Skoðanakannanir

Fleiri bera traust til embættis forseta
Landhelgisgæslan er sú stofnun hér á landi sem flestir bera mikið traust til, samkvæmt nýrri könnun Gallups. Mun fleiri treysta nú embætti forseta Íslands en á sama tíma í fyrra, þegar könnunin var síðast gerð. Umboðsmaður Alþingis nýtur um helmingi meira trausts en Alþingi sjálft.
25.02.2017 - 12:30
VG mælist stærstur flokka
Vinstri hreyfingin grænt framboð mælist stærsti stjórnmálaflokkurinn í landinu. Samkvæmt nýrri könnun MMR er fylgi Vinstri grænna 27%, tæpum fjórum prósentustigum meira en meðalfylgi flokksins í janúar.
09.02.2017 - 14:08
Minnsti stuðningur við upphaf stjórnarsetu
Ríkisstjórnin nýtur stuðnings 35% landsmanna, samkvæmt nýrri könnun MMR. Þetta er mun lægri stuðningur en aðrar ríkisstjórnir hafa mælst með við upphaf stjórnarsetu.
26.01.2017 - 14:08
Litlu munar á Sjálfstæðisflokki og Pírötum
Sjálfstæðisflokkurinn tekur fram úr Pírötum í nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Píratar voru efstir í síðustu könnun sem gerð var um miðjan mánuðinn, en Sjálfstæðisflokkurinn er nú með rúmlega eins prósentustigs forskot. Hann mælist með 22,5 prósenta fylgi en Píratar með 21,2 prósenta.
28.10.2016 - 05:24
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í nýrri könnun
Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur, með rétt rúmlega fjórðung fylgis, í nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem birt var á Vísi.is seint í kvöld. Píratar mælast næst stærstir með ríflega 20 prósenta fylgi og Vinstri græn mælast með rúm 16 prósent.
26.10.2016 - 01:36
Píratar stærstir rúmri viku fyrir kosningar
Píratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn 8,8 prósent, Samfylkingin mælist með 6,5 prósenta fylgi, hálfu prósentustigi meira en Björt framtíð.
Vinstri græn og Píratar jöfn í nýrri könnun
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi, 21,5 prósent, í könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Næst koma Vinstri græn með 17,7 prósenta fylgi og Píratar með 17,5 prósent. Viðreisn er fjórði stærsti flokkur landsins samkvæmt könnuninni með 11,4 prósenta fylgi, þá kemur Framsóknarflokkurinn með 8,6 prósent, Björt framtíð mælist með 7,7 prósenta fylgi og Samfylkingin með 6,9 prósent.
14.10.2016 - 05:34
Sjálfstæðisflokkur og Píratar mælast jafnir
Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar mælast nánast jafnstórir í nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var í gær og fyrrakvöld. VG yrðu þriðji stærsti flokkurinn og ekki mælist marktækur munur á fylgi Framsóknarflokksins, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar. Hærra hlutfall aðspurðra tók afstöðu en í fyrri könnunum Fréttablaðsins fyrir kosningarnar í lok mánaðarins.
12.10.2016 - 05:16
Flestir andvígir því að gefa trúfélögum lóðir
Meirihluti Íslendinga er andvígur því að trúfélög fái úthlutað ókeypis lóðum til byggingar trúarbygginga hjá sveitarfélögum. Um 76% reyndust vera andvíg og þar af 48,3% mjög andvíg. Þingflokkur Pírata hefur lagt fram frumvarp þess efnis að hætta að skylda sveitarfélög til að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur.
28.09.2016 - 13:51
Píratar og Sjálfstæðisflokkur mælast stærstir
Píratar og Sjálfstæðisflokkur mælast með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var dagana 6. og 7. september. Píratar mælast nú með 29,5% fylgi, sem er örlítið meira en í síðustu könnun blaðsins, en þá mældust þeir með 28,7%. Munurinn milli flokkanna er innan skekkjumarka.
08.09.2016 - 05:20
Lítil breyting á fylgi frambjóðenda
Guðni Th. Jóhannesson mælist langefstur í nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var í gærkvöld. Hann mælist með 60,4 prósenta fylgi, sem er litlu minna en hann mældist með í síðustu könnun þeirra á fimmtudag. Davíð Oddsson er annar með 18,5 prósenta fylgi og Andri Snær Magnason mælist með 11,3 prósent. Halla Tómasdóttir nýtur 5,9 prósenta fylgis í könnuninni en aðrir frambjóðendur deila með sér 3,9 prósentum.
31.05.2016 - 05:49
Samfylking mælist með sex prósenta fylgi
Samfylkingin er aðeins með rétt rúmlega sex prósenta fylgi í nýrri könnun Fréttablaðsins á fylgi stjórnmálaflokka. Aðeins Björt framtíð mælist með minna fylgi, 2,5 prósent. Framsóknarflokkurinn mælist með 7,3 prósent en ekki er marktækur munur á milli Framsóknar og Samfylkingar.
