Skaftárhreppur

Myndskeið
Bændur sendir að stækka tjaldstæðið
Bændur voru kallaðir út til sláttustarfa á Kirkjubæjarklaustri í kvöld svo hægt væri að koma öllum fyrir sem vildu á tjaldstæði bæjarins. Öll stæði voru full þegar fjöldi gesta með hjólhýsi í eftirdragi mætti á svæðið, og varð því að hafa snarar hendur.
Sveitarfélög ekki á einu máli um Hálendisþjóðgarð
Þau sveitarfélög sem eiga aðild að óstofnuðum Hálendisþjóðgarði eru ekki einhuga í afstöðu sinni. Sum hafna áformunum alfarið eða setja fyrirvara um breytingar á frumvarpinu. Önnur styðja áformin heilshugar.
Segir Krónuna vilja styðja við nýja verslun á Klaustri
Framkvæmdastjóri Krónunnar, sem rekur verslunina Kjarval á Kirkjubæjarklaustri, segir fyrirtækið vilja vinna með þeim sem opni verslun á staðnum eftir að Kjarval verði lokað. Auk þess muni íbúunum bjóðast að kaupa matvöru í netverslun Krónunnar.
28.11.2020 - 12:33
Einu matvöruversluninni á Kirkjubæjarklaustri lokað
Einu matvöruversluninni á Kirkjubæjarklaustri verður lokað um áramót þegar verslunin Kjarval verður lögð niður. Oddviti Skaftárhrepps segir þetta mikið högg fyrir samfélagið og færi þjónustustigið mörg ár aftur í tímann.
27.11.2020 - 15:49
Styðja sveitarfélög sem urðu fyrir mestum áföllum
Sex sveitarfélög fá samtals 150 milljónir króna til að bregðast við hruni í ferðaþjónustu. Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Skútustaðahreppur fá mest í sinn hlut, 32 milljónir hvert sveitarfélag um sig.
Mistur til ama í Skaftárhreppi
Mikið mistur hefur legið yfir Skaftárhreppi síðustu tvo daga. Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps, segir brýnt að koma upp mælingum á svifryki svo unnt sé að vara þá við sem eru viðkvæmir í öndunarfærum. Sveitarstjórnin hefur átt í viðræðum við Veðurstofuna um málið.
09.07.2019 - 16:26
Lítil sveitarfélög megi ekki fría sig ábyrgð
Oddviti Skaftárhrepps segir að lítil samfélög geti ekki fríað sig ábyrgð á umhverfismálum og sjálfbærni. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna verða lögð til grundvallar allri stefnumótun sveitarfélagsins.
03.05.2019 - 16:06
Fjalla um gáleysi Biebers á Íslandi
Gáleysislegt sprikl kanadíska poppsöngvarans Justins Biebers eftir börmum Fjaðrárgljúfurs og lokun Umhverfisstofnunar í kjölfarið er nú tilefni fréttaskrifa hjá erlendum fjölmiðlum. Sem kunnugt er hefur Umhverfisstofnun lokað gljúfrinu fyrir ágangi ferðamanna sem tóku að streyma þangað í stríðum straumum eftir að tónlistarmyndband Biebers birtist á Youtube en þar sést hann galgopast utan merkra gönguleiða í trássi við reglur staðarins.
15.03.2019 - 17:18
Bieber-aðdáendur stöðvaðir við Fjaðrárgljúfur
Landvörður þarf að stöðva fjölda ferðamanna á hverjum degi sem hyggjast ganga um Fjaðrárgljúfur í Skaftárhreppi. Umhverfisstofnun hefur ákveðið að framlengja lokun á gljúfrinu fram til 1. júní. Daníel Freyr Jónsson, sérfræðingur hjá stofnuninni, segir að landvörður þurfi að stöðva hundrað til tvö hundruð bíla á dag. Daníel rekur miklar og auknar vindældir gljúfursins til myndbands sem Justin Bieber tók upp við Gljúfrið. 300.000 manns skoða gljúfrið á ári.
