Stundin okkar 2009-2010

12. þáttur

Í dag er Spegill Speglagrímsson fræða Björgvin um hina ýmsu jólasveina. Þegar Björgvin fer með fyrri hluta teikniblokkadýramyndagátunnar kemur Fransína hlaupandi og segir honum frá skrítnum karli í rauðum fötum og með hvítt skegg sem er fastur niðri á ævintýragangi. Á sama tíma birtist Stúfur úr lausu lofti, en hann hafði náð töfraduftinu frá Fransínu og töfrað sig upp. Björgvin og Fransína flýja eins og fætur toga, rekast saman og rotast. Stúfur skilur ekkert í þessu og Björgvin heilsar honum þegar hann rankar við sér, Fransína verður hrædd en Björgvin útskýrir hver þetta er og það ekkert óttast við þennan kall. En Stúfur er í uppnámi yfir því hafa sprautað sultu yfir bók Grýlu en Fransína kemur með þá snilldarhugmynd útbúa nýja bók áður en Grýla kemst þessu.

Stúfur: Margrét Sverrisdóttir.

Stundin okkar 2009.12.20 : 12. Þáttur

Birt

20. des. 2009

Aðgengilegt til

11. feb. 2022
Stundin okkar 2009-2010

Stundin okkar 2009-2010

Umsjón: Björgvin Franz Gíslason

Dagskrárgerð: Eggert Gunnarsson