Vatnajökull - Eldhjarta Íslands
Nýir eftirtektarverðir heimildarþættir um Vatnajökul, mestu jökulbreiðu í Evrópu. Kraftur jökulsins hefur mikil áhrif á landið og fólkið sem býr í skjóli hans. Í djúpinu undir slær eldhjarta Íslands. Í þáttaröðinni Vatnajökull - eldhjarta Íslands kynnast áhorfendur undraheimi jökulsins, mannlífinu og náttúrunni; baráttu jökuls og elds sem mótað hefur landslag og náttúru sem er einstök í heiminum. Dagskrárgerð: Valdimar Leifsson. Framleiðsla: Lífsmynd.