Úti að aka - á reykspúandi Kadilakk yfir Ameríku

Úti að aka - á reykspúandi Kadilakk yfir Ameríku

Íslensk heimildarmynd um ævintýrareisu rithöfundanna Ólafs Gunnarssonar og Einars Kárasonar sumarið 2006 þegar þeir keyrðu þvert yfir Bandaríkin á eldgömlum og hálfónýtum Kadilakk. Með þeim í för voru útgefandinn Jóhann Páll Valdimarsson og bifvélavirkinn Aðalsteinn Ásgeirsson. Félagarnir lentu í ýmsu á leiðinni og ferðin varð þeim innblástur ferðasögu sem kom út sama ár. Leikstjóri: Sveinn M. Sveinsson. Framleiðandi: Plús film.