Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Glóð úr flugeldum talin hafa kveikt sinueld
Sinubruni varð við sumarbústaðabyggð á Flötum skammt frá Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í gærkvöldi. Brunavarnir Árnessýslu sendu tvo tankbíla og þrjá dælubíla á vettvang. Lárus Kristinn Guðmundsson, settur varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, hefur áhyggjur af því að fleiri eldar gætu kviknað á gamlárskvöld, þar sem gróður á svæðinu sé mjög þurr.
30.12.2021 - 06:15
Sylvía nýr sveitarstjóri í Skeiða og Gnúpverjahreppi
Sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps gekk í dag frá ráðningu nýs sveitarstjóra í sveitarfélaginu. Gengið verður til samninga við Sylvíu Karen Heimisdóttir sem hefur verið aðalbókari sveitarfélagsins.
21.04.2021 - 20:43
Sveitarstjóri hættir eftir tveggja ára taprekstur
Kristófer Tómasson, sveitarstjóri Skeiða-og Gnúpverjahrepps, sagði upp störfum á fundi sveitarstjórnar í dag. Í bókun á fundinum sagði hann ástæðuna vera að verulegt tap væri á rekstrarniðurstöðu sveitarfélagsins, annað árið í röð. Þetta væri eitthvað sem hann tæki mjög nærri sér því verið væri að sýsla með almannafé og brýnt að á því væri vel haldið.
14.04.2021 - 23:35
Sveitarfélög ekki á einu máli um Hálendisþjóðgarð
Þau sveitarfélög sem eiga aðild að óstofnuðum Hálendisþjóðgarði eru ekki einhuga í afstöðu sinni. Sum hafna áformunum alfarið eða setja fyrirvara um breytingar á frumvarpinu. Önnur styðja áformin heilshugar.
30.01.2021 - 09:00
Leikskólinn fluttur á gamalt dvalarheimili
Starfsemi leikskólans Leikholts í Skeiða og Gnúpverjahreppi var flutt um helgina vegna myglu sem greinst hefur í húsnæðinu. Fyrrum dvalarheimili sveitarinnar hefur fengið nýtt hlutverk og hýsir nú yngstu íbúa sveitarinnar.
11.01.2021 - 10:32
Mygla í leikskólanum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Mygla greindist í leikskólanum Leikholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Flytja þarf börn úr húsinu og meðal þess sem er til skoðunar er að færa leikskólann á ferðamannalaust hótel í sveitinni.
06.01.2021 - 17:04
Féllst á að losa sig við hrossastóð sem var til ama
Eigand hrossastóðs og sveitarfélagið Skeiða og Gnúpverjahreppur komust á dögunum að samkomulagi þess efnis að hrossaeigandinn losaði sig við hrossasóð sem hefur verið til ama í sveitarfélaginu. Hrossin hafa ítrekar valdið hættu á Þjórsárdalsvegi þar sem girðingar eru í miklum ólestri.
17.11.2020 - 17:29
Óvenjuleg fjallferð í vændum
Fjallmenn á Suðurlandi héldu á afrétt í dag. Göngur verða með óhefðbundnu sniði í ljósi faraldursins. Þrátt fyrir það er tilhlökkunin mikil.
06.09.2020 - 21:16
Mikil endurnýjun í Skeiða-og Gnúpverjarhreppi
Talsverð endurnýjun er á sveitastjórn Skeiða- og Gnúpverjarhreppi en Okkar sveit verður áfram í meirihluta með Björgvin Skafta Bjarnason í oddvitasæti. Hann og Einar Bjarnason eru þeir einu sem halda áfram en nýir inn eru þau Ingvar Hjálmarsson fyrir A-lista Afls til uppbyggingar, Anna Sigríður Valdimarsdóttir fyrir G-lista Grósku og Matthías Bjarnason fyrir O-lista Okkar sveit.