27.05.2016 - 05:07
Forsetaembættið nauðsynlegra hjá þeim yngri
Rúmlega þrjátíu prósent kjósenda telja forsetambættið nauðsynlegt og tveimur af hverjum þremur þykir embættið skipta miklu máli í íslensku stjórnkerfi. Þetta kemur fram í nýlegri könnun Maskínu, sem gerð var dagana 10-13. maí.
18.05.2016 - 10:37
Litlar breytingar á fylgi stjórnmálaflokka
Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar bítast enn um efsta sætið í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem gerð var fyrir Morgunblaðið. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 28,2 prósent en Píratar 25,8 prósent. Vikmörkin eru samt það há að munurinn reynist ekki marktækur rétt eins og í könnun Fréttablaðsins í síðustu viku.
17.05.2016 - 03:53
Sjálfstæðisflokkur og Píratar nánast jafnir
Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur flokka í nýrri könnun Fréttablaðsins með ríflega 31 prósents fylgi. Píratar koma skammt á eftir með rúmlega 30 prósenta fylgi en munur flokkanna er ekki marktækur. Vinstri grænir auka fylgi sitt verulega og mælast nú með nærri 20 prósenta fylgi.
12.05.2016 - 05:15
Fylgistap kemur forsætisráðherra ekki á óvart
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segir niðurstöðu nýjustu fylgiskönnunar Gallups ekki koma á óvart. Fylgi flokksins mælist þar undir sjö prósentum og hefur ekki mælst minna frá árinu 2008. Flokkurinn mældist með tólf prósent í lok mars og hefur næstum tapað helmingi þess á skömmum tíma.
13.04.2016 - 19:26
Sjálfstæðisflokkurinn stóreykur fylgi sitt
Nær 27 prósent segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn í alþingiskosningum samkvæmt nýrri Gallup-könnun. Það er aukning um fimm prósentustig frá síðustu viku. Framsókn fengi tæp sjö prósent sem er minnsta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með síðan í febrúar 2008.
13.04.2016 - 19:00
Fylgi Pírata aldrei mælst meira
Fylgi Pírata mælist nú rúm 36 prósent og hefur aldrei verið meira samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Afar litlar breytingar eru á fylgi stjórnmálaflokkanna milli mánaða eða á bilinu 0,1-1,1 prósentustig
48% ánægð með störf forseta
47,8 prósent landsmanna eru ánægð með störf Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. 25,2 prósent eru óánægð með störf hans en 26,9 prósent sögðust hvorki ánægð né óánægð með störf forsetans. Ánægja með störf forsetans hefur minnkað frá síðustu könnun, þá voru 54,8 prósent ánægð með störf hans. Ánægjan hefur verið í kringum fimmtíu prósent síðasta eina og hálfa árið.
29.12.2015 - 16:31
Fyrsta skoðanakönnunin á Íslandi
Skoðanakannanir dynja á okkur reglulega. Þar er spurt um fylgi flokka, afstöðu til stórra og smárra málefna, hvort við séum bjartsýn eða svartsýn og svo framvegis. En hvenær ætli fyrsta skoðanakönnunin hafi verið gerð á Íslandi og að hverju ætli hafi verið spurt?
20.11.2015 - 17:44
Minnihluti vill áfengi í matvöruverslanir
Fleiri eru andvígir en fylgjandi því að sala áfengis verði leyfð í matvöruverslunum hér á landi. Fólk yngra en 40 ára og þeir sem hæstar hafa tekjur eru hlynntari þessari breytingu.
12.11.2015 - 22:03
Fylgi Samfylkingarinnar undir tíu prósent
Fylgi Samfylkingarinnar mælist undir tíu prósentum í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birt var í morgun. Stuðningur við flokkinn er 8,2 prósent. Bæði Framsókn og VG mælast með 9,9 prósent en munurinn á flokkunum þremur er innan skekkjumarka. Björt framtíð myndi hverfa af þingi - flokkurinn mælist með 2,9 prósenta fylgi.
12.11.2015 - 06:50
Fimmti hver vill ekki flóttamenn
Samkvæmt könnun Maskínu eru 56,6% hlynnt því að taka á móti flóttamönnum frá Sýrlandi en rösklega 22% andvíg því. Meira en fjórði hver svarenda vill raunar ekki neina flóttamenn frá Sýrlandi á næstu tveimur árum.
17.09.2015 - 07:49
Hugsi yfir stöðu flokksins í könnunum
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist hugsi yfir niðurstöðu nýjustu könnunar Gallups þar sem flokkurinn mælist með minnsta fylgi í sjö ár. Hann segist ekki sáttur og að flokkurinn vilji gera betur til að mæta væntingum fólks á öllum sviðum.
03.09.2015 - 17:51
Stærstir í fimm kjördæmum af sex
Píratar mælast með mest fylgi allra flokka í fimm kjördæmum af sex. Eina undantekningin er norðvesturkjördæmi þar sem Framsóknarflokkurinn mælist stærstur.
02.09.2015 - 12:18