13.03.2019 - 08:51
Vilja að tjón vegna skýstrókanna verði bætt
Sjö þingmenn Suðurkjördæmis hafa lagt fram frumvarp á Alþingi vegna skýstrókanna sem gengu yfir bæinn Norðurhjáleigu í Álftaveri í lok ágúst. Þingmennirnir vilja að ákvæði til bráðabirgða verði bætt inn í lög um Náttúruhamfaratryggingu Íslands þannig að hægt verði að bæta íbúum bæjarins það tjón sem þeir urðu fyrir vegna hamfaranna.
10.10.2018 - 07:47
Viðtal
Tugir bíla á verkstæði eftir Skaftárhlaup
Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skáftarhrepps, segir nauðsynlegt að lagfæra þjóðveg 1 í Eldhrauni því Skaftárhlaup sé komið til að vera. Meðallandsvegur sé ekki í standi til að taka við hlutverki þjóðvegar.
09.08.2018 - 09:32
Enn flæðir yfir þjóðveg 1
Enn flæðir vatn úr Skaftárhlaupi yfir þjóðveg eitt, vestan við Kirkjubæjarklaustur og vegurinn þar er lokaður. Umferð hefur verið er beint um Meðallandsveg. Þar er töluverð umferð en hún gengur vel að sögn Ágústs Bjartmarssonar, yfirverkstjóra hjá Vegagerðinni í Vík.
07.08.2018 - 18:09
Vegurinn lokaður til kvölds hið minnsta
Ekki er búist við að unnt verða opna þjóðveg eitt vestan við Kirkjubæjarklaustur að nýju fyrr en í kvöld hið fyrsta. Að sögn yfirverkstjóra hjá Vegagerðinni sjatnar lítið í lóni sem Skaftarhlaup hefur myndað ofan vegar þrátt fyrir að grafin hafi verið rás meðfram veginum til að hleypa vatninu í. Vatnamælingamaður hjá Veðurstofunni segir viðbúið að næsta Skaftárhlaup valdi auknu rennsli við og yfir Þjóðveg 1. Hlaupið nú og fyrir þremur árum hafi borið með sé mikinn aur.
06.08.2018 - 16:10
Lítið eitt sjatnað í vatninu sem lokar vegi
Óljóst er hvenær unnt verður að opna þjóðveg eitt um Eldhraun en hann er lokaður vegna vatns úr Skaftárhlaupi sem flæðir yfir hann á hálfs kílómetra kafla. Vegagerðin vinnur að því að lagfæra vegöxl sem skemmst hefur vegna vatnsflaumsins. Ágúst Freyr Bjartmarsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar í Vík í Mýrdal, segir að svo virðist sem lítið eitt hafi sjatnað í lóninu sem myndast hefur norðan megin vegarins. Engu að síður sé þar enn stærðarinnar stöðuvatn sem Skaftárhlaup hefur myndað.
06.08.2018 - 14:59
Gontur, þvottabretti og háir hryggir
Mikið vatn flæðir yfir þjóðveg eitt í Eldhrauni, vestan Kirkjubæjarklausturs. Vegurinn um Meðalland, sem fólk þarf að aka vegna lokunar á þjóðvegi eitt, er slæmur. „Að hluta til er einbreitt malbik á þessum vegi og það er ekki einu sinni holufyllt. Það eru stórar gontur í því og hjólförin eru orðnir svo djúp að meira að segja á einbreiða malbikinu reka fólksbílar upp kviðinn ef það eru fleiri en tveir í bílnum. Þetta er ekki fólksbílafært,“ segir Viðar Björgvinsson, bóndi á Grund í Meðallandi.
06.08.2018 - 13:45
Mikið vatn safnast upp við þjóðveg 1
Mjög mikið af vatni úr Skaftárhlaupi er norðan við Þjóðveg eitt í Eldhrauni, vestan Kirkjubæjarklaustur. Lögregla og vegagerð hafa ígrundað að rjúfa veginn til að hleypa vatninu í gegn en ákveðið hefur verið að bíða með það. Svanur Kristinsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að umferð sé beint um Meðallandsveg en viðurkennir að sá vegur sé ekki góður.
06.08.2018 - 11:31
Umferðarteppa viðbúin við Klaustur vegna flóðs
Vatn úr Skaftárhlaupi flæðir yfir þjóðveg eitt á fimmtíu til hundrað metra kafla, við útsýnisstaðinn í Eldhrauni, skammt vestan Kirkjubæjarklausturs. Ekki er talið að loka þurfi veginum en hámarkshraði hefur verið lækkaður í þrjátíu kílómetra á klukkustund, segir Guðmundur Kristján Ragnarsson, flokksstjóri hjá Vegagerðinni í Vík í Mýrdal. Viðbúið er að umferðarteppa myndist.
