Tímaflakkarinn - Doktor Who

Tímaflakkarinn - Doktor Who

Doctor Who

Bresk þáttaröð um Doktor Who, geimveru sem ferðast um tíma og rúm í geimskipinu sínu og tekst á við ýmis dularfull mál ásamt mannlegum hjálparhellum sínum. Þættirnir voru fyrst sýndir á BBC árið 1963 og skipa stóran sess í breskri dægurmenningu. Í þessari nýjustu þáttaröð er Doktor Who í fyrsta skipti kvenkyns, en það er leikkonan Jodie Whittaker sem fer með aðalhlutverkið í þáttunum.