Tónlistarhátíð Rásar 1

Tónlistarhátíð Rásar 1

Bein útsending frá Tónlistarhátíð Rásar 1 sem er haldin í fjórða sinn í ár.Þema hátíðarinnar í ár er Þræðir og hverfist um hugleiðingar um tímann með sérstöku tilliti til 90 ára afmælis RÚV og 250 ára fæðingarafmælis Beethovens. Pöntuð voru fjögur tónverk sem tónlistarhópurinn Elektra flytur á tónleikum. Tónskáldin fjögur koma úr nokkuð ólíkum áttum. Þau eru Haukur Þór Harðarson, Högni Egilsson, Sóley Stefánsdóttir og Veronique Vaka. Listrænn stjórnandi: Anna Þorvaldsdóttir. Kynnir: Guðni Tómasson. Hátíðin er haldin í samstarfi við Hörpu.

Þættir