27.05.2018 - 01:49
Sveitarstjóri segir efasemdaröddum hafa fækkað
Kristófer A. Tómasson, sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir það sína tilfinningu að efasemdaröddum vegna framkvæmda við uppbyggingu ferðaþjónustu við Reykholt í Þjórsárdal hafi fækkað. Farið var yfir stöðuna á málinu á fundi sveitarstjórnar í síðustu viku og segir Kristófer að líklega þurfi þær að fara í umhverfismat. Áætlað sé að framkvæmdum verði lokið árið 2022 en ekki 2019 eins og gert var ráð fyrir í fyrstu.
20.05.2018 - 11:48
Vildi ekki gangast í ábyrgð fyrir hjónaballið
Sveitastjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafnaði á fundi sínum í vikunni beiðni Hjónaballsnefndar um að ganga í ábyrgð fyrir rekstur Hjónaballsins sem um árabil hefur verið einn vinsælasti viðburðurinn í sveitinni. Hjónaballsnefndin sendi hreppnum formlegt erindi þar sem óskað var eftir því að hreppurinn yrði fjárhagslegur bakhjarl ballsins, líkt og hann hefði gert í tilfellum þorrablóta.
08.03.2018 - 21:05
Sígarettustubbar og nærföt á víð og dreif
Leggja þarf út í mikinn kostnað og umfangsmiklar endurbætur ef ætlunin er að Þjórsársdalslaug uppfyli kröfur reglugerðar um sund- og baðstaði. Þetta er mat Heilbrigðiseftirlits Suðurlands sem gerði úttekt á lauginni í lok síðasta mánaðar. Víða megi sjá nærföt, glerbrot og sígarettustubba og þá hafi klósett verið fjarlægt en í stað þess hafi fötu verið komið fyrir sem virðist vera með saur í.
08.09.2017 - 19:38
Ósáttur við kaup á leirtaui af kvenfélaginu
Sveitastjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum að kaupa borðbúnað og skápa af Kvenfélagi Skeiðamanna. Kvenfélagið bauð borðbúnaðinn á 2,6 milljónir en hreppurinn kaupir leirtauið og skápa á 1,7 milljónir króna. Fulltrúi F-listans í sveitarstjórninni gagnrýndi kaupin og sagðist ekki skilja hvers vegna hreppurinn ætti að leggja í þennan kostnað.
10.04.2017 - 23:44
„Viljum fjölga börnum“
Leikskóli er gjaldfrjáls í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Sveitarstjórinn segir að með þessu vilji sveitarstjórnin styðja við bakið á barnafjölskyldum og laða að fleiri íbúa. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps ákvað fyrir rúmu ári að fella niður vistunargjöld fyrir leikskólabörn innan kjarnatíma, eða 8 tíma á dag. Breytingin tók gildi í byrjun ágúst.
24.03.2016 - 11:06
Framkvæmdir leyfðar við Búrfell
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur samþykkt framkvæmdaleyfi fyrir stækkun Búrfellsvirkjunar. Landsvirkjun óskar eftir framkvæmdaleyfinu. Stækkunin, oftast nefnd Búrfell 2, snýst um að hámarka nýtingu á rennsli Þjórsár við Búrfell. Byggt verður nýtt stöðvarhús sem nýtir sama fall í Þjórsá og sú virkjun sem fyrir er. Orkugeta við Búrfell eykst þá um 100 megavött, eða 300 gígavattstundir á ári.
23.02.2016 - 18:02
Seyran græðir upp afréttinn
Mestöll seyra úr uppsveitum Árnessýslu verður á næstu árum nýtt til landgræðslu á afréttum. Fimm sveitarfélög hafa tekið saman höndum um þetta í samkomulagi við Landgræðslu ríkisins og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Seyran er nú þegar blönduð með kalki og síðan borin á landið. Blöndunarstöð hefur þegar verið tekin í notkun í nágrenni Flúða.
14.02.2016 - 16:30
Fáir hafa kosið utan kjörfundar
„Það hafa fremur fáir kosið utan kjörfundar, en við vonumst eftir góðri þátttöku á laugardaginn“, segir Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Skeiðamenn og Gnúpverjar kjósa um framtíðarnafn sameiginlegs sveitarfélags síns á laugardaginn.
