Stundin okkar 2009-2010
Umsjón: Björgvin Franz Gíslason
Dagskrárgerð: Eggert Gunnarsson
Björgvin stendur í hægðum sínum við trönurnar og er að fara með fyrri hluta teikniblokkadýramyndagátunnar, Eldibrandur fylgist með úr fjarlægð. Svo sér Björgvin að það hefur slokknað á aðventukransinum, hann kveikir á eldspýtu til að kveikja aftur á kertinu en þá kemur Fransína með slökkvitæki og sprautar hvítir froðu út um allt. Björgvin skilur ekkert í þessu en í ljós kemur að Fransína er mjög hrædd við eld og það sem meira er þá veit hún ekkert hvað jól eru eða jólastemning. Björgvin reynir því eftir besta mætti að útskýra hvað jólin eru. Fransína segir honum þá frá hátíð sem haldin er niðri á ævintýragangi á sama tíma, Keppa, keppa, keppninni.
Stundin okkar 2009.11.29 : 9. Þáttur
Umsjón: Björgvin Franz Gíslason
Dagskrárgerð: Eggert Gunnarsson