29. þáttur
Stundin okkar 2014.04.20 : 29. þáttur
Gói er fenginn til að taka við gömlu og rykföllnu leikhúsi. Þar er verk að vinna því að langt er síðan starfsemi hefur verið í leikhúsinu. Gói kynnist Gloríu sem er sviðsmaður, sýningarstjóri, smiður, búningahönnuður, leikmyndahönnuður, saumamanneskja, ræstitæknir, tölvutæknir, sér um miðasölu og annað sem fellur til. Gloría á sér draum um að verða leikkona. Hver veit nema draumur hennar rætist. Eru sannir leikhústöfrar til? Með samvinnu og hjálp góðra vina Góa lifnar leikhúsið við smátt og smátt.
Handrit: Bragi Þór Hinriksson og Guðjón Davíð Karlsson.
Leikarar: Guðjón Davíð Karlsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir o.fl.
Leikstjóri: Bragi Þór Hinriksson.
Tónlistarstjóri: Vignir Snær Vigfússon.