Skagabyggð

Húnavatnssýslur hyggjast sameinast í úrgangsmálum
Sveitarfélög á Norðurlandi hyggja á sameiginlegt átak til að samræma flokkun á úrgangi, þegar samningar renna út um áramót.
Sjónvarpsfrétt
Nærri helmingur sveitarfélaga hunsaði vistheimilahóp
Nærri helmingur sveitarfélaga landsins hunsaði ítrekaðar óskir starfshópsins sem skilaði skýrslu í dag og skoðaði meðferð á fólki með fötlun og geðræn vandamál. Meðal þeirra sveitarfélaga eru bæði fjórðu og fimmtu fjölmennustu sveitarfélög landsins. Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir vanta betra eftirlit með þessu berskjaldaða fólki. 
Áhugi á sameiningu kannaður með skoðanakönnun
Ákveðið hefur verið að gera skoðanakönnun meðal íbúa sveitarfélaganna Skagabyggðar og Skagastrandar um áhuga þeirra á sameiningu. Ef vilji til sameiningar er skýr verður kosið um hana formlega í byrjun næsta árs.
Birgir Jónasson nýr lögreglustjóri á Norðurlandi vestra
Dómsmálaráðherra hefur skipað Birgi Jónasson í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra frá 19. júlí.
Sameiningartillaga felld í Skagabyggð og á Skagaströnd
Ekkert verður úr sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Eftir að atkvæði voru talin í Skagabyggð kom í ljós að 29 sögðu nei við sameiningartillögunni en 24 sögðu já. Tillagan var því felld. Alls greiddu 53 atkvæði í Skagabyggð en 70 voru á kjörskrá.
Búast við góðri kjörsókn í sameiningarkosningum í dag
Í morgun hófst kosning um sameiningu sex sveitarfélaga á Norðurlandi. Kosið er um sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu og tveggja sveitarfélaga í Suður-Þingeyjarsýslu. Formenn samstarfsnefnda um sameiningu vonast eftir góðri þátttöku íbúa í kosningunum.
Kosið um sameiningu í sex sveitarfélögum á Norðurlandi
Á laugardag kjósa íbúar í sex sveitarfélögum á Norðurlandi um sameiningu við nágrannasveitarfélögin. Í Suður-Þingeyjarsýslu verður kosið um sameiningu tveggja sveitarfélaga en Austur-Húnvetningar kjósa um að sameina fjögur sveitarfélög í eitt.
Fuglakólera hefur drepið 900 æðarkollur
Um 900 æðarkollur hafa drepist úr fuglakóleru í æðarvarpi bænda á Hrauni á Skaga síðustu tvö sumur. Í venjulegu árferði drepast um 10 til 20 fuglar. Bóndinn segir að búskapurinn sé í hættu ef ekki tekst að uppræta sjúkdóminn.
01.10.2019 - 12:58
Endurnýja ekki samning um málefni fatlaðra
Húnaþing vestra ætlar ekki að endurnýja samstarfssamning sem er í gildi til áramóta á milli sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um málefni fatlaðra. Sveitarstjóri segir að sveitarfélagið ætli sjálft að veita þjónustuna með skilvirkari hætti en áður.
Vilja að afurðir séu fullnýttar heima í héraði
Aðferðir til að fullnýta afurðir heima í héraði voru rauði þráðurinn á íbúafundi í Varmahlíð. Óskað var eftir hugmyndum íbúa á Norðurlandi vestra vegna vinnu við sóknaráætlun fyrir árin 2020-2024. Umhverfismál vega þyngra en áður í nýrri sóknaráætlun og meðal annars er mælst til þess að mötuneyti á svæðinu kaupi meira beint frá býli eða beint úr bát.
Bíða eftir útspili stjórnvalda
Stór skref í átt að sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu verða ekki stigin fyrr en stjórnvöld sína spilin. Þetta segir formaður sameiningarnefndar, sem telur að íbúakosning gæti í fyrsta lagi orðið næsta vor.
Vilja ljúka viðræðum um sameiningu
Allar líkur eru á að viðræður um sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnvatnssýslu hefjist að nýju á næstunni. Stefnt er að sameiningu fjögurra sveitarfélaga, en hlé var gert á viðræðum vegna sveitarstjórnarkosninga. Tvær af fjórum sveitarstjórnum hafa tilnefnt fulltrúa í nýja sameiningarnefnd. 
„Ég ætla ekki meir í þennan slag”
Samgöngumál, heilsugæsla og atvinnumál brenna helst á íbúum í Skagabyggð. Þetta segir Vignir Á. Sveinsson, núverandi oddviti sveitarfélagsins. Hann ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. Enginn listi barst kjörstjórn í Skagabyggð vegna komandi sveitarstjórnarkosninga og verða kosningar því óbundnar eins og verið hefur.
