Skoðanakannanir

Vinstri græn höfða síður til yngri kjósenda 
Könnun sem Maskína framkvæmdi dagana 8.-13. september síðastliðinn leitaði meðal annars svara við því hvaða flokk þátttakendur myndu kjósa ef kosið yrði nú í dag. Þegar aldursdreifingin er skoðuð milli svarenda könnunarinnar og flokkanna sem þeir ætla að kjósa koma áhugaverðar tölur í ljós innan einstakra aldurshópa.
Ný könnun sýnir litlar sveiflur - níu flokkar næðu inn
Engar meiri háttar breytingar mælast á fylgi framboða til komandi alþingiskosninga samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem MMR gerði í samstarfi við Morgunblaðið og mbl.is. Sem fyrr ná níu framboð inn á þing miðað við núverandi stöðu.
Stuðningur við ríkisstjórnina eykst
Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mestrar hylli í nýrri könnun MMR, fengi tæplega 29 prósenta fylgi og er það hátt í 6 prósentustigum meira en í síðustu könnun MMR sem gerð var í byrjun apríl. 
Fréttaskýring
Stuðningur við ríkisstjórnina 20% meiri en við flokkana
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sem tók við í nóvember 2017 að undangengnum síðustu Alþingiskosningum hefur aldrei orðið eins óvinsæl og síðustu fjórar ríkisstjórnir undan henni urðu. Þróun vinsælda ríkisstjórnarinnar hefur jafnframt verið jákvæðari en síðustu stjórna.
07.04.2021 - 09:36
Einn af hverjum fjórum myndi kjósa Sjálfstæðisflokk
Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist 25%, fylgi Samfylkingarinnar 16,1% og fylgi Pírata mælist 14,3%.Þetta eru einu flokkarnir sem mælast með meira en 10% fylgi. Þetta sýna niðurstöður fylgiskönnunar MMR.
Stuðningur við stjórnina eykst enn
Stuðningur við ríkisstjórnina fer enn vaxandi og hefur ekki mælst meiri síðan í janúar árið 2018, skömmu eftir að hún var mynduð. Fylgi Sjálfstæðisflokksins, sem tók kipp upp á við í síðustu könnum MMR, minnkar milli kannana en stuðningur við Vinstri-græn eykst.
07.04.2020 - 12:10
Samfylking með tæplega 18% fylgi samkvæmt nýrri könnun
Samfylkingin hefur aukið fylgi sitt samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. Fylgi flokksins mælist nú næstum 18%, og er hann næststærstur á eftir Sjálfstæðisflokki. 
04.02.2020 - 18:11
80 prósent ánægð með störf Guðna
Um 80 prósent landsmanna eru ánægð með störf Guðna Th. Jóhannessonar forseta, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Zenter rannsókna fyrir Fréttablaðið. Sex og hálft prósent segjast óánægð með störf hans.
17.01.2020 - 06:47
Samfylkingin stærst samkvæmt nýrri könnun
Samfylkingin mælist stærsti flokkur landsins og Sjálfstæðisflokkurinn með minna fylgi en hann hefur áður fengið í skoðanakönnunum í nýrri könnun Maskínu fyrir Stöð 2.
31.12.2019 - 12:44
Miðflokkurinn mælist næst stærstur
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með tæpra tuttugu prósenta fylgi og er stærsti flokkur landsins samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Miðflokkurinn mælist með tæplega fimmtán prósenta fylgi og Samfylkingin rúmlega fjórtán prósenta fylgi. Munurinn á fylgi Miðflokksins og Samfylkingarinnar er þó innan skekkjumarka.
09.10.2019 - 14:15
Landsmenn hafa áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæp 70 prósent landsmanna hafa miklar áhyggjur af hlýnun jarðar. Mikill munur er á afstöðu fólks eftir stjórnmálaskoðunum. Stuðningsfólk Samfylkingarinnar hefur mestar áhyggjur en kjósendur Miðflokksins minnstar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun MMR.
26.06.2019 - 14:25
Meiri stuðningur stjórnarliða við orkupakkann
Nærri helmingur landsmanna er andvígur innleiðingu þriðja orkupakkans en rúmlega þriðjungur er honum fylgjandi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Stuðningur við innleiðingu pakkans hefur aukist meðal stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar og andstaða við hana minnkað meðal stuðningsmanna Miðflokksins, þrátt fyrir að þingmenn flokksins hafi haldið uppi miklu málþófi gegn framgangi málsins.
