Sjónvarpsgagnrýni
Þrautaganga Pamelu Anderson
Sjónvarpsþættirnir Pam & Tommy fjalla um eitt frægasta ástarsamband tíunda áratugarins og um leið frægasta kynlífsmyndband sögunnar. Salvör Bergmann, gagnrýnandi, kolféll fyrir þáttunum og um leið Pamelu Anderson.
05.03.2022 - 08:00
Ef frúin í Hamborg gæfi manni í alvöru fullt af pening
Kona finnur tæpar sjö hundruð milljónir í ferðatösku í skógi og hún ákveður að hirða hana og þvo peninginn í gegnum hverfisbakarí á Lidingö í Svíþjóð. Glæpamennirnir sem rændu peningnum upprunalega eru þó ekki tilbúnir að sætta sig við að þeir séu horfnir og þeir svífast einskis. Júlía Margrét Einarsdóttir rýndi í sænsku spennuþættina Deg.
11.12.2021 - 13:57
Hryllingur sem er hjartans mál
Netflix-serían Midnight Mass er persónulegur hryllingur, samofinn hverfulleika manneskjunnar og krafti samfélagsins þegar trúin á hið góða yfirgnæfir heilbrigða skynsemi, segir Katrín Guðmundsdóttir gagnrýnandi.
31.10.2021 - 10:00
Ómöguleiki lífs þar sem svo margt rekst á
Hryllingur stríðs verður ljóslifandi í bók Khaleds Khalifa, Dauðinn er barningur, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi. „Fegurðin liggur í óskapnaðinum að einhverju leyti, í andstæðum hins mennska og ómennska sem eru dregnar sterkum dráttum.“
19.10.2021 - 12:43
Langþráð hvíld frá raunsæi í íslensku sjónvarpsefni
Ekkert lát er á morðum í Reykjavík í annarri þáttaröð Stellu Blómkvist, sjónvarpsefni sem er ólíkt öllu öðru sem sést hefur á íslenskum markaði, segir Katrín Guðmundsdóttir sjónvarpsrýnir.
11.10.2021 - 14:50
Gæsahúðarvekjandi vísindalegur draugagangur í Vík
Í Netflix-þáttunum Kötlu stígur leikstjórn, leikmynd, handrit, förðun, leikur, tónlist, hljóð og kvikmyndataka samtaka dans svo úr verður úthugsað og ögrandi listaverk, að mati Júlíu Margrétar Einarsdóttur gagnrýnanda Lestarinnar.
22.06.2021 - 17:30
Ferlega krúttlegt farsóttarsjónvarpsefni
Sjónvarpsrýnir Lestarinnar á Rás 1 lét gabba sig enn eina ferðina og horfði á nýja farsóttarþætti Netflix sem nefnast Sweet Tooth. Þættirnir segja frá samfélagi sem hefur að mestu þurrkast út vegna faraldurs en samhliða uppgangi hans fæðast öll börn sem blendingar af mönnum og dýrum.
13.06.2021 - 09:00
Sameiginleg áfallastreituröskun svartra Bandaríkjamanna
Katrín Guðmundsdóttir gagnrýnandi Lestarinnar fjallar um hrollvekjuþættina Them. Þeir segja frá tímum „brottflutninganna miklu“ þegar um sex milljónir svartra Bandaríkjamanna hröktust frá Suðurríkjunum til annarra hluta landsins á síðustu öld.
02.05.2021 - 14:00
Brothættur og blákaldur raunveruleiki í Systraböndum
Sjónvarpsþættirnir Systrabönd fjalla um þrjár æskuvinkonur sem þurfa að horfast í augu við drungalega fortíð. „Vönduð persónusköpun yfirgnæfir brostnar væntingar til sögufléttunnar og áhorfendur sogast inn í virkni kvennanna, sem afhjúpar þær bæði sem breyskar og skeikular á sama tíma og þær reyna að bæta fyrir syndir sínar,“ segir Katrín Guðmundsdóttir gagnrýnandi.
08.04.2021 - 14:27
Stefnumótaforrit sem lofar eilífri ást
„Eins og margar ástarsögur fá mann til að trúa á eina sanna ást, þvert á raunsæislega afstöðu til tilverunnar, þá gera The One hið gagnstæða og fylla mann heldur bölsýni og einlægu þakklæti yfir að slíkt sé bara til í ævintýrum,“ segir Júlía Margrét Einarsdóttir gagnrýnandi lestarinnar um The One á Netflix.
02.04.2021 - 13:00
Exit 2: ekki bara fleiri bílar, typpi og kókaínlínur
Þökk sé nýju sjónarhorni veitir önnur sería Exit áhorfendum óhugnanlega og raunsæja innsýn í reynsluheim kvenna sem búa við andlegt og líkamlegt ofbeldi, segir Katrín Guðmundsdóttir sjónvarpsrýnir.
20.03.2021 - 09:00
Akkúrat passlega mikið „beef“ fyrir fólk á ketó
„Vittu til. Þú munt fyrr en varir líklega fara að sakna vinanna þriggja og kíkja á þá á Instagram til að vita hvað þeir eru að brasa því þeir eru, eins og þættirnir, algjört æði,“ segir Júlía Margrét Einarsdóttir gagnrýnandi Lestarinnar um raunveruleikaþáttinn Æði sem sýndur er á Stöð 2.