Ræða sameiningu allra sveitarfélaga í sýslunni
Samstarfsnefnd um sameiningu allra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu mun hittast á öðrum fundi sínum í næstu viku. Formaður nefndarinnar segir vinnuna ganga vel.
Styttist í ákvörðun Skagabyggðar
Það ræðst á næsta fundi hreppsnefndar Skagabyggðar hvort sveitarfélagið hefji sameiningarviðræður við önnur sveitarfélög á Norðurlandi vestra. Haldinn var íbúafundur í sveitarfélaginu vegna málsins í gær.
11.10.2017 - 11:22
Fréttaskýring
Ólíklegt að sveitarfélögum fækki mikið í bráð
Þrátt fyrir sameiningarviðræður í flestum landshlutum er ólíklegt að sveitarfélögum fækki um meira en þrjú í náinni framtíð. Viðræður hafa víða siglt í strand vegna skorts á fjármagni. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir brýnt að ríkið geri meira til að liðka fyrir sameiningum, Jöfnunarsjóður sveitarfélaga sé í dag dragbítur á sameiningar.
Sameiningarviðræður gætu hafist fljótlega
Þrjár sveitarstjórnir af fjórum í Austur-Húnavatnssýslu hafa samþykkt að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna. Beðið er eftir Skagabyggð, sem þarf að ákveða hvort á að sameinast Austursýslunni eða Skagafirði.
Sameining Austur-Húnavatnssýslu til skoðunar
Sveitarstjórnir í Austur-Húnavatnssýslu taka á næstunni afstöðu til þess hvort skuli hefja formlegar sameiningarviðræður. Þetta var ákveðið á fundi sveitarfélaganna í morgun. Forsvarsmenn Skagabyggðar er nú þegar í viðræðum við Skagafjörð um sameiningu og þurfa að ákveða hvoru megin borðsins þeir ætla að vera. 
Þreifingar í sameiningu sveitarfélaga NV-lands
Sveitarfélögin Skagafjörður og Skagabyggð eru að hefja formlegar sameiningarviðræður. Formaður samninganefndar og oddviti Skagabyggðar segir öll sveitarfélögin á Norðurlandi vestra sterkari sameinuð. Oddviti Húnaþings vestra segir allsherjarsameiningu sveitarfélaganna níu ekki koma til greina eins og staðan er.
Gefur lítið fyrir fullyrðingu um orkuskort
Eigandi Klappa Development gefur lítið fyrir fullyrðingar formanns atvinnuveganefndar Alþingis um að útlokað sé að álver rísi á Norðurlandi vestra á næstu árum. Hann minnir á fyrri fyrirheit stjórnvalda um iðnaðaruppbyggingu á svæðinu.
05.07.2015 - 11:00
Kínverskir fulltrúar kanna álversstæðið
Sveitarstjórnarmenn vilja hefja viðræður við stjórnvöld og Landsvirkjun um afhendingu orku úr Blönduvirkjun í heimabyggð sem fyrst. Það taki þó tíma að kanna hvort álver sé endilega besti nýtingarkosturinn. Íbúar á svæðinu sýni þessu skilning.
04.07.2015 - 19:23
Óvíst hvort álver verði að veruleika
Forsætisráðherra segir það eiga eftir að koma í ljós hvort álver verði að veruleika í Skagabyggð en fagnar áhuganum. Varaformaður atvinnuveganefndar og þingmaður kjördæmisins varar við að byggja upp of miklar væntingar á svæðinu. Mörgum veigamiklum spurningum sé ósvarað.
03.07.2015 - 19:21
Stefndu áður að byggingu álvers á Bakka
Eigandi íslenska fyrirtækisins, sem áformar byggingu álvers í nágrenni Skagastrandar ásamt kínversku fyrirtæki, stefndi áður að byggingu álvers á Bakka við Húsavík. Stefnt er að því að álverið verði alfarið í eigu íslenskra fjárfesta þegar byggingu er lokið.
03.07.2015 - 12:27
Aðstoð ríkisins við refaveiðar gott skref
Oddvita Skagabyggðar finnst samkomulagsdrög Umhverfisstofnunar og sveitarfélaga um refaveiðar skref í rétta átt. Hann furðar sig hins vegar á að skolli skuli friðaður á einum stað, en ekki öðrum.
26.07.2014 - 13:02
Vignir hlaut flest atkvæði í Skagabyggð
Vignir Ásmundur Sveinsson hlaut flest atkvæði kosningunum í Skagabyggð. Einnig voru kjörin Helga Björg Ingimarsdóttir, Magnús Bergmann Guðmannsson, Magnús Jóhann Björnsson og Dagný Rósa Úlfarsdóttir.