Tvíburi

Tvíburi

Twin

Norsk spennuþáttaröð um eineggja tvíburabræðurna Erik og Adam sem lifa ólíku lífi. Erik er óábyrgur, ábyrgðarfælinn og stórskuldugur en Adam rekur blómlegt fjölskyldufyrirtæki og lifir, því er virðist, fullkomnu lífi. Bræðurnir hafa ekki talast við í fimmtán ár, en þegar Erik neyðist til setja sig í samband við bróður sinn vegna skulda hefur það hræðilegar afleiðingar. Aðalhlutverk: Kristofer Hivju, Rebekka Nystabakk og Mathilde Holtedahl Cuhra. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi ungra barna.