06.08.2018 - 09:01
Ágreiningur um virkjun í Skaftárhreppi
Ágreiningur er á milli listanna sem mynda meirihluta í Skaftárhreppi um fyrirhugaða 9,3 MW virkjun í Hverfisljóti við Hnútu. D-listi sjálfstæðismanna styður virkjunaráformin en Z-listinn Sól í Skaftárhreppi hefur lagst gegn framkvæmdum.
Ekki verður af sameiningu á suðausturhorninu
Samstarfsnefnd vegna sameiningar Skaftárhrepps, Hornafjarðar og Djúpavogshrepps hefur lokið störfum, án niðurstöðu. Sveitarfélögin verða ekki sameinuð í bráð. Óvissa sem fylgdi stjórnarslitum og alþingiskosningum olli því að ekki var unnt að ljúka viðræðum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Tíu liggja enn á Landspítalanum eftir rútuslys
Tíu af þeim sem lentu í rútuslysi í Eldhrauni í gær liggja enn á Landspítalanum. Þar af eru þrír þungt haldnir og eru á gjörgæsludeild, samkvæmt upplýsingum frá spítalanum. Hinir sjö slösuðu eru á almennum bráðadeildum.
Fimmtán hafa látist í umferðinni á árinu
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur lokið vettvangsrannsókn sinni í Eldhrauni þar sem banaslys varð í gær þegar rúta og fólksbíll skullu saman með þeim afleiðingum að rútan valt út af veginum og í hraunið. Sævar Helgi Lárusson, rannsakandi á umferðarsviði, segir að í dag hafi fólksbíllinn og rútan verið skoðuð á Selfossi þar sem er bíltæknirannsóknarsetur lögreglunnar. Konan sem lést varð fimmtánda manneskjan til að láta lífið í umferðinni á þessu ári.
Lyftu rútunni með vörubretti og tjökkum
Hluti kínversku ferðamannanna sem lentu í rútuslysi í Eldhrauni í gær fer úr landi á morgun. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi sem stýrði björgunaraðgerðum í gær, segir að skýrslur verði teknar af hluta af hópsins í dag. Fólkið var hér á landi í fjögurra eða fimm daga ferð. Bændur og aðrir heimamenn veittu mikla aðstoð og lánuðu bíla, dráttarvélar og fleira. Heimamaður kom með vörubretti og tjakka og þannig var hægt að ilyfta rútunni og ná þeim tveimur lentu undir henni. 
Gagnrýnir Vegagerðina fyrir lakar hálkuvarnir
Sveitarstjóri Skaftárhrepps gagnrýnir Vegagerðina fyrir að hreinsa ekki oftar þjóðveg eitt um Eldhraun þar sem banaslys varð í morgun þegar rúta og fólksbíll skullu saman á veginum. Mikil hálka er á veginum þar sem slysið varð og bratt niður af veginum þar sem rútan valt, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglunnar. 
Vilja náttúrulegan frekar en nútímaarkitektúr
Vísbendingar eru um að ferðamenn vilji sjá annars konar uppbyggingu á ferðamannastöðum en ráðgjafar telja alla jafna æskilegt. Þetta kemur fram í könnun á viðhorfum ferðamanna til innviða og náttúru sem Landgræðsla Íslands stóð fyrir meðal ferðamanna á tveimur áfangastöðum, í Eldhrauni í Skaftárhreppi og Úlfarsfelli í Mosfellsbæ. Ferðamennirnir lögðu áherslu á innviði í sem náttúrulegustum stíl en höfnuðu nútímalegum arkitektúr.
Ríkið sýknað vegna vatnsþurrðar í Grenlæk
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði fyrir helgi íslenska ríkið og Skaftárhrepp af stefnu veiðirétthafa í Grenlæk. Rétthafarnir töldu sig hafa orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna tveggja framkvæmda sem hefðu leitt af sér vatnsþurrð og röskun á lífríki árinnar.
14.04.2017 - 15:22