07.01.2016 - 14:27
Umhverfismat endurskoðað að hluta
Skipulagsstofnun telur að endurskoða skuli áhrif á landslag og ásýnd lands, ferðaþjónustu og útivist í umhverfismati Hvammsvirkjunar. Í úrskurði stofnunarinnar sem birtur var í dag eru ekki taldar forsendur að öðru leyti til endurskoðunar matsskýrslu um Hvammsvirkjun frá árinu 2003.
16.12.2015 - 19:13
Skeiðamenn og Gnúpverjar kjósa 9. janúar
Skeiðamenn og Gnúpverjar kjósa um framtíðarnafn sameiginlegs sveitarfélags síns. Kosningin fer fram í Brautarholti 9. janúar. Utankjörstaðakosning er hafin og stendur til 8. janúar á skrifstofu sveitarfélagsins í Árnesi. Nöfnin sem kosið er um eru Eystribyggð, Eystrihreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Þjórsárbakkar, Þjórsárbyggð, Þjórsárhreppur og Þjórsársveit.
15.12.2015 - 16:49
Ákvörðun um umhverfismat í næstu viku
„Þetta viðfangsefni hefur reynst tímafrekara en við töldum. Við höfum látið vita um það að ákvörðun okkar verði birt í næstu viku“, segir Rut Kristinsdóttir sviðsstjóri Umhverfissviðs Skipulagsstofnunar. Ákvörðunin snýst um hvort endurtaka þurfi umhverfismat fyrir Hvammsvirkjun í heild eða að hluta.
11.12.2015 - 14:21
Örnefnanefnd vill gamla nafnið
Örnefnanefnd mælir með því að Skeiða- og Gnúpverjahreppur haldi nafni sínu áfram. Kosið verður um nafn á sveitarfélaginu í desember. Nefndin fjallaði um átta nöfn sem íbúar í sveitarfélaginu lögðu til að kosið verði um og hafnar einu þeirra, Vörðubyggð. Nefndin telur að rök mæli gegn öllum hinum nöfnunum sex.
26.11.2015 - 16:32
Deiliskipulag hafið vegna Hvammsvirkjunar
Undirbúningur deiliskipulags vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá er hafinn. Alþingi færði virkjunina úr biðflokki í nýtingarflokk í sumar. Skipulagsstofnun ákveður fyrir mánaðamót hvort gera eigi nýtt umhverfismat Hvammsvirkjunar. Nýtt umhverfismat gæti seinkað áætlunum um að gangsetja virkjunina árið 2019.
11.11.2015 - 19:27
Skeiðamenn og Gnúpverjar velja nafn
Íbúar í Skeiða og Gnúpverjahreppi velja á næstunni nýtt nafn á sveitarfélagið. Sveitarstjórn hefur nú sent átta tillögur að nöfnum til umsagnar og samþykkis Örnefnanefndar. Kosið verður um þau sem hljóta náð nefndarinnar og síðan aftur á milli tveggja, nái ekkert nafnanna helmingi atkvæða.
11.11.2015 - 14:19
Sjónræn áhrif Búrfellslundar yrðu verst
Neikvæðustu umhverfisáhrif 200 megavatta vindorkuvers við Búrfell yrðu sýnileiki þeirra, segir í frummatsskýrslu Landsvirkjunar um umhverfisáhrif. Samkvæmt henni yrðu áhrif á jarðmyndanir, gróður og fuglalíf hverfandi og áhrif á sveitarfélög á svæðinu jákvæð.
19.10.2015 - 17:35
Engar athugasemdir við Búrfellsvirkjun
Engar athugasemdir eða ábendingar bárust við kynningu skipulags- og byggingafulltrúa uppsveita Árnessýslu á deiliskipulagi fyrir Búrfellsvirkjun í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þetta er önnur kynning af þremur á málinu, en frestur til athugasemda og ábendinga rann út 24. september.
30.09.2015 - 15:31