The Bookshop
Bókabúðin
Bresk kvikmynd frá 2017 um ekkjuna Florence Green sem ákveður að opna bókabúð í litlum strandbæ á Englandi við lok sjötta áratugarins. Ekki eru allir bæjarbúar sáttir við þessa nýjung í bænum og þarf Florence að leita leiða til að halda rekstrinum gangandi þrátt fyrir mótstöðuna. Myndin er byggð á samnefndri sögu eftir rithöfundinn Penelope Fitzgerald. Aðalhlutverk: Emily Mortimer, Bill Nighy og Hunter Tremayne. Leikstjóri: Isabel Coixet.