Vikan með Gísla Marteini

08.01. 2021

Gestir Vikunnar í þessum fyrsta þætti ársins eru þau Davíð Þór Jónsson prestur og skemmtikraftur, Dóra Jóhannsdóttir leikkona og Vilhelm Netó leikari sem sló rækilega í gegn í Skaupinu 2020. Kaka ársins 2021 var valin í beinni útsendingu en Garðar Tranberg hjá Bakarameistaranum hneppti þann titil.

Berglind Festival kannaði sögu kökunnar og Gísli Marteinn fór yfir það helsta í Fréttum Vikunnar.

Jóhanna Rakel Jónasdóttir, annar meðlimur hljómsveitarinnar Cyber og Ásdís María Viðarsdóttir söngkona litu við í stutt spjall í lok þáttarins. Hljómsveitin Cyber og Ásdís lokuðu svo þættinum með lagatvennunni Starry night og Karaoke song.

Birt

8. jan. 2021

Aðgengilegt til

9. jan. 2022
Vikan með Gísla Marteini

Vikan með Gísla Marteini

Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Salóme Þorkelsdóttir.

Þættir