Útrás I
Exit I
Norsk þáttaröð um fjóra vini sem allir eru auðugir, fagna velgengni í starfi og eiga fjölskyldur. Þeim leiðist þó og leita útgönguleiða úr daglegu lífi sínu, meðal annars með ofbeldi, eiturlyfjum og kynlífi. Þættirnir eru byggðir á sönnum frásögnum úr norskum fjármálaheimi. Aðalhlutverk: Simon J. Berger, Agnes Kittelsen, Pål Sverre Hagen, Tobias Santelmann og Jon Øigarden. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.