11.03.2021 - 14:00
Yfirborðskenndur og örvæntingarfullur veiruhryllingur
Það er illa farið með The Stand, eina af fyrstu skáldsögum hrollvekjumeistarans Stephens Kings, í nýjum sjónvarpsþáttum segir Katrín Guðmundsdóttir. „Hér hefur eitthvað, nú eða bara allt saman, farið stórkoslega úrskeiðis.“
27.02.2021 - 10:00
Hver elskar barnið sitt mest?
Byrjunaratriðið í dönsku þáttunum DNA sem sýndir eru á RÚV um þessar mundir sýnir líklega skelfilegustu martröð flestra foreldra. Barn rannsóknarlögreglumannsins Rolfs fellur fyrir borð í ferju í miklu óveðri og finnst aldrei aftur, eða hvað? Júlía Margrét Einarsdóttir gagnrýnandi Lestarinnar rýnir í þættina.
23.02.2021 - 12:58
Mannlegur samhljómur yfirgnæfir formúlurnar
Sjónvarpsrýnir Lestarinnar, Katrín Guðmundsdóttir, elskar raunveruleikasjónvarp. Hún hefur þó stundum farið leynt með þessa ást sína þar sem það þykir ekki sérlega fínt að njóta slíks. Hér rýnir hún í tvær nýjar raunveruleikaseríur, Bling Empire og Blown Away, og sannfærir kannski suma um að láta af fordómum.
09.02.2021 - 14:02
Ferlega töff þættir sem örva bæði skynvíddir og rökvísi
Áhorfendum gefst tækifæri til að stökkva ofan í ofursvala kanínuholu, stútfulla af flóknum gestaþrautum og blóðsúthellingum í japönsku þáttunum Alice in Borderland, segir Katrín Guðmundsdóttir sjónvarpsrýnir.
16.01.2021 - 09:33
Hvað verður um greyið gaslýsandi ofbeldismanninn?
Krabbameinslæknirinn sem Hugh Grant leikur í HBO-seríunni The Undoing er mögulega saklaus um morð. Það vitum við ekki en það verður ljóst mjög fljótt að hann er yfirgangssamur, sjálfumglaður lygari svo manni verður eiginlega alveg sama. Júlía Margrét Einarsdóttir, sjónvarpsrýnir Lestarinnar, var ekki hrifin af The Undoing.
12.12.2020 - 13:30
Sprungur myndast í hallarmúrnum í The Crown
„Fjórða þáttaröðin um bresku krúnuna gefur til kynna að hnignun konungsveldisins sé ekki aðeins djúpur öldudalur heldur séu endalok þess óumflýjanleg,“ segir Katrín Guðmundsdóttir um nýjustu þáttaröð The Crown.
05.12.2020 - 09:00
Fislétt grín um alvarleg málefni
Eurogarðurinn snýst um að kæta áhorfendur með karakterum sem bæði segja og gera hluti sem hvorki má segja né gera, að mati sjónvarpsrýnis Lestarinnar.
15.11.2020 - 17:56
Gagnslaust drasl í gagnsæjum kassa sem gleymist fljótt
Sjónvarpsrýnir Lestarinnar er allt annað en hrifinn af bandarísku raunveruleikaþáttunum Get Organized with the Home Edit sem njóta mikilla vinsælda á Netflix um þessar mundir.
04.10.2020 - 14:54
Sögusviðið og tímaramminn mikil hindrun fyrir málefnin
„Sú ákvörðun að varðveita bæði sögusvið og ytri tíma upprunalega verksins verður því að stórkostlegri hindrun fyrir málefnin sem ætla mætti að þættirnir brenni fyrir,“ segir sjónvarpsrýnir Lestarinnar um nýja sjónvarpsútgáfu BBC af Innrásinni frá Mars eftir H.G. Wells.
13.09.2020 - 14:44
Illþolandi og innihaldslaust líkt og lífsstíllinn
„Útrás dregur upp mynd af níhílískum heimi sem stjórnast umfram allt af efnishyggju. Sögupersónur eru fulltrúar hans og er framferði þeirra ætlað að draga fram tómið í tálsýnunum sem heimurinn samanstendur af,“ segir gagnrýnandi Lestarinnar um norsku þættina Exit.
22.02.2020 - 09:59
Sjónvarpsefni sem enginn ætti að láta framhjá sér fara
Watchmen er frábært sjónvarpsefni sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara, að mati sjónvarpsrýnis Lestarinnar. Þættirnir eru gríðarlega vel unnir og bæta við upprunalegu myndasögu Alans Moore auk þess að finna nýja vinkla til þess að skoða samfélag dagsins í dag.
11.01.2020 - 08:50
Flatur hryllingur og lítil spenna
Sjónvarpsrýnir Lestarinnar segir NOS4A2 hafa allt til þess að bera að geta orðið ef ekki góðir, þá allavega svolítið klikkaðir og öðruvísi. En tilraunir aðstandenda til þess að draga fantasíuna inn í blákaldan raunveruleikann geri það hins vegar að verkum að hryllingurinn verði flatur og lítil spenna myndist.
23.12.2019 - 16:15
Söguleg sápuópera sem erfitt er að slíta sig frá
The Crown er bæði söguleg heimild og sápuópera og þó að skilin þar á milli séu oft óskýr þá er erfitt að slíta augun af skjánum, að mati sjónvarpsrýnis Lestarinnar. Það versta við þá sé að persóna Elísabetar Englandsdrottningar sé helst til grunn.
08.12.2019 - 10:16