fimmtán þúsund hermenn hafa verið kallaðir út til að gæta öryggis í frönskum borgum.
12.01.2015 - 19:17
Sá að sér en var dæmdur
Ísraelskur ríkisborgari af arabískum ættum var í dag dæmdur í 22 mánaða fangelsi fyrir að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki.
04.11.2014 - 03:08
Tekinn af dauðalista talibana
Talibanar í Pakistan hafa tekið Ghulam Ahmed Bilour, ráðherra járnbrautarmála, af dauðalista sínum vegna tilboðs hans um að greiða hevrjum þeim jafnvirði rúmlega 12 milljón króna sem myrðir framleiðanda kvikmyndarinnar þar sem hæst er af spámanninum Múhameð.
26.09.2012 - 13:09
Kjörsókn fór hægt af stað
Kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave fór hægar af stað í morgun en í þingkosningunum í fyrra en tók verulegan kipp eftir hádegi. Klukkan 14 var kjörsókn í Reykjavík svipuð því sem hún var klukkan 13 í fyrra.
06.03.2010 - 16:14
Politiken biðst afsökunar á mynd
Danska dagblaðið Politiken viðurkenndi í gær að birting skopmynda af Múhameð spámanni hefði skapraunað múslímum og bað þá afsökunar á henni. Hins vegar segist ritstjóri blaðsins áskilja sér rétt til að birta þær myndir sem honum þóknist, af Múhameð, eða hverju sem er, honum þyki hins vegar miður af hafa misboðið íslömsku fólki og biðjist afsökunar á því. Í hittiðfyrra birti Politiken teikningu Kurts Westergaards af Múhameð með sprengju í vefjarhetti sínum, en Múhameðsmyndirnar 12 voru fyrst birtar í Jyllandsposten 2006.
27.02.2010 - 02:18
Mótmæli gegn Dönum í Súdan
Tugir þúsunda múslima tóku þátt í mótmælafundi gegn Danmörku í Khartum, höfuðborg Súdans í dag. Stjórnvöld í landinu hafa sett viðskiptabann á danskar vörur. Þess er krafist að stjórnmálasambandi við Dani verði slitið.
27.02.2008 - 14:10