Svona fólk

Svona fólk

Heimildarþáttaröð í fimm hlutum um sögu réttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi. Frásögnin spannar fjóra áratugi og rekur baráttu samkynhneigðra fyrir mannréttindum, mannvirðingu og sýnileika allt frá því fyrsti vísir hreyfingu þeirra varð til um miðjan áttunda áratug síðustu aldar og til þess tíma er róttækar lagabætur voru í höfn á fjölskyldurétti samkynhneigðra. Dagskrárgerð: Hrafnhildur Gunnarsdóttir. Framleiðsla: Krummafilms.