24.06.2019 - 15:04
Aldrei fleiri hlynntir sölu á bjór í búðum
Fleiri Íslendingar eru hlynntir sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum en andvígir. 44,5 prósent eru hlynntir sölu á bjór í matvöruverslunum en 40,9 prósent andvígir.
04.06.2019 - 16:16
62% ánægð með kjarasamninga VR og Eflingar
Sjö af hverjum tíu telja VR og Eflingu vera ástæðu þess að vel hafi tekist til við kjarasamninga þeirra við Samtök atvinnulífsins á móti 34 prósentum sem telja Samtök atvinnulífsins ástæðuna. Tæplega helmingur taldi að samningarnir væru stjórnvöldum að þakka. Þá er meirihluti landsmanna, eða 62 prósent, ánægður með kjarasamningana, samkvæmt könnun MMR á viðhorfi landsmanna gagnvart kjarasamningum VR og Eflingar við Samtök atvinnulífsins.
21.05.2019 - 17:13
Samfylkingin tapar mestu fylgi
Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkurinn í borgarstjórn, samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið. Samkvæmt könnuninni segjast nærri 30 prósent myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn en það er svipað og kjörfylgi flokksins í vor.
16.10.2018 - 07:29
Meirihlutinn heldur í borginni
Sjö flokkar fá fulltrúa í borgarstjórn reynist niðurstöður sköðanakönnunar Fréttablaðsins og frettabladid.is réttar. Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata heldur velli samkvæmt könnuninni.
Átta flokkar fá borgarfulltrúa
Átta flokkar hljóta borgarfulltrúa samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Samfylkingin er með svipað fylgi í könnuninni og síðustu kosningum, tæp 32 prósent, og dugir það til þess að ná átta mönnum inn í borgarstjórn.
58 prósent styðja stjórnina
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi flokka í nýrri könnun Gallups. 58 prósent þeirra sem tóku afstöðu segjast styðja ríkisstjórnina. 
01.05.2018 - 19:00
Flestir vilja Dag áfram í embætti
Flestir borgarbúar vilja að Dagur B. Eggertsson sitji áfram í embætti borgarstjóra, ef marka má könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem gerð var fyrir Morgunblaðið. Rúmlega 46 prósent þeirra sem tóku afstöðu vilja hann áfram sem borgarstjóra. Eyþór Arnalds er næst vinsælastur, en tæp 30 prósent vilja að hann taki embættið að sér eftir kosningar.
Meirihlutinn heldur í borginni
Meirihlutinn í Reykjavík heldur velli ef marka má niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem birt var á vef blaðsins í nótt. Samfylkingin, Vinstri græn og Píratar myndu hljóta 12 borgarfulltrúa af 23 samkvæmt könnuninni.
Ný ríkisstjórn vinsæl
Nærri fjórir af hverjum fimm kjósendum styðja ríkisstjórnina ef marka má skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem birt er í Fréttablaðinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru lang stærstu flokkar landsins.
Fjórðungur hyggst kjósa Sjálfstæðisflokkinn
Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur nærri fjórðungs fylgi í landsvísu í nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið. Könnunin er birt í Morgunblaðinu í dag. Vinstri græn eru næst stærst með rúman fimmtung atkvæða, þá Samfylkingin með rúm 15 prósent, Miðflokkurinn hlýtur rúmlega níu prósenta fylgi, Píratar tæp níu prósent, Viðreisn rúm átta og Framsóknarflokkurinn um átta prósent. Þessir sjö flokkar ná mönnum inn á þing miðað við niðurstöður könnunarinnar.
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í nýrri könnun
Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mests fylgis í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Vísis og Stöðvar 2 sem birt er í Fréttablaðinu í dag. Rúm 24 prósent aðspurðra segjast ætla að kjósa hann, en fylgi Vinstri grænna er undir 20 prósentum.
26.10.2017 - 06:09
Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn jafnstór
Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn myndu fá 15 þingmenn hvor um sig ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var í gær. Hvor flokkur fær um 23 prósenta fylgi í könnuninni.
19.09.2017 - 03:39
Sjálfstæðisflokkurinn efstur í borginni
Sjálfstæðisflokkurinn fær mestan stuðning í borginni í nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis, sem birt er á Vísi.is og í Fréttablaðinu í dag. Flokkurinn fengi rúman þriðjung atkvæða.